Heimilistíminn - 15.06.1980, Blaðsíða 3
.
- . • ;:. '. "'...' '... .
Tvær hillur úr einni
Föndurhornið eftir (iauta Hannesson
Efnið i hillurnar er vel
þurr fura og sem mest
kvistalaus. Endastykkin eru
285 mrn á hæð, 200 mm á
breidd og 19 mm á þykkt.
Lengd hillunnar, sem hér
sést, er 700 mm og notuð eru
5 sivöl sköft, sem eru af
sömu lengd og er þvermál
þeirra 16 mm.
Á mynd (A) sést hvar
sköftin koma i hliðarnar og
eru endar þeirra limdir og
kildir fastir. Millibilið er um
60 mm. (öll mál eru gefin
upp i millimetrum)
Lakkið að siðustu yfir
hilluna með Leifturlakki.
Og eins og þið sjáið má
nota þessa hillu á tvennan
hátt sem fatahengi og húfu-
hillu og svo undir bækur eða
aðra þá hluti, sem ekki
detta niður á milli
rimlanna.
3