Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1983, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1983, Blaðsíða 6
Þorvarður Kjerulf Þorsteinsson, sýslumaður og bæjarfógeti Fæddur 24. nóvember 1917 Dáinn 31. ágúst 1983 í dag föstudaginn 9. september 1983, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík líkför Þorvarðar Kjerulf Þorsteinssonar áður sýslumanns í ísafjarð- arsýslu og bæjarfógeta á ísafirði. Þorvarður var fæddur á Egilsstöðum á Völlum í Suður-Múlasýslu 24. nóvember 1917, sonur Þorsteins Jónssonar, kaupfélagsstjóra og konu hans Sigríðar Þorvarðardóttur Kjerulf, læknis og alþingismanns, er þá áttu heimili á Egilsstöðum, en fluttu næsta ár á Reyðarfjörð og áttu þar heimili til dauðadags. Þau hjónin eignuðust fjögur börn og var Þorvarður elstur, en önnur eru: Margrét kona þess er línur þessar ritar, Jón yfirlæknir á lyflæknisdeild Landspítalans í Reykjavík og Þorgeir lögreglustjóri á Keflavíkurflugvelli. Þá tóku þau hjónin í fóstur frá barnæsku Ólaf Bjarnason, nú deildarstjóra við tollstjóraembætt- ið í Reykjavík. Þorvarður ólst upp með systkinum sínum á Reyðarfirði, gekk þar í barnaskóla, en var annars á sumrum í sveit hjá föðurömmu sinni og frændum á Egilsstöðum, en hann var ætíð mjög hneigður fyrir búskap og hafði mikið dálæti á hestum. Eftir fermingu fór hann í Menntaskólann á Akureyri, lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1938. Síðan lá leiðin í Háskóla íslands, þar sem hann las lög, og lagaprófi lauk hann með góðum vitnisburði vorið 1944. Síðla sumars það ár fór hann til starfa í Stjórnarráði íslands, atvinnumálaráðuneyti, fyrst þar fulltrúi, en síðan deildarstjóri. Arið 1973 var hann skipaður bæjarfógeti á ísafirði og sýslumaður ísafjarðarsýslu og var svo hans úr hópnum. En mestur missir ástvina eigin- konu og yngri kynslóðanna sem maður hittir svo oft á heimili þeirra Björns og Bjarnýjar. Við Margrét sendum þeim öllum innilegar samúðar- kveðjur. Vilhjálmur Hjálmarsson. Brekku. t Kveðja frá Framsóknarfélagi Norðfjarðar. Laugardaginn þriðja þ.m. barst sú sorgarfregn um Neskaupstað, að Björn Steindórsson hárskeri hefði orðíð bráðkvaddur skömmu eftir hádegi þann dag. Það er alltaf sársaukafullt. þegar svo snögglega er skorið á lífsstreng vinar og samherja ekki síst þar sem andlegt og líkamlegt þrek hans virtist eins og best var á kosið. Við vissum þó að hverju gat dregið. Björn fékk hjartaáfall fyrir nokkrum árum og var þá hætt kominn. En hann náði góðum bata og hof aftur störf við iðn sína og afskipti af félagsmálum. En svo er því farið með þennan sjúkdóm, að hafi hann einu sinni gert vart við sig getur hann óvænt og fyrirvaralaust minnt á sig á nýjan leik. Er sem falinn eldur. Þetta vildi okkur gleymast í samvistum við Björn. Slíkt var æðruleysi hans gagnvart þessari vitneskju og til hinstu stundar var hann einkar ræðinn og glaðlegur í viðmóti. Með Birni Steindórssyni er fallinn frá einn okkar ágætasti félagi. Um áratugaskeið var hann í forystusveit norðfirskra framsóknarmanna. Hann naut trausts og virðingar og eins og títt er um slíka menn hlóðust á hann ófá trúnaðarstörf. Oftar en einu sinni var hann kvaddur til formennsku í Framsóknarfélagi Norðfjarðar og það trúnaðarstarf hafði hann á hendi er hann féll frá. Það var ekki síst fyrir hans frumkvæði og atfylgi, að félagið tók fyrir ári síðan í notkun ágætt húsnæði fyrir starfsemi sína. Um árabil kom það í hlut hans að veita kosningaskrifstofu flokksins forstöðu bæði er kosið var til sveitarstjórnar og Alþingis, auk þess ,að vera trúnaðarmaður flokksins á kjörstað. A því skeiði er Austri, blað austfirskra framsókn- armanna var prentað í Neskaupstað annaðist Björn útgáfu blaðsins. Hann starfaði í ýmsum nefndum fyrir byggðar- lag sitt. var m.a. varaformaður skólanefndar um árabil. Björn var einlægur samvínnumaður. Hann átti sæti í stjórn Kaupfélagsins Fram og lét sér mjög annt um vöxt og viðgang félagsins. Björn kom víðar við á vettvangi félagsmála og hvar sem hann tók til hendi gat hann sér hið besta orð. Björn var grandvar maður og heiðarlegur og gerði ekki á hlut nokkurs manns. Þess vegna naut hann trausts og virðingar þeirra sem honum kynntust og með honum störfuðu. Hann var hvers manns hugljúfi í samstarfi en geðríkur gat hann þó verið í umræðum og fastur fyrir ef því var að skipta. Af góðu einu var hann vel þekktur í sínu byggðarlagi. Um margt sérstæður persónuleiki. Einn af þeim, sem setti svip á bæinn. Félagar í Framsóknarfélagi Norðfjarðar þakka honum mikil og ómetanleg störf. Eftirlifandi eiginkonu hans Bjarný Sigurðar- dóttur, börnum og barnabörnum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. allt til hann í vor vegna vanheilsu baðst lausnar og flutti suður og bjó að Miklubraut 74, Reykjavík. Árið 1944 kvænfist Þorvarður Önnu Einarsdótt- ur, verkstjóra, frá Akranesi, nú húsfrú að Kiða- felli í Kjós, en þau hjónin skildu. Börn þeirra eru: Einar, umdæmisverkfræðingur á Austurlandi, búsettur á Reyðarfirði. Kona hans er Hallfríður Bjarnadóttir, kennari. Sigríður, ritari, gift Paul Newton, verslunar- manni, búsett í Reykjavík. Margrét, hjúkrunarfræðingur, gift Árna Árnas- yni, viðskiptafræðingi, búsett í Kaupmannahöfn. Guðbjörg. dýralæknir, nú starfandi í Laugarási. Þorsteinn, búfræðikandidat, nú í Kaupmann- ahöfn. Síðari kona Þorvarðar og eftirlifandi er Magðal- ena Thoroddsen, Ólafs Thoroddsen, skipstjóra frá Vatnsdal. Þau hjónin eiga tvær dætur: Ólínu við nám í Háskóla fslands, gift Sigurði Péturssyni frá ísafirði, háskólanema. Halldóra. guðfræðinemi, gift Sigurjóni Bjarnas- yni, frá Hvoli í Ölfusi, háskólanema. Tvær dætur átti Þorvarður utan hjónabands: Dýrfinnu Sigríði. gift Garðari Einarssyni. kjöt- iðnaðarmanni, Selfossi og Dagbjörtu Þyri. há- skólanema, gift Guðna Kristinssyni. lyfjafræðingi, búsett í Reykjavík. Þorvarður hefir átt miklu barnaláni að fagna. öll eru börnin vel gefin og gegnir þjóðfélagsþegn- ar. Ég kynntist Þorvarði þegar í Menntaskólanum á Akureyri, vorum sambekkingar, brautskráðir þaðan stúdentar vorið 1938. en síðan samtímis í lagadeild háskólans og lukum báðir lagaprófi vorið 1944. Strax í menntaskóla varð Kjerulf, eins og hann varætíðnefndurafbekkjarfélögum.mjögvinsæll. islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.