Íslendingaþættir Tímans - 29.02.1984, Síða 8
Axel Konráðsson
frá Bæ
Fæddur 21. júlí 1921
Dáinn 26. janúar 1984
Það getur stundum verið gaman að stinga niður
penna, en stundum dálitið erfitt, ekki síst þegar
karlinn í sjálfum manni er ekki alveg tiltækur til
verka.
Fóstbróðir minn Axel Konráðsson var fæddur
á Gunnarsstöðum í Dalasýslu 21. júlí 1921. Var
hann því aðeins 62ja ára er hann lést á heimili sínu
í Borgarnesi. Það er svo langt frá að með
eðlilegum hætti mætti segja að hans dagur væri að
kveldi kominn.
Kornungur kom hann í Bæ til fósturs hjá ömmu
sinni og afa, Jófríði og Jóni í Bæ. Þeim hjónum
þótti vænt um drenginn, enda mjög efnilegur,
fríður sýnum og vel vaxinn. Búið í Bæ átti lítinn
en afar snotran bát (trillu). Ég man hvað mér
fannst hann alltaf fallegur er hann lá á legunni, vel
málaður og hreinn. Þessi bátur var nefndur Axel
í höfuðið á þeim manni sem er hér til umfjöllunar.
Það er ekkert leyndarmál að ég fann til öfundar
yfir að hann fengi slíka tign svona ungur strákur.
Man ég að seinna á lífsleiðinni, er við sátum heima
hjá honum í Borgarnesi, trúði ég honum fyrir því
að ég hefði stundum hugsað um það hvort prammi
sem alltaf var í brúkun heirpa, bikaður að utan
sem innan. lak stundum en stundum ekki, hvort
það hefði ekki verið rétt að kalla hann Höska.
Axel sagði um leið og hann hló að prammar væru
ekki látnir heita neitt sérstakt.
Foreldrar Axels voru þau Þórdís Jóhannsdóttir,
fögur kona en fremur hlédræg og Kónráð Jónsson
frá Bæ.Stórglæsilegur maður. Axel var í Reykholts-
skóla í tvo vetur, og fór það ekki fram hjá neinum
sem þar var að hann var einn af allra bestu
leikfimismönnum skólans. Seinna fór hann í
iðnnám til Björgvins Fredreksens, sem þá var
kunnur um allt land fyrir sinn frystihúsabúnað.
Jón í Bæ þekkti Björgvin og mér er nær að halda
að gamli maðurinn hafi viljað hafa Axcl á tryggum
og góðum stað. Ekki kunni Axel vel við starfið,
var þar í tvö ár en sá aldrei effir að hafa farið í
það. Hann var maður laginn og hafði ganian af
vélum. Þá sneri hann sér að verslunarstörfum hér
í Reykjavík. Svo varð hann fyrir siysi og fór í
Borgarnes, svona fyrst í stað í var. Gerðist
starfsmaður K.B. og var í Borgarnesi um 20 ára
skeið. Kaupfélagsstjórahjónin Geirlaug og Þórður
Pálmason reyndust honum ákaflega vel. Hann átti
líka hauka í horni þá bræður frá Bæ, Geir og
Valgarð.
Árið 1948 kom Axel til Kaupmannahafnar með
flokk íþróttamanna. Hann var þá formaður ÍR.
Hann gaf sér tíma til að líta inn til mín sem
snöggvast, en þar var ég um tveggja ára skeið.
Hann sagðist ekki geta stansað lengi því hann
þyrfti að hafa auga með drengjunum sínum.
Hverjir voru það? Jú, það var kjarninn í ísl.
8
frjálsíþróttapiltum, sem voru þá búnir að gera
garðinn frægan, heima og heiman.
Nú er vinur minn Axel kominn norður í Bæ, þar
var hann oftast í sínum fríum og þar leið honum
vel.
Frá mörgum stórbýlum í Skagafirði getur að líta
mikla náttúrufegurð, þó óvíða meiri en frá Bæ. í
suðri rís Mælifellshnjúkur. í vestri er Tindastóll og
hin töfrumroðna Drangey. 1 norðri er Höfðavatn
eins og glitofin ábreiða. Vestur af vatninu er liinn
rammaukni Þórðarhöfði, víkingurinn í herklæð-
um einskonar Lómagnúpur í skagfisku umhverfi.
Þetta kunna þeir að meta sem þekktu best.
Blessuð sé minning Axels Konráðssonar.
Höskuldur Skagfjörð
t
Axel Konráðsson er iátinn. Hann fæddistá
Gunnarsstöðum í Dalasýslu 21. júlí 1921.
Atvikin réðu því að kornungur var hann fluttur
norður að Bæ á Höfðaströnd, til afa síns og
ömmu, þeirra Jófríðar og Jóns Konráðssonar.
Axel ólst þar. upp og minntist hann oft þeirra daga
með glampa í augum og hlýjum huga. Þá daga sem
hann tók sérsumarleyfi, allt til hinssíðasta, notaði
hann til að fara á æskuslóðirnar og naut þess að
sækja heim frændur og vini í Skagafirði og eins
þess að njóta einverunnar við vatnið.
Axel bjó um skeið í Reykjavík og þá lengst af
með föður sínum, Konráð Jónssyni frá Bæ. Á
Reykjavíkurárum sínum stundaði hann fimleika
og var einn fremsti afreksmaður okkar í þeirri
grein, enda mátti merkja íþróttamanninn í allri
hans framkomu og framgöngu til síðasta dags.
Síðar vann hann að félagsmáium íþróttafélags
Reykjavíkur (ÍR) í mörg ár sem formaður félags-
ins og fararstjóri fimleikamanna þá er sýnt var á
erlendri grund. Þar hefur farið glæsimenni fyrir
flokki.
Alla tíð hélt hann góðu sambandi við frændfólk
sitt, sem að sjálfsögðu dreifðist vítt um landið.
Veit ég að yngri kynslóðinni var hann ekki síst
aufúsugestur er hann bar að garði. Það mun hafá
verið árið 1959 sem það varð að ráði að hann flytti
um tíma til starfa hjá Kaupfélagi Borgfirðinga, en
þá var vinur hans, Þórður Pálmason, kaupfélags-
stjóri í Borgarnesi, en Þórður er kvæntur Geir-
laugu Jónsdóttur frá Bæ, föðursystur Axels. Ég
held að mjög kært hafi verið með þeim frænd-
systkinum, en hann nefndi hana alltaf „frænku"
sem ég held að alltaf hafi merkt töluvert meira en
nafn hennar. Síðar gerðist Axel bókari hjá
Bifreiða- og trésmiðju Borgarness hf., þar sem
hann starfaði til æviloka.
Þar má segja að sá sem þessar línur ritar hafi
fyrst kynnst öðlingnum og vini sínum Axel árið
1972. Axel var afskaplega vandaður maður til
orðs og æðis, vinur vina sinna og trygglyndur með
eindæmum, en glettinn. Vinnustíll hans var
óvenjulegur, afkastamaður var hann með afbrigð-
um og vann öll sín verk til enda jafnframt því sem
hann var ákaflega velvirkur og smekkvís. Þó tók
rithönd hans öllu fram og sóttu margir til hans ef
vanda þurfti rithönd er gefa átti tækifærisgjöf eða
annað sem prýða þurfti.
Barngæsku Axels var viðbrugðið og var ég vitni
að þvt að börn settust í kjötu hans um leið og þau
sáu hann, þó annars væru þau vör um sig. Fyrir
fáum árum bjuggu ung hjón í sama húsi og Axel
og eiga þau þrjá drengi sem hændust fljótt að Axel
eins og önnur börn. Þeir voru í bókstaflegri
merkingu sólargeislar Axels því að velferð þeirra
og fjölskyldunnar var honum allt. Það voru því
erfiðir dagar þegar fjölskyldan flutti til Hellissands
fyrir nokkru síðan, en sambandið hélst, þeir fengu
að koma til vinar síns í heimsókn og hann
heimsótti þá og hringdi. Það voru gleðidagar
þegar þeir hittust og fékk Axel sér þá frí frá vinnu
til að njóta samverustundanna.
Á liðnu sumri kenndi Axel sér meins og var
nokkra daga í sjúkrahúsi, honum var uppálagt að
fara vel með sig, en það gleymdist fljótt. Hann
stundaði vinnuna af sama eldmóði og fyrr,
íþróttamaðurinn var jafn teinréttur og áður.
flestir töldu hann jafnfrískan og fyrr en svo var
ekki. Hann vissi að hverju stefndi og kallið kom
jafnafdráttarlaust og hann gekk að.verki.
Ég og fjölskylda mín vottum frændum og vinum
Axels og drengjunum þrem ásamt foreldrum
þeirra okkar dýpstu íhmúð. Það verða margir sem
sakna hins glaða og hjálpsama vinar og vinnu-
félaga nú þegarhann hefur yfirgefið hiðjarðneska
líf. Að leiðarlokum þakka ég margra ára vináttu
og góðvild.
Blessuð sé minning Axels Konráðssonar.
Grétar Ingimundarson
ÍSLENDINGAÞ/ETTIR