Íslendingaþættir Tímans - 21.12.1983, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 21.12.1983, Blaðsíða 6
Magðalena Össurardóttir Pingeyri 90 ára Þann 14. desembersíðastliðinnvarðMagðalena Össurardóttir, fyrrum húsfreyja í Neðri-Hjarð- ardal í Dýrafirði, 90 ára. Hún býr nú á Þingeyri og hrósum við undirrituð því mikla happi að hafa kynnst henni er við fluttum þangað fyrir rúmum tveim árum. Þau eru ófá börnin á Þingeyri sem klæðast fallegu ullarsokkunum og vettlingunum frá henni Lenu. Og ekki bara börnin, heldur líka þeir fullorðnu. Þær eru orðnar margar hlýlegu sendingarnar frá henni til okkar hjónanna og barna okkar síðan við komum hingað til Þingeyr- ar. Og þegar langt er til afa og ömmu er ekki amalegt að eiga svolítinn part í henni Magðalenu, sem er amma svo margra. Á þessum merku tímamótum streyma til hennar hlýjar þakklætis- kveðjur og hamingjuóskir frá mörgum sem eiga þessari sístarfandi góðu konu gott að gjalda. Á fyrsta tug þessarar aldar var ung stúlka að alast upp í Kollsvík í Rauðasandshreppi í Vestur- Barðastrandasýslu. Hún var elst tólf alsystkina, aðeins Hildur, hálfsystir hennar, var eldri. Því þurfti hún snemma að taka til hendi og fjórtán ára gömul var hún farin að róða með föður sínum úr Kollsvík upp á hálfan hlut á móti bróður sínum Valdimar, tólf ára gömlum. Þessi stúlka var Magðalena Össurardóttir. Á þessum árum var margmennt í Víkinni, áttatíu manns, og á annað hundrað manns stundaði útræði þaðan. Þarna reri Magðalena í fimm sumur eða uns hún fer í vist út í Breiðarfjarðareyjar, Hergilsey og Flatey. í Hergilsey gekk hún að öllum störfum, sló og rakaði, og reri út í eyjar til heyfanga á sexæring með bóndanum, Hafliða Snæbjarnarsyni. Eftir það fór hún að Skálmarnesi með Hergilseyjar- Guðbjörg Eiríks- Fædd 20. desember 1903 Dáin 20. nóvember 1982 í gær hefði hún orðið 80 ára. Okkar voru tæp 70 ára kynni, sem aldrei bar skugga á, gaman var að hittast, þá lesið hafði ég góða sögu, henni gat ég sagt frá, þá var hún ekki lengi á mig að skella kvæði, sálmi eða smellri vísu. Oft ég ságði hún ætti í útvarpið að tala, því margur myndi af því hafa gaman. Hjartans þakkir fyrir hinstu kveðjuna þegar þú fórst á spítalann. Vinkonan sem alltaf var kölluð Systir. Sveina hjónum og þaðan á Bæ á Rauðasandi. Síðan er hún heima við um tíma, móður sinni til aðstoðar. Foreldrar Magðalenu, þau Össur Guðbjartsson af Kollsvíkurætt og Anna Guðrún Jónsdóttir frá Hnjóti í sama hreppi, voru nú tekin að lýjast og árið 1927 kemur boð frá Valdimar bróður Magða- legnu, sem þá var kennari á Núpi í Dýrafirði. Segist hann hafa hug á því að taka helmingi jarðarinnar Mýrar þar í sveit á leigu og hvort þau vilji ekki koma norður þangað. Það varð úr, að öll fjölskyldan, nema þau sem voru gifit í burtu, fluttist búferlum að Mýrum og var þarð í tvö ár. Og forlögin höfðu víst ætlað Magðalenu að setjast að í Dýrafirði, því að 27. apríl 1929 giftist hún Kristjáni Davíðssyni í Neðri-Hjarðardal og fluttist þangað. Þar bjuggu þau í 41 ár, fyrst með bróður Kristjáns, Jóhannesi, og síðar auk þess með syni sínum, Bjarna, og hans fjölskyldu. Kristján lést 21. október 1970. Þau Kristján og Magðalenda eignuðust fjögur börn sem upp komust: Davíð flugvallarstjóra á Þing- eyri, f. 20.3. 1930, Valgerði, húsfreyju á Blöndu- ósi, f. 19.6. 1931, Kristínu, húsfreyju á Þingeyri, f. 4. 12. 1932, og Guðmund Bjarna, fyrrverandi bónda í Neðri-Hjarðardal, nú birgðavörð á Þingeyri, f. 19.11. 1934. Barnabörn Magðalenu eru 19 og barnabarnabörnin orðin 14. Magðalena bjó hjá syni sínum í Neðri-Hjarðardal til ársins 1980, en þá fluttist hún á öldrunardeild sjúkraskýl- isins á Þingeyri og býr þar nú. Kynni okkar af Magðalenu hófust sem fyrr segir fyrir rúmum tveim árum í byrjun vetrar, að okkur barst vænn poki fullur af yndislega fallegum sokkum og vettlingum á börnin okkar og þáð leyndi ég ekki að sú er prjónað hafði vissi gjörla aldur ogstærð þeirra er njóta skyldi. Við komumst brátt að því frá hverjum sendingin var og við værum ekki þau einu sem nytu þeirra forréttinda að vera tekin undir verndarvæng hennar Magða- lenu á skýlinu." Og þótt afmælisbarnið standi nú á níræðu er það enn að gleðja umhverfi sitt með sínum góðu og fallegu gjöfum, sem við erum svo lánsöm að fá að njóta en getum í fáu endurgoldið sem Skyldi. Magðalena er fulltrúi þeirra kynslóðar sem vann þjóðina upp úr aldagömlúm vinnu- brögðum og lífskjörum til nútímasamfélags vél- væðingar og neyslu. En hún heldur tryggð við hugsunarhátt þann er hún ólst upp við og mótaði allt hennar líf, en það var vinnusemin, nýtnin og ósérhlífnin. Við sem yngri erum mættum sannar- lega læra margt af henni og hennar líkum. Við biðjum Guð að blessa Magðalenu Össurar- dóttur er hún nú heldur ótrauð á tíunda áratuginn með prjónana sína og heillaóskir ættingja og vina í farangrinum. Dýrfirðingum öllum og ættingjum og vinum Magðalenu annars staðar óskum við til hamingju með sæmdarkonuna Magðalenu Öss- urardóttur á þessum tímamótum á ævi hennar. Henni sjálfri sendum við okkar innilegustu þakkir og hamingjuóskir í tilefni afmælisiní og vonumst til að mega njóta samvista við hana enn um langt sinn. Kristín og Torfi Þingeyri íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.