Íslendingaþættir Tímans - 29.02.1984, Page 5

Íslendingaþættir Tímans - 29.02.1984, Page 5
Þórður Jónsson Laufahlíð í Reykjahverfi Fæddur 31. dcsembcr 1896 Dáinn 11. desember 1982 Stundvísi er nauðsynleg í hraða nútímans, og hefur alltaf verið það, Breytingar á áætlunum, geta verið örlagaríkar, og haft afleiðingar, ófyrir- sjáanlega langt fram í tímann. Breytingar á áætlun skips, fyrir rúmum 120 árum, hafði mikil áhrif fyrir framtíð fjölskyldu, sem batt sínar framtíðar ákvarðanir við vissa skipskomu til Húsavíkur en það skip kom aldrei þangað. Með þessu skipi ætlaði fjölskyldan til fjarlægrar heimsálfu og verður gerð grein fyrir henni í fáum orðum, því einn afkomandi þessarar fjölskyldu erástæðan að þessum línum. í Vogum við Mývatn bjó bóndi með því algenga nafni Jón, og var líka Jónsson. En eins og nafnið var venjulegt var maðurinn óvenjulegur, hér er því miður ekki hægt að drepa á nema fátt. Jón siglir 18 ára til Kaupmannahafnar til náms í trésmíði, svo hann hefur vafalaust verið vel laghentur. t>á er hann búinn að læra dönsku það vel að málið er honum ckki hindrun. En hann lærir fleira, hann lærir á fiðlu og líklega fleiri hljóðfæri. Hann lærir ensku með sjálfsnámi „ég hef aldrei haft kennara, og því átt erfitt með réttan framburð1'. Síðar kemst hann það vel niður í þýsku að hann getur þýtt leiðbeiningar fyrir þá sem ætluðu til Brasiltu, gæti þó hafa notið aðstoðar við það verk. Jón hefur haft rnikla námshæfni og menntaþrá, sem vel kemur fram í ævisögu hans sem hann upphaflega ritaði á ensku (gæti verið eina íslenska ævisagan sem ritið hefur verið á því máli) en síðar gefin út á íslensku. Tónlistin var mjög sterkur þáttur í eðli Jóns. Hann segist hafa komið með fyrstu fiðluna í sýsluna, og er óhætt að treysta því. Hann fer að spila, í brúðkaupsveislum (sem voru þá syo til einu skemmtanirnar sem fólk átti kost á). Hann kom með ný lög, það má því segja að Jón hafi komið með tónlistina í sýsluna, að minnsta kosti austan til „Heil þér drottning, dásöm meðal lista". Tónlistin hefur gengið mjög sterk( í arf til afkomenda hans. Síðar lærði hinn fjölhæfi snill- ingur Arngrímur Gíslason fiðluleik af Jóni (Arn- grímur kunni áður á flautu), og nú fóru þeir að spila saman á fiðlu og flautu, í brúðkaupsveislum og þótti góð skemmtun. Þeir hafa því verið fyrstu skemmtikraftar á tónlistarsviðinu hér um sveitir. Jón hafði góða söngrödd, kom með ný sönglög og innleiddi nýjan samkomustíl. Frá þessum mönnum barst tónlist mjög víða um sýsluna, og var mikið stunduð næstu áratugina. og setti sterkan svip á félags- og menningarlífið. Þetta voru fiðlur og flqutur, orgel komu fyrst 1880, að því best er vitað. Jón kemur heim frá námi 1851. Næstu þrjú árin er hann á faraldsfæti. er við smíðar og kirkjumálningar meðal annars á Möðruvöllum í Hörgárdal „að safna fé í búskap- inn". ÍSLENDINGAÞÆTTIR Jón giftir sig 1854 Guðrúnu Árnadóttur frá Sveinsströnd konu mikilla ætta, sögð þrekmikil, stillt og ágæt húsmóðir. Jón átti töluverðar eignir t.d. hálfa Voga, og hann fékk umtalsverðar eignir með konunni t.d. 1/4 úr Hofsstöðum „og vorum við allvel stæð á íslenskum mælikvarða". Síðar fékk Guðrún föðurarf 200 dali, sem var mikið fé þá. Þau hjón voru atorkusöm, og unnu kappsam- lega að búskapnum. Þó verður þess æði víða vart að honum þykir fábreytt og dauft .„Hann spilaði vel á fiðlu fyrstur manna hér, og yfir höfuð mikiö gefinn fyrir söng og skemmtanir og má teljast frömuður gleði sainkvæma hér". Jón lagði sig mikið eftir veiðiskapnum og garðrækt, einnig eitthvað við smíðar, enda munu þau hafa verið vel stæð efnislega eftir því sem þá gerðist allt fram að vetrinum 1859, sem kallaður hefur verið Skurðarvetur eða Blóðvetur, víða um land. Nöfnin og frásagnir vekja hrylling enn í dag. Þá missti Jón 3/4 af því fé sem hann setti á vetur, átti eftir 25 kindur og tvö lömb lifðu um vorið. Þetta er hryllileg lýsing, þó voru margir verr staddir. Jón hefði rétt sig við. Vogar voru hlunninda jörð og auk þess farsæl fyrir sauðfé. Eftir þetta stóra áfall á fjárhag nranna (sumir verða búlausir) eru mynduð samtök i sýslunni (Útflutningsfélagið) til að skipuleggja flutning fólks til Ameríku, Brasilíu eða Kanada. Mestir forgöngumenn að þessu voru Einar Ásmundsson í Nesi, Jakob Hálfdánarson Grímsstöðum, Jón í Vogum og séra Jón Austmann Halldórsstöðum Bárðardal. Þegar á herti hættu þeir Einar og Jakob við ferðina en urðu vegprestar, en Jón hélt áfram sinni áætlun. Vorið 1865 selur Jón allar sínar eigur og er kominn til Húsavíkur á þeim tíma, sem þangað átti að konia skip til að taka útflytjendur. En þetta skip kom aldrei. Hér er komin fjölskyldan, sem sagt var frá í upphafi þessa máls. Hún beið á Húsavík sumarlangt, og hefur sú bið verið þrauta- tími. Örlögin spinna þræði sína úr margbreytilegu efni, með margvíslegu móti, og vefa úr þeim með fjölbreyttum aðferðum. Jón var nú illa staddur, í Voga varð ekki aftur snúið, enda ætlar Jón að halda áfram með ferðina næsta vor. Hann fær húsnæði á Laxamýri en dó um veturinn 20. janúar 1866. Fátt var þyngra hlutskipti fyrir konu á þeim árum en missa mann sinn frá stórum barnahópi í ómegð. Ástæður Guðrúnar voru því meira lagi erfiðar, þar sem hún stóð cin uppi með 5 börn. hið elsta 10 ára og það yngsta 5 mánaða, þó var hún ekki eignalaus. Á Stóru-Reykjum bjó ekkjumaður Eyjólfur Brandsson með 4 böm. til hans ræðst Guörún Árnadóttir og giftust þau Eyjólfur og áttu 2 börn. Sonardóttir þeirra var skáld og tórilistarkonan Guðfinna á Hömrum. Þarna varð því stór barna- hópur, 10 börn. Níu af þeim lifðu og störfuðu í héraðinu og skiluðu þjóðfélaginu stórum hópi af ágætum þegnum. Þrír synir Jóns og Guðrúnar Árnadóttur urðu bændur í Rcykjahvcrfi. Árni á Þverá, Þorsteinn á Reykjum og Jón Frímann sem bjó í Brekknakoti mestan sinn búskap. Þeir voru allir söngelskir og tónvísir menn. og léku á fiðlu. Nýlega var sagt frá því, cr kona úr Reykjahvcrfi heyrði Hæfets leika á fiðlu í Ameríku, að henni fannst hann ekkert leika betur en Jón Frímann, svo ekki hcfur henni vcrið leikur hans gleymdur. Um Jón er elnnig vitað að hann hafði ágæta söngrödd. sem erfðist til sona hans. Enginn veit hvað hefði beðið fjölskyldu Jóns í Vogum ef hún heföi komist til Brasilíu, en hitt er víst að þá hefði Þingeyjarsýsla, og fleiri, ekki notið hinna miklu tónlistarhæfileika þeirra, og fleiri góðra eiginleika, og þingeysk ungmennafé- lög ekki notið krafta Þórðar Jónssonar. Þórður fæddist í Brekknakoti 31/12 1896. Hann var hið fimmta í aldursröðinni af átta börnutn þeirra hjóna. Bærinn í Brekknakoti var ekki háreistur frekar en flestir bæir voru þá. Hann var í gróðursælu umhverfi hið mesta, en fjarsýnt til rismikilla fjalla, þar sem sól átti langan dag. Þó bærinn væri lágur var mikil reisn yfir íbúum hans. Foreldrar Þórðar voru Jón Frímann Jónsson og kona hans Hólmfríður eitt af hinuin mörgu og vel gerðu börnum Jóns skálds Hinrikssonar á Hellu- vaði. Þórður ólst upp í Brekknakoti og átti þar heima alla ævi því þó hann byggði annars staðar fór hann ekki út úr landareigninni. Hann var áhugasamur um verk og starfsfús. Það umhverfi sem menn alast upp í rnótar viðhorf þeirra til lífsins síðar á ævinni. Þórður ólst upp í félagslegu þroskuðu og mótuðu umhverfi þar sem máttur söngs og hljóma var áhrifamikill. 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.