NT - 19.06.1984, Page 24

NT - 19.06.1984, Page 24
Þriðjudagur 19. júní 1984 24 ■ Miklu hefur verið til kostað að hefja olíuvinnslu úti fyrir ströndum Noregs. En gróðinn af olíuvinnslunni er mikill og stendur nú undir margvíslegum atvinnuvegum öðrum og léttir byrði skattborgaranna. Myndin er af olíuborpalli úti fyrir Stafangri. Noregur: Lamezia Ítaliu-Reuter ■ írönsk Fokkerflugvél, sem átta íranir rændu og stefndu til Egyptalands á föstudag, lenti í Lamezia á Italíu í gær. Ekki er vitað á hvaða leið flugvélin er en egypsk stjórnvöld neituðu írönunum um pólitískt hæli þar sem þau vildu ekki styggja stjórnvöld í íran. Flugvélin fór frá Kairó um hádegisbilið í gær með íranina átta innanborðs en meðal þeirra eru hermenn. Vélin lenti upp- haflega í Luxor í Egyptalandi en fór til Kairó þar sem Iranamir ætluðu að komast í samband við erlend sendiráð. Ekki er vitað hver endanlegur áfangastaður vélarinnar er þar sem ekki náðist samband við vélina. Talið er að íranarnir reyni að fá hæli í Evrópu eða Suður- Ameríku. Starfsmenn egypska utanríkisráðuneytisins sögðu í gær að Frakkland kæmi til greina en franskir sendiráðs- menn könnuðust ekkert við slíka ósk frá írönunum. Egyptaland neitað írönunum um pólitískt hæli vegna þess að það reynir nú að miðla málum í Persaflólastríðinu og haft var eftir sendimönnum í Kairó að þótt Egyptaland hefði veitt Irans- keisara hæli á sínum tíma vildi einskonar griðastað landflótta það ekki láta líta á sig sem írana. ■ Ný landstjórn hefur verið my nduð á Grænlandi eftir kosningarn- ar sem fram fóru fyrr í þessum mánuði. Nokkrar breytingar hafa orðið á stjórninni en Jonathan Motzfeldt er áfram formaður landsstjórnarinnar. Mynd þessi er tekin í kosningabaráttunni og er af leiðtogum stærstu flokkanna er þeir leiddu saman hesta sína í útvarpi. Lengst til vinstri er Otto Steenholt formaður Atassut, Jonathan Motzfeldt formaður Siumut og Arkaluk Lynge leiðtogi Inuit Ataqatgiit. Simaraynd:POLFOTO Svisslend- ingar vilja spilavíti Zurích-Rcuter ■ Svissneska ferðamálaráðið sækir nú stíft að spilavíti verði leyfð í landinu, á þeirri forsendu að almennileg spilavíti hafi mik- ið aðdráttarafl á ferðamenn. Þeir sem vilja freista gæfunn- ar við rúllettuna eða Chemin de Fer borðin verða nú að fara yfir landamærin annað hvort til Þýskalands eða Austurríkis, þar sem eina fjárhættuspilið sem leyft er að spila í Sviss er Boule, ein tegund rúllettu, þar sem hámarksboð er um 80 krónur íslenskar. Ferðamálaráðið bendir á að ríkistekjur af spilavítum í Aust- urríki á síðasta ári hafi numið 32 milljónum dollara. Þar voru um 50.000 Svisslendingar skráð- ir meðlimir í spilavítum og sú tala fer hækkandi ár frá ári, sem bendir ekki til þess að lands- menn láti spilavítaleysi aftra sér frá að svala spilafíkn sinni. Þrátt fyrir þetta ér ekki talið að spilavíti verði lögleyfð í náinni framtíð. Þegar þessu máli var fyrst hreyft árið 1982 var ríkisstjórinn ekki hrifinn og bar því fyrir sig að stór hluti landsmanna væri á móti spila- vítum. Skoðanakannanir benda til að þjóðin skiptist í tvo nokk- uð jafnstóra hópa hvað þetta varðar. Olíugróðinn stendur undir niðurgreiðslum til útgerðar iðnaðar og landbúnaðar var sú upphæð orðin 4 millj- arðar n.kr. Á síðasta áratug hefur skatt- heimta af olíugróðanum aukist mjög mikið en á sama tíma hefur skattabyrði á einstakling- um ekkert þyngst. Landbúnaðarafurðir eru nið- urgreiddar. Bændur fá hluta tekna sinna af sölu búvara og afganginn sem styrk frá ríkinu. Vegna olíugróðans fá bændur hærra verð fyrir lítra af mjólk en mjólkurbúin selja hann á. Ríkið greiðir mismuninn. Þess- ar tekjur gera bændum kleift að fjárfesta í landbúnaðartækjum og byggingum. Sama gildir í sjávarútvegi. Sjómennirnir fá hærra verð fyrir fiskinn en hægt er að selja hann fyrir á alþjóðamarkaði. Einnig á þessu sviði kemur olíugróðinn til góða. Skipasmíði er ein þeirra atvinnugreina sem græðir á millifærslu til iðnaðar og málm- vinnslu. Þegar norskir útgerðar- menn panta skip hjá innlendri skipasmíðastöð fá þeir lán hjá fjárfestingastofnunum sem veita fé til skipakaupa en ríkið tekur að sér að greiða hluta vaxtanna. Slíkt gæti ekki gerst nema vegna olíugróðans. Margir einstaklingar myndu finna sárt fyrir því ef olíu- skatturinn hætti allt í einu að renna í ríkiskassann. Eftir- launamenn og þeir sem fá bætur frá almannatryggingum yrðu þá að gera sér að góðu mun lægri upphæðir en þeir fá nú. Byggt á Norinform ■ Olíugróðinn kemur Norð- mönnum víða til góða. I ár útdeilir ríkið 25 milljörðum n.kr. sem ekki væru fyrir hendi ef engin olíuvinnsla færi fram á norska landgrunninu. Þessi upphæð samsvarar nær 100 milljörðum ísl, kr. Peningarnir fara til sveitarfélaga og sýslna, bænda og sjómanna sem stunda fiskveiðar, iðnaðar og siðast en ekki síst til skattgreiðenda. Dæmi um ríkisstyrkina er að árið 1975 fékk iðnaðurinn hálf- an milljarð n.kr. í styrk en 1983 Bókmenntafræðingar kætast: Tímamótaútgáfa af „Ulysses“ - með 5000 leiðréttingum ■ Fyrir aðdáendur írska rithöfundarins James Joyce hefur dagsetningin 16. júní sérstaka merkinu. Þá er „Bloomsdagur“, dagurinn árið 1904 sem Stephen Deda- lus og Leopold Bloom gengu um götur Dublinborgar í skáldsögunni Ulysses. Og síðasti Bloomsdagur verður e.t.v. lengi í minnum hafður því þá kom út ný útgáfa af Ulysses í New York, þar sem meira en 5000 leiðréttingar hafa verið gerðar á verkinu til samræmis við upphaflega handritið. Alþjóðlegur hópur fræðimanna hefur unnið að útgáfunni og er talið að hún komi til með að valda bylt- ingu í túlkun skáldsögunnar sem þó er það bókmennta- verk sem einna mest hefur verið rannsakað af bók- menntafræðingum. Talið er að með þessari útgáfu fái einstaka setningar, kaflar og jafnvel persónur bókarinnar nýja merkingu. Villurnar sem leiðréttar voru fólust aðallega í því að orð og jafnvel heilu setning- arnar vantaði. Þessi mistök stöfuðu af því að Joyce skrif- aði handrit sitt með illlæsi- legri rithönd, bætti 10.000 orðum inn í prófarkir og setjararnir í frönsku borginni Dijon, þar sem bókin var fyrst prentuð, kunnu ekki ensku. Joyce sjálfur var mjög óánægður með prentunina er tókst aðeins að leiðrétta örfáar villur áður en hugur hans beindist að nýjum verk- efnum. Nýja útgáfa Ulysses er í þrem bindum, 1919 blaðsíð- ur að stærð. Þar er rétti textinn prentaður hægra megin í opnu en vinstra meg- in eru prentaðir textar mis- munandi útgáfa bókarinnar. Skrifæði útyfirgröf og dauða ■ Kona sem átti heima í Florida en lést fyrir hálfu ári fékk bréf frá bæjar- skrifstofunni, þar sem hún bjó, sem hljóðaði á þá leið, að embættismennirn- ir hefðu frétt að hún væri látin og báðu þeir konuna vinsamlegast að koma á kontórinn til að sanna að Sonur látnu konunnar opnaði bréfið og sagði að móðir sín hefði sannarlega kunnað að meta það því hún hafi haft góða kýmni- gáfu. Ekki fylgir sögunni hvort skrifæðið á bæjar- skrifstofunni hafi komist í samt lag þótt hin látna hafi ekki getað sannað hvernig komið var fyrir henni. írönsku flóttamennirnir: Píslaifíugið heldur áfram

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.