NT - 10.09.1984, Blaðsíða 10

NT - 10.09.1984, Blaðsíða 10
Mánudagur 10. september 1984 10 Þorsteinn Þ. Víglundsson Það mun hafa verið í júlí- mánuði á því herrans ári 1972, að mér bárust skilaboð, frá því sem við dauðlegir menn köllum æðri máttarvöld. Mér væri ætlað að fara í ferðalag, sem þó væri ekki beint ferða- lag. Atvik voru þau að mér gafst fyrir tilstilli ömmu minnar, tækifæri á að sækja miðilsfund hjá Hafsteini Björnssyni. Þar flutti Runki, sem mörgum er kunnur, mér þessi tíðindi. Jafnframt tók hann af mér strangt ioforð, að læra ekki til prests, af ástæðum sem hér verða ekki tíundaðar, því þá ætti ég á hættu að fá biskupinn okkar sæla og prest- ana á hæla mér. Ég var nú ekki trúaður á, að af neinu ferðalagi yrði, en Runki sagði: Sannaðu til, eftir 20. ágúst. Finna (önnur þekkt persóna á miðils- fundum Hafsteins) bað mig fyrir alla muni að fara varlega á þessum vélum (mjólkurbíl- um, sem ég þá hafði atvinnu af að aka). Allt kom fyrir ekki. Þann 18. ágúst var ég farþegi í bíl og lenti í bílslysi, sem orsakaði það að ég gat ekki haldið áfram vinnu minni hjá Mjólkursamsölunni í Reykja- vík. Pann 25. ágúst hringdi síðan mér ókunnugur maður til mín og sagðist vilja ráða mig í vinnu, sem gjaldkera hjá Sparisjóði Vestmannaeyja. Allt var þetta mér framandi. Sá sem hringdi í mig var enginn annar en Porsteinn Þ. Víg- lundsson, sem ég vissi þá engin deili á. Þ.P.V., en svo var hann gjarnan nefndur, hafði þá haft samband við lærimeist- ara minn Guðmund Sveinsson, skólastjóra Samvinnuskólans Bifröst. Porsteinn sagðist koma í bæinn um næstu helgi, til að ganga frá ráðningu minni. Ekkert hik, þó að við hefðum aldrei sést. Þetta var ekta Þ.Þ.V. Þegar ég spurði hann um kaupið, svaraði hann: „Ekkert mál góði minn, þú færð bara sama kaup og ég hef og svo útvega ég þér ódýrt fæði og húsnæði." í byrjun septem- ber 1972 var ég floginn til Eyja, í áður óþekkt umhverfi og byrjaður að starfa innanum framandi fólk, bæði starfs- menn og viðskiptavini, sem ég átti þó fljótt eftir að komast að, að var hið mesta gæðafólk. Margra skemmtilegra „karak- tera“ minnist ég frá þessum árum, t.d. Freymóðs bæjar- fógeta og Jóns Hjaltasonar, lögfræðings, en merkastur allra var þó sparisjóðsstjórinn Þorsteinn Þórður Víglunds- son. Þ.Þ.V. var þá löngu orð- inn löglegt gamalmenni, en skilaði þó margföldum vinn- udegi. Sem sparisjóðsstjóri, byggðasafnsdriffjöður, útgef- andi og ritstjóri Bliks, ársrits Vestmannaeyja, með meiru. Það er engin leið að lýsa Þ.Þ.V., til þess var hann of stórbrotinn. Besta heimildin er þó Blik, sem hann ritstýrði og gaf út í hartnær hálfa öld. Ennfremur hefur verið ó- gjörningur að gefa út bók um Eyjar án þess að minnast á Þ.Þ.V. Þorsteinn var og er hluti Vestmannaeyja. Án hann hefði mannlíf og menning í Eyjum aldrei verið sú sama. Sú ráðstöfun herra Ásgeirs Ás- geirssonar síðar forseta Islands, að fá Þ.Þ.V. árið 1927 til að fara til Eyja og koma skipulagi á skólamálin varð árangursrík. Ásgeir heitinn hefur trúlega séð í Þorsteini mikið mannsefni og „massív- an“ höfðingja. Enda bera verkin merkin. Hús Spari- sjóðsins, reist af slíkum stórhug, að þar var hægt að hýsa auk hans bæjarfógetann og Byggðasafnið, lengi vel. Gagnfræðaskólinn, Mjólkur- samsöluhúsið, Leikhúsið og Byggðasafnið og svo mætti lengi telja. Frumkvöðull að öllum þessum byggingum var Þ.Þ.V. Auk skólastjórastarfa var Þorsteinn í Goðasteini frumkvöðull að stofnun Spari- sjóðs Vestmannaeyja, a.m.k. tveggja kaupfélaga, Byggða- safnsins og þannig mætti halda áfram. Hann gaf ennfremur út blöð og bækur. Afköstin voru með ólíkindum og allt var gert af miklum stórhug. Ekki var nein lognmolla í kringum Þor- stein. Andstæðingar hans, pólitískir og aðrir keppinautar, gerðu allt til að losna við manninn úr Eyjum, M.a. var gripið til þess örþrifaráðs, að lækka við hann skólastjóra- launin, en Þorsteinn kunni ráð við því. Hann fór í rófurækt með Einari ríka! Síðar naut hann aðstoðar pólítísks andstæðings síns Bjarna Benediktssonar, þáver- andi menntamálaráðherra. Samkomulag varð með Þor- steini og Bjarna, um að Þor- steinn hætti við málaferli á hendur einum ráðherra í ríkis- stjórninni, en í staðinn hjálp- aði Bjarni Þorsteini við að fullgera Gagnfræðaskólann. Jafnfram sáu þeir Bjarni Bene- diktsson, Einar ríki og fleiri góðir menn um að skrúfað var uppí ýmsa rógbera og sóða- kjafta. Þ.Þ.V. taldi að Bjarni Benediktsson hefði verið sinn besti yfirmaður. Ég var svo lánsamur, að vinna oft frameftir í Spari- sjóðnum, á svokölluðum „hundavöktum", með Þor- steini. Þá sagði hann mér svo lýgilegar sögur frá gamalli tíð, málaferlum og árásum, að ég hefði ekki trúað því að slíkir hlutir væru til, ef ekki hefði verið til frásagnar jafn vandað- ur maður og Þ.Þ.V. Einar ríki sagði mér eitt sinn, þegar ég fór með nýútkomið Blik til hans, að það hefði verið gaman að fá Þorstein útí útgerð og einkaverslun, en til þess hefði hann verið ófáanlegur. Þor- steinn mat hag heildarinnar langt fram yfir sína einkahags- muni. Ekki fóru skoðanir okk- ar Þorsteins alltaf saman, þó við virtum sjónarmið hvors annars. Hann sagði oft við mig þegar honum blöskraði. „Þú ert gott efni í Reykjavíkur- kaupmann“. Við Þorsteinn lifðum saman eitt eldgos. Að kvöldi hins 23. janúar 1973 sigldum við frá Reykjavík ásamt Benedikt núverandi sparisjóðsstjóra, með strandferðaskipi, til að sækja Sparisjóðinn. Ekki gekk of vel að fá leyfi til að fara til Eyja en Ólafur heitinn Jóhannesson gaf þó á endanum leyfi til þess, gegn því að Magnús Magnússon bæjar- stjóri myndieinnigsamþykkja. Engin leið var að ná tali af Magnúsi, en strax og við kom- um til Eyja lét Þorsteinn hann vita, að við værum þar með hans leyfi. Lét Magnús það gott heita, enda kátur mjög að sjá Þorstein vin sinn. Eftir að búið var að flytja Sparisjóðinn, Þorsteinn með víxlana í sinni koju og ég með peningana undir koddanum, fór Þor- steinn aftur til Eyja, til að bjarga Byggðasafninu. Um sína eigin búslóð í Goðasteini hirti hann ekki að sinni. Sparisjóðurinn fékk inni í Seðlabankanum, fyrir velvild góðra manna þar og Byggða- safnið hýsti Þór Magnússon þjóðminjavörður af mikilli lipurð. Gagnfræðaskólinn í Eyjum, sem sumir menn sögðu að Þorsteinn hefði byggt af mikilli sérvisku uppi á hæð, var vel varinn fyrir náttúru- öflunum. Þar reis fljótt mið- stöð björgunar og fjarskipta- starfs í Eyjum. Þorsteinn byggði skólann á sínum tíma, að því er þröngsýnum mönnum sýndist út úr bænum, en hann hafði þá í huga byggðaþróun. Skólinn er því mjög miðsvæðis í dag. Mikið reyndi á Þorstein í starfi sparisjóðsstjóra, á með- an gosið stóð yfir. Engir pen- ingar komu inn. Með lögum voru allir víxlar framlengdir um tvo mánuði, en peningar streymdu út. Kom sér nú vel, að vanur skipstjóri var á skút- unni, þannig að siglt var milli skers og báru og aldrei kenn- dum við grunns. Einnig dreifð- ust Vestmannaeyingar út um land, svo oft var erfitt að ná í skuldunautana. Á einhvern furðulegan hátt var Þorsteinn þó alltaf með það á hreinu hvert hver hefði flutt og gat miðlað uppiýsingum um það. Gengi illa að ná í víxilskuldara var viðkvæðið oftast, „Hafðu engar áhyggjur, hann borgar, þetta er gamall nemandi minn.“ Að baki hverjum góðum manni er góð kona. Þorsteinn kvæntist árið 1926 eiginkou sinni, Ingigerði Jóhannsdótt- ur. Það er eins og það hafi gerst í gær, svo vel man ég, hve Ingigerður tók vel á móti mér haustið 1973. Þá kom ég fljúg- andi til Eyja, til að hafa umsjón með og starfrækja nokkurs konar útibú Sparisjóðsins í Eyjum, aðalstöðvarnar voru þá enn í Seðlabankanum. „Ég treysti þér, alveg eins og sjálf- um mér“, varð það síðasta sem Þorsteinn sagði, áður en að hann fór aftur til starfa, uppi á „fastalandinu". Eftir stormasama og við- burðaríka ævi myndaðist þó að lokum kyrrð í kringum Þorstein. Vestmannaeyingar og aðrir sýndu honum marg- háttaða virðingu og þökk fyrir vel unnin störf. Er ekki ofmælt, að enginn aðkomu- maður hafi skilið eftir sig heilladrýgri spor í Vestmanna- eyjum heldur en hinn vel menntaði og gegnheili Aust- firðingur Þorsteinn Þórður Víglundsson. Það sagði mér á dögunum, náið skyldmenni mitt.að hann hefði hitt fyrrum bankastjóra Landsbankans skömmu eftir að ég fór til Eyja. Bankastjór- inn fyrrverandi spurði þá að því; „Hvað gerir Oli.“ Er hann frétt að égværi ívinnu.með og fyrir Þ.Þ.V. sagði hann: „Það verður lærdómsríkt fyrir Óla. Við veðjuðum á rangan hest, að bakka ekki Þ.Þ.V. upp, þegar á reyndi. Þorsteinn vann alla tíð ötul- lega að æskulýðs og bindindis- málum, þó ekki tækist honum að gera neinn bindindismann úr mér. Aftur á móti nam ég hjá Þorsteini nákvæmni, spar- semi og nýtni og að fara vel með annarra fjármuni. Enn- fremur að þola ekki óréttlæti frá öðrum, sama hver á í hlut. Minn háskóli í þessum efnum eru kynni mín af Þorsteini og frú Salome Nagel, sem ég vann síðar með á öðrum stað. Ég hef oft furðað mig á því, að Þ.Þ.V. skyldi velja mig fram yfir marga mæta menn, til þess að vinna fyrir sig. Ég trúi því að þar hafi æðri máttar- völd spilað inní. Nú er Þorsteinn kominn á þeirra fund. Stormasömu, eril- sömu, en giftudrjúgu starfi hef- ur verið skilað. Minnisvarð- arnir eru óbrothættir og minn- ingin um góðan mann gleymist ekki þeim sem kynntust. Ég votta þeirri góðu konu Ingi- gerði Jóhannssdóttur, sem hit- aði margan góðan kaffisopann fyrir okkur Þorstein, svo og öðrum ættingjum, mína dýpstu samúð. Olafur Haraldsson. Mánudagur 10. september m <Q 0' 0 *■ 0) 0 2 ■■■ 0) o* (Q 0 -t 0) 0 f4 Q)> 0 7T -t ■ ■4i 0) 3 a mma 0) 0* z H q> c ; o a . f > 3|S *><Q E r * § s S: 3 . 0) . 0* ! 0) ( ( Q)> ( 0 0)> ty 0 3 0 as c: t CQ 3 ? 3 0 o ■O- —s 0) o (Q 0 s 0 Með því að fylla út þennan seðil getur þú fengið sent til þín nýtt eintak af NT hlað- ið fréttum á hverjum degi.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.