NT - 28.07.1984, Blaðsíða 5

NT - 28.07.1984, Blaðsíða 5
 ÍTir Laugardagur 28. júlí 1984 5 LL Fréttir Dreifing launa meðal ríkisstarfsmanna: Flestir eru í 14. og 18. launaflokkum Línurit 1 dreifing stöðugilda á laun ■ 9 af hverjum 10 ríkisstarfs- mönnum eru í 22. launaflokk eða neðar. Launin í 22. ifl. eru 22.543 kr. í fjórum neðstu launafl. eru 85 manneskjur (m.v. fullt starf) í 4. lfl. er kaupið 11.836 kr. í 5. lfl er 121 stöðugildi. 128 í þeim 6. Þar er kaupið í 3. þrepi 12.787 kr. Fjölmennustu launaflokkarnir eru þeir 14. og 18. Um 800 stöðugildi í hvorum um sig eða samtals um 17% opinberra starfsmanna. í 14. lfl. er kaupið f 3ja þrepi 16.968 kr. og í 18. 19.474 kr. Nokkurn veginn jafn margir eru í lfl. 1-16, eins og í lfl. 17-36. Á þessu launabili 14-18 eru fjölmennar stéttir eins og kenn- arar og hjúkrunarfræðingar. ■ Á þessu súluriti sést hvernig ríkisstarfsmenn dreifast á launa- flokka. Flestir eru í flokkum 14. og 18. Miðlínan liggur um milli 16. og 18. flokks. Það eru líka manneskjur í fyrstu fjórum flokkunum. í 1. flokki 3ja þrepi eru launin 11.056 og í 4. Ifl. fær litli maðurinn 11.836 krónur. Skýrsla umferðarráðs: Átta dauða- slysá hálfu ári ■ Alls hafa átta manns látið lífið af völdum um- ferðarslysa og þrjúhundruð slasast á landinu frá ára- mótum og fram í júní, samkvæmt upplýsingum umferðaráðs. Þar af hafa 160 hlotið alvarleg meiðsl. Flest hafa slysin orðið í Reykjavík (1342) þar af eitt dauðaslys og Hafnar- firði (313) þar af tvö dauðaslys. Fimm dauða- slys hafa orðið í Húna- vatnssýslu og annað eins í Gullbringusýslu, og þrjú banaslys hafa orðið á ísa- firði. í þéttbýli urðu 166 slys en voru 153 á sama tíma í fyrra. í dreifbýli urðu 58 slys en voru 57 í fyrra á sama tíma. Vandi útgerðarinnar: Ákvörðunin eftir helgi -er aðeins hluti af almennum tillögum í peningamálum „Það er verið að vinna að tillögum í peningamálum og vandamál útgerðarinnar tengj- ast því. Ákvarðanir verða vænt- anlega teknar á ríkisstjórnar- fundi á mánudag, þriðjudag“ sagði Halldór Ásgrímsson sjáv- arútvegsráðherra, sem nú gegn- ir einnig störfum forsætisráð- herra í viðtali við NT. Skv. heimiidum NT hefur Halldór fyrir nokkru lagt fram mótaðar tillögur um lausn á vanda útgerðarinnar og hafa þær verið ræddar í herbúðum stjórnarliða undanfarna daga. Meðal annars hefur verið á dagskrá að fella niður gjöld af útgerðinni t.d. gjöld af olíu og af aðföngum, sem nú renna til ríkisins. Þá er rætt um það að láta gengið síga innan þess ramma sem ákveðinn hefur verið, en það er um 3% til næstu áramóta, og rætt hefur verið um það að verja 300-600 milljónum króna til að breyta lausa- skuldum útgerðarinnar í lán til lengri tíma. Almennt eru stjórnarliðar andsnúnir því að fella gengið meira en að ofan segir og að taka upp beinar niðurgreiðslur til útgerðarinnar. Launaflokkar: (3. þrep) 01 11.056 19 20.158 02 11.227 20 20.925 03 11.460 21 21.717 04 11.836 22 22.543 05 12.460 23 23.398 06 12.787 24 24.288 07 13.214 25 25.213 08 13.743 26 25.996 09 14.283 27 26.796 10 14.681 28 27.631 11 15.311 29 28.489 12 15.843 30 29.371 13 16.398 31 30.281 14 16.968 32 31.220 15 17.566 33 32.191 16 18.171 34 33.189 17 18.821 35 34.219 18 19.474 36 35.278 Launaflokkur Slw S3.S* .9 .6 17Q | is.ss' 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 0*3 Göngu og hlaupaskór Basket Super, þrælsterkir uppháir skór. St. 6—101/2. Kr. 2180,- Sportvöruvers/un Póstsendum /ngó/fs Óskarssonar auðvitl^/' Klapparstig 44 — simi 1033C — 11783 PP’Tiil Þú færö gjaldeyrinn í utanlandsfierðina hjá okkur. Ef eitthvað er eftir þegar heim kemur er tilvalið að opna gjaldeyrisreikning og geyma afganginn á vöxtum til seinni tíma. Iðnaðarbankínn Aðalbanki og öll útibú.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.