NT - 13.08.1984, Blaðsíða 9

NT - 13.08.1984, Blaðsíða 9
Mánudagur 13. ágúst 1984 ' '9 Nýjar rannsóknir á mögu- leikum á gerð jarðganga ■ Rannsóknir hafa farið fram á möguleikum á að grafa jarðgöng á mörgum fjallvegum bæði á Vestfjörð- um og Austfjörðum á vegum Vega- gerðar ríkisins og hefur skýrslu með níðurstöðum þessara rannsókna verið skilað til ráðherra. „Með þessu er verið að athuga möguleika á jarðgangagerð á þessum stöðum, sem menn hafa talað mikið um og stjórnmálamenn vilja vita hverjir eru. Hins vegar þýðir þetta út af fyrir sig ekki að þessi jarðgöng verði gerð," sagði Snæbjörn Jónas- son, vegamálastjóri. Við kannanir þessar sagði hann hafa komið í Ijós hvaða kostir eru fýsilegir og hverjir síður, en möguleikar eru mjög mis- jafnir milli hinna ýmsu staða. Varðandi kostnað við jarðganga- gerð sagði hann erfiðara um að segja á þessu stigi, því langt sé síðan Vegagerðin hafi látið grafa jarðgöng. Nýjar vélar og tæki hafi t.d. konrið fram síðan unnið var að göngununr í Oddsskarði og um Stráka. „En við búumst við að fá nýjar upplýsingar af framkvæmdunum við Blönduvirkjun á þessu ári og því næsta og einnig stendur til hjá okkur að gera göng um Ólafsfjarðarmúla eftir einhvern tíma og þá bætast okkkur enn nýjar upplýs- ingar,“ sagði Snæbjörn. Á Vestfjörðunr hafa verið kannaðir möguleikar á göngum úr Ónundar- firði út í Súgandafjörð og úr Súganda- firði í Skutulsfjörð. Á Austfjörðum hafa verið rannsak- aðir möguleikar á gerð ganga á fjölmörgum leiðumi: Á milli Breiðdals- víkur og Stöðvarfjarðar, frá Stöðvar- firði yfir í Fáskrúðsfjörð, frá Fáskrúðs- firði yfir í Reyðarfjörð og frá Reyðar- firði voru skoðaðir möguleikar á gangagerð yfir í Norðurdal, sem ligg- ur ytir í Breiðdal. Þá varathugað með göng frá Eskifirði og yfir í Mjóafjörð, sem yrðu að vísu tvenn göng, þ.e. frá Eskifirði í Fannardal og þaðan í Mjóa- fjörð, og jafnframt frá Norðfirði yfir í Mjóafjörð. Einng var kannaður möguleiki á jarðgöngum frá Mjóa- firði yfir í Seyðisfjörð og síðan frá Seyðisfirði undir Fjarðarheiði í átt að Egilsstöðum. Arnarflug tekur við umboði KLM ■ Arnarflug tekur í næstu viku við aðalumboði á íslandi fyrir hollenska flugfélagið KLM, elsta starfandi flugfélagið í heiminum. Samningar um umboðið voru undirritaðir um síðustu mánaðamót, en tveir af yfir- mönnum KLM á sviði sölumála í Evrópu eru væntanlegir hingað 14. ágúst til frekari viðræðna við Arnar- flug um sölu og kynningarmál. Arnarflug hefur frá upphafi áætlun- arflugs síns til Hollands annast sölu á farseðlum og farmflutningum KLM og félögin nýta sameiginlega CORDSA-þjónustutölvuna til far- skráningar og upplýsingamiðlunar. Nú verður sölustarfsemin fyrir KLM á íslandi aukin og einnig er í undir- búning auglýsinga- og kynningarstarf um þjónustu KLM. KLM flýgur til um 120 staða í 75 löndum. Sjávarútvegs- sýningin: Ekkert fljótandi hótel ■ Hverfandi líkur eru nú á því, að skemmtiferðaskip verði notað sem fljótandi hótel í Reykjavíkurhöfn, í tengslum við sjávarútvegssýninguna, sem verður haldin undir lok septem- ber. Enska sýningafyrirtækið ITE, sem skipuleggur sýninguna hefur verið að kanna möguleika á þessu, en ekki er talið að margir útlendingar muni treysta sér til að sigla með skipinu fram og til baka vegna sýningarinnar. Mikill áhugi er fyrir sjávarútvegs- sýningunni erlendis og er þegar orðið erfitt að finna gistingu á hótelum borgarinnar á meðan hún stendur yfir. Þrír vilja Hvanneyri ■ Þrír sóttu um skólastjórastöðuna við Bændaskólann á Hvanneyri: Ingi- mar Sveinsson, bóndi á Egilsstöðum og Sveinn Hallgrímsson, ráðunautur hjá Búnaðarfélagi íslands. Þriðji um- sækjandinn óskaði nafnleyndar. ■ Guðjón Smári Agnarsson. ■ Einar Kristinn Jónsson, við- skiptafræðingur, tók við starfi fram- kvæmdastjóra Samtaka áhugafólks um áfengisvandamálið l. ágúst síðast liðinn. Hann hefur yfirumsjón með allri starfsemi og rekstri SÁÁ, sem reka m.u. sjúkrastöðina að Vogi, endurhæfingastöðvarnar að Sogni og Staðarfelli og fræðslu- og leiðbeining- arstöð í Síðumúla í Reykjavík. Einar hefur áður starfað hjá Arn- arflugi og Endurskoðun h.f., en frá árinu l9Sl hefur hann verið sölu- og markaðsstjóri hjá Pennanum, s.f. Eginkona hans er Kristín Einarsdóttir og eiga þau eitt barn. ■ Stjórn launamálaráðs BHM hefur í ályktun mótmælt vaxandi skattbyrði á einstaklinga, og sagt ríkisstjórnina hafa aukið hlutdeild skatta af tekjum alls þorra háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna um 30 til 60 prósentustig frá því í fyrra. Birgir Björn Sigurjónsson, hag- fræðingur BHM, sagði í samtali við NT að þessar hækkunartölur væru byggðar á meðaltalsdæmum um tekj- ur háskólamenntaðra ríkisstarfs- manna sem hefðu frá 15 til 20 þúsund krónur í mánaðarlaun. Síðan væri þróun kauptaxta borin saman við breytingar á bæði beinum og óbeinum sköttum, sem hækka með hækkandi verðlagi. „Það er ljóst að þetta er ■ Einar Kristinn Jónsson. Einar tekur við starfinu hjá SÁÁ af Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni.semgegnt hefur framkvæmdastjórastarfinu síð- ast liðin scx ár. ■ Helgi Þórisson, útgerðartæknir, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Stöðvarfjarðar h.f. Hann tekur við starfinu l. september. Helgi var áður framkvæmdastjóri Krossvíkur h.f., sem gerir út sam- nefndan togara frá Akranesi. Helgi tekur við framkvæmdastjóra- starfinu á Stöðvarfirði af Guðjóni Smára Agnarssyni, sem hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Síldar- vinnslunnar h.f. í Neskaupstað frá sama tíma. gífurleg aukning skattbyrðinnar," sagði Birgir Björn. I ályktun stjórnar launamálaráðs- ins segir að íaunaskriðs gæti ekki meðal starfsmanna ríkisins, og því hafi laun þeirra dregist langt aftur úr öðrum launþegahópum. Stjórnin mótmælir fyrirhugaðri vaxtahækkun, sem það segir muni valda stórfelldum kostnaðarauka hjá heimilunum, sem hafi í vaxandi mæli þurft að fjármagna húsnæðiskostnað og framfærslu með lánum, en greiðslu- byrði háskólagenginna manna hafi hækkað langt umfram aðra vegna aukins námskostnaðar á undanförn- um árum. Nýir framkvæmdastjórar BHM mótmælir: Skattbyrði auk- ist um 30 til 60% Samtök kvenna á vinnumarkaði: Stigamenn þjóðfélagsins aldrei frjálsari ■ „Aldrei hafa stigamenn þjóðfé- lagsins notið þvílíkra hlunninda og nú. Ríkisstjórnin hefur með aðgerð- um sínum unnið rösklega að því að auka stéttarskiptinguna í þjóðfélag- inu svo að engum getur nú dulisl lengur aö í landinu búa tvær þjóðir. Þeir sem ráða fjármagninu annars vegar og hins vegar hinir sem vinna myrkranna á milli,” segir í ályktun frá Samtökum kvenna á vinnumark- aðinum. Þar er mótmælt harðlega nýjustu aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Vaxta- hækkanir þyngja afborgunarbyrði þeirra sem eru að trvggja sér þá frumþörf að hafa þak yfir höfuðið. Konur á vinnumarkaðinum segja að nú njótum við „þess jafnréttis að borga óskerta skatta af launum okkar" og nú þegar skattskrá liggur fyrir blasir við allsherjar gjaldþrot heimilanna, þrátt fyrir loforð ríkisstjórnarinnar um skattalækkanir, minnkandi verð- bólgu og bætt lífskjör. Mælirinn er fullur og samtökin efna til aðgerða föstudaginn 17. ágúst. Skorað er á konur að hafa samband í síma 21500 frá 9. ágúst milli 6 og ,S síðdegis. VARAHLUTIR - AUKAHLUTIR HEILDSALA - SMÁSALA PÓSTSENDUM SAMDÆGURS BÆNDUR BÍLAVERKSTÆÐI OG AÐRIR EIGENDUR LAND-ROVER BIFREIÐA ATHUGIÐ! HÖFUM ÚRVAL VARAHLUTA OG BODDÝHLUTA í LAND-ROVER EINNIG VARAHLUTI í RANGE- ROVER OG MITSUBISHI ÞEKKING OG REYNSLA TRYGGIR ÞJÓNUSTUNA <s VARAHLUTIR HF Fvrir japanska hila Daihatsu Datsun Vutnsdœlur - Vtiinslásur lionda \ 'ifiureimtir - Tímttri'imnr Isu/u Sinritiriir - Allmunorur Ma/da Kvi’ikjukerfi - Trumljús Mitsuhishi Hremsiulieiur Du’luseii Suliarii Bremsuhorúur - Bremsnklossur Sll/llki Trumbreui - (irill - Siuduriir I iiMila á Dutsun o. fl. o.ji. © VARAHLUTIR H1 Armúla 22 - Sími Fæst í teak og beyki. Cabina rúmsamstæðan er komin Verð kr. 12.600.- Dýnustærðir 200x90 teak 191 x92 í beyki Húsgögn oa . . . Suðurlandsbraut 18 jnnrettmgar simi 6-86-900

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.