NT - 28.07.1984, Blaðsíða 1

NT - 28.07.1984, Blaðsíða 1
Ekki bein áhrif hér Rússar l&kka verð a°tíuum 1'5 dollara tunnuna ■ „Það hefur ekki bein áhrif á okkar olíuverð," sagði Vilhjálmur Jónsson, forstjóri Olíufélagsins, NT í gærkvöldi um fréttir af lækk- uðu verði á sovéskri hráolíu. „Okkar verð er miðað við verðskrá Rotterdam-markað- arins á unninni olíu. Þetta er verð á hráolíu sem þarna er að lækka. Ef það hefur áhrif á Rotterdammarkaðinn, þá hefur það að sjálfsögðu áhrif á olíuverð til okkar,“ sagði Vilhjámur. Sovétmenn tilkynntu í gær Iækkað verð á Ural-hráolíu. Nemur verðlækkunin 1.5 dollurum á tunnu, og tekur gildi næstkomandi miðviku- dag. I fréttaskeyti Reuters segir að lækkunin sé enn ein vís- bending unt verðstríð fram- leiðenda. Hlutabréf í breskum olíu- félögum féllu þegar fréttirnar bárust og enska pundið féll á mörkuðum. Breska olíufélagið BNOC hefur einnig verið undir þrýst- ingi um að lækka verð á Norðursjávarolíu sinni, sem nú er seíd á 27 dollara, en hið nýja verð Sovétmanna er 27.5 dollarar á tunnu. Sjá einnig frétt á bls. 32 Slæmar horfur í síldarsölumálum: S| ■ pl íll lirl kai rfi inn fyr ir síl Id lii nni? 'U Svo virðist nú geta farið að hinn aukni þrýstingur á karfa- sölu til Sovétríkjanna hafi skaðvænleg áhrif á sölu saltsíld- ar þangað. Horfur í síldarsölu- málum íslendinga munu þar á ofan vera lakari nú en nokkru sinni fyrr. Framboð á saltsíld er nú mun meira en eftirspurnin og verðið er í sumum tilvikum orðið allt að því helmingi lægra en það var fyrir tveimur árum. Sem kunnugt er hefur veiðst ntikið af karfa að undanförnu og eru nú til allmiklar birgðir í landinu. Töluvert hefur verið leitað eftir því að selja Sovét- mönnum meiri karfa en ráð var fyrir gert. Svo gæti þó farið að Sovétmenn vildu í staðinn draga nokkuð úr síldarkaupum sínum en Sovétríkin eru einmitt mikil- vægasti saltsíldarmarkaður okkar. Halldór Ásgrímsson, sjávar- útvegsráðherra, . staðfesti í samtali við NT í gær að rætt hefði verið um aukna karfasölu til Sovétríkjanna, en sagði hins vegar að hér væri um tvö aðskil- in mál að ræða og reynt yrði að halda þeim aðskildum. Halldór kvaðst þó einnig vilja taka fram að karfastofninn væri nú fremur ofveiddur heldur en hitt en það væri síldarstofninn ekki. Út frá því sjónarmiði mætti því segja að æskilegra væri að selja Sovétmönnum síld heldur en karfa. Gunnar Flóvenz, fram- kvæmdastjóri Síldarútvegs- nefndar, var í gær spurður um söluhorfurnar í ár. Hann sagði: „Undirbúningsviðræður hafa; þegar farið fram við kaupendur í öllum markaðslöndum en ekk- ert er farið að ræða ennþá um söluverð. Við væntum þess að formlegar samningaviðræður ■ Nú fyrir helgi kom lítill skammtur af fyrstu íslensku kartöflunum á þessu vori í versl- anir á höfuðborgarsvæðinu. í heildsölu kostuðu þær frá Græn- metisversluninni 41 krónu hvert kíló en þar sem NT drap niður fæti var álagningin búin að hífa það upp um rúm 38% í krónur 56,75 kílóið. Til samanburðar þá kosta innfluttar kartöflur út úr búð frá 20 krónum kílóið. Epli, appelsínur og aðrir inn- fluttir ávextir eru á verðinu frá 30 til 45 krónur. Kartöflurnar sem sendar voru fáeinum verslunum fyrir helgi voru úr Þykkvabæ og er von hefjist við Sovétmenn og kaup- endur í fleiri markaðslöndum í ágúst og þar til þær viðræður hafa farið fram, treysti ég mér ekki til að spá neinu um sölu- stærri sendingar þaðan nú á mánudag. Um er að ræða fljót- sprottið afbrigði, engu að síður voru kartöflurnar smáar en litu vel út. í þeirri sömu búð og NT leit á íslensku kartöflurnar kostuðu ítalskar frá Grænmetinu 25.54 krónur sem samsvarar 34% álagningu en þær kosta 19,04 í smásölu. Þá hefur Grænmet- isverslunin á boðstólunum þýsk- ar kartöflur á 18,86 krónur kílóið, frá Möltu á 20,94 og bökunarkartöflur á 18,66 krón- ur kílóið og er hér um heildsölu- verð að ræða í öllum tilfellum. Hjá heildsölufyrirtækinu Bön- magn eða verð.“ Þá var Gunnar spurður hvort hin aukna ásókn í karfasölu til Sovétríkjanna gæti hugsanlega komið til með að skaða síldar- önum er heildsöluverð 22 krón- ur fyrir kíló af ítölskum, 27,60 krónur ópakkaðar ísraelskar og bökunarkartöflur á 20.60. Þá flytja Hagkaup inn kartöflur fyrir eigin verslanir og cr smá- söluverð þeirra það ódýrasta sem NT hefur haft spurnir af, eða krónur 20,50 í smásölu. Það eru ítalskar kartöflur og flytur verslunin aðeins inn þessa einu tegund um þessar mundir. Þar eð kartöflur eru nær alls- staðaróverðmerktar í verslunum skal þess getið að frá Bönönum eru þær yfirleitt í netpokum eða lausar, frá Grænmetisverslun- inni í merktum bréfpokum og frá Hagkaupum í plastpokum. söluna. Þeirri spurningu kvaðst hann ekki treysta sér til að svara þar sem hann væri ekki nægilega kunnugur ástandinu í karfasölu- málurn. Heyi hent í stór- um stíl - sjá bis. 36 Ýtan rann 30 metra niður snar- bratta hlíð - sjá bls. 3 Skæruverk- fall hjá hár- greiðslu- nemum -sjáMs.4 Hafís hamlar enn skipum á siglingu - NT í ískönnunarflugi - sjá bls.4 Lungnakvef, niður- gangur og kynsjúkdómar - herja nú á Reykvíkinga, sjá bls. 3 Fasteigna- markaður NT ■ í fasteignamarkaði NT má nú fínna hundr- uð fasteignaauglýsinga, sem eru settar upp í aðgengilegu formi. Sjá sérstakan auglýsinga- kálf upp á 16 síður, sem byrjar á bls. 11. ■ Fyrstu íslensku kartöflurnar sáust í verslunum bæjarins nú fyrir helgi og eru vissulega girnilegri en þær útlensku. Kílóið kostar um og yfir 50 krónur en inni í Hagkaupum er hægt að fá kartöflur á 20 krónur og 50 aura sem er líka það ódýrasta sem NT hefur frétt af. nt mynd s»ernr Kartöflur: Nýjar íslenskar komnar í búðir Dýrari en epli og aðrir ávextir

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.