NT


NT - 19.06.1984, Side 28

NT - 19.06.1984, Side 28
Verkamannasambandið vill segja upp samningum: Þurfum minnst 5-6% hækkun - segir Guðmundur J. Guðmundsson ■ Margt bendir nú til þess að kjarasamningum verði almennt sagt upp frá og með 1. septem- ber í haust. Framkvæmdastjórn VMSÍ samþykkti á fundi sínum í gær að leggja til við formanna- fund sambandsins sem haldinn verður í Lindarbæ í Reykjavík í dag, að verkamannafélögin segi samningunum upp frá 1. sept. NT hafði í gærkveldi sam- band við Guðmund J. Guð- mundsson, formann Verka- mannasambandsins og spurði hann um ástæðurnar fyrir þess- ari tillögu. Guðmundur sagði meginorsökina vera þá að Ijóst væri orðið að sú 3% hækkun sem umsamin væri 1. sept. hrykki ekki til að halda kaup- mætti febrúarsamninganna óbreyttum. Pótt ekki kæmu til neinar óvæntar verðhækkanir fram til þess tíma, virtist aug- ljóst að a.m.k. 5-6 prósenta hækkun þyrfti til að halda í við verðbólguna. Guðmundursagði ennfremur að mikil óánægja ríkti innan hreyfingarinnar vegna þess hversu margirlauna- taxtar væru lægri en dagvinnu- tryggingin. T.d. væru allir byrj- unartaxtar VMSf undir þessum mörkum. Af þessu leiddi að raunverulegt yfirvinnuálag væri í mörgum tilvikum ekki nema 20 og 60% en ætti að vera 40 og 80%. Dýrbítar í Melasveit staðnir að verki - Eigandinn neitar að afhenda þá ■ Dýrbíturnir sem NT greindi frá í gær að hefðu lagst á fé í Melasveit, voru að öllum líkindum staðnir að verki í fyrrakvöld. Var það í annað sinnið á tveim sólarhringum scm þeir gerðust athafnasamir í Melasveit en eins og greint hefur verið frá þá lágu fimm lömb í valnum i fyrra skiptið. í seinna skiptið sluppu hundarnir hcim til sín, er mönnum tókst að hrekja þá frá verknaðnum áður en illa fór. Að sögn Jóns Magnús- sonar, hreppstjóra í Mela- sveit er ekki fullsannað að um sömu hunda hafi verið að ræða í þessi tvö skipti. Hundarnir voru eltir heim að bæ til eigandans en hann neitaði alfarið að afhenda þá eða aflífa. Málið er nú í höndum lögreglunnar í Borgarnesi. Þórður Sigurðsson, yfir- lögregluþjónn í Borgar- nesi vildi lítið tjá sig um málið. Hann sagði að mál af þessu tagi væru yfirleitt leyst innan sveitar. „Okk- ur finnst þetta nú ekkert tilefni til stórvandræða, hundar taka upp á þessu annað slagið," sagði Þórður. Aðspurður kvaðst hann ekki álíta skepnurn- ar réttdræpar við verknað- inn. Það væri ákveðin hagsmunaregla höfð í gildi í svona tilvikum, og sennilega færi úrskurður- inn eftir því hver hefði mciri hagsmuna að gæta, hundeigandinn eða fjár- eigandinn. Jón Magnússon, hrcpp- stjóri kvaðst hinsvegar álíta það ófrávíkjanlega reglu að dýrbítar væru réttdræpir á staðnum ef til þeirra næðist við iðju sína. „Hinsvegar hafa menn ekki leyfi til að fara inná landareignir annarra manna og drepa hundana fyrst þeir sluppu til síns heima“ sagði Jón. Eins og fram kom í NT í gær, þá hafa sveitarmenn í Melasveit stórar áhyggj- ur af þessum atburðum. Jafnvel mun hafa komið til tals að takmarka hundahald í hreppnum. Þá kom jafnframt fram að dýraiæknirinn á Hvann- eyri teldi næsta víst að hundar hefðu grandað lömbunum fimm enda væru áverkar eftir hunda annarskonar en áverkar eftir t.d. tófu. ■ Þeir máttu mála veginn tvisvar upp á Hellisheiði nú á dögunum. Eftir fyrra skiptið bráðnaði vegurinn og öll málningin hvarf saman við asfaltið. Er sólin skaðvaldur? Vegirnir bráðna Varúð, - ekki festast í slitlaginu! ■ „Þegar bindiefnið kemur upp á vegina þá er ekki hægt að ganga á þeim,“ sagði Rögnvald- ur Jónsson verkfræðingur hjá Vegagerð ríkisins. Og vissu- lega hafa gangandi vegfarendur víða mátt forða sér útaf bundna slitlaginu í sólinni fyrr í mánuð- inum þegar vegirnir beinlínis bráðnuðu. Að öðrum kosti áttu menn á hættu að skórnir festust við asfaltdrulluna sem smaug upp á yfirborðið, eins og henti einn göngumann norður í Hrútafirði. Heimildamenn NT kváðust hafa sums staðar séð vegi renna til. Bráðnun sem þessi gerist yfirleitt aldrei á malbiki eða olíumöl en er næsta árviss á nýrri tegund slitlags, svokallaðri klæðningu sem víða er notuð um landið. Þessa hefur þó ekki fyrr gætt í Reykjanes- kjördæmi frá því að klæðningin var fyrst notuð þar 1978. í blíðviðrinu um daginn henti þetta sig víða um land og er þá gripið til þess ráðs hjá Vega- gerðinni að dreifa þunnu malar- lagi yfir vegina. í Hveradölum á Hellisheiði syðri gerðist sá atburður að akbrautarlínur sem nýlega höfðu verið málaðar í veginn hurfu en þar hefur klæðningin verið notuð til við- gerða. Asfaltið sem blandað er ýmsum rokefnum eyðileggur málninguna. Annars taldi Run- ólfur tjón af völdum þessa óverulegt en vel verður að fylgj- ast með og dreifa möl yfir jafnóðum og asfaltinu blæðir upp í gegnum malarlagið. Mest bráðnun verður í klæðn- ingu sem lögð hefur verið í köldu veðurfari en þá hefur asfaltið gengið verr saman við malarslitlagið. Tap á Listahátíð: Fílharmónían kom verst út ■ Tónleikar hljómsveitarinnar Fflharmóníu frá London voru þau atriði nýafstaðinnar Listahátíðar, sem komu einna verst út fjárhagslega, og að sögn Bjama Olafssonar framkvæmdastjóra hátíðarinnar var vitað fyrirfram, að kostnaður yrði meiri en tekjur. Önnur stór atriði komu betur út. Þannig sagði Bjarni, að tónleikar ítölsku stórsöngkonunnar Luciu Valentini-Terrani og Mo- dern Jazz Quartet hefðu að minnsta kosti komið út á sléttu. Hann sagðist þó vona, að þeir sýndu einhvern hagnað. Niðurstöðutölur um tap á Listahátíð munu ekki liggja fyrir fyrr en í síðari hlutá júlímánaðar, en ljóst er, að það muni nema a.m.k. 3 milljónum króna. Kostar rík- ið 16-17 bús. kr. ■ Þýski fálkaeggjaþjóf- urinn Miroslav Peter Baly, sem var dæmdur í háar fjársektir og skilorðsbund- ið fangelsi í síðasta mán- uði er hér enn og kostar íslenska ríkið 16-17 þús- und krónur á mánuði. Hæstiréttur úrskurðaði hann í farbann til 5. júlí og fram að þeim tíma býr hann við sömu kjör og þeir íslendingar sem segja sig til sveitar í Reykjavík. Hann gistir og borðar á Hjálpræðishernum og kostar það tæpar 500 kr. á dag. Auk þess fær hann 500 kr. í vasapeninga á viku. Miroslav Baly er gert að tilkynna sig til útlendinga- eftirlitsins tvisvar í viku og hann hefur ekki heimild til að fara út fyrir lögsagn- arumdæmi Reykjavíkur. Mörgum þykir undar- legt, að Þjóðverjinn skuli ekki vera sendur strax í afplánun refsingarinnar, þar sem hann er ekki borg- unarmaður fyrir sektinni og engin trygging hefur verið lögð fram. Hæsti- réttur á hins vegar eftir að dæma í málinu og að sögn Baldurs Möller ráðuneyt- isstjóra í dómsmálaráðu- neytinu er ekki hægt að fullnægja dómi,sem ekki er orðinn endanlegur. Varlahægt að gera út ■ „Mér líst illa á þetta. Það er ekkert hægt að gera þessi stóru skip út lengur," sagði Eggert Þorfinnsson skipstjóri á Hilmi SU 171, um þá ákvörðun sjávarútvegs- ráðherra að nota sömu kvótaskiptingu og í fyrra. Eggert sagði að honum hefði litist illa á þessa kvótaskiptingu strax í fyrra. Hann sagði að það hefði verið fluttur afli frá stóru bátunum á minni bátana. Kvótaskipting eins og nú hefur verið ákveðin felur í sér að % hlutum heildarafla verður skipt jafnt milli allra skipa en V5 eftir burðargetu skipanna. Heildarafli hefur verið á- kveðinn, til bráðabirgða 195.000 tonn á næstu vertíð. Reiknaðermeð að aflamörk yrðu endur- skoðuð eftir leiðangra Hafrannsóknarstofnunar í nóvember og október. Hilmir SU 171 ber 1300 tonn. Kvótinn yfir þann bát á síðustu vertíð var 14.000 tonn. Sagði Eggert að þeir hefðu auðveldlega getað fiskað meira. „Ég var ekkert hress með þetta þegar þetta var sett á,“ sagði Eggert. „Ef maður ber saman síðustu vertíðina með frjálsri veiði og þegar byrjað var að nota kvótann - aflann sem fékkst og svo kvótann - þá sér maður að það var fært talsvert frá stærri bát- unum til minni bátanna.“

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.