Heimilistíminn - 13.06.1974, Blaðsíða 41

Heimilistíminn - 13.06.1974, Blaðsíða 41
Einn maðurinn var svo óheppinn að beltið á buxunum hans slitnaði og hann varð að halda þeim uppi með höndunum, þegar hann gekk til sætis sins. Þá hristist Jón allur og skókst. Já, þarna var svo sannarlega margt að sjá. Þarna var kúreki, sem gat skótið svo mark- visst, að hann slökkti á sígarettu, sem stúlka hafði i munninum og Indiáni, sem sýndi Indiánadans og margt margt fleira. Kvikindið hann Jón sá alls ekkert eftir þvi, að hann hafði farið með til Kaupmannahafnar. En hann var orðinn þreyttur á öllum þessum skemmtunum. Kvikindið hann Jón var þvi vanur að fara snemma að sofa á kvöldin og nú iðraðist hann þess innilega, að hann hafði ekki hugmynd^ um hvar Jón, eigandi hans átti heima. Hann fór út á götuna. Hann valt þar áfram, en enginn tók eftir honum. Það var svo margt skrýtið fólk þarna i Kaupmannahöfn. Hann bara valt og valt og loksins kom hann að einhverjum stað, sem margt fólk virtist vera að fara inn á. Það var víst Tivoli. Kvikindið hann Jón hafði heyrt pabba og mömmu tala um það við Jón, að hann þyrfti endilega að komast i Tivoli. Þar væri svo skemmtilegt að vera. Hann valt þangað inn og dyravörðurinn við hliðið, sem á að gæta þess að allir hafi aðgöngumiða, tók ekkert eftir honum. Kvikindið hann Jón var nefnilega svo litill, að það sá hann næstum þvi enginn, nema sá, sem var að leita að honum. Og hver hefði svo sem átt að leita að honum i kóngsins Kaupmanna- höfn? Það vissi enginn, að hann var þar. Já, það var fallegt i Tivoli. Þarna var kin- verska húsið, sem glitraði allt og ljómaði i marglitum perum og litlar tjarnir, svo voru bátar, sem fólk fékk að sigla á. Þarna voru litil veitingahús, sem seldu mat og brauð og alls konar leiktæki, hringekjur, sem voru hestar, giraffar og filar. Kvikindið hann Jón gat ekki farið i hringekjuna, sem snerist hring eftir hring. Hann hafði ekki fætur til að sitja á hesti, giraffa né fil. En hann gerði annað. Hann kom þangað sem var bilabraut. Þar voru rafmagns- bilar og fóikið stýrði þeim um alla brautina. Kvikindið hann Jón fór upp i einn bilinn og hóf að aka. Fyrst gekk allt vel og Jón ók hring eftir hring og varð sifellt montnari og montnari. — Ég er bara ágætis bilstjóri, hugsaði hann. — Ég gæti ekið bilnum hans pabba alveg eins vel og hann. En dramb er falli næst og það sannaðist á kvikindinu honum Jóni. Þarna á bilabrautinni var stór strákur, sem skemmti sér við að aka á hina bilana og koma þeim öllum i flækju, sem erfitt reyndist að greiða úr. Hann ók á Jón og áður en kvikindisgreyið vissi af var hann fast- ur innan um fimm aðra bila. Allir bilstjórarnir urðu reiðir, en enginn varð samt eins reiður og hann Jón. —Ég ætla að sýna þessum strák i tvo heimana, hugsaði kvikindið hann Jón. Og svo lagði hann strákinn i einelti og ók svo hrotta- lega aftan á hann, að áður en nokkur vissi voru allir bílarnir orðnir fastir saman og maðurinn, sem hafði bilabrautina kom til að losa þá i sundur. — Hvað er þetta? spurði hann og horfði á kvikindið hann Jón. — Ég minnist þess ekki, að ég hafi selt þér aðgöngumiða. Má ég sjá stubb- inn af miðanum þinum. En kvikindið hann Jón átti enga miða og heldur enga peninga til að greiða fyrir sig og þvi var honum hent út af bilabrautinni með skömm. Það þótti honum leiðinlegt, þvi að hon- um hafði þótt svo skemmtilegt að aka bil, en hann huggaði sig við það, að hann hefði þó fengið að reyna. Einmitt þegar hann var að velta þarna eftir stigunum og horfa á allt fólkið og dauðöfunda það yfir að mega fara i öll þessi skemmtilegu leiktæki, heyrði hann á tal«veggja drengja. '41

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.