Heimilistíminn - 26.06.1975, Side 36

Heimilistíminn - 26.06.1975, Side 36
halda fegurð þinni, vegna þess að hún er af þeirri gerð, sem varir að eilífu. — Þú....þú ert bara að reyna að skjalla mig, sagði hún og röddin skaif lítið eitt. — Þegar þú kynnist mér betur, kemstu að raun um, að ég legg ekki í vana minn að skjalla einn eða neinn. Ég hef sagt þér, það sem mér f innst, en því miður reynirðu ekki að láta þig njóta þín nógu vel. Þú gætir gert mikið til að leiða í Ijós þá fegurð, sem náttúran hefur úthlutað þér..... — Æ, hvaða máli skiptir það, svaraði hún. — Ef fólk vill mig ekki eins og ég er.... — Mér finnst þú ágæt... — Ég sagði fólk... — En áttir við mig. Mér finnst þú ekki aðlaðandi eingöngu vegna þess að þú hefur til að bera vissa fegurð, sem karlmenn koma yfirleitt ekki auga á, heldur líka vegna þess að þú ert hjartagóð, þú finnur til með öðrum, ert skilningsgóð og gjörsam- lega óeigingjörn. Ég hef haft ágæt tækifæri til að fylgjast með þér, bæði á ferðinni f rá Englandi og á þessum báti. Þú hefur verið mjög hrædd, en gert þitt bezta til að auðvelda þessari eigingjörnu systur þinni tilveruna. Þú hef ur hugsað um börnin, haldið þeim frá henni til að þau trufli hana ekki eða föður þeirra, þegar hann er þreyttur. Þú hef ur ekk- ert hugsað um sjálfa þig, er það? — Ég veit ekki.... og þú hef ur engan rétt til að kalla Dorothy eigingjarna. Þú þekkir hana ekki, þú hef ur aðeins séð hana f rá sinni verstu hlið. Hún er óskap- lega hrædd og hún hatar f rumstæðar aðstæður, en vegna Johns gerir hún sitt bezta til að þola þetta allt. — En hennar bezta er ekki sérstaklega mikið. Hvað í ósköpunum var Marsden að hugsa, þegar hann valdi hana og sá ekki hvernig systur hún átti? —Kannskeþað hafi einmitt verið ástæðan, svaraðj Blanche. — En mig langar ekki til að tala um John og Dorothy, þau elska hvort annað.... — Þú átt við að-elski hana, en ég ef ast um, að hún geti yfirleitt elskað nokkurn karlmann. Hún hefur rekið á eftir honum og slíkt eyðileggur sjálfs- virðingu karlmanns.... en þú vildir ekki taia meira um þau. Allt i lagi, sjáðu til. Sérðu Ijósin þarna? Hann sneri höfði hennar. Ot úr myrkrinu glampaði á rautt Ijós, sem reis og hneig til skiptis. — Hvaðer þetta? spurði hún f ull áhuga. — Merki um að viss sjóræningi að nafni Chang sé á leið til okkar.... Nei, ekki til að ræna okkur, bætti hann fljótt við, þegar hann heyrði að hún greip andann á lofti. — Hann á að vinna með mér og hef ur fengið skipun frá stjórninni um að veita mér alla þá aðstoð sem hann getur. Þar sem hið eiginlega starf hans gef ur lítinn ágóða nú orðið, eftir að æ færri auðugri kaupmenn láta skip sín sigla hér um, hefur hann komizt að raun um, að það gef ur meira í aðra hönd að þjóna landi sínu í staðinn fyrir sjálfum sér eingöngu. — En hvers vegna kemur hann hingað? — Til þess að taka okkur um borð í djúnkinn sinn. Við höldum áfram upp eina af hliðarám Jangtsekiang, til staðar sem hann flytur okkur á. Hann leggst upp að okkur innan hálf tTma, eigum við Djúnkinn lagðist að f Ijótaprammanum og endum var kastað upp og þeir festir. Chang reyndist ógn- vekjandi persóna. Hann var afskaplega breiður, gult andlitið var örum sett og hrukkótt og augun sátu djúpt í augntóttunum. Hann var í skikkju, svipaðri þeim, sem mandarínarnir notuðu og utan yfir henni bar hann einkennisjakka. John, Dorothy og Blanche voru kölluð upp á þilfar til að heilsa hon- um, eftir að hann hafði átt stutt samtal við Petrov. Hann gekk að John og starði á hann eins og hann væri fyrsti hvíti maðurinn, sem hann hafði séð. Svo hóf hann mál sitt á ensku, þessari undarlegu, sundurhöggnu ensku, sem kínverjarnir notuðu, þegar þeir voru í þjónustu Evrópumanna. — Gleður — að — hitta — yður, herra Marsden. — Þú — ég vinna — vel — saman...Þið koma í minn bát... John hikaði, en áttaði sig svo. — Já, ég skil. En konan mín og börnin..og mágkona mín? — Þau — líka— koma. Allt í lagi...stór bátur. Nóg pláss. I Ijós kom, að mun þægilegra var að hafast við í djúnka Changs en f Ijótaprammanum. Og auk þess hafði Chang matsvein, sem hefði fengið stöðu hvar sem væri í heiminum, en kaus heldur að þjóna hús- bónda, sem sjaldan borgaði honum, hrósaði honum enn sjaldnar og sparkaði í hann, þegar hann var í vondu skapi. Blanche svaf ekki þessa nótt. Petrov hafði gefið henni svefntöflur og hún hafði talið Dorothy á að taka 2 og gefið börnunum hálfa hvoru, en henni fannst hún verða að halda sér vakandi og gæta að þeim. Meira að segja John gat það ekki. Hann var líka uppi á þilfari með Petrov og Chang. Henni skildist nú hve þær Dorothy voru hjálparlausar. ör- lög þeirra voru að öllu leyti komin undir þessum undarlegu mönnum. Meðan John var þar lika, var visst öryggi í honum, en sá sem í rauninni hélt hendi sinni yfir þeim, var Petrov. Henni til mikils léttis hafði Vronsky ekki komið yfir í djúnkann. Þegar sólarupprás nálgaðist, heyrði hún fótatak utan við lúkarinn og settist upp í rúminu. Rödd hvfslaði: — Blanche.... — Já, hvíslaði hún til baka. — Sefur systir þin og börnin? — já. — Komdu f ram andartak, ég þarf að tala við þig. Hún gekk að dyrunum, opnaði þær varlega og smeygði sér fram. Eftir nokkrar mínútur var hún komin upp á þilfar og Petrov beindi henni aftur á. Hún sá John hvergi og heldur ekki Chang. — Hvar er mágur minn? spurði hún snöggt. — Hann og Chang fóru í land á léttbátnum. Hann er fullkomlega öruggur með Chang. Marsden þarf að gera dálítið og þarfnast hjálpar sérfræðings.... — Er Chang sérfræðingur? -------Já, á þessu f Ijóti. Mágur þinn þarf hjálp manns, sem þekkir f Ijótið eins og móðir barn- ið sitt. Chang hefur haldið til hér árum saman og Marsden gæti ekki fengið betri mann. — Hvenær kemur hann aftur hingað? — Hann kemur ekki aftur, því djúnkinn leggur

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.