NT


NT - 25.08.1984, Síða 2

NT - 25.08.1984, Síða 2
 Laugardagur 25. ágúst 1984 Vitnað í bandarískar leyniskýrslur á friðarráðstefnu á Hótel Loftleiðum: Innan 10 ára verði unnt að eyða Sovétríkjunum - án þess þau geti svarað fyrir sig. Lykilbúnaður í því skyni settur upp á íslandi, segir Michio Kaku prófessor í kjarneðlisfræði í New York ■ Leynilegar skýrslur sem hafa verið geröar opinberar í Bandaríkjunum sýna að Banda- rísk stjórnvöld áætla að árið 1993 verði Bandaríkin fær um að gereyða Sovétríkjunum án þess að eiga á hættu að þau skaði Bandaríkin á móti. í þessum áætlunum leikur ísland stórt hlutverk. Þetta fullyrti Michio Kaku prófessor í kjarn- eðlisfræði við New York há- skóla, en hann hélt erindi í gær í tengslum við ráðstefnu Friðar- sambands Norðurhafa. Erindið snérist að mestu um stcfnu Bandaríkjanna varðandi notk- un,kjarnorkuvopna, samkvæmt nýjum heimildum, sent hafa verið gerðar opinberar í Banda- ríkjunum að undanförnu. Sam- kvæmt þeim varð leynileg áætl- un til þegar eftir heimsstyrjöld- ina síðari um að leggja Sovétríkin í rúst 1954. Þeirri áætlun var hafnað af Eisenhow- er þáverandi forseta, þegar Ijóst var að Sovétmenn höfðu þá þegar yfir að ráða 200 vetnis- sprengjum, að því er Kaku hélt fram. Kaku sagði að árið 1974 hefði Umræðuhópur að störfum á ráðstefnunni á Hótel Loftleiðum. verið horfið aftur stefnu og heilinn á hefði verið James jr- að þessari bak við það Schlesingar Schlesingar lagði til að fram- lcidd yrði „ný kynslóð gereyð- ingarvopna", og þeirri stefnu sem hann boðaði var fylgt eftir. „Nýja kynslóðin" er þegar orðin til eða er í undirbúningi, MX flaugarnar, Trident kafbátarnir og geimbúnaðurinn sem verið NT-mynd Sverrir hefur til umræðu í fjölmiðlum undanfarið. Með samræmdri beitingu þessara tækja á að vera hægt að eyða öllum hernaðarmannvirkj- um með kjarnorkuárás, og þar með mannvist að mestu eða öllu leyti. Kaku lýsti áætluninni þannig að flaugunum væri ætlað að blinda fórnarlambið, en geimbúnaðurinn hefði þann til- gang að granda öllum flaugum sent hugsanlega entist tími til að skjóta til baka, auk þess, sern honum væri ætlað að leita uppi og eyða öllum sovéskum kaf- bátum í djúpunum, áðuren þeir gætu unnið tjón. En hvar kemur ísland inn í þessa mynd Michio Kaku? Sá staður í varnarkerfi Sovétríkj- anna sem Bandaríkjamönnum stafar mest hætta af er Barents- hafið. Því er lykilatriði að hægt sé að eyða vopnabúri Sovét- manna þar. Aukinn vígbúnaður í N-Atlantshafi beinist að því markmiði. ísland er á því svæði þar sem úrslitin ráðast og upp- bygging radarstöðva hérlendis er liður í því að þessi áætlun geti orðið að veruleika. Michio Kaku er japanskur og er upprunninn í Hírósíma. Víðidalsá með stærsta lax sumarsins 10 laxar koniu á land úr Víðidalsá í gær en annars hefur hún verið mjög slök í sumar. Allt er þetta ríg- vænn fiskur, meðaltals- þyngd um 14 pund, og alveg viðburður ef sntálax fæst. Hann vantargersam- lega í ána. 30 punda bolti er stærsti lax sumarsins og yfirleitt kemur yfir 20 punda lax í hverju holli, og mikið urn 15-18 punda fiska. Mjög lítið er um nýjan fisk í ánniog þessir lOlaxarsem fengust í gæreru allirgrút- legnir. 500 laxar eru komnir á land úr Víðidalsá í sumar sem er slakt. Lélegt var það í fyrra, 1082 laxar en verra er það núna. Víði- dalsá komst í tæpa 2000 laxa árið 1979 og oft verið íum 1800löxumog meira. Slakt sumar í Vatnsdalsá Búið er að veiöa 520 laxa í Vatnsdalsá í sumar og er það slakasta veiðiár í fjölda ára. Það þarf að fara sjö ár aftur í tímann til að finna svo lélegt ár í ánni, allt aftur til 1976 en þá veiddist 571 lax í ánni. Vantsdalsá komst uppí tæpa 1500 laxa árið 1978 og 1979 var hún með rúnta 1400 laxa og oft hefur hún verið í kringum 1000 lax- ana. f fyrra veiddust í henni 879 laxar. Þrír laxar hafa komið á land s.l. einn og hálfan sólarhring en dágóð blcikjuveiði hefur bætt upp laxleysið að hluta og hefur hún verið mjög væn, 3-4 pund. 28 punda laxinn er enn sá stærsti úr ánni. Langá á Mýrum Lítil veiði hefur verið í Langá á Mýrum í allt sum- ar og ekkert hafði ræst úr því er Veiðihornið hafði samband við ráðskonuna í veiðihúsinu í gær. Eng- inn láx í gær, einn í fyrra- dag og tv'eir daginn þar áður. Þessar fréttir eru af neðsta svæðinu og þar er veitt á fimm stangir. Þá ku veiðin einnig vera rnjög dauf á efri svæðun- um, þó fékkst þar 18 punda lax um daginn sem trúlega er stærsti laxinn í ánni hingað til. Ekki eru árciðanlegar aflatölur úr ánni en eftir því sem næst verður kom- ist er laxafjöldinn trúlega eitthvað um 500, sem er afspyrnulélegt. A síðasta ári veiddust 960 laxar og árið 1978 veiddust rúmir 2400 laxar og árið 1979 tæpir 2000 laxar. Svo hrunið er alveg rosalegt. Póstkönnun NT: Eru frímerkjavél- arnar misnotaðar? ■ Þann 19. ágúst síðastliðinn birtum við niðurstöður póst- könnunar NT. Þessi könnun vakti gífurlega athygli lesenda og höfðu margir samband við hlaðið til að láta í Ijósi skoöanir sínar á póstþjónustunni og starf- semi hennar. Lesendur blaðsins drápu á mörgum athyglisverðum málum, þar með notkun eða misnotkun frímerkjavéla. Póst- ur og sími gefa fyrirtækjum og stofnunum leyfí fyrir téðum vélum sem setja á bréf stimpil þess efnis að burðargjald sé greitt. Á þessum stimpli er dag- setning sem segir hvenær bréfíð er frímerkt, en ekki hvenær það er póstlagt. Það vantar þá eigin- legan póststimpil. Samkvæmt reglum um frí- merkjavélar er leyfishafi ábyrg- ur fyrir því að dagsetning stimplunarinnar sé rétt og ef bréf cr ekki póstlagt sama dag og vélin stimplar það gefur stimpillinn rangar upplýsingar, ef enginn er póststinipillinn. Við leituðum til Björns Björns- sonar póstmeistara í Reykjavík og hann sagði að póstafgreiðslu- mönnum bæri að handstimpla öll þessi bréf ef þau koma ekki samdægurs, til þess að fólk sjái hvenær þau eru póstlögð. Verði misbrestur þar á skrifast hann á reikning viðkomandi póststöðv- ar. Björn bætti því við að þessi bréf Ícæmu oft í miklum mæli á Framleiðsluráð veitir engin ný heildsöluleyfi: Úrelt verslunarfyrirkomulag - segir framkvæmdastjóri Kaupmannasamtakanna sama tíma til póststöðvanna og þar gæti orsökin legið. Póst- menn eru ekki óskeikulir og svona bréf geta einfaldlega farið fram hjá þeim. Að lokum skal þess getið að við fengum rangar upplýsingar frá Djúpavogi varðandi póst- könnunina og þar af leiðandi eru niðurstöður þaðan ómerk- Leiðrétting ■ Sú meinlega villa slæddist í baksíðufrétt NT í gær, að Hermann Guðmundsson, skrif- stofustjóri Tollgæslu íslands, var nefndur Hallgrímur Guð- mundsson og titlaður varatoll- stjóri. Biðst blaðið velvirðingar á þessum leiðu mistökum. ■ „Ég lýsi náttúrlega von- brigðum mínum, með það að Framleiðsluráðið skuli ennþá vilja halda sig við það verslun- arfyrirkomulag sern ég tel löngu úrelt. Þeini var gcfinn kostur þarna að aðlaga sig markaðnum og því verslunar- kerfi sem við búum við, en þeir streitast við", sagði Magn- ús E. Finnsson framkvæmda- stjóri Kaupmannasamtakanna í tilefni af því að Framleiðslu- ráð landbúnaðarins hefur ákveðið að veita ekki nýjum aðilum leyfi til heildsöludreif- ingu kartaflna að svo stöddu. Þessi ákvörðun Framleiðslu- ráðsins er byggð á umsöng frá Landssambandi kartöflubænda þar sem þeir lýsa eindreginni andstöðu við að heildverslan- ir eða aðrar verslanir fái leyfi til að kaupa kartöflur beint af bændum og versla með þær. fþróttamót í Skálatúni ■ íþróttafélagið Gáski, Skálatúni heldur sitt ár- lega innanfélagsmót í frjálsum íþróttum, í dag, laugardaginn 25. ágúst kl. 13.00. Það er Veitingahús- ið Laugaás sem gefur verð- laun til keppninnar.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.