Íslendingaþættir Tímans - 26.10.1983, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 26.10.1983, Blaðsíða 3
Katrín Jónasdóttir frá Núpi Fædd 1. febrúar 1896 Dáin 6. október 1983 ■ I dag verður til moldar borin að Breiðabólsst- að í Fljótshlíð, Katrín Jónasdóttir, sem var húsmóðir að Núpi í sömu sveit í nærfellt sex áratugi. Katrín var fædd að Hólmahjáleigu í Austur- Landeyjum 1. febrúar 1896 dóttir Jónasar Jóns- sonar frá Ljótarstöðum og Ragnheiðar Halldórs- dóttur frá Ósabakka á Skeiðum. Systkini í Hólmahjáleigu voru auk Katrínar, Guðmundur. lengi bóridi í Hólmahjáleigu og formaður á áraskipi við Landeyjasand, Guðríður, sem bjó í Hallgeirsey og átti fyrir mann Guðmund Guðlaugsson, Magnús, sem átti Sesselju Krisfínu Framan af var oft þröngt i búi hinnar barnmörgu fjölskyldu, því að kreppan svarf að hjá Maddý og Óskari ekki síður en annars staðar. Samt eignaðist Óskar bílskrjóð og síðan hvern af öðrum. Öllum kom hann þeim í gang og ók þeim með sig og sína ótrúlegustu torfærur auk flestra þjóðvega, sem þá voru til á íslandi. Óskár og Maddý hafa alltaf verið á ferð og flugi og aldrei ein. Eftir að börnin uxu úr grasi, hafa þau jafnan boðið með sér vinum sínum, þeim sem síður áttu kost farartækja. Þau eru annálaðir ferðafélagar, og á þeim margur gott upp að inna. Þegar á ævina leið, eignaðist Óskar góða bíla og síðari áratugum nýja og vandaða. Hafa þeir aldrei verið sparaðir og veitt mörgum óblandna ánægju. Ekki var það síst á ferðalögum, að ásköpuðgamansemi Óskars fékk útrás. Fyndni hans var oft frumleg og mörg ógleymanleg. Annað var það í fari Óskars, sem margur naut, en það var óbilandi hjálpsemi og fórnarlund. Ég held, að ekki sé ofmælt, þó að sagt sé að öllum hafi liðið vel í návist Óskars Jónassonar. Þó að Maddý og Óskar hafi unnað mest landi sínu og kynnst því rækilega, vildu þau líka skyggnast um í öðrum löndum. Lágu leiðir þeirra ' þá ýmist til Skandinavíu, suður um höf eða vestur til Ameríku. Á öllum þessum ferðum eignuðust þaualdavini. Fyrir fjórum árum fékk Óskar aðkenningu að slagi. Náði hann sér furðanlega af því áfalli, þótt aldrei yrði hann samur. En síðustu árin naut hann samt lífsins sjálfum sér og öðrum til yndis. Á hádegi ntiðvikudaginn 12. þ.m. sat Óskar að vanda við borð sitt og las. Þá kom kallið, og hann andaðist eins og léttii laufi lyfti blær frá Itjarni. Blessuð sé minning hans. Ég mæli áreiðanlega fyrir munn margra, þegar ég þakka Óskari Jónassyni langa samfylgd af alhug. Eftirlifandi konu hans, börnum og öðrum ástvinum votta ég einlæga samúð. Ólafur M. Ólafsson íslendingaþættir Halldórsdóttur frá Skíðabakka, þau bjuggu í Hólmahjáleigu, síðar á Selfossi, Júlía sem átti Guðlaug Ólafsson frá Eyvindarholti þau bjuggu að Guðnastöðum, Guðbjörg sem átti Erlend Árnason oddvita á Skíöbakka og Jónas Ragnar sem átti Fanneyju Þorvarðardóttir en hann stund- aði verkamannavinnu í Reykjavík. Öll þessi systkini horfin af sviðinu, utan Guð- mundur. sem dvclur að Ási í Hveragcrði. - níræður. Heimilið í Hólmahjáleigu var traust og gott. Þar var ntikið unnið. mikil farsæld og ráðdeild. Bóndinn virtur formaður við brimströndina og flutti oft fólk og farangur til Vestmannacyja, auk þess að róa til fiskjar frá hafnleysinu og sækja björg í bú með hásetum sínufn. Þrjár systur frá Hólmahjáleigu urðu húsfreyjur góðar í sinni heimasveit, skiluðu miklum dagsverkum með dugnaði og þeim óeigingjarna velvilja og hlýja hug til samfcrðamannanna sem fylgir fólkinu frá Hólmahjáleigu. Hinn 2. júlí 1922 giftist Katrín Guðmundi Guðmundssvni. Brúðkaupið fór frani í foreldra- húsum hennar að Hólmahjáleigu. Ungu hjónin hófu þegar búskap á austur-jörð- inni að Núpi cn á vesturjörðinni bjuggu Guðrún Pétursdóttir og Guðmundur Erlendsson hrepp- stjóri og var nágrcnni á Núpsbæjum eins og bcst gerist. Guðmundur Guðmundsson var fimmti maður í beinan karllegg sem bjó í austurbænum á Núpi og st'ðar tók sá sjötti við. Hann andaðist 11. apríl 1970 og höfðu þaú Katrín og Guðmundur þá verið gift í nærfellt hálfa öld. Virðingin var gagnkvæm. þegar maður sá Núpshjónin saman var engu líkara en þau væru nýbúin að setja upp hringana. Hjónin á Núpi voru gæfufólk sem ræktuðu rneð sér kærleikann við hina hvcrsdags- legu vinnu. Frá þeim cr kominn mikill ættbogi. Þegar Guðmundur skáld á Sandi hafði vcrið í hjónabandi í aldarfjórðung orti hann kvæði til konu sinnar, sem lýkur þannig: Umliyggja scm œlid vakir, eignasl mörg og fögur blóm. Listin sti sem lagið krýnir leggttr mest í eftirhjóm. Gull á Itjálmi dagsins drýgir dvergnr sá, er kveikir eld. Þcgar Itlýr á verdi vukir vestanblær um fagurt kveld. Guðmundur á Núpi var einstakur iðjumaður - sístarfandi. Hann var mikill ræktunarmaður, smiður ágætur á tré og byggðu þau hjónin upp öll hús á ábýlisjörð sinni. Silfursmiöur var Guðmund- ur góður og smíðaði svipur og tóbaksílát. Bóngóð- ur granni með bjart og jákvætt lífsviðhorf, laus við barlóm og bölsýni. Það cr hlýlegt að horfa hcini til Núpsbæjanna með hvít þil og falleg tré í varpa, aflíðandi brekkur upp í heiði bryddaðar mó- svörtum klettum. í austurbænum á Núpi uxu úr grasi tíu börn, sem öll lifa. Allt tápmikið dugnaðarfólk, og vclviljinn frá foreldrahúsum hefur fylgt þcim ut í lífið. Þegar yngsta barn þeirra hjónanna á Núpi var nýlega tvcggja ára tóku þau bróðurbarn Katrínar til fósturs og ólu upp sem sitt eigið. Tólfta barnið fermdist frá heimili þeirra og var þar að nokkru uppalið. En auk alls heimilisfólks hlutu margir skjól á Núpi þar réði hjartalagið cn ekki fermetrafjöldi í gólfum. Þrjár gamlar konur voru kvaddar hinstu kveðju frá heimili þeirra, þar sem þær höfðu lcitað athvarfs, áður en samfélagið fór að sinna þeim, sem enga eiga að. Og það þótti fleirum en gömlum cinstæðingum gott að dvelja á Núpi. Sömu börn voru þar í sveit ár eftir ár og fannst þau vera eins og í foreldrahúsum. Katrín á Núpi lærði ung karlmanna-fatasaum út' í Vestmannaeyjum. Hún komst yfir að sauma meira cn á stóra fjölskyidu. Á seinni árum saumaði hún upphlutsbúninga. En á árum áður átti hún vefstól og sló vefinn. Þegar þrckið var farið að bresta fyrir nokkrum árum fluttist hún að Dvalarheimilinu Lundi í Hellukauptúni og þar kvaddi hún þetta líf að morgni þess dags, sem fjöll urðu í fyrsta sinn hvít á þessu hausti. Hjónin á Núpi voru einhuga, hamingjan var heimafengin. Slíkt fólk gengur í morgunbirtunni glatt til starfa og gleymir ekki að þakka Guði gæfu og góða daga, er í takt og sátt við hina hversdags- legu tilveru. en jafnframt ávallt tilbúið til að verða öðrum til góðs. Kirkjugarðinn á Brciðabólsstað bcr hátt. Þaðan er fagurt að horfa yfir grösugt land, eggslétt tún, akra og engi út á blikandi haf með Eyjarnar eins og álfaborgir við sjónarrönd. Bráðum bætist við í garðinn minnisvarði um Katrínu á Núpi, sem lengi setti, með gerðarþokka og reisn, stóran svip á mannlífið í Fljótshliðinni. Pálmi Eyjólfsson. 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.