Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 26.06.1975, Qupperneq 37

Heimilistíminn - 26.06.1975, Qupperneq 37
bráðum að og við hin förum í land. Marsden kemur seinna til ákvörðunarstaðar okkar. — Dorothy verður skelfilega hrædd, þegar hún uppgötvar að hann er farinn. — En hún fær hann bráðum til baka aftur. Ef til vill vaknar hún heldur ekki f yrr en hún verður borin í land og hann hefur lokið því sem hann varð að yfirgefa hana til að gera. — Ég vona það, Blanche þorð; ekki að hugsa um, hvernig hún ætti að róa Dorothy ef hún uppgötvaði að John var farinn. — Hvað var það, sem þú vildir tala við mig um? — Ég ætlaði bara að segja þér....hann kom alveg að henni, lagði handlegginn utan um hana og dró hana að sér. Hún reyndi að losa sig, en hann hélt henni fast. I daufum morgunbjarmanum sá hún ekki andlit hans greinilega, en samt var hún viss um, að hann ætlaði að kyssa hana. Hún vissi, að hún átti að berjastgegn því, en líkami hennar var allt í einu svo veikur, það var eins og allur styrkur hefði yf irgef ið hana, öll mótspyrna horf in. Hluti af henni þráði að hann kyssti hana og viðurkenndi það fús- lega, en annar hluti sárkveið snertingunni við varir hans. Svo laut hann höfði, en það var ekki til að kyssa skjálfandi varir hennar. Hönd hans þrýsti vasaklút með kæfandi sætri lykt að vitum hennar. Hún reyndi í örvæntingu að slíta sig lausa, en þetta haf ði komið svo óvænt og lyktin var þegar farin að hafa áhrif. Hún gatekki hljóðað, ekki einu sinni hrópað á hjálp. Hana svimaði, rauðir blettir dönsuðu fyrir augum hennar og henni fannst hún sökkva áfram, niður í botnlaust myrkur. Blanche opnaði augun. Hún vissi ekki hvar hún var og langaði ekkert til að vita það. Hún var svo skelfing þreytt í öllum líkamanum og langaði til þess eins að liggja grafkyrr og líða inn í svefninn aftur. Hún gerði sér grein fyrir, að hún hafði rétt áður haft hræðilegan höf uðverk, en hann var horf- inn núna. Hún minntist þess óljóst, að hún hafði verið borin um óþekktar slóðir fyrr um morguninn yfir víðáttumikla hrísgrjónaakra. Ekki minntist hún neinna húsa, aðeins kofa og musterisrústa. En þetta hlaut að haf a verið draumur, f yrst hún lá hér i rúmi, meira að segja mjög þægilegu rúmi. Hún var nær stofnuð aftur, þegar eitthvað innra með henni sagði henni að hún yrði að vakna. Hugsanirnar skýrðust, hún munid ferðina á fljóta- bátnum, djúnka Changs, hvað hún hafði verið hrædd þegar hún lá vakandi um nóttina og Dorothy og börnin sváf u. Og svo — röddin er hafði kallað á hana og beðið hana að koma út á þilfar og hvernig Petrov hafði komið sviksamlega fram við hana. Petrov. Hjarta hennar tók að slást ótt og títt og hún settist snöggt upp í rúminu. Allar hugsanir um svefn hurfu. Hún var í einkar notalegu herbergi. Veggirnir voru þaktir kínverskum teppum og rúmið var eins konar legubekkur með ótal púðum og hún var með teppi ofan á sér. Hlerar voru fyrir gluggunum og dauft Ijösið i herberginu kom frá hengilampa í loftinu. Hún fann daufan reykelsisilm og þegar hún sneri höfðinu, sá hún glæsilegt Búdda- líkneski í skoti inn í vegginn. Framan við það steig reykur upp af lakkstöngum. Þetta líktist alls ekki herberginu á hótelinu í Shanghai, þetta var íburður og hvergi var að sjá neitt, sem betur mætti fara, hvorki á herberginu eða húsgögnunum. Allt bar vott um auðævi og góðan smekk. — Dorothy, hrópaði hún og vænti þess að systir hennar svaraði bak við málaða skerminn, sem skipti herberginu í tvennt. En það kom ekkert svar. Blanche sveif laði fótun- um niður á gólf og sóð varlega upp. En allt hring- snerist fyrir augum hennar og hún varð að styðja sig við rúmið til að detta ekki. Auðvitað. Petrov hafði gefið henni eitthvert deyfilyf og áhrifin voru ekki horfin. Hún hélt sér fast í rúmið, meðan hún stóð upp aftur og beið, þar til sviminn hvarf. Svo gekk hún að skerminum og gægðist á bak við hann. Þar var ekki rúm, eins og hún hafði búist við, en á slíkum stað höfðu þær vafalaust hvor sitt herberg- ið. Líklegt var að Petrov hefði þurft að svæfa Dorothy líka, annars hefði hann aldrei komið henni i land, þegar hún gerði sér grein fyrir, að John var farinn og systir hennar meðvitundarlaus. Hvers vegna hafði Petrov gert þetta? Hvaða ástæðu, sem hann hafði haft, var þetta ófyrir- gefanlegt og hún reyndi að verða bálreið við hann, en var allt of þreytt til þess. Ef hann hefði komið inn til hennar á þessu andartaki, hefði henni ekki tekist að tala við hann með fyrirlitningu, eins og hann átti skilið. Hún lét fallast niður á rúmið aftur og fól andlitið í höndum sér. Þetta var grimmdarlegt. Hún yrði víst að jaf na sig, annars gæti hún ekki gert neitt, ef hún þyrfti. Auk þess þarfnaðist Dorothy hennar, þegar hún kæmi til meðvitundar og börnin líka. Hún lokaði augunum og sá því ekki konuna, sem kom inn í herbergið og heyrði ekki létta fótatakið, sem nálgaðist. Hún leit ekki upp fyrr en undurblíð- leg rödd spurði, hvort hún skildi frönsku. Smávaxin, kínversk kona stóð frammi fyrir henni. Hún var eins og dýrindis postulínsstytta að sjá. Húðin var hunangslit, hárið svart og gljáandi og tekið saman með steinum settum kambi í hnakkanum. Augun voru aðeins lítið eitt skásett og voru nánast f jólublá að lit. Hún var í bláum kjól og hnésíðum, kínverskum jakka utan yfir, þétt út- saumuðum með skínandi silkisaumi. Hendur henn- ar voru agnarlitlar og fingurnir grannir og fallega lagaðir. Á einum þeirra var þungur jadehringur. Blanche áttaði sig ekki á ilmvatnstegundinni og (starði bara heilluðá þessa opinberun. Henni fannst þetta tilkomumesta vera, sem hún hafði nokkurn tíma séð. — Talið þér frönsku? spurði þessi dásamlega rödd aftur? — Já, svaraði Blanche, þakklát fyrir að hún hafði haft tungumál, einkum f rönsku sem aðalmál í há- skólanum. — Ó, það var gott, sagði sú kínverska. — Ég tala ensku, en svo slæma, að ég get varla gert mig skiljanlega. Skiljið þér? En f rönsku... það er dálítið annað. Hana lærði ég f yrir mörgum árum, þegar ég b‘ló ' Paris- Framhald 37

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.