NT - 19.06.1984, Page 10

NT - 19.06.1984, Page 10
 (w Þriðjudagur 19. júní 1984 10 wlí Minning Sveinn Guðmunds- son, húsvörður Fæddur 17. desember 1913 Dáinn 10. júní 1984 Sveinn Guðmundsson, hús- vörður Flensborgarskóla, varð bráðkvaddur á hvítasunnudag. Skyndilegt fráfall hans kom mjög á óvart, því að ekki var til þess vitað, að hann hefði áður kennt sér þess meins, er honum varð að aldurtila. Sveinn hóf störf á vegum Hafnarfjarðarbæjar árið 1974 sem umsjónarmaður skólaúti- búsins í húsi Dvergs Vf við Lækjargötu. Því starfi gegndi hann í fimm ár, þ.e. meðan útibúið var rekið sem hluti Víði- staðaskóla, en þá varð að sam- komulagi, að hann hæfi störf við umsjón og gangavörslu í Flensborgarskólanum, og hús- vörður skólans var hann síðustu þrjú árin. Sveinn Guðmundsson var ættaður af Ströndum norður. Hann var fæddur 17. desember 1913 á Gjögri í Árneshreppi, hinni fornfrægu veiðistöð milli Trékyllisvíkur og Reykjarfjarð- ar. Faðir hans, Guðmundur Sveinsson, var sjómaður, eins og flestir aðrir þar um slóðir, og það varð hlutskipti Sveins að stunda sjó frá unglingsárum og allt þar til seint á sjöunda ára- tugnum, að hann fór alfarið í land. Móðir Sveins, Vigdís Gunnlaugsdóttir, var ættuð frá Hlíð í Álftafirði við ísafjarðar- djúp. Var hún ekkja, er hún giftist Guðmundi, og hafði eign- ast fimm börn áður. Saman áttu þau Vigdís og Guðmundur þrjú börn: Aðalheiði, Svein og Gunnlaug, en sá síðastnefndi drukknaði í ársbyrjun 1944, þegar togarinn Max Pemberton fórst. í maímánuði 1924, þegar Sveinn er á 11. ári, lést Vigdís, móðir hans, aðeins 48 ára að aldri. Var þá það eitt til ráða að koma börnunum fyrir hjá vinum og ættmennum, og fór Sveinn í fóstur til hjónanna Petrínu Guðmundsdóttur og síðari manns hennar, Jóns Daníels- sonar, sem bjuggu í Kjós við Reykjarfjörð. Dvalarsinnarþar hjá þeim hjónum minntist Sveinn jafnan með hlýju og virðingu. Þau Petrína og Jón áttu sam- an þrjár dætur, en með fyrri manni sínum, Ágústi Guð- mundssyni, sem andaðist 1915, eignaðist hún fimm börn, og urðu yngstu synir hennar, þeir Guðmundur og Sörli, einnig samtíða Sveini, er stundir liðu fram, m.a. við verksmiðjuvinnu og sjósókn frá Djúpuvík á árunum fyrir og um 1940. Einn sona Petrínu var settur til mennta. Var það Símon Jóhann Ágústsson, sem varð doktor í heimspeki og prófessor við Há- skóla Islands. Með þeim fóstur- bræðrum var einkar kært og ekki hvað síst með þeim Sveini og Guðmundi, enda höguðu atvikin því svo, að þeir urðu svilar, og báðir settust þeir að í Hafnarfirði. Petrína fluttist einnig til Hafnarfjarðar, og hér andaðist hún í hárri elli. Ókunnugur, sem kynntist Sveini Guðmundssyni á síðustu árum hans, gat glöggt greint, að þar fór sjómaður sem hann var. Fas hans og málfar hafði sjó- sóknin og baráttan við Ægi mótað öðrum aðstæðum fremur. Það var líka auðséð, að margt handtakið hafði hann unnið og þau ekki öll af léttara taginu. Sjómáður í Djúpi og Ströndum á ára- og mótorbát- um, fiski- og síldarskipum á þriðja, fjórða og fimmta áratug aldarinnar varð að láta hendur standa fram úr ermum - og það urðu sjómenn raunar alls staðar að gera - enda var aðbúnaður við veiðárnar frumstæður þá miðað við það, sem nú er orðið. „Kjörin settu á manninn mark, meitluðu svip og stœldu kjark. “ Sveinn kvæntist 22. 10. 1941 Emmu Magnúsdóttur, Hanni- balssonar, sjómanns og for- manns á hákarlaskipum, á Gjögri og síðar á Djúpuvík, og konu hans Guðfinnu Guð- mundsdóttur. Þótt ekki væri ég kunnugur heimilishögum Sveins, fann ég, að hann bar mikla virðingu fyrir konu sinni, enda mun hjónaband þeirra hafa verið farsælt. Sveinn og Emma áttu heimili á Djúpuvík, í sambýli við foreldra Emmu, frá 1942-1957, en þaðan ífrávar t Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir Halldór Runólfsson Kleppsvegi 46 Reykjavík verður jarðsettur frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 21. júní kl. 13.30. Katrín Valdimarsdóttir Kristbjörg Halldórsdóttir Runólfur Halldórsson Hulda Matthíasdóttir. heimili þeirra í Hafnarfirði. Djúpavík við innanverðan Reykjarfjörð var staður, sem menn bundu miklar vonir við um skeið. Þar var um margra ára bil mikil síldarsöltun, og á árunum 1934-’35 var þar byggð síldarverksmiðja. En hún var aðeins starfrækt um fárra ára skeið, því að síldin hvarf úr Húnaflóanum og hefur enn ekki ratað á fornar slóðir. Þar með brast grunnurinn undan vonum þeim, sem við verksmiðjuna voru tengdar. Þegar þar við bættist, að aðrar fisktegundir þurru einnig, hlaut staður og byggð að gjalda þess. Verk- smiðjan var lögð niður og fólkið fluttist smám saman burt til byggðanna við Faxaflóa, en fasteignir urðu verðlausar og að engu bættar. Sveinn var allan sinn sjó- mannsferil á fiskibátum við þorsk- og síldveiðar meðfram ströndum þessa kalda lands. Hlutskipti hans, eins og annarra vertíðarsjómanna, var að dvelja langtímum saman fjarri ástvin- um sínum. Þeir gátu einungis verið heima vor og haust, áður en farið var á vertíð, og á milli vertíða unnu þeir ýmiss konar verkamannastörf eftir því sem þau til féllu. Á síðustu Djúpu- víkurárum hans dvaldi fjöl- skyldan þó stundum syðra yfir vetrarvertíðina, en fluttist svo aftur norður með vorinu. Á seinni sjómannsárum sín- um var Sveinn á bátum, sem ýmist voru frá Reykjavík, Keflavík eða Hafnarfirði, og eftir að Sigurður Pétursson, út- gerðarmaður á Djúpuvík, flutti útgerð sína til Reykjavíkur, var Sveinn skipverji á bátum hans. Sveinn var tryggðatröll og batst vináttuböndum við skipstjóra sína og skipsfélaga og aðra þá, sem með honum störfuðu og voru honum að skapi. Eins og áður segir, fór Sveinn alfarið í land seint á sjöunda áratugnum, líklega 1967, og haðfi þá verið viðloðandi Ægi í um 40 ár. Hóf hann þá störf í Skipasmíðastöðinni Dröfn. V erkstjóri þar var Sigurjón Ein- arsson, skipasmíðameistari, giftur Andreu Pétursdóttur, hálfsystur Sveins. Taldi Sveinn til þakkar við þau hjón fyrir greiðvikni og góðan hug í garð sinn og sinna. I Dröfn vann Sveinn af og til, frá því að hann fluttist til Hafnarfjarðar, og þangað hugðist hann fara til starfa, þegar hann yrði að láta af húsvarðarstarfinu fyrir aldurs sakir. Sveinn og Emma eignuðust fjögur börn. Elst þeirra er Kam- illa, f. 1942, þroskaþjálfi. Hún er gift dönskum manni, Hans Ove Hansen, málarameistara. Búa þau í Esbjerg og eiga tvö börn. Guðrún, f. 1944, dó á fyrsta ári. Guðmundur, f. 1946, kennari og ritstjóri, kvæntur Guðlaugu Kristmundsdóttur. Þau búa í Hafnarfirði og eiga tvö börn. Gunnlaugur, f. 1950, bankamaður, skrifstofustjóri útibús Iðnaðarbankans á Sel- fossi, kvæntur Elínu Ástráðs- dóttur. Eru þau búsett á Selfossi og eiga tvö börn. Kynni mín af Sveini Guð- mundssyni hófust, þegar hann var ráðinn til starfa við Flens- borgarskóla. Hann var mikill sómamaður til orðs og æðis, hógvær og hlédrægur, maður starfsins fyrst og fremst, fjölhæf- ur til verka og kom það sér einkar vel í starfi hans fyrir skólann. Hann var verklaginn og verkhygginn og iðinn, svo að af bar, samviskusamur og sam- vinnuþýður, hýr í bragði og hafði af glettni gaman, skipti lítt skapi og tók því, sem að hönd- um barmeðjafnaðargeði. Hann var fastur fyrir, ef honum fannst rangt að málum staðið, en flík- aði ekki sínum tilfinningum. Ekki minnist ég þess, að úr munni hans félli styggðaryrði í garð manna og málefna. Var hann þó ekki allra og líkaði misvel framkoma manna og viðhorf, en engan lét hann gjalda þess, hvorki í orðum né athöfnum. Sveinn var karlmenni í þess orðs bestu merkingu, en þola mátti hann líkamlega annmarka hin síðari árin. Hann var heyrn- arskertur nokkuð og jók það hlédrægni hans, en auk þess var hann bagaður á fæti. Hvorugt lét hann á sig fá og mælti ekki æðruorð. Nú, þegar hann er allur, eru mér efst í huga þakkir til hans fyrir góð störf og elskuleg kynni. Skyndilegt fráfall hans leiðir hugann að fallvaltleika þessa lífs. Eiginkonu hans, börnum og barnabörnum sendi ég hug- heilar samúðarkveðjur. Snorri Jónsson Hin færeyska Nóra ■ Norðurlandahúsið í Færey- jum: Dukkuheim, sjónleikur eftir Henrik Ibsen. Leikstjóri Sveinn Einarsson. Gestaleikur á listahátíð. Bágt er til þess að vita hvað illa maður skilur færeysku tal- aða. Satt að segja veit ég ekki hvað venjulegur leikhúsgestur hefði fengið út úr óþekktum færeyskum leik í Félagsstofnun stúdenta. En Brúðuheimili var skemmtileg sýning, bæði vegna þess að gaman er að sjá hvað grannar vorir geta í leiklistinni og einnig sökum hins að lbsen gamli er nú einu sinni ómót- stæðilegur. Hin íslensk-færeyska sam- vinna við uppsetningu Brúðu- heimilisins í Færeyjum hefur að ég hygg borið ávöxt, og má þar mest þakka smekkvíslegri leikstjórn Sveins Einarssonar. Að því ógleymdu auðvitað að Færeyingar höfðu fram að tefla leikkonu sem hafði vald á Nóru; með því stendur og fellur hver sýning Brúðuheimi- lisins. Elín K. Mouritsen léði hlutverkinu allan æskilegan kraft.og líf, svo kröfuhart sem það er. Segja má að hún hafi á stundum tekið það nokkuð geyst framan af en hún skilaði því með sóma, og náði áhrifa- miklum tökum í uppgjörinu við Þorvald í lokin. Aðrir færeyskir leikarar stóðu óhjákvæmilega í skugga Elínar. Ánnars var vel skipað í hlutverk Kristínar Linde sem Laura Joensen lék: hún hafði til að bera æskilegan traust- leika, jarðsamband sem Kristín þarf að hafa; en sam- leikur hennar og Borgars Garðarssonar sem Krogstads var ef til vill ekki í fullu jafnvægi. Einna daufastur þótti mér Rank læknir, Olivur Næss, það vantaði nokkuð á að tragidíu læknisins væri miðl- að með áhrifaríkum hætti. íslendingarnir, Borgar og Pétur Einarsson sem Helmer skáru sig minna úr en ætla mætti, og er þar að þakka smekk Sveins Einarssonar fyrir heildarblæ sýningarinnar. Pét- ur er yfirleitt þeim mun betri sem meira á reynir, og sýndi þröngsýni og mannlegt veik- lyndi Helmers ákjósanlega. Leikið var á miðju gólfi í Félagsstofnun og áhorfendur til beggja handa. Þetta er nokkuð truflandi og ég er lítt hrifinn af sviðsetningu af þessu tagi þótt segja megi að með því komist áhorfendur í meira návígi við leikendur; - en slíkt „návígi“ má bara ekki verða of náið að mínum smekk. - Af hverju lét Leikfélag Reykja- víkur ekki Færeyingana sýna í Iðnó? Það væri freistandi að ræða um Brúðuheimilið nánar, þetta leikrit sem hefur líklega verið oftast upp fært allra leik- rita Ibsens. Kvenfrelsisumræð- an öll í seinni tíð hefur blásið nýju lífi í áhuga manna á leikritinu. Auðvitað er nær- tækt að leggja eins mikið upp úr þessari hlið verksins og er jafnan gert. En líkt og um önnur leikrit Ibsens gildir það um Brúðuheimilið að varast skyldi of yfirborðslegan og ein- faldan skilning á því. Leikritið er kannski ekki fyrst og fremst um þróun dúkkunnar Nóru til sjálfsvitundar. Það fjallar um þann sammannlega vanda karla jafnt sem kvenna að samhæfa hversdagslega lífssýn hinni háu hugsjón, „hinu undursamlega." Þessi hugsjón storkar öllum kröfum samfé- lagsins um álit og stöðu, orðstír og virðingu sem gera Þorvald Helmer að því lítilmenni sem hann reynist þegar á hólminn kemur. Þessari samfélagskröfu hefur Nóra hafnað, gerst brot- leg við hin vondu og vitlausu lög að boði tilfinninga sinna. Þegar Helmer fellur á því prófi, lætur samfélagið leggja sig flatan, þá tekur Nóra afleið- ingunum, hafnar holu og hræsnisfullu lífi með „ókunn- ugum manni“ fyrir ótrygga til- veru í samræmi við hinar æðri hugsjónir, vonina um að hið undursamlega kunni að gerast. Ég hygg að sú ályktun norska bókmennafræðingsins Else Höst sé rétt að Brúðu- heimili hafi upphaflega orðið til út frá kvenfrelsisumræðunni á áttunda tug nítjándu aldar, en í meðförum skáldsins vaxið langt út fyrir slíkar hugmyndir. Þetta held ég að mönnum sé hollt að athuga áður en þeir faðma verkið að sér sem ein- skæran kvenfrelsisáróður. En Brúðuheimilið er marg- slungnara viðfangsefni en svo að unnt sé að fara lengra út í þessa sálma hér. Heimsókn Færeyinganna ,með sýninguna var ánægjulegur viðburður sem ber að meta, enda voru viðtökur áhorfenda á fimmtu- dagskvöld hinnar hlýlegustu. Nú hefur íslendingur, Hjörtur Pálsson, dagskrárstjóri, verið ráðinn forstöðumaður Norður- landahússins í Færeyjum. Væntanlega stuðlar það að meiri menningarsamskiptum okkar og Færeyinga en verið hafa, og gæti þannig sýningin á Brúðuleikhúsinu orðið upp- haf nánari kynna þessara ey- þjóða hvorrar af annars mennt. Gunnar Stefánsson Minningargreinar ■ Þeim, sem óska birtingar á minningar- greinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birting- ardag. Þær þurfa að vera vélritaðar.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.