Heimilistíminn - 05.10.1978, Side 25

Heimilistíminn - 05.10.1978, Side 25
Mata Hari Framhald af 21. siðu. Þeir sögðu henni að klæða sig, hún væri handtekin og ákærð fyrir njósnir. Ladoux höfuðsmaður hafði unniö stöð- ugt að þvi að koma upp um Mata Hari allt frá þvi þau hittust fyrst I ágúst 1916. Skýrslur höfðu borizt frá njósnurum, sem fylgzt höfðu með henni i Frakklandi og á Spáni. Að öllum likindum höfðu farið fram skipti við Basil Thomson. Og það sem skipti mestu máli var, að siðustu vikur höfðu farið fram merkja- sendingar milli Madrid og Berlinar, sem Frakkar höfðu fylgzt með i stöð, sem þeir höfðu komið fyrir i Eiffelturninum, og i þessum sendingum var án efa verið að ræða um Mata Hari. Þar var visað til hennar sem njósnara H21, sem væri I þjónustu leyniþjónustunnar i Köln. Róttarhöldin yfir Mata Hari hófust I Palais de Justice 24. júli árið 1917. Næsta dag kvað herdómstóll upp dóm- inn: sek, og refsingin var dauðadómur. Að morgni 15. október 1917, var Mata Hari vakin harkalega, og henni sagt að hafnað hef ði verið beiðni hennar um sýkn- un. — Hafið ekki áhyggjur, sagði hún. — Ég veit, hvernig ég á að deyja. Og þegar nunna, sem þarna var viðstödd, minntist á það við hana, að hún léti sjást helzt til mikiðaf fætinum, þegar hún var að klæða sig i sokka fyrirframan fangelsisvörðinn svaraði hún einfaldlega: — Það er ekki timi tilþessað veraað hugsaum slikt. í sjö eða átta minútur sat hún og skrif- aði bréf. — Hvað svo sem þú gerir máttu ekki ruglaheimilisföngunum á bréfunum, sagði hún og hló viö. Þaö var löng leið frá fangelsinu út aö þeim stað, þar sem riddaraliöiö hélt æf- ingar sinar. Gömul nunna gekk með Mata Hari þangað sem staur hafði verið rekinn niður i jörðina kyssti hana og skildi hana þar eftir. Hún stóð nú fyrir framan aftökusveitina. Um leið og liðsforinginn gaf skipun um að miða veifaði Mata Hari til litils hóps áhorfenda. Svo kom skipunin um að skjóta og tólf skot kváðu við, og á eftir kom það þrettánda, Enginn af fyrri vinum Mata Haris ósk- aöi eftir að fá afhentar jarðneskar leifar hennar, sem svo margir höfðu þó fengið að njóta á liðnum árum. Lik hennar var þvi sett I kistu og flutt á eitt af sjúkrahúsum Parlsar-borgar. Kjaftasögur Enda þótt hún hafi orðið nokkurs konar táknmynd hins fagra njósnara, er ekki hægt að ýta frá sér þeirri spurningu hvort Mata Hari hafi i rauninni nokkru sinni stundað njósnir af nokkurri alvöru. Það skipti hana engu máli, þó hún DENNI DÆMALAUSI Ef þú viit láta þau gleyma ein- hverju á stundinni, þá skaltu bara segja þeim, að einn af strákunum, sem þú leikur þér við venjulega, sé með hettusótt- ina. þvældist fram og til baka milli frönsku og þýzku hermálafulltrúanna og segði þeim sögur. Sennilega hefur hún einungis verið að þjálfa minni sitt og haft gaman af að bera á milli kjaftasögur. Það sem máU skipti þó var, að einmitt á þessum tima stóð styrjöldin milli Evröpu- þjóðanna hæst, oglif milljóna manna var i hættu. Þess vegna höfðu þessar sögur meiri þýðingu, en ella heföi verið, og menn tóku þær mun alvarlegar. Þfb Lausn á eldspýtnagátunni 25

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.