Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1983, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1983, Blaðsíða 5
Björn Steindórsson, rakari, Neskaupstað Fæddur 14. desember 1914 Dáinn 3. september 1983 Þegar kemur á efri árin fjölgar þeim jafnt og þétt samferðarmönnunum sem kveðja og hverfa iriannlegum sjónum. Nú er Björn Steindórsson látinn. Hlýt ég að minnast hans með örfáum orðum svo mikið sem við áttum saman að sælda. Björn fæddist að Miðhúsum í Ei ðaþinghá 14. desember 1914, en þar bjuggu foreldrar hans þá og all lengi síðan, þar til þau fluttust að Fossgerði í sömu sveit. t>au hétu Steindór Árnason og Jónína B. Jónsdóttir. Var hún frá Hofi í Fellum en Steindór frá Eyvindará. Björn ólst upp við algeng sveitastörf og alla tíð átti landbúnaðurinn sterk ítök í honum. Hann lagði stund á rakaraiðn og hóf störf í þeirri grein þegar að loknu sveinsprófi, fyrst í Reykjavík. Fljótlega lá leiðin austur og í Neskaupstað setti hann upp eigin rakarastofu sem hann rak síðan til dauðadags. Hann var mjög fær hárskeri. Á síðari árum hafði Björn með höndum önnur Það má safna fleiru dýrmætu í sjóði en gulli.' Ævistörf móðurinnar, Jónínu, utan heimilis að hjúkra sjúkum, gera þeim sjúkrahúsvistina sem þolanlegasta og þess utan sýna öðrum nauðstödd- um einstaklingum móðurlega umönnun og um- . hyggju sem okkur þiggjendum og áhorfendum er skylt að þakka,vitandi, að hún á inni í mörgum slfkum sjóðum óska og bæna. Auk okkar vanda- manna og vina, efast ég ekki um, að þessar sorglegu slysfarir snerta viðkvæma strengi mjög margra um allt Iand, biðjandi alveldi miskunnsem- innar, að veita syrgjendum sinn styrk: unnustu • Hauks, Ingveldi Gísladóttur, með ívar son þeirra á fyrsta ári, foreldrum Hauks og systur, öðrum ættmennum og vinum, sem og öllum, er af slysi þessu eiga um sárt að binda, Haukur var sannar- lega trúr þeirri kenningu: ,,Vinn þú meðan dagur er, því nóttin kemur þá enginn getur unnið", og þótt dagurinn yrði styttri en hann og aðrir höfðu vonað, vonum við, að fagrar minningar um góðan dreng mýki dýpstu sárin. Ingþór Sigurbj. Deyrfé, deyja frœndr, deyr sjálfr ið sama. En orðstír deyr aldregi, hveim sér góðan getur. Það var langt heim til íslands, þegar mér barst sú harmafregn að Haukur.bróðir minn hefði látist af slysíóium. Ég vildi ekki trúa þessu - ekki Haukur, þessi lífsglaði og duglegi drengur, hann gat ekki verið farinn frá okkur. Við höfðum rætt saman í síma nokkrum dögum aður og hann glaður sagði mér að nú væri hann búinn að ljúka. Vélskólanum og... Það átti svo margt að gera. Það er margs að minnast, þegar hugsað er til baka. Gáskinn og þrótturinn í Hauki var mikill, alltaf verið að starfa,„spekúlera",finna upp hluti og smíða, því allt lék í höndum hans. Hann var ekki gamall drengurinn, þegar við vorum í sveitinni á sumrin í Oddgeirshólum í sól og þurrki og mikið lá við að ná inn heyi, þá biluðu auðvitað vélarnar.- Þá var það Haukur sem sagðist nú aðeins skyldu „kíkja" á þetta, og allt fór í gang. Við vorum eins og hver önnur systkini; rifumst og elskuðumst á víxl. Þegar hann ekki hafði annað þarfara að gera gat hann nú alltaf strítt stóru systur sinni aðeins, sem var víst aðeins rólegri og seinni í snúningum, og þótti stundum nóg um fjörið í litla bróður. Saman stóðum við svo sem einn maður, þegar utanaðkomandi vandamál steðjuðu að. Eftir því sem við uxum upp urðum við vinir á annan hátt. Sérstaklega hef ég fundið það, þau ár sem ég hef búið erlendis, þegar heim til íslands var komið í frí, að það var gott að eiga bróður sem var boðinn og búinn að hjálpa á allan hátt. Lítið dæmi um atburð, sem mér þykir vænt um og lýsir Hauki vel, því hann var ekki að tvínóna við hlutina. - Síðasta sumar hringir hann eitt sinn til mín til Kaupmannahafnar á fimmtudagskvóldi og segir: „Sigrún, ertu heima í hádeginu á morgun?" „Já", sagði ég „Má ég skreppa til þín um helgina?" „Já" „Ég kem þá með morgunflug- inu." Áþennan hátt mun égminnast bróður míns, fullumaflífiogfjöri. ViðJanog Óli Hrafn biðjum þann sem öllu ræður að styrkja Ingu og ívar litla frænda á þessum erfiða tíma og um ókomna framtíð. Hafi bróðir minn þökk fyrir stund sína á þessari jörð. Sigrún störf samhliða. Hann var umboðsmaður happ- drættis Háskóla íslands í mörg ár og síðustu árin einnig verðlagseftirlitsmaður á Austurlandi. Félagsmálin kölluðu einnig að og sveitarstjórn- armál. Var Björn oft ofarlega á lista framsóknar- manna við bæjarstjórnarkosningar. Ekki átti hann þó sæti í bæjarstjórn og virtist honum víðs fjarri að sækjast eftir því. En hann hlýddi jafnan þegar til hans var leitað, þannig átti hann t.d. lengi sæti í fræðsluráði Neskaupsstaðar. Hann var virkur félagi í Kaupfélagi Fram og í iðnaðar- mannafélaginu á staðnum, svo einnig séu nefnd dæmi um þátttöku hans í almennum félagsmálum. Björn Steindórsson var í áratugi mjög virkur í félagsskap framsóknarmanna í Neskaupstað og í kjördæmissambandinu. Enginn var hann mál- rómsmaður, en vann ötullega þegar því var að skipta, var einn þeirra manna sem ætíð eru til staðar á sínum pósti og þó aldrei fremur en þegar mikils þarf með. Á þessum vettvangi áttum við Björn langt og náið samstaf við útgáfu fjórðungsblaðsins Austra. Hann sá um fjármál og dreifingu, en ég skrifaði ásamt með fleirum. Er mér til efs að margir hafi haldið lengur úti blaði við sömu skilyrði, ritstjóri um árabil víðs fjarri útgáfustað. Ósérplægni Björns í störfum fyrir Austra gleymi ég varla. Án hans hefði þráðurinn hlotið að slitna. En það gerði hann raunar aldrei þótt ylti á ýmsu með útgáfudagana. Áfram var haldið uns aðstæður breyttust. Nýir menn, tóku við blaðinu og juku útgáfu þess eins og Austfirðingar þekkja. Ekki getur hjá því farið að þeim sem fást við pólitík áratugum saman tala um hana og skrifa og leita eftir kjörfylgi trekk í trekk verði menn eins og Björn Steindórsson ærið eftirminnilegir. „Ávallt viðbúinn" átti svo sannarlega við hann á því sviði og þakkarskuldin af minni hálfu varð aldrei greidd. Ekkert af því sem minnst hefur verið á hér að framan, svo minnisstætt þó, er mér nú samt efst í huga þegar ég minnist Björns Steindórssonar látins, heldur heimilið hans og hennar Bjarnýjar eins og það tók á móti mér hvert eitt sinn og eins og það kom mér fyrir sjónir að öðru leyti. Alúð þeirra og hlýjar móttökur voru óumbreytanlegar og fjölskylduböndin, tengslin við börn og ung barnabörn voru þess eðlis að þau hlutu að gleðja gestinn og hlýja honum í sinni. Björn Steindórsson var ekki heill heilsu síðustu æviárin. Skyndilegt fráfall hans kom mér samt á óvart. Hressilegt viðmót og vakandi áhugi fyrir því sem var að gerast nær og fjær minnti sannarlega ekki á sjúkdóma né aðsteðjandi hættu. Eftirlifandi eiginkona Björns Steindórssonar er dóttir Sigurðar Porleifssonar, smiðs og konu hans Halldóru Davíðsdóttur en þau bjuggu á Norðfirði. Börn Björns og Bjarnýjar eru þrjú, Sigmar, útgerðarmaður í Grindavík, Hallbjörg frú í Neskaupstað og Steindór, húsasmíðameistari þar. Við erum nokkuð mörg sem minnumst Björns Steindórssonar með virðingu og þökk og söknum Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.