Heimilistíminn - 15.06.1980, Blaðsíða 13

Heimilistíminn - 15.06.1980, Blaðsíða 13
litið eitt, þvi að hann var engan veginn ánægð- ur. Og nóttin leið. Snati hljóp öðru hverju þefandi i kringum húsið til þess að reyna að ganga úr skugga um, hvort hann gæti ekki fundið lyktina af Tai Mi. En hann varð hvergi var við hana. Hins vegar fann hann ókunnan þef af ýmsu tagi. Einu sinni tókst honum að ná stórri rottu, sem hann beit til bana. En annars gerðist ekk- ert markvert, og timinn var afar lengi að liða. Loksins tók þó að birta af degi, og umgangur heyrðist inni i húsinu stóra. Kona nokkur i hvitum klæðum opnaði dyrnar og gekk út. Snati bauð henni góðan dag með þvi að dingla skottinu og llta bliðlega til hennar og konan talaði hlýlega til hans. En svo kallaði hún allt i einu hástöfum. — Nei, hvað er að sjá þetta. Hér liggur þá stór rotta. Það er vafalaust hundurinn, sem hefur veitt hana. Við hefðum vissulega þurft að eiga slikan hund. Fleiri konur komu út og Snati dinglaði skott- inu ákaft og var bæði glaður og.hreykinn. En þó var gleði hans miklu meiri, þegar hann kom auga á kunnugan mann niðri I brekkunni. Það var gamli maðurinn, hann Sin Jun. Snati hljóp strax á móti honum og réð ekki við sig fyrir fögnuði. Þeir gengu saman til einnar konunnar og Sin Jun heilsaði henni virðulega. — Góðan daginn, mæta kona, við komum hingað til að fá fregnir af þvi, hvernig telpunni litlu henni Tai Mi liður. — Þökk fyrir, hún hefur sofið ágætlega, æru- verðugi faðir, sagði konan, — en nú skal ég sækja lækninn. Maðurinn i klæðunum hvitu kom brátt út til Sin Jun og innan skamms settust þeir á bekk, sem þarna var og töluðu lengi saman. Snati lá við fætur þeirra og þefaði öðru hverju af fötum mannsins. Honum fannst vist, að hann þekkti daufa en ljúfa lykt af Tai Mi og hann horfði ákaft til Sin Jun. Loksins höfðu þeir lokið samræðunum sin- um, og gamli maðurinn var auðsjáanlega mjög glaður. Læknirinn hafði lofað honum þvi, að Tai Mi skyldi fá að vera I stóra húsinu hvita, þangað tilhún næði sér alveg á ný. Og hann Sin Jun gamli, það var næstum þvi alveg ótrúlegt, hann átti lika að fá leyfi til að vera hér i návist Tai Mi. Þannig stóð á um þessar mundir, að stofnunir þurfti einmitt á gömlum manni að halda, trú- verðugum gömlum manni,nsem gæti dundað við eitt og annað, bæði I garðinum og inni i hús- inu. Hann og Snati áttu að fá að búa út af fyrir sig i litlu húsi niðri I garðinum, og þá gátu þeir báðir fengið að sjá Tai Mi á hverjum degi. Maðurinn gekk inn og kom fljótlega út aftur með Tai Mi i fanginu. Hún var f jarska hrein og falleg, sveipuð i stórt, hvitt teppi. Og gamli maðurinnkinkaði kolli ogbrosti, en Snati dans- aði af fögnuði kringum manninn og Tai Mi og gelti. Tai Mi var auðsjáanlega töluvert máttfarin, en hún var innilega glöð yfir þvi, að þeir skyldu báðir vera hjá henni, gamli maðurinn og Snati. Hún teygði höndina sina litlu niður til Snata, og hann sleikti fingurgómana hennar og tærnar litlu, sem komu fram undan teppinu. — Ég vona, að þú verðir fljótt frisk á ný, barnið mitt, litla, sagði gamli maðurinn. — Já, afi, það verð ég áreiðanlega, svaraði Tai Mi. 10. kafli Veizla i Trinitu Á meðan Tai Mi er sjúklingur I stóra hvita húsinu, skulum við skjótast til Noregs á ný og fá fregnir af veizlunni I Trinitu, veizlunni miklu, sem Tamar og Tóta gleymdu aldrei. Vorið var óðum að nálgast. Enn var þó all- mikill snjór i lægðum og lautum og krapaelgur hvert sem litið var. Og þessa daga komu Tam- ar og Tóta oftast inn rennblaut frá hvirfli til ilja. — Já, nú megið þið til með að flýta ykkur að hafa fataskipti, sagði mamma dag einn, þegar þau komu heim, — þvi að nú eigið þið að fá að fara með okkur i veizlu. — Hvert eigum við að fara, mamma? spurði Tóta. —Já, hvert eigum við að fara, spurði Tamar. —Reynið að geta upp á þvi, sagði mamma og brosti. — Förum við kannski til Elsu og Ragnars? spurði Tamar. — Eða til afa og ömmu? spurði Tóta. — Nei, hvorugt ykkar gat rétt upp á þvi, sagði mamma. — En flýtið ykkur nú upp á loft og þvoið ykkur vel, svo skal ég koma rétt strax og aðstoða við að klæða ykkur. 13

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.