NT - 29.07.1984, Síða 11
Sunnudagur 29. júlí 1984 11
Guinea-Bissau:
„BONDIER BUSTOLPI
Landbúnaðaríramleiðslan er forsenda sjálfstæðis
■ I vestur Afríku er lítið land
sem ber nafnið Guinea-Bissau.
Nánar tiltekið liggur iandið að
Senegal í norðri en í suðri og
austri á það landamæri að
Alþýðulýðveldinu Guinea,
sem stundum er einnig nefnt
Guinea Gonakry. í Guinea-
Bissau starfa tveir íslendingar,
þau Jónína Einarsdóttir og
Geir Gunnarsson. Þau komu
til íslands fyrir skömmu í stutta
heimsókn og hittum við þau að
máli. Jónína er efnafræðingui
og vinnur við kennslustörf þai
syðra en Geir vinnur við lækn-
is- og heilbrigðismál en hann
er læknir að mennt.
Við báðum þau að segja
okkur örlítið frá þessu fjarlæga
landi og því fólki sem þar býr.
Geir fræddi okkur á því að í
Guinea-Bissau byggju um 830
þúsund manns sem skiptust á
milli 15 til 20 ættflokka. Þetta
fólk talar mismunandi tungu-
mál en marga ættflokkana er
að finna víðar í vestur Afríku.
Landið er þó ekki nema u.þ.b.
þriðjungur af fslandi hvað flat-
armál snertir. Stærsti ættflokk-
urinn í Guinea-Bissau er Bal-
anta en rúmlega tveir þriðju
landsmanna tilheyra þessum
ættflokk. Síðan er líka mikið
af Fúla fólki og Mandinka en
báðir þessir ættflokkar eru
mjög stórir og þá er að finna
víða í vestur Afríku. Borgar-
myndun er lítil í landinu, það
er að vísu höfuðborgin Bissau
-en þar búa upp undir 10 þús-
und manns. Landið var áður
portugölsk nýlenda en Portu-
galir voru aðallega í höfuð-
borginni og þeir munu ekki
hafa breytt eignar- og fram-
leiðsluháttum í landinu svo
neinu nemi og þannighefur
hefðbundið mannlíf viðhaldist
betur í Guinea-Bissau en í
ýmsum öðrum löndum vestur
Afríku. Það má t.d. benda á
það að þarna er meira um svo
kölluð heiðin trúarbrögð eða
animisma en víða annars
staðar. Portugalir lögðu þó
skatta á landsmenn sem greið-
ast skyldu í peningum. Til að
afla sér þessara peninga neydd-
ust bændur til að auka ræictun
jarðhneta en Portugalir sóttust
mjög eftir þeim. Af þessum
sökum var farið að rækta hnet-
ur í miklum mæli og þá aðal-
lega til útflutnings en sá galli er
á gjöf Njarðar að jarðhnetur
sjúga úr jörðu mikið af efnum
en gefa lítið til baka.
„Það má því segja að stærsti
hluti landsmanna sé bændur
og það er hinn svokallaði
sjálfsþurftarbúskapur sem
aðallega er stundaður", það er
Jónína sem hefur orðið. „Fólk
lifir á því sem landið gefur og
er tiltölulega lítið háð umheim-
inum. Veðurlag er heitt og
rakt og jörðin er mjög frjósöm
og hentug til allrar ræktunar.
Hæsti hluti landsins er ekki
nema 200 metra yfir sjávarmáli
og þar sem landið er svo láglent
þá gætir sjávarfalla mikið. Stór
fljót sem eru full af fiski renna
um Guinea frá austri til vesturs
og er Corrubal þeirra stærst.
Þessi fljót eins og svo mörg
önnur í vestur Afríku, eiga
upptök sín í Fouta Djalon
fjöllunum sem eru þar sem nú
kallast Alþýðulýðveldið Guin-
ea.
Stjórnvöld í Guinea-Bissau
hafa á undanförnum árum lagt
höfuðáherslu á landbúnað.
Helsta og mikilvægasta afurðin
■ „Börnin eru blóm bylting-
arinnar,“ segir Amilcar Cabrai
en hann er frelsishetja ibúa
Guinea-Bissau. Á árunum
1963 til 1974 áttu íbúar Guin-
ea-Bissau í stríöi viö Portúgali.
Barátta þess er af mörgum
talin eins konar fyrirmynd að
þeirri byltingu sem síðar var
gerð í Portúgal.
hið svo kallaða kreol sem er
það tungumál sem fólk af nris-
munandi ættflokkum talar sín
á milli. Fólkið er mjög aðlað-
andi og skemmtilegt. Maður
verður mikið var við hjálpsemi
og okkur hefur verið mjög vel
tekið og við höfum eignast
marga góða vini."
Geir er hins vegar að vinna
við mæðra- og barnaheilsu-
gæslu, bæði á heilsugæslu-
stöðvum í höfuðborginni og
svo að ýmsum verkefnum úti í
sveitum landsins. Þetta eru
mikið almennar lækningar og
svo forvarnarstarf ýmiss
konar. Hannhefureinnigfeng-
ist við kennslu eins og Jónína.
„Ég vinn aðallega með börn og
mæður þeirra og inn í þetta
koma bólusetningar og verk-
efni tengd næringarmálum og
brjóstagjöf."
„Börnin eru blórn byltingar-
innar eins og Amilcar Cabral
segir en hann er Jón forseti
þeirra Guineumanna", bætir
Geir við brosandi.
Um leið og við kveðjum þau
Geir og Jónínu óskum við
þeint velfarnaðar í starfi sínu
og biðjum þau fyrir góðar
kveðjur til Guinea-Bissau.
- J.Á.Þ.
■ Hrísgrjón eru aðaluppi-
staðan í fxðu landsmanna.
Ræktunin er mjög háð úrkomu
en á undnförnum árum hafa
þurrkar gert mönnum erfitt
fyrir í Guinea-Bissau eins og
víðar í Afríku.
■ Cassava er mikilvægur rót-
arávöxtur sem mikið er rækt-
aður í Guinea-Bissau. Börn og
gamalmenni hjálpast hér að
við uppskeruna.
er hrísgrjón enda eru þau
aðalfæða landsmanna. Má því
segja sem svo að enginn sé
maturinn ef ekki eru til
hrísgrjón. Landið varáðurfyrr
algjörlega sjálfu sér nægt í
hrísgrjónaframleiðslunni, en
vegna minnkandi úrkomu og
svo vegna margvíslegra afleið-
inga frelsisstríðsins á árunum
1963 til 1974 hefur landið orðið
að þiggja gjafahrísgrjón frá
ýmsum löndum s.s. Japan,
Kína, Bandaríkjunum og ítal-
íu. Horfur eru þó góðar á því
að landið verði sjálfu sér nægt
í hrísgrjónaframleiðslunni á
komandi árum.
Aðrar afurðir bænda eru,
auk hrísgrjóna, maís, jarð-
hnetur og svo cassava sem er
sterkur og þolinn rótarávöxtur
sem helst líkist kartöflum. Af
þessum tegundum eru jarð-
hneturnar eins og áður segir
mikilvægasta útflutningsafurð-
in og gefa um 65 prósent alls
gjaldeyris landsmanna.
Öll landbúnaðarvinna í Gu-
inea-Bissau er unninn á mjög
hefðbundinn hátt, með hand-
afli einu saman án hjálpar véla
eða dráttardýra. Slík vinna er
erfið í brennandi hita og raka.
Karlmennirnir annast venju-
legan undirbúning akursins
fyrir sáningu en síðan taka
kónurnar við með sáningu
■ Jónína Einarsdóttir og Geir Gunnlaugsson hafa dvalist
undanfarin tvö ár í Guinea-Bissau. Blm. Helgarblaðsins ræddi
við þau eru þau voru hér á ferð fyrir skömmu.
hans og uppskeru.
Þau Geir og Jónína voru
sammála um að vélvæðing
landbúnaðarins væri tak-
mörkuð blessun fyrir land eins
og Guinea-Bissau, alla vega
eins og málum er háttað í dag.
Slíkt kallar á stóraukinn inn-
flutning véla, varahluta og
eldsneytis sem að sjálfsögðu
verður að greiða, en gjaldeyr-
isforði landsmanna er mjög
takmarkaður, svo vægt sé til
orða tekið. Mikilvægast er að
auka landbúnaðarframleiðsl-
una og létta störfin með tiltölu-
lega einfaldri tækni sem byggir
á þeim möguleikum sem fyrir
hendi eru.
Stjórnvöld í Guinea-Bissau
hafa á undanförnum árum lagt
höfuðáherslu á landbúnað og
svo virðist sem að sú stefna sé
að bera nokkurn árangur. Fá-
tækt er að sjálfsögðu mikil en
skuggahliðar iðnvæðingarinn-
ar eru þó minna áberandi í
þessu landi en víða í Afríku.
Þéttbýlismyndun hefur t.d.
ekki orðið eins mikil og sums
staðar í álfunni og það hefur
komið í veg fyrir atvinnuleysi.
Þau Jónína og Geir hafa
búið í höfuðborginni Bissau
s.l. tvö ár. Eins og áður segir
vinnur Jónína sem kennari og
við spurðum hana hvernig
starfi hennar væri háttað.
„Ég kenni í hjúkrunarskól-
anum og svo er ég yfirkennari
lítils hóps meinatækna. Nem-
endurnir eru á aldrinum 18 til
25 ára og þeir eru mjög áhuga-
samir. Námið fer fram á portu-
gölsku en það er ríkismál.
Síðan kemur annað mál sem er
■ Mikil fljót renna um landið frá austri til vesturs. Fljótin eru
full af fiski og er fiskurinn kærkomin búbót. Vegna þess hve
landið er láglent, gætir sjávarfalla langt inn í landið en það hefur
erfiðleika í för með sér þar sem salt vatn flæðir inn á land sem
annars væri gjöfult til ræktunar.