Heimilistíminn - 05.10.1978, Blaðsíða 22

Heimilistíminn - 05.10.1978, Blaðsíða 22
Læknir fy rir Barböru —Davidson er i þeirri aðstöðu, að hann getur átt eftir að gera Lane erfitt fyrir, sagði einn læknirinn við Barböru siðar þennan sama dag. — En Joe getur þolað það i nokkrar vikur, og helzt litur út fyrir að Davidson fari fyrr en hann ætlaði sér, Vel getur verið, að ekki hafi allt of margir vitað hversu hrifinn hann var af þessari fallegu stúlku. Var þetta ekki undar- legt? Það var undarlegt, hugsaði Barbara með sjálfri sér, um leið og hún yfirgaf læknahópinn. 22 21 En karlmenn urðu oft ástfangnir af konum, sem voru þeim gjörólikar á svo marga vegu. Hún hafði sjálf orðið hrifin af John Davidson vegna þess að hann var svo ólikur þeim mönn- um, sem hún hafði þekkt. Hefði hann sýnt ein- hvern áhuga á henni, hefði hann viljað giftast henni, hefði hún trúlega talið sjálfri sér trú um að hún elskaði hann. Að lokum komst hún að þeirri niðurstöðu, að sá áhugi, sem John Davidson hafði látið i ljós, hefði allur stafað af sambandi hennar við Jennie. Hann hafði vonazt til þess að hún yrði bandamaður hans. Gifting Jenniear var aðalumræðuefnið á Hilton General i nokkra daga, og svo misstu allir áhuga á þvi eins og öðru. Davidson fór fyrstu vikuna i april. Barböru til mikillar undrunar kom hann inn i búðina til þess að kveðja hana. — Ég er mikill kjáni, viðurkenndi hann, og enn varð hún undrandi. — Ég verð að biðja þig afsökunar, Barbara. Ég reyndi að villa um fyr- ir þér rétt eins og sjálfum mér. Allt var þetta vegna Jenniear, hugsaði Bar- bara um leið og hann yfirgaf hana. Hann hafði meira að segja ekki viðurkennt áhuga sinn á stúlkunni fyrir sjálfum sér fyrr en nú, og að það hafði verið ástæðan fyrir hegðun hans. Joe Lane kom inn siðar um daginn. — Hvernig gengur gjafasalan sagði hann um leið og hann heilsaði. — Joe, hvernig dettur þér i hug að tala i létt- um tón um búðina mina? Og hvers vegna ertu svona ánægður á svipinn. Hefurðu fundið upp nýtt lækninglyf við lömunarveikinni? — Þú ert nokkuð nálægt þvi rétta, sagi hann. Hann dró upp veskið sitt og tók úr þvi ávisun. — Eitt þúsund dollarar. Barbara leit á undir- skriftina og varð undrandi. —Ávisunin er stiluð á Jennie Lane. Joe benti á nafn Jenniear. — Þetta kom okkur algjörlega á óvart. Bryan Foster sendi ávisunina til Jenn- iear og með henni miða þar sem á stóð, að þetta væri fyrir stúlku, sem vissi hvað henni væri fyrir beztu, og hann vonaði að það myndi hjálpa henni til þess að ná heilsu. Hann er stórkostlegur maður, eða hvað finnst þér? —Það er hann svo sannarlega, varð Barbara að viðurkenna.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.