NT - 21.11.1984, Page 7

NT - 21.11.1984, Page 7
 rn Miðvikudagur 21. nóvember 1984 7 Lu ll Vettvangur Þjóðleikhúsið, litla sviðið: Góða nótt, mamma. Höfundur: Marsha Norman. Þýðandi: Olga Guðrún Árnadóttir. Leikmynd og búningar: Þor- björg Höskuldsdóttir. Leik- stjóri: Lárus Ýmir Óskarsson. ■ Hvernig er sálarástand þess sem ákveðið hefur að svipta sig lífi? Á það er reynt að varpa Ijósi í þessu leikriti. og vissulega er hér tekið á viðkvæmu máli og erfiðu úr- lausnar, jafnt í skáldskap sem lífinu sjálfu. Sagt hefur verið að verkið sé ætlað þeim til hughreystingar sem eftir lifa, til að firra þá sjálfsásökunum og beiskju. Hvað sem slíku líður og hvort sem leikrit Mörshu Norman getur gegnt nokkru þess háttar hlutverki, er hér um stórbrotið svið að ræða fyrir dramatískan höfund: Manneskjan á ystu landamærum, öllu lokið og aðeins eftir að stíga hið dimma fet, vitandi vits. Hvernig geta menn skilið slíka ákvörðun, hvað þá sætt sig við hana? Viðhorf Mörshu Norman til viðfangsefnisins er umfram allt ljóst og skynsamlegt. Það er , skynsamlegt innan þess hrings sem verki hennar er markað, en slík einkunn segir ekkert um hversu rauntrútt það er andspænis lífinu sjálfu. En höfundur leggur sig fram um að gera ákvörðun Jessie Cates að farga sér skiljanlega, rökrétta, jafnvel réttlætanlega. Það er ekkert lengur sem bind- ur hana við lífið, heilsan brostin, eiginmaðurinn farinn, sonurinn orðinn afbrotamað- ur, engir vinir, ekkert starf. Móðirin ein er eftir og umönnun hennar er ekki næg ástæða til að framlengja líf sem þegar er útbrunnið. Og Jessie segir móður sinni frá ákvörðuninni sama kvöld og hún hyggst kveðja, vill gera henni ljósar ástæðurnar. Það er liður í raunsæisaðferð verksins hversu sí og æ fléttast saman við togstreitu mæðgn- anna um líf Jessie umræða um hin hversdasgslegustum mál- efni. Jessie hefur búið í haginn fyrir móður sína svo að hún geti haldið áfram að lifa sínu reglubundna lífi. Og Jessie hefur sigur. Henni verður ekki bifað, og eftir að skothvellur- inn hefur kveðið við tekur móðirin að framkvæma fyrir- mæli Jessie. Sviðsetning Lárusar Ýmis er smekkvísleg og að ég hygg fyllilega trú anda verksins. Hann leggur áherslu á hófstill- ingu, tempraðan leikmáta sem lætur hið hreinskorna inntak neðar í aldursstiga áfengis- neytenda og jafnvel 10 ára börn séu orðin áfengissjúkling- ar. Margt tleira mætti nefna, sem sýnir að áfengisneysla sé hér orðin alvarlegt þjóðar- mein. sem varla verði rönd við reist. Öldrykkja og fleiri út- sölustaðir mundu einungis auka á.þá meinsemd. Fréttir sagðar í dag, (11/11). frá Sauð- árkróki sanna það ótvírætt. Þrátt fyrir alla þessa vitneskju eru uppi háværar raddir og kröfur karla og kvenna. margra í þjóðfélagslegum ábyrgðarstöðum. um að lög- leyfa bjórsölu og auðvelda neyslu þess öls. Við lestur áður umgetinna frétta frá Soyétríkjunum og Grænlandi vaknaði sú spurn- ing í huga mér: Hvað gera nú þeir „mannbótamenn", sem eru flutningsmenn að áður- nefndu bjórfrumvarpi? Halda þeir sínu striki. og halda áfram að særa alþingismenn og aðra til undanlátssemi við öl- þyrsta, brjóstumkennanlega vínneytendur? Þó vitað sé að það sé böl á böl ofan. - Og hvað gera háttvirtir alþingis- menn? Þaö eru margir sem bíða svars við þessum og öðrum spurningum, sern vakna við slík voðatíðindi. sem hér hefur lítillega verið drepið á. Bæ 11. nóv. 1984, Guðmundur P. Valgeirsson ■ Guðbjörg Þorbjarnardóttir og Kristbjörg Kjeld í hlutverkum sínum í „Góða nótt, mamma“. Hið dimma fet leiksins og skýrleika njóta sín. Leikmynd Þorbjargar Hösk- uldsdóttur er nákvæm og nost- urleg umgerð þess samspils, kannski óþarflega nákvæm að vísu; ég hygg að einfaldari stofugerð hefði hæft betur. enda sviðið í kjaliaranum ekki þannig að það þoli margbrotna leikmynd. Guðbjörg Þorbjarnardóuir fer með hlutverk Thelmu, móðurinnar, og skilar því af myndarskap eins og vænta mátti. Þó var eins og herslu- mun vantaði á að hún hefði full tök á hlutverkinu og öllum skapbrigðum Thelmu í tilraun- um hennar til að hrífa dóttur sína til lífsins. Óöryggi í með- ferð texta var einnig áberandi á frumsýningu. Annars var mynd Guðbjargar af hinni sjálfnægu konu samfelld og brestalaus. En Kristbjörg Kjeld í hlut- verki Jessie er þó burðarás sýningarinnar, - og ber hana vissulega uppi með sóma. Ég hygg að Jessie sé fremsta verk Kristbjargar um langt skeið. Ég hef ekki í annan tíma séð jafnintíman leik hjá henni, vandaðan í smáu og stóru. Hún leiddi í ljós hið brostna líf þessarar konu sem er dauðan- um merkt, kólnuð upp. Fargið sem á henni hvílir birtist þegar í hreyfingum Kristbjargar, raddblæ og látbragði öllu. Og svo er ósveigjanleg einbeitni hennar, yfirvegun og rósemi er hún mælir fyrir um hvernig Thelma skuli hegða sér. Öllu þessu skilaði Kristbjörg af hófstillingu og öryggi sem góð- um Iistamönnum sviðsins er lagið. En - hvað sem líður kostum þessa verks, skýrleika þess, kunnáttu höfundar og alúð leikhússins, - hvað sem þessu öllu líður hlýt ég að gera þá játningu að sýningin snart mig ekki á þann hátt sem hefði mátt ætla. Það liggur hreinlega í aðferð höfundar, markvissri „afdramatíseringu“ efnisins, hinni skynsamlegu natúralísku túlkun. Með þessu móti getur maður, a.m.k. í svip, skilið hvers vegna konan í leiknum vill binda enda á líf sitt, hoppa af strætisvagninum eins og hún segir. En áhorfandinn fær ekki tilfinningu fyrir hinni sálrænu togstreitu, þeirri köldu larn- andi tortímingu sem hefur seilst inn í sálarlíf mann- eskjunnar á þessu hengiflugi. Tilfinningasemi, segir kannski einhver. Að vísu rétt, en mað- ur hlýtur að hugsa til þess hvernig stórfelldara leikskáld en Marsha Norman hefði getað fjallað um slíkt. Við getum nefnt Eugene 0‘Neill og Art- hur Miller, en að því er í leikskrá stendur hafa bandar- ískir gagnrýnendur talið Mörshu Norman arftaka þeirra. Sé svo er það til marks um dramatíska hnignun sem markar okkar öld. Með þurra skynsemishyggju að leiðarljósi skapa menn seint verk sem ná til hjartans. En þetta er ekki sagt til að vanþakka sýningu Þjóðleik- hússins á Góöa nótt, mamma. Þar hefur vel verið unnið og vissulega sett á svið verk sem á erindi til hugsandi fólks. , Gunnar Stefánsson. Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútiminn h.f. Framkvæmdastjóri: Siguröur Skagfjörö Sigurösson Markaösstjóri: Haukur Haraldsson Ritstjóri: Magnús Ólafsson (ábm). Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson Innblaösstjóri: Oddur Ólafsson Tæknistjóri: Gunnar Trausti Guöbjörnsson Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300 Auglýsingasími: 18300 Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 25 kr. og 30 kr. um helgar. Áskrift 275 kr. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaöaprent h.f. Fjölgun á hægri kanti ■ Formannsskiptin í Alþýðuflokknum hafa vakið verðskuldaða athygli. Spurningin er hins vegar hvort þau koma til með að verða afdrifarík fyrir bæði Alþýðuflokkinn og íslensk stjórnmál almennt. Margt bendir til að svo verði, því sterk rök má leiða að því, að Alþýðuflokkurinn muni færast til hægri undir stjórn hins nýja formanns. Flokkurinn hefur reyndar verið á þeirri leið undanfarna áratugi, en að vísu með- smá hléum. Það er fjölmargt, sem bendir nú til þess, að flokkurinn muni á næstunni fjarlægjast íslenskt félagshyggjufólk enn meir en hingað til. Fyrir það fyrsta, er alkunna að Jón Baldvin Hannibalsson, hinn nýkjörni formaður, hefur verið talinn hægri maður í Alþýðuflokknum. Skoðanir hans á t.d. varnar- og öryggismálum ganga í berhögg við skoðanir mjög margra flokksbræðra hans, en eru í samræmi við skoðanir íhaldsins. Sama er að segja um innanlandsmál á mörgum sviðum, eins og kom t.d. vel í Ijós í skrifum Jóns Baldvins um verkalýðsmál í Alþýðublaðinu meðan hann var ritstjóri þar. Frétt DV þess efnis, að nýi formaðurinn hyggist leggja Alþýðublaðið niður sem dagblað er annað merki um hægrisveiflu. í ritstjóratíð núverandi ritstjóra Alþýðublaðsins, Guðmundar Árna Stefáns- sonar, hefur blaðið verið mest sannfærandi málgagn félagshyggju á íslandi og er þá Þjóðviljinn meðtalinn. Þrátt fyrir að Waðið sé hvorki stórt né geti státað af mikilli útbreiðslu, hefur það þó verið mjög mikilvæg- ur miðill félagshyggjufólks. Þar má finna vandaðan málefnaflutning, góð rök og umfram allt þann sannfæringarkraft, sem þarf til að kveikja í félags- hyggjufólki á þessum síðustu og verstu tímum frjálshyggjuæðisins. Enginn flokkur á íslandi skiptir jafn ört um formenn og einmitt Alþýðuflokkurinn, eins og fjórir formenn á tíu árum geta vitnað um. Það er því lífsspursmál fyrir hinn nýja formann að tryggja sig í sessi og það verður varla gert öðru vísi en með sigri í næstu kosningum. Það ber því ekki að undra, þótt baráttumál og aðferðir bak við kosningasigur Vilmund- ar Gylfasonar 1978 verði teknar upp að nýju. Um þá kosningabaráttu hefur Friðrik Sophusson, núverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, eitt sinn réttilega skrifað, að kjósendur hafi ekki greint mun á Alþýðuflokknum og Sjálfstæðisflokknum. Kjósend- ur völdu hins vegar kratana af því þeir höfðu hærra. Nú virðist sem sagt allt stefna í sama farið. Fjórða vísbendingin varðar áhuga hins nýja for- manns á nánara samstarfi við Bandalag jafnaðar- manna, en það hefur endanlega komið sér fyrir á hægri væng íslenskra stjórnmála, eins og Morgun- blaðið hefur bent á í leiðaraskrifum sínum. Eigi til samstarfs að koma, færist Alþýðuflokkurinn því einnig óhjákvæmilega til hægri. Að lokum má nefna sterkustu vísbendinguna. Hún er sú, að í nýlegu viðtali við DV, segist Jón Baldvin stefna að stjórnarsamstarfi með Sjálfstæðis- flokknum og Bandalagi jafnaðarmanna. Frekari vísbendinga er varla þörf: Alþýðuflokkur- inn er á hraðri leið til hægri.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.