NT - 10.09.1984, Blaðsíða 8

NT - 10.09.1984, Blaðsíða 8
Mánudagur 10. september 1984 8 Þorsteinn Þórður Víglundsson skólastjóri Fæddur 19. október 1899 Dáinn 3. sept 1984. Heill hverjum sól- og sumar- hug er setur markið hátt, sem þroskar vilja, vit og dug, sem visar öllu lágu á bug, en velur sínum vængjum flug um vorloft draumablátt í trúnni á Guð og trausti á eigin mátt. Skólasöngur Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja. Höf.: Loftur kennari Guð- mundsson. í septcmber 1934 var ég orðinn fjölskyldufaðir í Vest- mannaeyjum. Kreppa ogsmátt um vinnu. Ég frétti, að skóla- stjóra gagnfræðaskólans vant- aði stundakennara. Eftirmikið hugarstríð ákvað ég að berja að dyrum hjá skolastjóra, Þor- steini Þ. Viglundssyni. Kenn- ari var starf, sem ég síst hafði hug á. Skólastjórinn tók hlý- lega á móti mér. Sannarlega vantaði hann kennara í 12 stundir og var leikfimi þar á meðal, því íþróttakennarinn hafði veikst. Réðist það með okkur, að ég yrði stundakenn- ari við skólann. Það var komið nærri skóla- setningu, að ég fékk boð frá Þorsteini að koma til fundar við hann á heimili hans. Hann bauð mér inn í dagstofu síns ágæta heimilis og bauð mér sæti. Sjálfur gekk hann um gólf og var sýnilega þungt í skapi en allt í einu hlær hann stríðnislega eins og til að herða sig upp í að segja mér að allir kennarar barnaskólans hafi sagt upp kennslustörfum hjá sér og nú þarfnist hann eins fasts kennara og gott betur. Hann vill fá að vita á stundinni hvort ég sé til að taka störfin að mér. Því ekki það úr því ég var búinn að taka að mér íólf; þarfnast meiri vinnu ogmaður- inn í stökustu vandræðum. Ég sit þarna heldur framlágur, er Þorsteinn les upp allar náms- greinarnar, sem égá að kenna. Hann sér vandræðasvipinn á mér og segir: „Þú ert stúdent og kannt þetta allt. Það er bara að halda aga!“ Þorsteinn er í ham. Hann er að berjast við að leysa mikinn vanda og hann hafði ekki skap til þess að láta vandamálin beygja sig. Ráðast til atlögu við þau strax og brjóta þau á bakaftur. - Ég næ vart að fylgja skólastjóranum á leiðinni upp í Breiðablik, sem var íbúðarhús Gísla Johnsen. Eitt stærsta sinnar tegundar í Eyjum en nú í eigu iðnaðarmannafélags Vest- mannaeyja. Er Þorsteinn gerð- ist skólastjóri unglingaskóla Vestmannaeyja 1927, var skól- inn til húsa í nýrri álmu barna- skólans og þar tók gagnfræða- skóli Vestamannaeyja til starfa 1930 en hafði nú verið sagt upp og leigt fyrir hann húsnæði hjá iðnaðarmönnum að Breiða- bliki. Nú var skólastjórinn á leið til nýja húsnæðisins og honum reyndi að fylgja nýi aðstoðarkennarinn. Er Þor- steinn tók í handfang aðal- hurðarinnar, var hún harðlæst og svo var um aðrar hurðir hússins. Lofað hafði verið að hér yrði einhver með lyklana á þessum tíma.' Við biðum all lcngi. Gengum um lóðina sem var vel gróið tún innan hárra steyptra múra, nema hvað i einu horni hennar var tenn- isvöllur lagður harðefni og við jaðar hans hæstu og sterkleg- ustu rólustaurar sem eg hafði séð. Hér varolnbogarými fyrir virktfrímínútnastarf. Húsrým- ið leist okkur vel á eins og það birtist okkur séð inn um glugga t.d. tvær stórar stofur á neðstu hæð, sem félagið hafði útbúið fyrir kvöldskóla iðnaðarmanna veturinn áður. Ekki dugði að bíða svona heldur skyldu lykl- arnir sóttir til forráðamanns félagsins, sem var annar skósmiður bæjarins. Er við stóðum frammi fyrir honum í verslun hans , fór hann undan í flæmingi að afhenda lyklana og eftir nokkuð hvassyrt samt- al af Þorsteins hálfu, héldum við á dyr. „Ætla þeir að eyði leggja skólann? Við skulum sjá til!“ og Þorsteinn kímdi. Er við kvöddumst kvaðst hann hafa samband við mig fljótlega og skriflegan ráðningarsamn- ing skyldi hann útbúa. Nær vika leið þar til Þorsteinn hafði samband við mig um að við gætum hafið kennsluna í Breiðabliki. Á þessum tíma var tvívegis við mig rætt að hætta við að ráðast kennari til Þorsteins og meira að segja hafði verið farið á leit við tengdaföður minn séra Jes að fá mig ofan af þessu en hann hafði brugðist hinn reiðasti við þeirri málaleitan. Um þetta leyti voru mikil átök í Eyjum í stjórnmálunum. Ekki aðeins milli flokka, held- ur einnig innan sjálfra flokk- anna. Þorsteinn var alþýðu- flokksmaður og var hann fyrir öðrum hluta tlokksins gegn hinu harðsnúna flokksbrotinu. Prestkosningar og setning í stöður innan skóla hafa oft verið ásteytingarsteinar í ísi. byggðarlögum. Bæði þessi harðsnúni ágreiningur í stjórn- málum, þar sem Þorsteinn var virkur og gaf ekki hlut sinn, - og svo það að kennslumálaráð- herra Jónas Jónsson frá Hriflu hafði sett Þorstein Þ. Viglunds- son skólastjóra, þó að hann hlyti aðeins eitt atkvæði skóla- nefndar. Ég fann glöggt er leiðir okkar Þ.Þ.V. lágu saman í fyrstu í Eyjum, að þar voru öfl, sem vildu gera honum skólastarfið óbærilegt. Öðrum kynntist ég sem dáðu Þorstein fyrir baráttuhug sem beindist að bættri afkomu t.d. starf- ræksla kaupfél. alþýðu; efling kálræktar og grasræktar - og þá að nemendur dáðu hann sem afburða kennara og leið- toga í bindindismálum. Við hófum kennsluna í Breiðabliki í október 1934 með 36 nemendur í 2 bekkjum. Haustið 1935 var 3. bekkur starfræktur í 3 mánuði en næsta skólaár starfaði hann allan veturinn. Haustið 1940 var kennt í 4. bekk í 3 mánuði - og þá voru nemendur orðnir 87. Vorið 1941 hætti ég kennslu- störfum í Eyjum og tók að gegna störfum íþróttafulltrúa ríkisins. Þau ár sem við Þ.Þ.V. störf- uðum saman var kreppa. Hag- ur bæjarsjóðs var það bágur að aldrei voru okkur greidd laun í peningum. heldur með ávís- unum á milliskriftir í verslun- um og fé fékkst ekki til kaupa á kennslugögnum. T.d. urðu kennarar að teikna vegg- landabréf. Fjárráð flestra for- eldra svo þröng, að þeir gátu eigi keypt börnum sínum orð- abækur né landakortabækur og upphitun húsakynna heimila mjög spöruð. Vegna þessa starfrækti skólinn les- stofu í kennslustofu á efri hæð skólahússins og skiptust við Þorsteinn á að líta til með nemendum frá kl. 3-6 daglega án þess að fá greiðslu fyrir. Skotsilfur nemenda á þessu tímabili var heldur lítið, svo að þeim var erfitt að sækja sam- komur, kvikmyndahús ogjafn- vel voru útvarpstæki ekki til á öllum heimilum. Stúkurnar og íþróttafélögin höfðu þá opin hús, sem voru mikið sótt. - Á þessum tíma var á vissan hátt auðveldara að vera kennari en nú, því að segja má að skólinn væri eini fjölmiðlari nemend- anna og hvert lítilræði, sem hann breytti útfrá og miðlaði nemendum til fróðleiks eða skemmtunar var þakksamlega þegið. Þ.Þ. V. var ötull við að virkja nemendur til ýmissa hugfanga t.d. með starfrækslu málfunda- félags, sem náði til íþrótta- keppni, skákæfinga og keppni, bindindisstarfs, kvöldvakna, skemmtikvölda, gönguferða um helgar og á frídögum til náttúruskoðunar og að læra að fara um kletta og fjöil, sýning- um á vorin á gömlum munum og tækjum, sem skólanum á- skotnaðist, kynningu á sögu, örnefnum og náttúru Eyja- anna. Telja má þessarsýningar upphaf að byggðasafni Vest- mannaeyja. Kennarar voru ásamt nemendum ötulir við að safna náttúrugripum, sem dragnótabátar báru í nótum á þilförum að landi. Skeljasafn fyrrnefnds safns ber þessu vitni. Hverja páska efndi skól- inn til skemmtunar með leik- fimisýningum, glímu, leikþátt- um, hljómlist, söng og upples- tri. Ágóðinn ranní ferðasjóð, því að hvert sumar var efnt til ferðar upp á land. Þá var útgáfa skólaritsins, Bliks, sem hóf göngu sína 1936 ekki svo lítið framtak, sem Þ.Þ.V. þró- aði í að verða tímarit um sögu Vestmannaeyja, en hefur nú nýlega verið leyst af hólmi með útgáfu rits sögufélags Vestmannaeyja, Eyjaskinna (1982). Til þeirra nylundu greip Þ.Þ.V. í skólastarfi að efna til námskeiða fyrir mat- sveina á fiskiskipum, neta- hnýtingu og annarra sjóvinnu- starfa. Eitt vorið var starfrækt- ur vinnuskóli í mánuð. Starfræksla vinnuskólans færði okkur Þorstein nær hvor öðrum en ella, þar sem við unnum með drengjunum, mötuðumst og sváfum. Á kvöldum lásum við fyrir þá. Ég valdi léttar íþrótta og stráka- sögur en Þ.Þ.V. las og sagði enhverja Islendingasögu eða greip til skáldverks Ibsens, Péturs Gauts. Hann var af- burða lesari og sögumaður, og náði hugum drengjanna miklu betur en ég. - Þá voru ræður sem hann fíutti við mörg tæki- færi ógleymanlegar. Frábær- lega vel samdar, flutningur skyr og malið vandað. Ég varð þess oft var, að nemendur mundu vel atriði úr ræðum hans og höfðu heyranlega hrifist. Þorsteinn hafði kynst góðum ræðumönnum, sem hann hafði hrifist af t.d Páli Zophaníassyni á Hvanneyri og Las Eskiland skólastjóri Lýð- hásk.í Voss í Noregi., en þar var Þ.Þ.V. við nám í 2. ár. Þ.Þ.V starfrækti skólann með reisn, reglusemi, festu, nýtni og nægjusemi. Hann sýndi kennurum nærgætni, hjálp- semi og traust. Öll þau ár, sem við unnum saman, bar ekki skugga á samstarfið. Hann fól mér ákveðin verk eða umsjón með starfsviði, sem hann lét mig um, tók þátt í og kom við hvatningu. - Kæmi fyrir að brotnarværu skólareglur, unn- in óhappaverk, sem gætu verið afdrifarík óátalin eða fyrir kæmu í bæjarlífinu atvik, sem- vörðuðu siðferði og gætu mót- að hugarfar nemenda, þá kall- aði Þ.Þ.V. nemendur saman og flutti þeim erindi um hið siðferðilega eða beinskeytta ádrepu, jafnvel svo að nem- endur komust við og væri um óupplýst brot að ræða, þá gæfi sá brotlegi sig fram eftir lestur- inn. Tveir nemendur sögðu sig úr skóla af þeim sökum hve Þ.Þ.V., hafði verið harðorður um atvik, sem snerti þá.Báðir þessir nemendur voru mér handgengnirog héldu sambandi við mig fram á fullorðins ár. Báðir fóru þeir sem fullorðnir menn viðurkenningarorðum um. Þ.Þ.V., kennslu hans og menningarstörf fyrir heim- abyggð þeirra, þrátt fyrir alvar- legan árekstur á unglingsárum. Að fyrsta vetrarstarfi mínu loknu við skólann með Þor- steini, spurði hann mig hvort ég vildi vera áfram við skólann. Eg kvað svo gæti orðið, en með tveimur skilyrðum: að hvorugur gæfum við okkur að stjóirnmálum og eftir nemend- um væri ekki gengið til skóla- setunnar. Við bundum þetta fastmæl- um. - Ég gerði kennslu að atvinnu minni í samstarfi við Þ.Þ.V. og hefi aldrei séð eftir því. Einhverju sinni spurði ég Þorstein, af hverju hann hefði fljótlega eftir brottför mína gengið í Framsóknarflokkinn, því, að mér hafði sýnst hann una vel hag sínum án stjórn- málaafskipta. Hann kvaðst fljótt hafa orðið þess áskynja, að honum myndi eigi takast að koma upp húsi yfir skólastarf- ið, nema með tilstyrk stjórn- málaflokks, sem hann væri virkur í. - Árið 1947 var hafið að reisa hús yfir skólann og 19. okt. 1952 var skólinn settur í því í fyrsta sinn. - Og á vori dánarárs Þorsteins Þ. Víg- lundssonar eru fyrstu stúdent- arnir brautskráðir t'rá skóla, sem hefur þróast frá unglinga- skóla,gagnfræðaskóla til fram- haldsskóla, sem brautskráir stúdenta. - Þessi sögulegi at- burður í menningu Eyjanna mun hafa verið gleðitíðindi Þorsteini og þá engu minni að við skólann eru tengd kennslu- og þjálfunarstörf fyrir hagnýt fræði atvinnulífinu og að eigi þarf lengur að sníkja fé til þess að sjá svo nauðsynlegri fræðslu farborða. Ég valdi þá leið að minnast Þorsteins Þ. Víglundssonar latins, með því að skrá frásögn af samstarfi okkar, því að hann hafði oft orðað við mig að minnast þessa skólastarfs okk- ar með grein í Blik. - Verðugt væri það Þorsteini Þ. Víglunds- sy ni sem skólamanni að skrifuð væri um störf hans sem skóla- stjóra 1927-1963 ýtarleg ritgerð. Ómetanleg stoð Þorsteini Þ. Víglundssyni í erilsömum, stundum stormasömum og margþættum störfum var að njóta heimilis, sem Ingveldur Jóhannsdóttir hafði búið honum. Hvenær, sem inn fyrir dyr þess var komið, var maður umvafinn alúð eiginkonunnar, sérlega hlýleg húsmóðir. Er Þ.Þ.V. er minnst leitar hugur- inn til Ingveldar og leitast við- að þakka henni störf henar og tjá henni og börnum þeirra hjóna samúð og virðingu. Þorstcinn Einarsson. t ■ Þorsteinn Þórður Víg- lundsson fyrrverandi skóla- stjóri í Vestmannaeyjum lést þriðja þ. mán. á Landakots- spítalanum í Reykjavík. Hann var fæddur að Melum í Mjóa- firði 19. okt. 1899. Foreldrar hans voru Víglundur Þor- grímsson og kona hans Jónína Guðrún Þorsteinsdóttir. Var faðir hans Snæfellingur að upp- runa, en móðir af Hurðabaks- ætt í Borgafirði vestra. Þau slitu samvistum þegar Þorsteinn var á barnsaldri, og var hann frá átta ára aldri í fóstri að Hóli í Norðfirði hjá Stefaníu Guð- jónsdóttur frá Hlíð í Hruna- mannahreppi og Vigfúsi Sig- urðssyni sjó- og útgerðarmanni frá Kúfhóli í Landeyjum. Fjórðungi bregður til fósturs, segir máltæki, og er mér sagt að Þorsteinn hafi á unglingsárum mótast af Vig- fúsi fóstra sínum. Að þeirrar tíðar hætti hefur Þorsteinn snemma farið að leggja hönd að verki, og má geta þess að 14 ára réri hann frá Norðfirði sem fullgildur háseti hjá fóstra sínum. En hugur sveinsins stóð til mennta, og naut þegar á ung- lingsárum tilsagnar ágætra kennara, og má þar til nefna Sigdór Brekkan og Valdimar Snævar, sem báðir voru þá virtir skólamenn á Norðfirði. Næsti áfangi á menntabraut- inni var búnaðarskólinn á Hvanneyri og lauk Þorsteinn prófi í búfræði vorið 1919. Sennilegt er að Halldór Vil- hjálmsson bændahöfðingi og skólastjóri á Hvanneyri, hafi hvatt efnilega nemendur til frekara náms í búvísindum. Að minnsta kosti er víst að hugur Þorsteins stefndi til náms í búnaðarháskólanum í Ási í Noregi. Með það mark- mið í huga stundaði hann nám í þrjá vetur í Noregi. Fyrst í Lýðháskólanum á Voss og síð- ar í Menntaskólanum á Volda, þar sem hann lauk stúdents- prófi í sögu, norsku og stærð- fræði 1924. En draumurinn um

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.