Heimilistíminn - 13.06.1974, Blaðsíða 30

Heimilistíminn - 13.06.1974, Blaðsíða 30
Hún missti tvö ár úr lífi sínu Rita Smith frá Eng- tandi vaknaði morgun einn í Grikk landi. Hver var hún? Hver var maðurinn við hlið hennar í rúminu? Hvaða börn voru þetta? Vírus í heilanum hafði skaðað minnisfrum- urnar og tvö ár voru þurrkuð út úr lífi hennar. ÞANN 7. desember 1972 vaknaði Rita Smith klukkan hálf fjögur um morguninn — og þá byrjaði martröðin. Hún var i ókunn'u svefnherbergi á ókunnu hóteli, i ókunnu landi — og með ókunnum manni. 1 rauninni var hún i sumarleyfisferð i Grikklandi með manni sinum. En fyrir Ritu Smith, tveggja barna móður stöðvaðist raunveruleikinn árið 1970. Óþekktur virus i heila hennar hafði eyðilagt nokkrar af þeim frumum, sem geyma minni og þar með þurrkað tvö ár út úr lífi hennar — hreinlega eins og ein- hver hefði þurrkað skrift af töflu með blautum klút. — Hún trylltist, segir maður hennar, Tony Smith, 32 ára og sjónvarpsstarfs- maður. — En mér tókst að róa liana og sannfæra hana um, að ég væri maðurinn hennar og að hún væri alveg örugg. Ág heit fyrst, að hana hefði bara dreymt illa. Við vissum ekki, að martröðin var bara að byrja. Nú er Rita 28 ára. Þennan desember morgun fyrir hálfu öðru ári sofnaði hún aftur og svaf vel til klukkan 10. Sólin flæddi um hótelherbergið i Aþenu og göturnar voru fullar af fólki. En Rita varð hrædd við þetta allt. — Ég vissi ekki, hvers vegna ég var i Aþenu og mundi alls ekki neitt um sumar- leyfi. En ég held, að þennan morgun hefði ekki skipt máli, hvar i heiminum ég var. Ég hefði hvergi kannast við mig. Tveir synir hjónanna, Martin 7 ára og Marc 4 ára, komu inn I herbergið. Tony gerði sér alvöru ástandsins ljósa, þegar hann sá, að kona hans leit á börnin með hræðslukenndum undrunarsvip. — Hún rétt aðeins kannaðist við þá. Hún var búin að sætta sig við þá staðreynd að ég væri maður hennar. En hún var alveg rugluð, þegar börnin birtust. Ég hélt áfram að segja henni ýmsar staðreyndir og nöfn og hún brosti og kinkaði kolli. En eftir nokkrar minútur var hún gjörsamlega búin að gleyma þvi aftur. Ferð á ókunnri stjörnu Læknir var kvaddur til og hann fékk mikinn áhuga á þessu minnisleysistilfelli. Ekkert hafði gerzt, sem gat skýrt þetta. Rita hafði ekki dottið, ekki orðið fyrir neinu áfalli eða rekið hausin i. Hún hafði verið fullkomlega eðlileg kvöldið áður. Þau höfðu drukkið tvo bjóra hvort, siðan kaffi og farið snemma heim á hótelið, þvi þau ætluðu snemma á fætur um morgun- inn svo drengirnir gætu keypt minjagripi. Að lokum gaf irski læknirinn Ritu sprautu, sem átti að „vekja” hana. Klukkan 15 stigu þau siðan upp i flugvél til að fara heim — það orð hafði enga þýðingu fyrir Ritu. Hvað hana varðaði, gætu þau alveg eins verið á ferð á ókunnri stjörnu. Skömmu eftir að flugvélin var kominn á loft, fékk Rita fyrsta kastið. Tony segir þannig frá þvi: j lti'm varð dauðskelfd og stifnaði. Likami hennar tók allur að skjálfa og hún missti meðvitund i stundarfjorðung eða svo. Starfsliðið i flugvélinni var ekkert nema hjálpsemin, kom með súrefnistæki og Isbakstra. Rita svaf mest alla leiðina og fékk svo annað kast rétt áður en við lemim I Gatwick. Flugstjórinn kallaði niður og bað um að læknir yrði reiðubúinn þegar lent yrði. Meðan hinir farþegarnir yfirgáfu vélina, kom læknirinn um borð og skoðaði Ritu. Hún var flutt hálf meðvitundarlaus frá borði og til sjúkrahúss flugvallarins, þar sem hún svaf i tvo tima. Og nú stóðu læknar aftur i forundran yfir tilfellinu. En komust loks að þeirri niðurstöðu, að þetta hlyti að vera að kenna þvi, að hún hefði misst of mikið af vökva úr likamanum við að koma skyndilega I heitt loftslag um miðjan desember. Þetta myndi lagast á nokkrum dögum. Rita var flutt með sjúkrabil heim til sin I Berkshire og Tony og börnin komu á eftir. Þegar henni var hjálpað út úr biln- um, starði hún tómum augum á fallega einbýlishúsið, sem hún hafði búið i i meira en fimm ár. Að ganga upp stiginn, inn I forstofuna, dagstofuna og eldhúsið, var einungis eins og könnunarferð fyrir Ritu. Allt var henni nýtt og framandi. Afmælisdagurinn gleymdist - Það er tilfinning, sem erfitt er að skýra fyrir fólki, sem aldrei hefur misst minnið, sagði Tony. Rita hélt, að hún þekkti hlutina, en þeir vildu bara ekki tolla I minni hennar. Mjög fljótlega eftir að hún hafði séð eitthvað, hvarf það aftur. Rita segir sjálf: — Ég var eins og bergnuminn. Ég spurði eitthvað og Tony svaraði — og svo spurði ég um það sama rétt á eftir. Ég fann hvergi til, nema hvað ég hafði svolitinn höfuðverk. Að minnsta kosti var mér sagt það, þvi sjálf man ég ekkert um það. Heimilislæknir þeirra var ekki heima, en annar kom i staðinn. Hann eyddi öllum næsta degi i að ræða við sérfræðinga. 30

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.