Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 15.06.1980, Qupperneq 12

Heimilistíminn - 15.06.1980, Qupperneq 12
—Gott kvöld i guðs friði, sagði Sin Jun. — Ég er hingað kominn með barn, litla telpu. — Er hún veik? spurði maðurinn og virti Tai Mi fyrir sér. —Já, þvi miður er hún veik, sagði Sin Jun. — Hún hóstar mikið og vill alltaf sofa. Maðurinn lagði aðra hönd sina á enni telpunnar. Og svo kinkaði hann kolli. — Ert þú afi þessarar litlu telpu? spurði hann. — Nei, þvi miður, svaraði Sin Jun. — Hún á enga ættingja á lifi. Guð lagði hana i bátinn minn, og hún á engan annan að en mig, og ég er aðeins gamall maður og lasburða. — Þig langar þá liklega til að við litum eitt hvað á hana, sagði maðurinn. — Já, það þætti mér innilega vænt um, sagði Sin Jun og lagði telpuna litlu i fang mannsins. Tai Mi opnaði augun og leit á hvitklædda manninn, en hún lokaði augunum strax aftur, þvi að hún var svo þreytt. Gamli maðurinn horfði vandræðalega i kringum sig, eins og hann ætti einhverju ólok- ið. — Var það kannski eitthvað annað, sem þú ætlaðir að spyrja um, æruverðugi faðir? mælti maðurinn. — Já, svaraði Sin Jun, — mig langaði til að spyrja um það, hvort ég mætti fá að koma hingað i fyrramálið og fá fregnir af þvi, hvernig barninu liði. — Já, það máttu gjaman gera, svaraði maðurinn brosandi. — Komdu þegar sólin er nýrisin upp yfir fjöllin fogru i austri. — Þökk fyrir, sagði gamli maðurinn glaður i bragði. Hann þrýsti heita hönd barnsins, ör- skamma stund, og leit alvarlega á það. Þvi næst gekk hann hljóðlega út. — Þegar hann kom niður þrepin, sá hann að Snati beið hans fyrir neðan og kom strax fagn- andi á móti honum. — Já, nú getum við sannarlega verið glaðir, Snati, sagði hann og klappaði hundinum. — Nú ætla góðu mennimir að lækna Tai Mi, og i fyrramálið megum við fara hingað og fá frettir af þvi, hvernig henni liður. En nú skulum við báðir fara niður i bátinn okkar og fá okkur blund. Sin Jun rölti strax af stað niður brekkuna, en Snati hreyfði sig ekki. Hann beið rólegur neðan við þrepin og horfði á eftir honum. Svo hljóp hann upp að dyrunum og gelti hátt. — Voff, voff, voff! —Uss, Snati! Þetta máttu ekki gera, hvislaði gamli maðurinn.—Tai Mi á að vera hér, þang- að til hún verður frisk á ný. En Snati vildi ekki hlusta á gamla manninn. Hann vildi ekki fara frá húsinu, án þess að Tai Mi væri með þeim. Það var alveg sama, hvað Sin Jun sagði við hann. Snati lagðist niður framan við dyrnar og fékkst ekki til að hreyfa sig þaðan. — Jæja, Snati minn, sagði gamli maðurinn. — Þú verður þá bara að vera hér eftir. 1 raun- inni er það llka ágætt, þá geturðu fylgzt með þvl, að Tai Mi verði ekki flutt frá okkur. En nú fer ég niður I bátinn og fæ mér blund. Góða nótt vinur minn. Og svo rölti gamli maðurinn rólega niður brekkurnar. Snati sat með uppsperrt eyru og horfði á eftir gamla manninum, þangað til hann hvarf út I myrkrið. Hann gat með engu móti áttað sig á þvi, að þeir tveir ágætu vinir hans þyrftu allt I einu að skilja. Tai Mi var örugglega þarna inni I húsinu stóra, og meðan hún var þar skyldi enginn geta fengið hann til að fara héðan. Og honum var al- gjörlega hulin ráðgáta hvers vegna gamli maðurinn fór einn, án þess að taka Tai Mi með sér. Snati lagðist fram á lappir slnar og ýlfraði 12

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.