Heimilistíminn - 13.06.1974, Blaðsíða 31

Heimilistíminn - 13.06.1974, Blaðsíða 31
Rita Smith með manni slnum, Tony og sonunum tveimur, sem hún þekkti ekki, þegar hún vaknaði i Aþenu. Seint um kvöldið komst hann að þeirri niðurstöðu, að um vott af heilablæðingu væri að ræða og Rita fékk rúm á Churchill-sjúkrahúsinu i Oxford. Hún var lögð inn um miðnættið. 1 heila viku gekk hún gegnum erfiðar rannsöknir, þar sem reynt var að komast að hvaða hluti heilans væri skemmdur og hversu alvarlegar skemmdirnar væru. — Læknarnir þóttust vissir um að sjald- gæfur virus ætti sökina og loks gátu þeir fundið þann stað, sem virusinn hafði skemmt. Það voru eingöngu minnisfrum- ur og við megum vera þakklát fyrir, að ekki var annað.þvi það hefði getað haft mun alvarlegri afleiðingar. Rita lenti i vanda á sjúkrahúsinu. Hún gekk eftir ganginum til baðherbergisins — og rataði siðan alls ekki til baka. Martin átti afmæli meðan hún lá og tók sneið af afmælistertunni með til hennar. Rita var glöð yfir þessari litlu veizlu og Tony tók myndir með Polaroid-vél og þær voru tilbúnar eftir nokkrar minútur. En kakan var ekki fyrr búin, en myndirnar voru Ritu eina sönnun þess, að afmælis- veizla hefði verið haldin. Þegar hún kom heim, likamlega heilbrigð, reyndi hún að leita i huga sér að einhverju frá þessum tveimur árum, sem hún mundi ekkert um og sumar- leyfinu örlagarika. Filmurnar, sem Tony tók I Grikklandi voru komnar úr fram- köllun, og Rita skoðaði þær eins og hún væri nágranni, sem liti inn til að heyra ferðasöguna. — Þetta er einkennilegt, segir hún — Ef ég sæi ekki sjálfa mig á myndunum, tryði ég aldrei, að ég hefði nokkru sinni komið til Grikklands. Þar er algjört tómarúm. Sjálfstraustið i molum Jafnskjótt og Rita var fær um, fór hún fram i eldhús til að útbúa kvöldmat. Hún stirðnaði upp.Fyrir nokkrum mánuðum höföu þau keypt nýja eldavél, en Rita hafði nú ekki minnstu hugmynú um, hvernig átti að nota alla þessa takka. Þegar hún loks hafði uppgötvað það nokkurn veginn, var hún búin að steingleyma hvaða matur Tony og drengjunum þótti góður. t janúar i fyrra fór Rita aftur á sjúkra húsið i rannsóknir. 1 ljós kom, að um heilaæzli var ekki að ræða. Minnið hafði einnigbatnað.þannig að nú gat hún munað hlutina i heilan sólarhring áður en þeir hurfu á ný. En sjálfstraust hennar var i molum og er enn. Stundum er ekki um al- varlega hluti að ræða, eins og þegar hún hittir fólk á götu, sem heilsar henni. — Ég 31

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.