Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1983, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1983, Blaðsíða 7
Þorvarður Kjerulf Þorsteinsson Hann átti létt með nám, afburða málsnjall og gamansamur, og því varð hann fljótt vinsæll af öllum er honum kynntust. Hahn var hrókur alls fagnaðar í bekknum. Hann var óáreitinn, hreinlyndur og vildi öllum vel. Fróður var hann með afbrigðum um sögu landsins og ættfræði var hans eftirlæti. Heyrt hefi ég fyrir satt, að Árni heitinn Pálsson, sagnfræð- ingur, er kynntist honum, hafi þótt mikið til um sögufróðleik hans, ættfræðiþekkingu, og hversu gjörhugull hann var.. f háskóla var hann kosinn í stúdentaráð, hinn fyrstí fulltrúi frjálslyndra, er þá buðu fram í fyrsta sinn. í starfi sínu í atvinnumálaráðuneytinu féll honum vel að vinna að ýmsum m'enningar- og framfaramálum landbúnaðarins og þess er vert að geta að Gunnar Bjarnason, áður skólastjóri á Hólum ber honum gott orð í bók sinni um samskipti hans við landbúnaðarráðuneytið. Nokkru eftir að Þorvarður varð sýslumaður fór að bera á þeim sjúkdómi, er leiddi hann til dauða. Hann kvartaði þó aldrei, en sjúkdómurinn ágerðist. Því var það, að hann fékk leyfi frá störfum fyrir þrem árum, nokkra mánuði, til að leita sér lækninga hér syðra, en fór síðan og heimsótti börn sín, en fjögur þeirra voru þá við nám erlendis í Englandi og Danmórku. Hann fékk nokkra hvíld og taldi sig hafa fengið nokkurn bata og tók við starfi sínu á ný. Hjartasjúkdómurinn hélt þó áfram að segja til sín og fyrir ári síðan fékk hann alvarlegt áfall. Eftir að hann af heilsufarsástæðum hafði látið af starfi í vor og flutt suður hugði hann gott til þess að njóta hvíldar og gefa sig að sínum áhugamál- um, lestur sögu og ættfræði. Hann hafði og áhuga á útivist, náttúruskoðun, átti lengi góða hesta, bæði hér syðra og á Isafirði, og er hann hafði fengið hest sinn að vestan í sumar fór hann í ferðalög á hestum með bróður sínum Jóni, og naut þess vel. Þann 31. f.m. fór Þorvarður með konu sinni, Magðalenu í ökuferð í Kollafjörð, til náttúru- skoðunar, en veður var þá mjög gott, sól og hlýindi, fyrsti sumardagurinn er sumir nefndu, eftir þetta eftirminnilega rigningarsumar. Þau hjónin óku upp fyrir Velli á Kjalarnesi, Þorvarður gekk nokkuð frá bílnum til skoðunar, en þá kom kallið, hann hneig niður og var þegar örendur. Genginn er gegn og góður maður og bið ég honum guðsblessunar og þakka samfylgdina. Ekkju hans, Magðalenu, börnum, vanda- mönnum og ættingjum votta ég dýpstu samúð. t Björn Ingvarsson. Sú harmafregn barst út nú um nýliðin mánaða- mót að Þorvarður K. Þorsteinsson, sem til skamms tíma var sýslumaður í ísafjarðarsýslum og bæjar- fógeti á ísafirði, hefði orðið bráðkvaddur. Þorvarður var ættaður af Austurlandi og kom- inn af mjög þekktu fólki og merku. Hann fæddist á Egilsstöðum á Völlum og var elsta barn hjónanna Þorsteins Jónssonar, sem tók við kaup- félagsstjórn á Reyðarfirði árið sem Þorvarður fæddist og gengdi því starfi í meira en fjóra áratugi, og Sigríðar Þorvarðardóttur Kjerúlf. Þorsteinn kaupfélagsstjóri var sonur Jóns stór- bónda á Egilsstöðum Bergssonar og konu hans Margrétar Pétursdóttur. Á Egilsstöðum býr ennþá sú hin sama ætt, eins og mörgum er kunnugt. Sigríður, móðir Þorvarðar, var dóttir Þorvarðar Kjerúlfs læknis og alþingismanns á Ormarsstöðum í Fellum og seinni konu hans Guðríðar Ólafsdóttur. Þorvarður K. Þorsteinsson ólst upp á Reyðar- firði hjá foreldrum sínum ásamt yngri systkinum, Jóni, Þorgeiri og Margréti, en þau eru öll þjóðkunn. Ungur var hann settur til mennta, og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akur- eyri vorið 1938, og var hann í hópi 28 stúdenta frá skólanum það ár. Þorvarður átti margar góðar minningar frá Akureyrarárunum og minntist skólasystkina sinna þar með miklum hlýhug. Hann bjóþará Gömlu vistum,sem síðarvorusvo nefndar, uppi í skólahúsinu. Leiðin lá nú til Reykjavíkur, og þar settist hann í lagadeild Háskóla íslands og lauk lögfræðiprófi árið 1944. Héraðsdómslögmaður varð hann árið 1950. Mjög skömmu eftír að hann lauk laga- prófinu varð hann fulltrúi í atvinnumála- ráðuneytinu og síðar deildarstjóri í landbúnaðar- ráðUneýtinu. Árið 1973 breytti hann um umhverfi og gerðist sýslumaður í Isafjarðarsýslum og bæjar- fógeti á ísafirði. Því starfi gegndi hann í áratug, og bjó hér í bænum með fjölskyldu sinni að Hrannargótu 4, en þar höfðu aðrir sýslumenn búið á undan honum. Hinn 1. maí 1983 lét hann af sýslumannsstörfunum, enda orðinn fullra 65 ára að aldri og farinn að kenna vanheilsu. Fluttist hann þá aftur til Reykjavíkur, og settust þau hjónin á ný að í íbúð sinni að Miklubraut 74 nú í vor. Þorvarður var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Anna Einarsdóttir, og voru börn þeirra fimm, Einar, Sigríður, Margrét, GuðbjörgogÞorsteinn. Anna og Þorvarður slitu samvistir. Síðari konu. sinni, Magdalenu Thoroddsen frá Vatnsdal í Rauðasandshreppi, kvæntist Þorvarður í ársbyrj- un 1958, og höfðu þau því verið gift í rúman aldarfjórðung, þegar hann andaðist. Þau áttu saman tvær dætur, Ölínu og Halldóru, sem báðar eru nú við nám í Háskóla íslands. Utan hjón- abanda sinna eignaðist Þorvarður tvær dætur, Dýrfinnu Sigríði og Dagbjórtu Þyri. Undirritaður kynntist Þorvarði fyrst á sýslum- annsárum hans á ísafirði. Sem yfirvald var hann mildur og mannlegur og vildi gera gott úr sem allra flestu, enda varð mörgum ísfirðingum hlýtt til hans. Hann var mjög umtalsgóður og vildi leggja gott til fólks. Hann þekkti mjög marga og átti auðvelt með að kynnast fólki. Þorvarður tók umtalsverðan þátt í félagsmálum í kaupstaðnum, og starfaði m.a. talsvert í Framsóknarfélagi ísafj- arðar. Af bókum hafði Þorvarður mest dálæti á Sturlungu og var sífellt að blaða í henni, enda kunni hann hana að miklu leyti utan að. Hann var yfirleitt óvenjulega ætt- og persónufróður og hafsjór af fróðleik á því sviði. Ættfræðibækur voru honum mjög að skapi, svo og rit um íslenska staðfræði, enda var hann ákaflega staðkunnugur víða um land. Þorvarður hafði mikinn áhuga á landbúnaði og þó einkum á hestum. Má raunar fullyrða að hestamennskan hafi verið hans helsta áhugamál og tómstundagaman. Ætíð átti hann fáeina hesta, sem hann hugsaði vel um. Ef hann hefði ekki gengið menntaveginn hefði hann ugglaust sómt sér vel sem gildur bóndi, líkt og afi hans á Egilsstöðum. Að frátöldum æsku- og skólaárum á Reyðarfirði og Akureyri hafa ísafjarðarárin sennilega verið bestu ár Þorvarðar. Börn hans voru þá að mestu uppkomin og fjárhagurinn heldur rýmri en áður. Hann gat því leyft sér að halda uppi mikilli og ágætri risnu, en slíkt var honum mjög að skapi. í þeim efnum munaði mjög um Magdalenu konu hans, sem er ekki aðeins fádæma góð húsmóðir og einkar gestrisin að eðlisfari, heldur einnig prýði- lega orðsnjöll, enda hafði hún í allmörg ár verið blaðamaður í Reykjavík. í sameiningu voru þau óvenju skemmtilegir gestgjafar og góðir vinir vina sinna. Hin síðustu ár hafði Þorvarður kennt nokkurrar vanheilsu, en þó kom snögglegt fráfall hans flestum á óvart. Vinir hans og ættingjar munu sakna hans mjög. Mestur harmur er þó kveðinn að konu hans og börnum. Þeim eru hér með sendar innilegar samúðarkveðjur frá ísafirði. Björn Teitsson. íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.