NT - 28.07.1984, Blaðsíða 2

NT - 28.07.1984, Blaðsíða 2
Laugardagur 28. júlí 1984 2 Gengislækkun og vaxtahækkun: „Fljótlegur bana- biti útgerðarinnar11 Segir Hjálmar Gunnarsson, útgerðarmaður í Grundarfirði ■ „Ég veit ait menn eru m.a. að tala um gengislxkkun og vaxtahækkun. En ég tel það liggja á borðinu að það yrði fljótlegur banabiti útgerðarinn- ar. Með gengislxkkun hxkka öll aðföngin, olían, veiðarfxrin, tryggingarnar og fleira og með vaxtahxkkun í kjölfarið spring- ur þetta endanlega", sagði Hjálmar Gunnarsson, útgerð- armaður í Grundarfírði í samtali við NT í gær. í Grundarfirði hófust sumarfrí sjómanna s.l. þriðjudag meö því að þeir lónduðu 360 tonnum af fiski úr skipum á staönum. „Pegar aflinn hefur verið unninn fær verkafójk 3 vikna sumarfrí - enda vcl að því komið þar sem slcitulaus vinna hcfur verið hcr viö fiskvinnslu síðan í janúar - unniö alla daga frá kl. 6 að morgni nema 2 laugardaga", sagði Hjálmar. „Nei, við erum ckki að stræka á einn nc neinn - heldur hreinlega að gefa sjó- mönnum og landverkafólki sumarfrí eftir geysilegt vinnu- álag það sem af er árinu. Árum saman hefur ekki verið framleitt meira hcr í Grundarfirði en nú“, sagði Hjálmar. Nýtt íslenskt snjóbræðslukerfi KÓBRA Við höfum snjóbræðslurörin Við höfum tækniþekkinguna Við leggjum kerfið Við gerum heildartilboð í efni og Iögn Við höfum lægsta verðið Opið laugardag Pípulagnir sf. Kópavogur - sími 77400. Skemmuvegur 26 L (bak við Stórmarkaðinn) Blaðberar óskast fyrir eftirtaldar götur Sólvallagötu Ásvallagötu Vesturvallagötu Grjótagötu Suðurgötu Tjarnargötu Vesturgötu Ránargötu Tryggvagötu Bakkastíg Rauðarárstíg Háteigsveg Síðumúla 15 sími: 686300 Ekki taldi hann að margir Grúndfirðingar færu að heiman í sumarfríinu - nema hvað nokkrir ætluðu í Kerlingarfjöll á skíði. Margir hafi fengið skíða- hakteríuna þegar lyfta var reist í Grundarfirði s.l. veturog langi nú aðCndrnýja kunnáttuna. Um utanferðir væri hins vegar ekki mikið að ræða. „Ég held að fólk ætli hreinlega að vera heima og hvíla sig, enda þarf það þess." Hjálmar lét vel af afla- brögðum. Togarinn Sigurfari II hafði landað 175 tonnum s.l. þriðjudag og hafði þá 2.400 tonn frá áramótum. mikið sé því farið að saxast kvótann, þannig aö menn verði að fara að huga að sér. „Reynd- ar verðum við að treysta á það að fá einhvern viðbótarkvóta að sumarfríum loknum," sagði Hjálmar. Ekki hefur sólskinið laðað fólk út úr frystihúsunum að undanförnu. Hjálmar sagði að ekki hefði sést til sólar í Grundar- firði í þrjár vikur samfleytt - heldur verið stöðug suðlæg áti nteð úrkomu og þoku. Gras- spretta í sveitinni er hins vegai geysimikil, en mönnunt hefui gengið heyskapurinn misjafn- lega - sumum vel, en öðrum miður. ■ í Grundarfírði hefur verið sleitulaus vinna 6 daga vikunnar frá kl. 6 á morgnana nema hvað frí hefur gefíst 2 laugardaga. Fólk er því vel komið að 3 vikna sumarfríum sem nú eru að hefjast á skipum og í fískvinnslu. Stórliðin í sömu deild? ■ Knattspyrnumennirnir í Hildibrandi í Vestmannaeyj- um eru vinsælir í Eyjum fyrir skringileg og skondin uppá- tæki í kringum keppnina í 4. deildinni í knattspyrnu. Þar nægir að nefna klæðnað liðsins, hálfsíðar buxur og nærbuxnableikar treyjur, auk vörubílspallaflutnings á völlinn, vélhjólaskrúðakstur, hljómsveitarleiks fyrir leik og í hléi og svo mætti lengi telja. Er nú svo komið að Hildi- brandar fá ékki færri áhorf- endur í Eyjum en sjálfar knatt- spyrnuhetjur staðarins, ÍBV. Eyjamenn hafa einnig tekið eftir því, að Hildibrandarnir standa sig vel í leikjum, eru nú efstir í B-riðli 4. deildar, og stefna hraðbyri á úrslitakeppni og jafnvel sæti í 3. deild. Hins vegar hefur ÍB V gengið heldur illá í 2. deildarkeppninni fram undir þetta. Höfðu menn á orði lengi fram eftir sumri í Eyjum, að líklegast mundu stórliðin tvö ÍBV og Hildi- brandur, mætast í 3. deildinni að ári. Augnablikið byrjaði ■ Og úr því farið var að tala um Hildibranda, er ekki úr yegi að geta þess að upphafs- menn að skringilegum upp- átækjum í kringum fjórðu- deildarleiki voru piltar í Kópavogi, flestir ættaðir úr Breiðabliki. Stofnuðu þeir fé- lag sem nefnt'var Augnablik. Þegar á leið fóru skringileg uppátæki að skjóta upp kollin- um, sérstaklega á keppnis- tímabilinu 1983. Þá fóru Augnabliksmenn hópreiðir á Trabantbílum sínum og Jónas- ar vallarstjóra til leiks, fóru á útileiki á svörtum límosínum, mættu á síðustu stundu og þannig má lengi telja, jafnvel í sjálfstæðum dropum. — í sumar hafa Augnabliksmenn liins vegar látið lítið á sér bera og segir einn heimildarmanna Dropateljara í félaginu það vera vegna þess að Augna- bliksmenn hafi einbeitt sér að hinu innra starfi, farið í úti- legur og skemmtiferðir saman, haldið sjálfum sér veislur o.s.frv. Hildibrandarnir skutu svo upp kollinum í vor, og nú hefur verið ráðgerð viðureign félaganna í hálfleik í leik Breiðabliks og Þórs frá Akur- eyri í Kópavogi í dag. Hvaða lið? Eitt sinn er dregið var íBik- arkeppni Knattspyrnusam- bands íslands hringdi þjálfari eins annarrardeildarliðsins til skrifstofu Kiiattspyrnusam- bandsins og spurði hvaða lið hans lið hefði fengið í fyrstu umferð. „Augnablik", sagði sá sem svaraði á skrifstofunni, æ>g lagði á. Þjálfarinn beið ■lengi uns hann gerði sér grein fyrir því að enginn var í símanum lengurc Hann hringdi því aftur og allt fór á sömu leið. Hann hringdi því í þriðja sinn og hóf mál sitt á svofelldum orðum: Hvurn andsk... á það að þýða að afgreiða mann með því að segja alltaí augnablik og skella svo á??? - Misskilninginn tókst að leiðrétta um síðir. Fyrirlidinn fangelsaður ■ Enn af Augnabliki. Eitt sinn er Augnablik átti heima- leik vildi svo til er dómarinn var að heilsa fyrirliðum lið- anna í upphafi leiks, að tveir einkennisklæddir lögreglu- menn komu, tóku fyrirliðann fastann og fóru með hann. Voru bæði dómarinn, leik- menn og áhorfendur klumsa yfir aðförunum, og ekkert annað fyrir Augnabliksmenn að gera en að skipta nýjum leikmanni inn á og skipa nýjan fyrirliöa. Síðar komst upp um strák- inn Tuma, því Áugnabliks- menn höfðu sjálfir fundið upp á-þessu, fengið lánaða lög- reglubúninga og framkvæmt allt saman.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.