NT


NT - 23.08.1984, Side 10

NT - 23.08.1984, Side 10
Gleymið ekki gamla fólkinu, alþingismenn ■ Skattseðillinn hefur nú nýlega verið borinn til gjald- enda eins og kunnugt er. í raun og veru ætti hann alls ekki að valda vinnandi fólki á venjulegum starfsaldri neinum vonbrigðum. Allt heilbrigt fólk í fullu starfi hlýtur að líta á það sem eðlilega og sjálfsagða skyldu að greiða árlega af launum sínum sanngjarna skatta til ríkis og bæja, og leggja þannig nokkurn skerf til þessara aðila sem halda uppi mikilvægri þjónustustarfsemi á mörgum sviðum fyrir okkur öll. Ég sagði sanngjarna skatta og á þá að sjálfsögðu við það að löggjafi okkar, Alþingi, tryggi það á hverjum tíma að skattalögin séu sanngjörn, mis- muni ekki þegnunum, beiti aldrei ranglátri gjaldtöku. Ég veit vel að um skattalög og skattheimtu munu menn löngum hafa skiptar skoðanir, en endurtek að allt heilbrigt, vinnandi fólk hlýtur að líta á það sem eðlilega og sanngjarna kvöð að greiða árlega sann- gjarna skatta til samfélagsins. I þessu sambandi er mér bæði Ijúft og skylt að geta þess, að á langri starfsævi hef ég aldrei séð ástæðu til að kæra skatta mína þótt mér hafi stundum fundist þeir nokkuð háir. Þeir hafa verið skerfur minn til opinberrar þjónustu samfé- lagsins.. Hitt er svo hins vegar harla alvarlegt mál og mjög örlaga- ríkt ef löggjafinn, af vangá eða fljótfærni, misbeitir valdi skattalaganna gagnvart vissum hópum þjóðfélagsins. Éftir að ég komst á eftir- launaaldurinn, - á áttunda ára- tuginn, - hef ég því miður sannfærst um að löggjafinn beitir einmitt valdi skattalag- anna á mjög ranglátan og raun- ar alveg óþolandi hátt gagnvart vissum þegnum þjóðfélagsins og það þeim sem síst skyldi. Þar á ég að sjálfsögðu við lífeyrisþegana, gamla fólkið, sem lokið hafa löngu og merku ævistarfi og greitt skatta sína trúlega í 50-60 ár, - fólkið, sem öll sanngirni mælir með að væri skattfrjálst eftir sjötugt. Mörg hin síðari ár, og ekki síst núna, hafa lífeyrisþegar tekið á móti skattseðli sínum hryggir og beiskir og geta margir alls ekki gert sér fulla grein fyrir hvort þeim tekst að leysa af hendi þau háu gjöld sem á þá eru lögð. Ég hef rætt við nokkra líf- eyrisþega á áttræðisaldri sem er refsað harkalega fyrir það að hafa leyft sér að þiggja vinnu sem þeim bauðst um tíma og þágu greiðslu fyrir. Af þeim var tekinn meira en helm- ingur lífeyristekna þeirra í skatta svo að engin leið er að lifa af þeim fáu þúsundum sem þeir eiga eftir. Og einn hitti ég sem átti aðeins eftir tvö þúsund krónur af lífeyri sínum. Líka sögu má áreiðanlega segja um allan fjöldann. Hér er um svo mikið alvöru- og réttlætismál að ræða, að löggjafinn getur ekki lengur gengið fram hjá því eins og hann viti ekkert um það. Það er því eindregin og skor- inyrt krafa allra lífeyrisþega og allra þeirra sem vinna að mál- um aldraðra, að Alþingi breyti þegar á næsta þingi þeim frá- leitu og ósanngjörnu ákvæðum skattaiaganna sem varða líf- cyrisþega og annað aldrað fólk. Steindór Steindórsson frá Hlöðum, náttúrufræðingur og fyrrv. skólameistari, hefur öllum öðrum mönnum fremur, mér vitanlega, rætt af meiri festu og rökvísi um það rang- læti sem ríkisvaldið beitirgegn öldruðum í skattamálum. Hafa greinar um þau mál birst bæði í riti hans, Heima er best, og dagblöðunum, - nú síðast í Morgunblaðinu 14 þ.m., „Aldraðir - orð og gerðir.“ Þar sem ádeiluatriði hans falla alveg saman við mín, leyfi ég mér að vitna til þeirra og undirstrika, þar sem hann hef- ur hvað eftir annað hamrað á þeim í greinum sínum. Steindór viðurkennir eins og allir sanngjarnir menn að margt ágætt hefur verið gert fyrir gamla fólkið á síðari árum og ber að sjálfsögðu að meta það vel og þakka. En þrátt fyrir það telur hann réttilega að meira hafi þar oftast orðið um orð en efndir, því að enn hafi gleymst það mikilvægasta, en það er fjárhagsaðstaða elli- launafólksins, og hvað ríkis- valdið getur gert í því efni með einu pennastriki. Ég leyfi mér að vitna orðrétt í hluta af þessari síðustu grein Steindórs. Hann talar þar fyrir hönd allra lífeyrisþega, ákveð- inn og rökfastur eins og ætíð fyrr: „Það líður engum vel sem býr við skort og þarf daglega að hafa áhyggj ur af næsta degi. Samanlögð elli- og eftirlaun Fimmtudagur 23. ágúst 1984 10 ■ Sigurður Gunnarsson Eftir Sigurð Gunnarsson fyrrverandi skólastjóra eru vitanlega misjöfn. Allt frá því að vera sultarlaun upp í sæmilega ríflegar upphæðir. En það er sama hver þau eru. Yfir þessum launum vofa skattaklær ríkis- og sveitarfé- laga og hrifsa til sín allt sem lög frekast leyfa. Og ekki er nóg með það. Þær ráðstafanir sem núverandi ríkisstjórn hefur gert hafa beinlínis skert kjör elli- og eftirlaunaþega svo um munar, bæði beint og óbeint. Ýmislegt hefur verið gert af hálfu ríkisvaldsins til að vega á móti kaupskerðingu en ekkert af því nær til gamla fólksins. Það hlýtur að bera allar verð- hækkanir með fullum þunga, má þar t.d. nefna hækkun á hitunarkostnaði, rafmagni og símaþjónustu og nú síðast auk- inn greiðsluhlut í lyfjum og læknisþjónustu. Allt þetta eru hlutir sem erfitt eða ókleift er að spara, jafnvel enn torveld- ara en að draga við sig mat, þegar sýnt er að tekjurnar hrökkva illa fyrir útgjöldum. En ofan á allt þetta bætist svo að elli- og eftirlaunaþegar eru skattlagðir eins og aðrir borg- arar þjóðfélagsins. Einfaldasta aðgerðin til þess að létta byrði ellinnar er öllum kæmi að haldi er afnám tckjuskatts og útsvars af elli- og eftirlaunum, og þó fremur öllu öðru hins illræmda fasteignaskatts sveitarfélag- anna. Eðlilegt væri einnig að lækka verulega símaþjónustu til allra sem hafa tekjur undir einhverjulágmarki.t.d. 12.000 krónur á mánuði. Þessar ráðstafanir í heild kosta ríki og sveitarsjóði ótrú- Námsmenn á hverju eigum við ■ Lánasjóður íslenskra námsmanna hefur mikið verið til umræðu síðustu mánuði, enda ekki að ástæðulausu, þar sem þúsundir náms- manna bæði heima og erlendis eiga allt sitt undir sjóðnum komið. Með lögum nr. 43 frá 30. maí 1984 var ráðstöfunarfé sjóðsins skert verulega eða um 100 milljónir króna. Því er í dag ekki til ráðstöfunar hjá lánasjóðnum fyrir haustmisseri nema um 170 milljónir. í framhaldi af því fyrirskip- ar menntamálaráðherra að lán sem miðast við heimildar- ákvæði þ.e. víxillán til 1 árs nema og önnur víxillán sjóðs- ins skuli ekki verða veitt í haust. Lagagreinar þessar hefur hins vegar sjóðurinn og stjórn hans túlkað þannig að námsmenn á 1. ári eigi fullan rétt á námslánum. Enda var það hugmynd með setningu laga um námslán og náms- styrki að allir hefðu sama möguleika á að stunda nám óháð efnahag og búsetu. Jafnframt er ekki um sparnað að ræða fyrir lánasjóðinn því námsmaður á rétt á láni fyrir haustmisseri þegar tilskilin vottorð um námsárangur hafa verið lögð fram. Með þessum aðgerðum Ragnhildar Helgadóttur menntamálaráðherra er að- eins verið að ýta vandanum á undan sér og gera hann stærri og stærri, til óhagræðis fyrir alla. Vonar Ragnhildur kannski að önnur ríkisstjórn verði komin til valda á næsta ári? Nálægt 1.700 fyrsta árs nemar munu þurfa á náms- lánum að halda nú í haust; því er heildarfjórþörf til þessa hóps um 85 milljónir króna. í frétt frá menntamál- aráðuneytinu dags. 13. ágúst s.l. segir m.a.: „Þeir náms- menn sem nú hefja nám á fyrsta ári og þurfa á lánsfé að halda þar til lán fæst úr lána- sjóðnum, ættu að snúa sér til þess banka eða sparisjóðs sem þeir eða aðstendendur þeirra hafa átt viðskipti við. von? Lánbeiðni þeirra mun þá verða athuguð og afgreidd í samræmi við það, sem áður segir.“ Sem sagt þeir sem hafa haft mikil viðskipti við bankakerfið munu geta geng- ið óhræddir á fund banka- stjóra og fengið umbeðna lánafyrirgreiðslu. Hinir sem minna mega sín og hafa ekki efnamikla aðstendendur skulu hugsa sig vel um áður ■ Vonar Ragnhildur kannski að önnur ríkisstjórn verði kom in til valda á næsta ári. en í langskólanám er farið. Ja mikið er vald ráðherra menntamála ef hann getur komið því í kring að banka- stofnanir í landinu geti lánað þetta fjármagn. Þegar á sama tíma er sagt að ekki sé hægt að veita meira fjármagni til atvinnuveganna. í viðtali við fréttastofu útvarpsins 14. ágúst s.l. er haft eftir form. stjórnar viðskiptabankanna Jónasi H. Haralzeftirfarandi: ■ Eigum við kannski að láta bankastjórana og auðvaldið ráða hverjir skulu fara í nám? ■ Hrólfur Ölvisson fulltrúi stúdentaráðs Háskóla íslands í stjórn LIN Að stjórn Lánasjóðsins spennti fjárþörfina upp úr öllú valdi. Hann sagði það vert fyrir námsmenn sem og aðra að íhuga það vandlega hvort þeir ættu að taka svona víxillán með þeim raunvöxt- um sem nú eru. Staðreyndin er hins vegar sú að stjórn lánasjóðsins hef- ur þurft að halda framfærslu- grunninum niðri vegna fjárskorts. Því eru orð Jónas- ar H. Haralz í áðurnefndu viðtali marklaus. Það er auð- séð að þau eru sögð án þess að hafa kynnt sér málið vand- lega. Eða eigum við kannski að láta bankastjórana og auð- valdið ráða hverjir skulu fara í nám? Af framansögðu sést að vandi Lánasjóðs íslenskra eftir Hrólf Ölvisson, fulltrúa stúdentaráðs Háskóla íslands í stjón LÍN námsmanna er mjög alvar- legur. Ráðuneytið hefur ekkert samráð haft við stjórn sjóðs- ins né námsmenn um lausn þessa máls, a.m.k. ekki full- trúa námsmanna í stjórn LÍN. Slíkt er mjög alvarlegur hlutur þegar um jafnstórt mái og þetta er að ræða. Óhætt er að segja að tengsl ráðherra við stjórn LÍN og námsmenn séu í algjöru lág- marki. Virðast fjölmiðlar oft á tíðum vera taldir betri sam- skiptavettvangur við stjórn sjóðsins og námsmenn en beint samráð þar á milli. Stjórn sjóðsins hefur enga tryggingu fyrir því að fyrsta árs nemar geti farið með sinn seðil um útreikning námslána frá Lánasjóðnum til banka

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.