NT - 10.09.1984, Blaðsíða 32

NT - 10.09.1984, Blaðsíða 32
Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólartiringiinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrir hverja ábendingu sem leiðir til fréttar í blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt ■ Hópur af gömlum frjálsíþróttakcmpum kom í gær saman á Laugardalsvelli, þar sem fram fór Öldungamót Frjálsíþróttasambands- ins. Þar var keppt í mörgum greinum, og gamalkunnir taktar sýndir. Á myndinni sést einn eitilharöur, sem keppt hefur víða fyrir hönd íslands, Valbjörn Þorláksson, stökkva langstökk. Það er efeki að sjá að Valbjörn hafi neinu gleymt... NT-myndir Róben. Knapp kominn WT Tony knapp landsliðs- þjálfari íslands í knatt- spyrnu kom til landsins í gær. Knapp kom ásamt flestum íslensku at- vinnumannanna, en þeir verða sjö í landsliðshópn- um gegn Wales. Landliðshópurinn kom saman í gær á Hótel Loft- leiðum, þar sem liðið snæddi kvöldverð. Síðan hélt liðið austur á Laugar- vatn, þar sem dvalist verður í Húsmæðraskól- anum til þriðjudags- kvölds. Þá mun landslið- ið koma til Reykjavíkur og dvelja á Hótel Loft- leiðum fram að lands- leiknum gegn Wales, sem hefst klukkan 18.15. Arsenal burstaði Englandsmeistarana - sjá allt um ensku knattspyrnuna bls. 31 Hver fellur í 2. deild ásamt KA? - sjá bls. 30 og um íslensku knattspymuna bls. 25,26 og 27 Stuttgart vann Bielefeld 7-2 - bls. 30 - íþróttir bls 25-32 Sjö atvinnumenn með gegn Wales: Sigurður í hópinn ■ Sigurður Grétarsson, sem nú hefur gert samn- ing við gríska fyrstudeild- arliðið í knattspyrnu, Ir- agles Þesaloniki, oghefur undirbúið sig af krafti undir komandi keppnis- tímabil þar undanfarið, verður í landsliðshópi ís- lands gegn Wales næst- komandi miðvikudags- kvöld. Sigurður kemur í stað Arnórs Guðjohnsen, sem ekki getur tekið þátt í leiknum. Áður hafði ein breyting verið gerð á landsliðs- hópnum, Karl Þórðarson kom inn í stað Lárusar Guðmundssonar sem ekki getur verið með vegna meiðsla. Landsliðshópinn skipa því eftirtaldir leikmenn: Markverðir eru Bjarni Sigurðsson Akranesi og Þorsteinn Bjarnason Keflavík. Aðrir leikmenn eru Atli Eðvaldsson Fort- una Diisseldorf, Árni ■ Sigurður Grétarsson. Sveinsson Akranesi, Ár- sæll Kristjánsson Þrótti, Ásgeir Sigurvinsson VFB Stuttgart, Guðmundur Þorbjörnsson Val, Janus Guðlaugsson Fortuna Köln, Karl Þórðarson Akranesi, Magnús Bergs Eintracht Braunschweig, Pétur Pétursson Feye- noord, Ragnar Margeirs- son Keflavík, Sigurður Grétarsson Iragles Þessa- loniki, Sigurður Lárusson Akranesi, Sævar Jónsson CS Brugge og Þorgrímur Þráinsson Val. Sjö atvinnumenn leika því með gegn Wales. Anderlecht vann Beveren 2-1 og er efst: Stórleikur Arnórs - Arnór lagði upp glæsimark og gott mark dæmt af honum ■ Arnór Guðjohnsen knatt- spyrnumaður hjá Anderlecht í Belgíu átti stórleik með liði sínu á laugardag, er það sigraði aðal- keppinauta sína, Beveren 2-1. Arnór lék skínandt vel í fyrri hálfleik, og lagði þá upp glæsi- legt mark sem Alex Czermatin- sky skoraði. Síðan skoraði Arn- ór gott mark í síðari hálfleik, sem dæmt var af vegna rang- stöðu. Þótti sá dómur mjög orka tvímælis að því er heimildir NT herma. Anderlecht er nú efst í belgísku 1. deildinni, eftir sigurinn á Beveren. Beveren hafði fyrir umferðina á laugar- dag jafnmörg stig og Ander- lecht, Ghent og FC Brugge, en Ghent og Brugge gerðu jafntefli á laugardag. „Þetta gekk mjög vel hjá mér, ég fékk að byrja leikinn og lék með þar til á 75. mínútu þegar ég bað um að mér yrði skipt útaf vegna þess að ég var að fá krampa í hægri fótinn“, sagði Arnór í samtali við NT í gær. Alex Czerniatinsky skoraði bæði mörk Anderlecht, hið fyrra eftir að Arnór hafði stöðv- að sókn Beveren, þotið með boltann upp undir vítateig þar sem hann gaf boltann og fékk hann síðan aftur út á kant. Þaðan gaf Arnór glæsisendingu beint á kollinn á Czerniatinsky sem skoraði með góðum skalla. Czerniatinsky skoraði svo síðara markið mjög glæsilega, lék í gegn um vörn Beveren, á markvörðinn við endalínuna, þaðan sem hann skaut í fjar- stöng og inn. Arnór á að leika aftur með Anderlecht- á miðvikudag í bikarkeppninni. Hann sagði að mikil pressa hefði verið á sér um að fara ekki í landsleik íslands og Wales, af hálfu þjálfara og stjórnar Anderlecht. „Ég er að berjast fyrir sæti mínu í liðinu, og get því hreinlega ekki komið. Ég hef átt við meiðsli að stríða lengi, og nú fyrst er þetta farið að ganga. { slíkri stöðu getur maður ekki annað en verið kyrr, ekki síst þar sem mjög eindregnar óskir eru þar að lútandi frá þjálfaranum“, sagði Arnór. Arnór sagði að hann hefði langað mikið til að koma, og væri tilbúinn að leika með®ís- lenskaliðinu í leikjum þess í undankeppni HM eftir Wales- leikinn ef óskað væri eftir Sævar Jónsson og félagar hjá honum.svofremisemþeirrækj- Cercle Brugge gerðu jafntefli ust ekki á leiki Anderlecht. við Mechelen, 2-2 á laugardag. ■ Arnór Guðjohnsen átti stórleik með Anderlecht, en mun ekki geta leikið með íslenska landsliðinu gegn Wales,

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.