NT - 28.07.1984, Blaðsíða 25

NT - 28.07.1984, Blaðsíða 25
Fasteignaskrain 1. TBL. 1. ÁRG. ÚTGEFANDI FASTEIGNASALAN ANPRO. RITSTJÓHI SNORRI F. WELDING (ÁBM.) Hvers vegna ný fasteignaskrá? Viö hjá ANPRO erum ung og vaxandi fasteignasala, sem er reiöubúin aö veita þér alhliða þjónustu viö kaup og sölu fasteigna, þegar þér hentar og sam- kvæmt þínum þörfum. Til þess að geta veitt þér, sem besta þjónustu telj- um viö nauðsynlegt aö gefa út með ákveönu millibili, skrá yfir þær fast- eignir, sem viö höfum til sölu eöa í skiptum fyrir aðrar eignir. Jafnframt birtum viö í dálknum SNORRI, SÆVAR, BIRNA, ÁRNI \/in PDIIM WFDMA „Láttu okkur leita“ upplýs- ingar um þær eignir, sem okkur vantar á skrá fyrir færa þér í nyt þessa nýju þjónustu okkar. Fasteignaskrá Anpro. Vísir að stærra og merkara upplýsingariti fyrir markaðinn. Rættvið Snorra Weld* inghjáAnpro um fast- eignavið- skipti og fleira „Þarfir markaðarins að breytast“ ■ Faseignasalan ANPRO er ung og vaxandi fasteignasala sem stefnir að því að veita viðskiptavinum sínum alhliða þjónustu við kaup og sölu fasteigna, „þegar þér hentar og samkvæmt þínum þörfum“ eins og það er orðað. Meðal nýjunga sem Anpro býður uppá er fasteignaskrá, sem þeir gefa út, og eins hafa þeir verið meðal fyrstu fasteignasala til að bjóða betri kjör en almennt gerist og gengur á markaðnum í dae. NT fór á fund Snorra F. Welding frkv.stjóra lAnpro til að kynna sér í hverju þessar nýjungar felast. „Við stöndum núna frammi fyrir því að það hefur aldrei verið jafn mikið af ungu fólki sem þarf að kaupa þak yfir höfuðið á sér. Lánasjóðirnir, húsnæðiskerfið og lífeyrissjóð- irnir hafa ekki bolmagn til að lána þessu fólki fyrir 75% út- borgun. Pað er gífurlegt fram- boð af eignum og besta og stysta leiðin til að hjálpa þessu unga fólki er að lækka útborg- anir og létta þar með þrýstingi af hinu opinbera kerfi.“ - Er vilji fyrir því á mark- aðnum? „Pað hefur verið lítil sala undanfarna 2 mánuði. Góðar eignir hafa verið á sölu en seljast ekki. Eigendur þessara eigna eru tilbúnir til að taka lækkaða útborgun, ef þeir fá sjálfir svipuð kjör við kaup. Núna hafa 7-10 fasteignasölur boðið eignir með lækkaðri út- borgun í auglýsingum sínum og þeim fer fjölgandi. Pað má ætla að þessar fasteignasölur bjóði milli 700-1000 eignir af þeim sem eru á söluskrá í dag. Það sem við hjá Anpro erum að gera með okkar auglýsing- um er að túlka þau viðbrögð sem við höfum orðið varir við á markaðnum. Við stjórnum honum ekki.“ - Hvað vinnst með lækkaðri útborgun? „Það sem vinnst ef útborgun lækkar er að stór hópur af ungu fólki, sem núna kemst ekki inná markaðinn vegna fjárskorts, getur ekki bara keypt 2 herbergja íbúð, heldur jafnvel 3 herbergja á sann- gjörnu verði. Samtímis er hægt að mæta þörfum þeirra sem vilja selja stærri eignir í miklu ríkara mæli.“ Aukafjármagn - Hvað þýðir þetta í fjár- magnsaukningu á markaðn- um? „Markaðurinn veltir ca 6 milljörðum króna á ári í heild- arverði og við erum e.t.v. að tala um að finna aukafjármagn uppá einn milljarð, til þess að fjármagna þessi kaup. Það eru þá seljendur sem lána kaup- endum þessa fjármuni með lægri útborgunum og lengri lánakjörum, sem auðvitað eru að fullu verðtryggð. Það má einnig geta þess að fólk er í auknum mæli að yfirtaka verð- tryggðar skuldbindingar í við- skiptum almennt og það er rökrétt þróun í fasteignavið- skiptum að eftirstöðvarnar séu verðtryggðar og lánatímabilið lengist eitthvað til samræmis við það, t.d. j 6-8 ár.“ - Er vilji meðal fasteigna- sala fyrir þessu? „Það er greinilegur vilji til að lækka útborgun og bæta kjörin, enda eru forsendurnar fyrir hendi. Það eru allir fast- eignasalar sammála um að þetta þurfi að gerast en ég vil taka það fram að við fasteigna- sölurnar stjórnum því ekki. Það gerir framboð og eftir- spurn á markaðnum." - Ertu bjartsýnn á að þessi kjör haldist í framtíðinni? „Aðstæðurnar fyrir. þessa lækkun hafa verið að skapast á undanförnum mánuðum, en hvort framhald verður þar á, byggist allt á því hvort efna- hagsráðstafanir ríkisstjórnar- innar bera árangur og verðlag haldist stöðugt og verðbólga vaxi ekki. Haustið hefur allt að segja, því um leiðog sýnt þykir að verðbólga sé að fara úr böndunum, þá fáum við aftur fyrri kjör, háa útborgun og stuttan greiðslutíma með háum vöxtum." - Hefur eftirspurn aukist eftir að þið fóruð að auglýsa þessi nýju kjör? „Við höfum fengið stór- auknar fyrirspurnir frá ungu fólki sem er að kaupa í fyrsta sinn og útborgunin liggur á bilinu milli 50 og 70%. Eins og staðan er nú er það elsta hús- ■ Snorri Welding næðið sem er selt með 50% útborgun en hlutfallið hækkar eftir því sem eftirspurnin er meiri og húsnæðið yngra.“ Upplýsingaþjóðfélagið - Þið auglýsið alhliða þjón- ustu. Hvað felst í því? „Það þarf að skapa traust á markaðnum og veita miklu víðfemðari ráðgjöf en verið hefur. Eðli fasteignaviðskipta hefur breyst og fólk þarfnast miklu meiri ráðgjafar í við- skiptum sínum. Samtímis þessu er gildismat að breytast og það finnast fleiri valkostir í fjárfestingum, og flestir betri, en kaup á fasteign. Einingahús hafa komið til sögunnar á síðustu árum og samfara nægu framboði á lóðum skapa þau ný viðhorf. Fólk vill fá meiri upp- lýsingar um viðhald og verð- gildi eigna, afföll af verð- bréfum, sölumöguleika og ann- að í þeim dúr. Þarfir markað- arins eru að breytast og það þarf að taka tillit til þess. Þessir nýju viðskiptahættir eru að finna sér farveg, verðbréfa- markaður er í mótum og það er tímabært að setja löggjöf þar um, eins og verið er að gera með fasteignamarkað- Verðbréfamarkaður - Eruð þið hjá Anpro með eitthvað nýtt á prjónunum? „Við munum á næstunni opna verðbréfamarkað til að mæta þessari þörf þar sem veittar verða upplýsingar um alla þætti er að markaðnum snúa. Þetta er í samræmi við það sem hefur verið að gerast víða erlendis. Aukningin í viðskiptum eröll í miðlun upp- lýsinga og viðskiptum með þær. Ætlum við að gefa út á næstunni blað, sem verður eins. konar framhald af Fasteigna-j skránni okkar, og verður því; dreift í 30-40 þúsund eintökum,- Þar verður að finna áreiðanlegar- upplýsingar í vel uppsettu, les- hæfu formi, sem fljótlegt er að kynna sér. Fram að þessu hefur verið skortur á slíku og því fagna ég þessari tilraun NT til að mæta þörfum fasteigna- markaðarins og þá um leið að mæta þörfum lesenda sinna.“ Þér bjóðast betri kjör, betri en þú hyggur! Nú er lækkandi útborgun, því bjóðum við eignir með hagkvæmari greiðslutilhögun en verið hefur. Hringdu því strax - og láttu okkur leita. Hátún 2ja herb. íbúð miðsvæðis í bænum. Verð 1.000.000.- ef um staðgreiðslu er að ræða þá 750.000,- Grænakinn Hfn. 3ja herb. jarðhæð í góðu standi, sérinngangur, gróið rólegt hverfi. Verð 1.650 þús. 60% útborgun. Krummahólar 107 fm 3ja herb. íbúð á 2. hæð, rúmgóð, vandaðar innréttingar, suðursvalir, góð leikaðstaða fyrir börn. Verð 1.850 þús. 60% útborgun. Barmahlíð 3jaherb. kjallaraíbúð, laus strax. 60% útborgun Reykás 3ja herb. íbúð í byggingu, bein ákveðin sala eða í skiptum fyrir 2-3ja herb. íbúð. 60% útborguri ef um beina sölu ér að ræða. j % . Vallarbraut I, 3ja herb. íbúð á 1. hæð í fjórbýli, rúmgóð og björt íbúð, suðursvalir. Verð 1.700-1.800 þús. 60% útborgun. V.esttirbærjiP^' Sérhæð á góðum stað í gamla-vesturbænum, 150 fm 4 svefnherb., góð stofa. Verð 2.8-2.9 millj. 60% útborgun. Efra-Breiðholt, Penthouse 163 fm á tveimur hæðum 6.-7. hæð, 2 herb. og bað á neðri hæð, frábært útsýni, stórar norður- og suðursvalir, 4 svefnherb. vandaðar innréttingar úr eik, þvottahús og búr í íbúðinni, ný teppi, gott skápapláss, frystihólf, bílskýli, verð 2,8-2.9 millj. Greiðslukjör 50% útb. eftirstöðvar verðtryggðar. Skipasund Neðri sérhæð í eldra húsi, vel með farin eign, bílskúrsréttur, stærð 97 fm verð 1.600 þús. Útborgun 50-60%. Þingholt 137fmefsta hæð, 4 svefnherbergi, góðarsvalir og mjög gott útsýni, vandaðar innréttingar, parKet, þvottahús inn af eldhúsi, tvofalt verksm.gler, Danfosskerfi. Skipti á minni sérhæð í sama hveríi. Verð 2.700 þús. 60% i Ijr ,*|ÍP un. Gunnarssund Hfn. 80-100 fm lítið einbýli á 2 hæðum. 1-2 svefnherbergi, eldhús nýinnréttað. Verð 1.500-1.600 þús. Bráðræðisholt Lítið tvílyft timburhús ca. 80-90 fm 2 herbergi uppi, stofa, eldhús og herbergi niðri. Verð 1.650 þús. 50% útborgun, eftirstöðvar á 6-8 árum. Hverfisgata Lítið einbýli, nýtt gler og gluggar, klætt utan, stærð ca. 70 fm. Verð 1.200þús. 40% útborgun. 170 fm, 3 svefnherb. og stórstofa, mjög vandað hus á tveimur hæðum, bílskúr. Verð 4.500 þús. - /orum að fá í sölu stórglæsilegt einbýli. 5-6 I n svefnherbergi, stórt eldhús, 2 stofur og blómaskáli, þvottahús með innréttingum og vinnuherbergi, 2 baðherbergi og gestasnyrting, tvöfaldur bílskúr og bílskýli. Verð 6.5-7.0 millj. Símar: 687520 687521 39424, Fasteignasaias Leitarpjónusta Bolholti 6 4 hæö

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.