NT - 10.09.1984, Blaðsíða 2

NT - 10.09.1984, Blaðsíða 2
ffi' Mánudagur 10. september 1984 Reykvíkingar kaupa flesta nýju bílana... Og selja „sveitamönn- unum“ gömlu skrjóðana ■ Rauði þráðurinn í bflavið- skiptum landsmanna virðist sá, að höfuðborgarbúar kaupa flesta nýju bílana en selja síðan landsbyggðamönnum þá gömlu, þar sem ævidagar þeirra eru svo endanlega taldir. Þetta við- skiptamunstur má í grófum dráttum lesa út úr skýrslu Bif- reiðaeftirlits ríkisins 1983 um fjölda ökutækja, nýskráningar og afskráningar úr sér genginna ökutækja, a.m.k. hvað varðar s.l. ár. Hvert Reykvíkingar eða landsbyggðamenn gerí svo betri bflakaup skal ekki dæmt um hér. Af um 40.500 ökutækjum Reykvíkinga um síðustu áramót voru 2.854 nýskráð á árinu eða um 1 afhverjum 14ökutækjum, en hlutfall afskráðra var aðeins um 1 af hverjum 37. Af hins vegar um 43.500 ökutækjum landsbyggðarmanna (utan Reykjaneskjördæmis) voru að- eins um 1.700 nýskráð eða 26. hvert en hlutfall afskráðra var hins vegar 1 af hverjum 22, þ.e. hærra en nýskráðu bílanna. Á einstökum stöðum á lands- byggðinni voru hlutföllin þó miklu verri en þetta. Þannig voru t.d. afskráð alls 105 öku- tæki í Barðastrandarsýslu (1 af hverjum 11) en aðeins 31 ný- skráð í staðinn, á Akranesi 155 afskráð en aðeins 65 nýskráð, á Seyðisfirði og N-Múlasýslu 90 afskráð en 41 nýskráð og í Strandasýslu 32 afskráð en að- eins 16 nýskráð. í ellefu öðrum umdæmum voru afskráð öku- tæki allt að tvöfalt fleiri en þau sem ný komu í staðinn. Íbúafj. % Ökutæki % | z % Afskrán. % Reykjuncs 55.255 23,2 24.723 22,7 1.459 24,2 965 24 Reykjavik 87.309 36,7 40.520 37,3 2,854 47,4 1.087 27 Landsbyeeðin 95.511 40,1 43.502 40 1.705 28,3 1.980 49 238.175 108.758 6.018 4.032 ■ Gins og sjá má á þessari töflu er fólksfjöldi og bflaeign Reykvíkinga annars vegar og landsbyggðarinnar hins vegar (utan Reykjaneskjördæmis) hlutfallslega svipuð. Af nýskráðum ökutækj- um í landinu á síðasta ári var hins vegar nær helmingurinn skráður á R-númer og hátt í þrefalt fleirí en þeir bflar sem afskráðir voru, en af þeim var aðeins um fjórðungurínn í Reykjavík. Á landsbyggð- inni snérust tölurnar heldur betur við. Þar var um helmingurínn af öllum afskráðum ökutækjum, sem voru jafnframt nær 300 fleiri en nýskráð ökutæki, en af þeim eignuðust landsbyggðamenn aðeins um fjórðunginn á síðasta árí. í Reykjaneskjördæmi eru hins vegar öll hlutföll mjög svipuð; íbúafjöldi, bflafjöldi, nýskráningar og afskráningar gamalla ökutækja. Bflum á Keflavíkurflugvelli er sleppt í töflunni. Laxá á Asum Veiðitímabilinu í Laxá á Ásum lauk á hádegi laugardag- inn 1. september síðastliðinn. 625 laxar fengust úr ánni í sumar, sem er lélegt miðað við undanfarin sumur, en samt sem áður ágætis veiði, þegar á það er litið, að allir þessir fiskar hafa fengist á tvær stangir. Veiði fór bæði snemma og mjög vel af stað í byrjun sumars, og laxinn var óvenju vænn. En þegar aðalveiðitím- inn byrjaði í júlí, tók fyrir laxagöngurnar. Smálaxinn brást og kom ekki nema í mjög litlum mæli. Ágústmánuðurvar einnig tregur. Laxá á Ásum hefur skipað sérstakan sess meðal íslenskra laxveiðiáa sem besta veiðiá landsins miðað við veidda laxa á stöng. Þrátt fyrir hrunið í sumar heldur hún trúlega því sæti áfram. Árið 1978 var toppveiðiár í Laxá. Þá veiddust í henni 854 laxar á tvær stangir, og alveg með ólíkindum hvað getur veiðst af laxi í þessari litlu á. f fyrra veiddust 1050 laxar. Vatnsdalsá Nú eru komnir 569 laxar á land úr Vatnsdalsá og töluvert af bleikju. Á laugardag kom einn 22 punda lax og veiddist hann á Garry númer 6. Veiði- maðurinn var Guðjón Tómas- son. Laxveiðin í Vatnsdalsá hefur verið með alversta móti í sumar, ekki verið svona slæm síðan 1976, en þá veiddist 571 fiskur í ánni. í fyrra fengust 879 laxar í Vatnsdalsá. 1978 var gott laxveiðiár þar, eins og víða annars staðar. Þá fengust úr ánni 1466 laxar. 25 punda lax úr Stóru-Laxá 31. ágúst síðastliðinn veidd- ist 25 punda lax á Bergsnös á fyrsta og öðru svæði í Stóru- Laxá. Laxinn gein við flugunni Black Sheep. Sveinn Ingason heitir veiðimaðurinn sem var svo heppinn að takast á við þennan stóra fisk. Eftir því sem Veiðihornið kemst næst, mun þetta vera stærsti laxinn úr ánni í sumar. Innkaupaferðir til islands: Kanarnir koma - á vegum Flugleiða ■ Flugleiðir hafa skipulagt innkaupaferðir til Islands fyrir íbúa Chicago svæðisins, í samvinnu við bandaríska aðila. Hér er um að ræða 3-4 daga ferðir og kemur fyrsti hópurinn undir lok þessa mánaðar. Verður boðið upp á þessar ferðir út nóvem- bermánuð. Að sögn Sigfúsar Erlings- sonar, framkvæmdastjóra markaðssviðs Flugleiða, hef- ur bókast prýðilega vel í ferðirnar; meira en búist var við. Ætla má, að það séu einkum ullarvörur alls konar, sem muni freista bandarísku ferðalanganna hvað mest. Auk búðarápsins verður þeim þó boðið upp á styttri ferðir út frá Reykja- vík, eins og til Gullfoss og Geysis, Vestmannaeyja og annarra staða, sem farið er til með ferðamenn á þessum tíma árs. Gert er ráð fyrir, að 40-50 manns verði í hverjum hópi og sagði Sigfús, að tilraunir, sem gerðar voru með slíkar ferðir í fyrra bentu til þess, að í þær færi miðstéttarfólk, sem komið væri af léttasta skeiði. „Við erum ánægðir með undirtektirnar og vonumst til að geta útvíkkað þetta síðar,“ sagði Sigfús Erlings- son. Lánamál íslenskra námsmanna: „Við fáum ekkert lán- verðum að hætta námi“ - Bankarnir taka ekkert mark á útreikningum Lánasjóðsins bjóða 10% fjárþarfar - Rætt við tvo íslenska námsmenn, sem nú haf a hrökklast f rá námi í Bandaríkjunum ■ Eins og kunnugt er þá hafa lánamál íslenskra námsmanna verið í brennidepli að undan- förnu, í kjölfar þeirrar yfirlýs- ingar menntamálaráðherra að námsmenn á fyrsta ári skuli leita sér fyrirgreiðslu innan bankakerfisins, en ekki í Lána- sjóði íslenskra námsmanna. Á hinn bóginn hefur engin trygg- ing fengist fyrir því að náms- 1 brotajárn í Bretlandi ■ Þessir gömlu og lúnu síðu- togarar bíða nú í Reykjavíkur- höfn sinnar síðustu siglingar. Góssið sem farið verður með í erlenda höfn að þessu sinni verður þó ekki annað en slátrið úr þessum félögum - brotajárn í bræðslu. Þeir heita Ársæll, 24 ára, gaflarí og Birgir 21 árs, en hann er að vestan, frá Patró. Nýlega gerðu einhverjir óþokkar það skemmdarverk að kveikja í flakinu af Ársæli sem er eftir enn óhrjálegra en áður. Því er það að Stálfélagið sem haft hefur niðurrif þessara skipa á verkefnalista um nokkurra ára skeið, er knúið til þess að flýta framkvæmdum og fá er- lenda. aðila til verksins. Verða þeir fluttir út fyrir veturinn. Árin 1980 og 1981 var eigendum veitt fé úr Úreldingasjóði og Aldurslagsjóði fyrir að leggja þeim og rífa. Nú eru í landinu 18 togarar 14 ára og eldri, sá elsti frá 1957. NT-mynd.: Róbert menn fái umrædda fyrirgreiðslu og nú virðist sem afleiðingar þessarar menntastefnu séu að koma í Ijós. NT hitti að máli tvo náms- menn sem mikið hafa reynt að fá fyrirgreiðslu innan bankanna, án árangurs. Þeir eru báðir á þrítugsaldri - annar með sex manna fjölskyldu á framfæri - og hugðust leggja stund á málm- rannsóknanám í Oklahóma, Bandaríkjunum. Báðir urðu þeir frá að hverfa sökum fjárskorts, eftir þriggja vikna dvöl erlendis. Bréf frá LÍN er marklaust í augum bankastjóranna „Við höfum þrætt allar stofn- anir, másegja,þ.á.m. utanríkis- ráðuneytið, fjármálaráðuneytið og menntamálaráðuneytið. En það gengur ekkert. Eina vonin er að utanríkisráðuneytið geti e.t.v. útvegað íslenskum náms- mönnum tímabundið atvinnu- leyfi í Bandaríkjunum svo menn geti staðið undir eigin fram- færslu. En við núverandi að- stæður fáum við ekki að vinna þar þó við viljum, því náms- menn hafa ekki atvinnuleyfi úti“ sögðu þeir féiagar í samtali við NT. Hvorugur vildi láta nafns síns getið, af ótta við hugsanleg- ar afleiðingar. Hvaða svór hafið þið fengið í bönkunum? „Við fáum einfaldlega ekkert lán. Okkur var sagt að það þýddi ekkert að koma með bréf frá lánasjóðnum, það héfði ekk- ert að segja. Þetta er mjög dýrt nám sem við hyggjumst stunda, skólagjöldin eru 500$. Lána- sjóðurinn áætlaði fjárþörfina á þriðja hundrað þúsund, en okk- ur voru boðin þrjátíu til fimmtíu þúsund". „Það breytti heldur engu þó ég hefði meðmælabréf frá ýmsum stofnunum þar sem áhersla var lögð á að þetta væri þarflegt nám. Það vantar fólk sem er menntað á þessu sviði“, segir annar þeirra. „Þetta ævin- týri hefur nú þegar kostað mig fjögur hundruð þúsund. Ég þurfti t.d. að selja alla búslóð- ina mína á hálfvirði, áður en ég kom heim“, bætir hann við. Peningunum kastað í ann- að „Okkur þótti helv..., hart að lesa það í íslensku blöðunum á leiðinni heim frá Bandaríkjun- um, að íslenski sendiherrann í Washington hefði fengið 750 þús. króna lán fyrir sundlaug og að aðstoðarmaður hans hefði fengið tvær og hálfa milljón fyrir einbýlishúsi. Svo er ekki hægt að framfleyta íslenskum námsmönnum sem berjast í bökkum. Þrjúhundruð þúsund eru jú há upphæð. en samt er það þannig að það rétt nægir í Bandaríkjunum. Skólagjöldin eru gífurlega há. Þarna eru engar gangstéttir, engir strætis- vagnar, og 30 km. í skólann. Maður verður að eiga bíl, og bílinn þarf að tryggja, að maður tali ekki um fjölskylduna. Þetta tekur maður af láninu sínu og á fullt í fangi með að láta enda ná saman." Hvað hyggist þið taka til bragðs? „Ég ætla að reyna að komast út aftur, því ég vil ekki gefast upp. Þetta er búið að kosta það mikið að ég verð að sjá einhvern árangur af allri fyrirhöfninni,“ segir fjölskyldumaðurinn. „Ég hef gefist upp í bili. Það verður ekkert nám hjá mér á næstunni... ekki næstu árin. Enda get ég ekki séð að ég geti byrjað eftir áramót. Ég hef ekki skilað neinum einingum á haust- önninni, því ég varð að hætta svo það væri að byrja upp á nýtt. Þá upphefst sami leikur- inn, býst ég við. Ég get ekki staðið í því að ferðast á milli landa upp á von og óvon, eða til einskis," segir hinn. „En við treystum að sjálf- sögðu á það, að námsmenn berjist með kjafti og klóm til að breyta ástandinu. Það má ekki eiga sér stað að sama vitleysan endurtaki sig í janúar, eða næsta haust.“ Forsætisráðherra: Heimsækir Jórdaníu og ísrael ■ Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, fór utan á laugardagsmorgun áleiðis til Jordan, þar sem hann hefur þegið boð stjórnvalda, ásamt nokkrum öðrum erlendum stjórnmálamönnum um aðtaka þátt í viðræðum um ástaiid og horfur fyrir botni Miðjarðar- hafs. Hann mun jafnframt fara til ísraels, þar sem honum hefur verið boðið að flytja ávarp við opnun ársþings Alþjóðasam- bands frjálslyndra stjórnmála- flokka. Forsætisráðherra er væntanlegur heim n.k. sunnu- dag.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.