NT - 19.06.1984, Page 26

NT - 19.06.1984, Page 26
Þriðjudagur 19. júní 1984 26 Jafntefli Suður-Ameríkurisanna í knattspyrnu: Tveirslógustog voru reknir útaf ■ Brasilía og Argentína gerðu markalaust jafntefli í vináttu- leik í knattspyrnu sem leikinn var í Sao Paulo í Brasilíu á sunnudaginn var. Leikurinn þótt með leiðinlegra móti og voru hinir 32 þúsund áhorfend- ur mjög óánægðir og púuðu Schumacher áerfitt ■ Franskir knattspyrnuá- hangendur hafa gert markverði v-þýska landsliðsins, Tony Schumacher liTið leitt síðan v- þýska liðið kom til Frakklands í úrsiitakeppni EM landsliða í knattspyrnu. í leik Þjóðverja gegn Rúmenum í Lens í fvrra- dag bauluðu franskir áhorfend- ur á Schumacher í hvert sinn sem hann snerti boltann. Ástæðan fyrir þessu er hið vel kunna atvik í heimsmeist- arakeppninni í knattspyrnu á Spáni árið 1982, er Schumacher stórslasaði franska leikmann- inn Patrick Battiston. Brot Schumachers ;á Battiston þótti fantalegt og óþarft, og var Battison lengi rúmfastur á eftir. mjög á leikmenn, þetta fór í skapið á þeim og þegar áhorf- endur létu í sér heyra varð Renato, útherji Brassanna illur og sló Garre, varnarmann Arg- entínu, og voru báðir reknir af leikvelli. Þó svo að Brasilíumenn hefðu gert sex breytingar á liði sínu síðan þeir töpuðu fyrir Englendingum þá sýndu þeir lítið af þeim glæsibolta er þeir spiluðu í HM á Spáni 1982. Þetta var annað markalausa Staðan í riðlum EM: 1- riðm Frakkland ..2 2 0 0 6-0 4 Danmörk .... 2 10 15-12 Belgia ... 2 10 12-52 Júgóslavía ..2 0 0 2 0-7 0 2- riðiÍl V-Þýskal.. 2 110 2-13 Spánn .... 2 0 2 0 2-2 2 Portúgal . 2 0 2 0 1-1 2 Rúmenia...2 0 112-31 jafntefli þessara þjóða í þremur leikjum en Argentínumenn sigruðu síðast 1-0. Þjálfari Brassana, Edu Coim- bra (bróðir Zico) sagði að enn væri langt í land með að gera liðið að góðu knattspyrnuliði. ■ Guy Thys, landsliðsþjálfari Belga glotti við. „Leikum næst af meiri festu“ - segir Guy Thys - tökum hvem leik ffyrir sig segir Hidalgo ■ Guy Thys, þjálfari Belga var ekki ánægður með leik sinna manna eftir 0-5 tapið gegn Frökkum og sagði að þeir hefðu ekki lagt sig alla fram í þessum leik og hefðu oft tapað einbeitingunni. „Við töpuðum baráttunni á miðjunni þar sem Frakkar hafa bestu samsetn- ingu spilara í heiminum og eins og sést þá voru það allt miðju- menn sem gerðu mörkin 'í leiknum. Þetta er þó ekki búið við munum taka næsta leik af meiri festu,“ sagði Guy og glotti. Michel Hidalgo, þjálfari Frakka sagði eftir stórsigur sinna manna á Belgum: „Við byrjuðum mjög vel og allt small saman hjá okkur í dag. Við munum þó taka hvern leik fyrir sig ogþað eru erfiðir leikir framundan.“ Hann bætti við „Ég er ekkert bjartsýnni nú en fyrr en ef við spilum jafn vel og í dag þá er ástæða til að vera bjartsýnn og vonandi tekst okk- ur að gera það“. ■ Austur-þýski dómarinn Adolf Prokop mun dæma leik Danmerkur og Belgíu í Strasbourg í dag. Prokop er reyndasti dómari úrslitakeppninnar á alþjóðarmæli- kvarða, hann hefur verið FIFA-dómari í 12 ár. ■ Eins og flestir bestu knattspyrnumenn Evrópu eru samankomnir í Frakklandi þessa dagana í úrslitakeppni Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu, eru þar saman- komnir flestir bestu knattspyrnudómarar Evrópu. Hér fer á eftir skrá yfir dómarana sem dæma/dæmdu leikina í úrslitakeppninni: 12- 6 Frakkland-Danmörk: Volker Roth V-Þýskalandi 13- 6 Belgía-Júgóslavía: Erik Fredriksson Svíþjóð 14- 6 V-Þýskaland-Portúgal: R. Jusjka Sovétríkjunum 14-6 Rúmenía-Spánn: Alexis Ponnet Belgíu 16-6 Frakkland-Belgía: Robert Valentine Skotlandi 16- 6 Danmörk-Júgóslavía: Augusto Lamo-Costillo Spáni 17- 6 V-Þýskaland-Rúmenía: Jan Keizer Hollandi 17-6 Portúgal-Spánn: Michel Vautront Frakklandi 19-6 Frakkland-Júgóslavía: Andre Baina Sviss 19- 6 Danmörk-Belgía: Adolf Prokop A-Þýskalandi 20- 6 V-Þýskaland-Spánn: Vojt. Christov Tékkóslóvakíu 20-6 Portúgal-Rúmenía: Heinz Fahlner Austurríki 23- 6 Undanúrslit í Marseille: Paolo Bergamo Ítalíu 24- 6 Undanúrslit í Lyon: George Courtney Englandi 27-6 Úrslit í París: Verður ákveðið síðar. Ísland-Noregur í knattspyrnu annað kvöld: Nú skal hefnt! Sigurður Halldórsson Erlingur Kristjánsson Karl Þórðarson Janus Guðlaugsson Guðmundur Þorbjörnsson Pétur Ormslev Ragnar Margeirsson Sigurður Grétarsson. Hvernig sem liðið kemur til með að verða þá verður gaman að fylgjast með hvort vel tekst upp gegn Norðmönnum. Um norska liðið er lítið vitað annað en það að þeir unnu sigur á Wales-búum fyrir stuttu en þó hafa orðið nokkrar breyt- ingar á því liði. Það verður Guðni Kjartans- son sem stjórna mun íslenska liðinu en Tony Knapp, næsti landsliðsþjálfari mun koma til landsins og fylgjast með leiknum og gefa góð ráð til piltanna, en Knapp er öllum hnútum kunnugur í Noregi en þar hefur hann verið við þjálfun í áraraðir. Það er ástæða til að hvetja alla til að koma á völlinn og láta í sér heyra. Síðast var spilað við Norðmenn í Osló 1980 og þá sigruðu Norðmenn með þremur mörkum gegn einu. Er nú ráð að hefna grimmilega og taka Norsarana í karphúsið. Dómari í leiknum verður Skoti, Ferguson að nafni en hann hefur dæmt hér á landi áður. íslenska liðið er nú á Flúðum að undirbúa sig fyrir leikinn og mun í kvöld spila á Selfossi gegn landsliði, skipað leik- mönnum 21 árs og yngri. Væri nú ráð hjá fólki sem ekki veit hvert skal halda í kvöldrúntin- um að skreppa til Selfoss og líta á leikinn sem hefst kl. 20.00. ■ Áge Hareide, varnarmaður í liði Norðmanna lék með Manchester City og Norwich City í Englandi en er nú farinn heim. 0-3 tapsins í Noregi 1980 ■ Á morgun, miðvikudag, kl. 20.00 verður fyrsti landsleikur- inn í knattspyrnu á þessu ári og á lið okkar þá í höggi við Norðmenn. Eins og fram hefur komið er nú þegar búíð að velja landsliðshópinn og er það val umdeilanlegt eins og ávallt. Ekki ætlar NT að fara að deila um valið en mun í gamni stilla upp því liði sem við teljum líklegast að byrji leikinn gegn Norðmönnum á morgun: Bjarni Sigurðsson Þorgrímur Þráinsson Kristján Jónsson Verðandi miðherji HSV með Norðmönnum ■ í dag koma norsku knatt- spyrnumennirnir sem leika munu með norska landsliðinu í knattspyrnu gegn íslendingum á morgun, hingað til lands. Meðal þeirra eru reyndir knatt- spyrnumenn, sem leikið hafa með atvinnumannaliðum, og aðrír sem eru á leið á atvinnu- mennskuna með stórliðum. Erik Soler er framlínu- maður, sem getið hefur sér góðan orðstír sem markaskorari, og mun hann hefja feril sinn með Hamburger Sportverein í V-Þýskalandi í haust. Soler vakti mikinn áhuga HSV á sínum tíma, og síðastliðið vor fengu þeir hann mcð sér í æfingamót á meginlandinu, þar sem þeir notuðu hann þrátt fyrir að eiga sekt yfir höfði sér. Soler skoraði tvö mörk í leiknum og fékk samning. Áge Hareide er allþekkt nafn meðal þeirra íslendinga sem fylgst hafa með ensku knatt- spyrnunni. Hareide lék með Manchester City í 1. deildinni á Englandi, og Norwich síðast- liðin vetur. Hann er nýkominn heim til Noregs, og leikur þar með Molde. Markvörðurinn Per Egil' Ahlsen er á leið til Borussia Mönchengladbach í V-Þýska- landi, Arne Dokken er á leið tilGrikklands að nýju, þar sem hann mun nú leika með Panat- hnaikos, en áður hefur hann leikið með Appollon. Aðrir leikmenn liðsins leika með norskum liðum. Liðið er þannig skipað: Per Egil Ahlsen, Fredrikstad Jan Berg, Molde Sverre Brandhaug, Rosenborg Vidar Davidsen, Valerengen Arne Dokken, Rosenborg Arne Erlandsen, Lilleström Svein Fjældberg, Viking Sven Gröndalen, Moss Áge Hareide, Molde Tom R. Jakobsen, Valerengen Terje Kojedal, Hamarkamer- atene Stein Kollsheugen, Moss Erik Soler, Eik Tom Sundby, Lilleström Erik Thorstvet, Viking Joar Vaadal, Lilleström ■ Janus Guðlaugsson, leikreyndasti leikmaður íslenska lands- liðsins gegn Norðmönnum á morgun. Janus hefur nú náð sér af meiðslum þeim sem hann varð fyrir í V-Þýskalandi í vetur. Sepp Piontek þjálfari Dana: „Belgar erfiðir" ■ Sepp Piontek, þjálfari danska landsliðsins var að vonum mjög ánægður með stórsigur sinna manna á Júgóslövum og sagði eftir leikinn: „Þetta voru frábær úrslit sérstaklega eftir von- brigðin í leiknum gegn Frökkum er við bæði töp- uðum og misstum Allan Simonsen. Möguleikar okkar eru nú orðnir nokk- uð góðir á að komast í úrslit. Við skulum samt muna að ekkert er unnið fyrirfram og Belgar munu verða mjög erfiðir.“ Danir munu mæta Belg- um í dag.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.