Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1983, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1983, Blaðsíða 3
flestra heimila er að sjó lágu. Uppúr fermingar- aldri hygg ég að hann muni hafa tekið við formennsku á bátnum, því snemma kom í Ijós að hann var kappsfullur sjómaður, en þó gætinn og aflasæll. Þegár hann fann manndóm sinn vaxa keypti hann sér stærri bát og sótti fast sjóinn á honum. Sá bátur er SÍLDIN, afburða sjóskip og happa fleyta. Mun hún vera með allra elstu bátum sem enn eru í notkun. Síðar lét Bjarni stækka hana og bæta áð öllum búnaði. Á henni sótti hann djarft til fiskjar og hákarlaveiða og færði mikla björg í bú á henni. Húner kjörgripur íeigu Bjarna enda borið hann, oft í úfnum sjó, farsællega að landi. Það er gaman að sjá hve Bjarni fer mildum og nærfærnum höndum um þennan kjörgrip sinn, líkt og sálartengsl lægju þar á milli. Hann gætir hennar sem sjáaldurs augna sinna, svo kær er hún honum. Árið 1935 tekur Bjarni við búi í Asparvík. Þá er hann kvæntur Laufeyju systur minni. Búnaðist honum þar vel eftir því sem jarðnæði og önnur skilyrði hrukku til: Búið gat ekki orðið stórt vegna landþrengsla og skorts á ræktunarlandi, en allt var nýtt og ræktað sem unnt var. Sótti hann fast sjóinn, eins og áður er að vikið, og færði mikinn afla að landi. En fleira bar til. Fjölskyldan stækkaði, margar starfsfúsar hendur komu til liðs en fiskur farinn að leggjast frá landi í Húnaflóa. Hugur hans leitaði því betri skilyrða. Stórbýlið Bjarnarhöfn var þá til sölu. Varð það úr að Bjarni festi kaup á henni og fluttist þangað vorið 1951 með öllu sínu skylduliði. Var þar ekki í lítið ráðist. Þótti mörgum sem hann reisti sér hurðarás um öxl með þessum kaupum, en það varð á annan veg. Bjarni reyndist þeim vanda vaxinn og hefur búið stórbúi í Bjarnarhöfn og haldið uppi veg þess höfuðbóls engu síður en nafni hans, Björn sonur Ketils flatnefs, sem nam þar land og aðrir mektarmenn og búhöldar, sem þar hafa setið og gert garðinn frægan. Hermann Jónasson, alþingismaður og forsætis- ráðherra, aðstoðaði Bjarna við kaupin á Bjarnar- höfn og var honum sem öðrum farsæll ráðgjafi. Kunni Hermann vel að meta dugnað og mannkosti Bjarna og hafði oft orð um það þegar fundum okkar bar saman. Var vinátta þeirra og traust gagnkvæmt. Minnist ég þess að Hermann sagði eitt sinn við mig þegar þau má! bar á góma: „Það er gott að vinna fyrir Bjarna og með honum, jafnvel gaman. Maðurinn er svo vel gerður, greindur og gjörhugull, flanar ekki að neinu og ákveður ekkert nema að þaulhugsuðu máli og rasar hvergi um ráð fram.“ - Orð þessa látna heiðursmanns eru góð og sönn lýsing á skaphöfn og lyndiseinkunum Bjarna vinar míns. Ég gæti látið við þau sitja og gert þau einnig að mínum orðum. Svo hefurmérvirst hann í okkar kynnum. Af því sem ég hefi drepið á hér að framan má sjá að Bjarni var snemma framkvæmdasamur. Hann gerði stórar umbætur á jörð sinni, Asparvík. Byggði þar stórt og myndarlegt íbúðarhús, sem enn stendur og sýnir stórhug hans, þó að jörðin sé búin að vera lengi í eyði. í Bjarnarhöfn hefur hann, eins og áður sagði, búið stórbúi, ræktað mikið og byggt upp öll hús staðarins með miklum myndarbrag. Hann er félagslega sinnaður í besta máta. Honum voru falin trúnaðarstörf heima í fæðingarsveit sinni og var í forystusveit hennar um framfara og félagsmál. Það sama gerðist eftir að íslendingaþættir hann fluttist að Bjarnarhöfn. Þar varð hann fljótt í fararbroddi um félagsleg framfaramál og hefur komið mörgu til leiðar á þeim vettvangi. í þeim málum sem öðrum hefur hann reynst sami trausti forsjármaðurinn. Hann flanarekki að neinuogfer sér ekki óðslega. Hann mun vera ýtinn við að koma hugðarmálum sínum fram án þess að vera ágengur eða sýna ofríki, laðar menn til samstarfs. Því hefur farsæld fylgt honum í öllu, bæði á sjó og landi, virtur af þeim sem til hans þekkja, vinsæll og traustvekjandi til orðs og æðis. Ekki hygg ég að vini mínum Bjarna, þætti sæma á þessum tímamótum í ævi hans væri hans eins getið þegar búskaparsaga hans er rakin. Eins og áður er vikið að er kona hans Laufey systir mín, yngsta barn foreldra okkar. Vegna skyldleika okkar er mér vandara um að gera hennar hlut þau skil, sem vert væri og ég veit að mágur minn vildi síst að lægi í þagnargildi. Þó verð ég fáorður þar um. En þeim sem gerr vildu vita hlutdeild hennar í velferð heimilis þeirra og barna vil ég vísa til þáttar, sem Þorsteinn Matthíasson ritaði um hana í bók sinni: í dagsins önn, sem gefin var út af Ægisútgáfunni 1975. - Læt ég nægja að segja, að hún hafi verið manni sínum styrk stoð og heilladís heimilisins. Sambúð þeirra hefur verið þeim báðum mikil gæfa. - Þau eiga 10 börn, 5 syni og 5 dætur. Öll eru börn þeirra vel gefin og atorkusöm. Strax á barnsaldri vakti atorka þeirra og námshæfileikar athygli þeirra sem til þekktu. Hafa flest þeirra notið framhaldsmenntunar. Fjór- ir synir þeirra luku háskólaprófi í búfræði og tvær dætur þeirra lokið háskólanámi í öðrum fræðum. Er Jón sonur þeirra nú skólastjóri Búnaðarskólans á Hólum. Einum sona sinna, Reyni, hafa þau orðið að sjá á bak. Hann lést fyrir nokkrum árum. Hann var hámenntaður í búvísindum, hafði stundað það nám í Rússlandi. Hann kom eitt sinn í heimsókn til mín. Hugljúfari maður en hann var er vandfundinn. - Það var öllum aðstandendum hans þungt áfall er hann lést á ungum aldri. Þau hjón eru höfðingjar heim að sækja og gestrisin. Þar er oft gestanauð og er mér ekki grunlaust um að meiri tími fari þar í gestamót- tökur en heimilinu sé hollt, svo margt sem þar er að vinna á stóru, gagnauðugu býli, sem krefst mikils og óskerts mannafla þrátt fyrir vélar og tækni. En um það er ekki fengist. - Bjarni hefur lengi búið við heilsubrest og má mildi kallast hvernig reitt hefur af með það, svo tæpt sem það hefur stundum verið. Hann er því farinn að fella nokkuð af þó þess sjáist ekki skýr merki og vinnuþrek hans farið að minnka svo sem eðlilegt er eftir svo langan og oft strangan starfsdag. Samt veit ég að verk hans og handtök eru enn til góðra muna og ráðhollur veit ég að hann er enn eftir því sem hann má því við koma. - Sonur hans og sonarsonur eru nú að mestu teknir við búi og erfiðustu verkin að sjálfsögðu komin yfir á þeirra herðar. Hann getur nú á þessum tímamótum glaðst yfir miklu og farsælu ævistarfi og notið yls og skjóls hjá efnilegum uppkomnum börnum sínum, sem hvert um sig skipa veglegan sess í sínu lífsstarfi og uppvaxandi barnabörnum. Bjarna vini mínum og mági færi ég mínar og minna skyldmenna, innilegustu hamingjuóskir á þessum tímamótum í ævi hans um leið og ég þakka honum vinsemd hans í öllum okkar kynnum. Ég samgleðst systur minni, börnum þeirra og öðrum afkomendum með að eiga hann enn að svo hressan og heilsteyptan og hann er, þrátt fyrir mikið strit, háan aldur og knappa heilsu. - Guð blessi honum, konu hans og börnum, ólifuð æviár hans og færi þeim allt til farsældar. (Bæ, 24. sept. 1983) Guðmundur T. Valgeirsson Valdimar Guðmundsson rafveitustjóri, Raufarhöfn Fæddur 20. júlí 1907 Dáinn 27. júní 1983 Pín vagga stóð við opið ysta haf. Par aldan Ijóð sitt kvað við fjörusteina. Par hófst sú för sem sjálfur guð þér gaf, göfugmennsku, þor og sálu hreina. Pú áttir líka margt að miðla af, milda þraut, er sárast urðu að reyna. Heimaslóð annstu af trú og dyggð sú taug sem hélst á œvigöngu þinni. Sú stefnumörkun var á bjargi byggð, sá bautasteinn, er liftr oss í minni. Pótt syrti að og búi í brjósti hryggð, er birta yfir hinstu vegferðinni. Fjölskyldan Uppsalaveg 12 Húsavík.

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.