NT - 13.08.1984, Blaðsíða 7

NT - 13.08.1984, Blaðsíða 7
Greinaflokkur í Læknabladinu: „Frjáls“ gleraugnasala hættuleg glákumyndun -Salan í Hagkaupum áratuga skref aftur í tímann, segir Guðmundur Björnsson prófessor í augnlækningum ■ I Hagkaupum mátar þú gleraugun sjalfur og augnlæknirinn kemur hvergi nærri. Með því er rofin sú trygging sem áður var fyrir því að hægt væri að komast fyrir gláku og sykursýki á byrjunarstigi hjá þeim sem komnir eru á miðjan aldur. NT-mynd: Árni Bjama ■ „Það gildir um hægfara gláku að þeim mun seinna sem hún uppgötvast þeim mun erfiðara er að halda henni í skefjum. Þeir sem kaupa sér gler- augu án þess að fara til augnlæknis geta gengið með sjúkdóminn þangað til skaðinn er skeður“ sagði Guð- mundur Björnsson prófessor í augn- lækningum en um þessar mundir birtir Læknablaðið athyglisverða rit- röð eftir hann og tvo aðra sérfræðinga um gláku könnun. Það kemur meðal annars fram að forvarnarstarf gegn gláku er háð því að allir, sem komnir eru á miðjan aldur, komi einhvern tíma til augnlæknis þannig að hægt sé að framkvæma glákuskoðun á við- komandi. Fram til þessa hefur svo verið á íslandi og rannsóknir Guð- mundar sýna að þess vegna hefur verið mun minna um leynda gláku hérlendis en í þeim löndum þar sem menn kaupa gleraugu í verslunum án augnskoðunar áður. Optikerar hér heima selja ekki gleraugu án tilvísun- ar frá augnlækni. Eins og kunnugt er af fréttum hafa síðustu misseri verið seld gleraugu í Hagkaupum án tilvísunar. Kaupend- urnir eru að sögn verslunarstjóra fyrst og fremst eldra fólk en því er hættast við gláku sem getur á nokkr- um árum leitt til mjög alvarlegrar sjóndepru og jafnvel blindu án þess að sjúklingurinn verði þess nokkuð var fyrr en um seinan. Kannanir leiða í Ijós að 3 til 4% þeirra sem komnir eru yfir fimmtugt fái sjúkdóminn. Bannað - ekki stöðvað Sama gildir um sykursýki að hún getur leynst mjög vel en hefur oft uppgötvast við augnskoðun og hef- ur sjóndepra af völdum sykursýki aukist mjög á undanförnum árum. Þessir sjúkdómar eiga það sameigin- legt að geta dulist lengi þar til í óefni er komið. I vor samþykkti Alþingi lög sem banna sölu gíeraugna án tilvísunar læknis en enn sem komið er hefur heilbrigðisráðherra ekkert aðhafst til þess að stöðva umrædda sölu. Að sögn ráðuneytisstjóra er málið enn í athugun. „Þetta er spor aftur á bak, marga, marga áratugi aftur í tímann“, sagði Guðmundur Björnsson augn- læknir þegar NT bar undir hann gleraugnasöluna í Hagkaupum. „Fyrst á öldinni var þetta hægt, að ganga bara inn í apótek og kaupa sér gleraugu, en þá var blinda vegna gláku líka miklu algengari, jafnvel þó glákan sjálf væri ekkert algeng- ari“. Leynist sársaukalaust Þrátt fyrir að glákan leynist afskap- lega vel vinnur sjúkdómurinn jafnt og þétt að því að þrengja sjónsvið við- komandi. Þessu fylgir enginn sársauki og lestrarsjón (sjónin beint fram) helst ósködduð. „Halda sjúklingar því oft skörpu sjóninni, þar til sjúk- dómurinn er langt genginn og hliðar- sjónin að mestu horfin. Að lokum hverfur einnig skarpa sjónin þannig • að augað verður alblint. Oft er annað augað nánast blint og hitt með byrj- andi giákuskemmdir, þegar til læknis er leitað.“ Þannig segir í inngangs- kafla Guðmundar að greinarflokki sem hann og tveir aðrir sérfræðingar standa að (Leturbr. NTf Þá segir í niðurlagi greinarinnar um samanburð á gláku hérlendis og í nágrannalöndum okkar: „Af framan- sögðu má ætla að algengi hægfara gláku hér á landi sé svipuð og í grannlöndum okkar en að færri gangi með leynda gláku hérlendis en þar í landi sem gleraugnafræðingar annast gleraugnamátun“. Nokkrum línum fyrr segir meðal annars: „Langalgeng- ast er að hægfara gláka uppgötvist við gleraugnamælingu, þarsem húngefur engin einkenni á byrjunarstigi." I lokin er rétt að taka það frám að sú gláka sem hér um ræðir er svo- kölluð hægfara gláka en hún er lang- algengust glákusjúkdóma og eru aðr- ar tegundir gláku í fólki fimmtugu og eldra hverfandi. Nánar verður fjallað um sjúkdóm- inn gláku á fræðilegum grunni í blaðinu síðar í þessum mánuði. Verð- ur þá stuðst við greinaskrif Guð- mundar Björnssonar. Nóg f ramboð af réttindafólki ■ - Það er nóg framboð af réttinda- fólki og þeir kennarar sem settir hafa verið í stöður við grunnskóla Reykja- víkur á undanförnum árum hafa allir haft réttindi, eða verið að fá þau. Fulltrúum kennara í fræðsluráði hefur hins vegar oft hin síðustu ár þótt ástæða til að bóka eitthvað þessu líkt, sagði Ragnar Georgsson, skólafulltrúi í samtali við NT í gær. Tilefnið var bókun sem Jóhannes Pétursson, Karl Kristjánsson, Elín Ólafsdóttir og Gerður Steinþórsdóttir létu gera á fundi fræðsluráðs Reykja- víkur fyrr í sumar. Þar segir: „Með tilvísun til 32. gr. laga nr. 63/ 1974 um skipun og setningu kennara og rétt- indi til stöðu við grunnskóla teljum við að ekki séu forsendur til að fræðsluráð mæli með skipun eða setningu þeirra sem ekki uppfylla skilyrði ofangreindra laga.“ Ragnar Georgsson sagði að bókunin endurspeglaði vilja allra í fræðsluráði, en sagðist ekki halda að neinn rétt- indalaus kennari hefði verið settur eða skipaður við grunnskóla Reykjavíkur í sumar. Hinu væri ekki að leyna að á sumum sérsviðum skorti mjög kennara, t.d. væru of fáir tónmennta- kennarar með réttindi við skóla í borginni. Jóhannes Pétursson, kennarafull- trúi í fræðsluráði, sagði að alltaf væri eitthvað um að réttindalaust fólk fengi kennarastöður íhöfuðborginni. „Það hefur þó minnkað mikið hin síðustu ár,“ sagði Jóhannes. Mánudagur 13. ágúst 1984 7 • • abriel ()n,Sgir höggdeyfar A GOÐU VERÐI Póstsendum samdægurs. Úrvalið er hjá okkur Sími 36510-83744 G.S. varahlutir Hamarshöfða 1. Úrval af skrifborðum, bókahillum og skrifborðs- stólum fyrir skólafólk. Joker skrifborðið kostar aðeins kr. 3.850.- með yfirhillu. Vandaðir skrifborðsstólar á hjólum. Verð frá kr. 1.590.- Húsgögn °PSudur,andsbraut 18 mnrettmgar simi 86 900

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.