NT


NT - 19.06.1984, Síða 9

NT - 19.06.1984, Síða 9
1 íl Þriðjudagur 19. júní 1984 9 1 '~'V ká k ■ Gary Kasparov komst í fyrsta sinn upp fyrir Karpov heimsmeistara á Elo-listanum þegar hann var birtur um síðustu áramót. Útreikningar fyrir árangur skákmanna fyrri part þessa árs styrkir enn stöðu Kasparovs. Hann bætti sig um 5 stig á einvíginu við Smyslov og er nú kominn með 2715 stig. Óbirtur Elo-listinn: ■ Anatoly Karpov stóð vel fyrir sínu á þeim tveim mótum sem hann tók þátt í í aprfl og júní. Hann bætti sig um 5 stig á sigrunum í Osló og London og er nú með 2705 stig. Hæst hefur Karpov komist í 2725 stig en þá er enn langt í snillinginn sjálfan, Bobby Fischer, sem hafði hina ómennsku stigatölu 2785 þegar hann dró sig í hlé eftir einvígið við Spasskí árið 1972. Fjórir íslendingar með yfir 2500 stig ■ í kringum mánaðarmót júní/júlí er ekki óalgengt að skákáhugamenn víða um heim taki að forvitnast um stöðuna á heimslistanum; hver skyldi nú hafa flest Elo-stig? Pessi listi liggur fyrir 1. júlí hvers árs eða svo er ráð fyrir gert í reglum Alþjóða skáksam- bandsins þó að misbrestur hafi stundum orðið á. Þótt listinn eigi að birtast opinberlega þennan tiltekna dag er nokkuð um liðið síðan gengið var í að reikna stig skákmanna urn heim allan. Sú deild, er þetta verk hefur meðjtöndum, hefur aðsetur sitt í Bandaríkjunum og hún hóf reikning sinn strax í júníbyrjun. Pá eiga skáksam- bönd þjóðanna að vera búin að ganga frá sínum plöggum. Skákstigalistinn nú er fyrir margt forvitnilegur ekki síst fyrir okkur íslendinga þar sem gert hefur verið ráð fyrir um- talsverðri hækkun sterkustu skákmanna þjóðarinnar. Sam- kvæmt þeim heimildum, sem undirritaður hefur undir höndum, hefur sú orðið raun- in. Pessar heimildir koma reyndar frá fyrstu hendi. Randy Hough heitir maðurinn sem hefur yfirumsjón með verkinu og frá honum hef ég mínar upplýsingar. Efstir á blaði tróna vitaskuld þeir Gary Kasparov með 2715 stig og heimsmeistarinn Anatoly Karpov með 2705. Hið mikla djúp milli þeirra tvímenninga og annarra skákmanna er vel staðfest af þriðja manni, Jan Timman sem er með 2650 stig, 55 stigum á eftir Karpov. í raun má segja að enginn merkjanlegur munur sé á þeim Karpov og Kasparov; þeir standa báðir á hátindi getu sinnar og munu samkvæmt því berjast af hreinni skáklist í einvíginu í Moskvu í haust. Um aðra skákmenn en þessa þrjá hirði ég ekki að geta en venjan er sú að u.þ.b. 15 skákmenn eru með 2600 Elo- stig og meira. . ■ . Helgi Olafsson skrifar um skák Fjórir íslenskir skákmenn hafa brotið 2500 stiga múrinn. Auk undirritaðs þeir Jóhann Hjartarson, Margeir Pétursson og Jón L. Árnason. Lægsta stigatalan er upp á 2505 stig! Þar sem listinn hefur ekki verið birtur opinberlega og skák- mótin eiga ugglaust eftir að fara í gegnum aðra keyrslu, tel ég ekki rétt að birta hér þær tölur sem ég hef undir höndum, en samanlagt reikn- ast mér til að þessir fjórir sem hér um getur hafi hækkað samtals um 230 stig. Stórmeistararnir Friðrik Ólafsson og Guðmundur Sig- urjónsson eru nú komnir í 5. og 6. sæti, en í 7. sæti er svo Karl Þorsteins. Þessar niður- stöður birti ég með þeim fyrir- vara sem ég gat um áður. Varla getur miklu skeikað og ef að líkum lætur munu Islend- ingar eiga sveit nr. 7 eða 8 þegar Ólympíumótið í Salon- iki í Grikklandi fer fram í haust. Sex efstir Hvorki fleiri né færri en 74 skákmenn hófu keppni á Boðs- móti TR en mótið tók af stað á mánudag í síðustu viku. Þetta er áreiðanlega mesta þátttaka sem verið hefur í nokkru Boðsmóti en þetta mót er fastur punktur í starfsemi Taflfélags Reykjavíkur. Tefld- ar eru 7 umferðir eftir Monrad- kerfi og hefur hvcr keppandi 1 /2 klst. til að Ijúka skákinni. Eftir þrjár umferðir voru eftirtaldir með fullt hús vinn- inga: 1.-6. Björn Þorsteinsson, Björgvin Jónsson, Hilmar S. Karlsson, Þorlákur Magnús- son, Davíð Ólafsson og Ágúst Ingimundarson,- Með 2Vi vinn- ing voru eftirtaldir keppendur: 7.-11. Guðlaug Þorsteinsdótt- ir, Lárus Jóhannesson, Róbert Harðarson, Sveinn Kristinsson og Þórarinn Stefánsson. Eins og sjá má eru margir snjallir skákménn meðal þátt- takenda. Sigurvegarinn í landsliðsflokki á Skákþingi Is- lands 1983, Dan Hanssón, hef- ur eftir þrjár umferðir hlotið 2 vinninga. Jóhann teflir í Leningrad Einhvern næstu daga mun Jóhann Hjartarson halda í austurátt og er förinni heitið til Leningrad þar sem Sovétmenn halda alþjóðlegt mót. Lítið hefur frést um mót þetta þar sem upplýsingastreymi frá Sovétríkjunum nær ekki til mótsins. Fullvíst má þó telja að Jóhann verði þarna í góðum félagsskap þar sem Sovétmenn eiga fjölmarga afbragðsgóða skákmenn þó ekki hafi þeir allir náð alþjóðlegri frægð. Margeir Pétursson deildi sem kunnugt er efsta sætinu á skákmóti í Júgóslavíu sem lauk í síðustu viku. Höfundur þessa pistils gerir sér vonir um að greina nánar frá því móti í næsta skákþætti. Sauðárkrókur: Sleit skólanum í síðasta sinn ■ Friðrik Margeirsson, skólastjóri Gagnfræðaskólans á Sauðárkróki sleit skólanum í síðasta sinn 20. maí sl. Friðrik hefur starfað við skólann í 35 ár. Hann stjórnaði skólaslitum og afhenti nem- endum 9. bekkjar próf- skírteini. Hann flutti þá erindi þar sem hann þakkaði kennur- um og nemendum fyrir gott samstarf. Sr. Hjálmar Jónsson, for- maður skólanefndar, flutti ávarp þar sem hann þakkaði Friðrik góð störf í þágu skólans og færði honum gjöf frá skóla- nefnd. 20 og 30 ára nemendur skól- ans mættu á skólaslitin og færðu skólanum gjafir. ■ Friðrik Margeirsson í ræðustól við skólaslitin. NT-mynd Fevkir Hávar Sigurjónsson fi L £ L * V i 1 ■ Tíundi árgangur framhaldsdeildar Samvinnuskólans í Reykjavík útskrifaðist nýlega. Það voru 22 stúdentar sem útskrifuðust í þetta sinn. Hæsta einkunn hlaut Hrönn Arnardóttir frá Siglufirði.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.