NT - 21.11.1984, Side 24
Miðvikudagur 21. nóvember 1984 24
Utlönd
Umræður um sameiningu
kóreskra Ijölskyldna
Punniunjom-Keuier
■ Fulltrúar frá Rauða
krossinum í Suður- og
Norður-Kóreu hittust í
gær í landamæraþorpinu
Panmunjom til að ræða
sameiningu kóreskra fjöl-
skyldna sem skipting
landsins hefur sundrað.
Það er talið að um 10
milljón fjölskyldumeðlim-
ir hafi orðið viðskila í
Kóreustríðinu . 1950 til
1953. Flestir þeirra vita
ekki hvort ættingjar þeirra
eru lífs eða látnir en marg-
ir lifa enn í voninni um að
þeir eigi cftir að hitta
bræður sínar, systur eða
foreldra. Kóresk blöð
skýra oft frá því á mjög
hjartnærhan hátt hvernig
fólk fær upplýsingar um
ættingja sína.
Fyrir rúmum áratug
ræddust fulltrúar frá
Rauða krossinum í
Norður- og Suður-Kóreu
stundum við um samcin-
ingu fjölskyldna en án mikils
árangurs og árið 1973
slitnaði upp úr þeim við-
ræðum. Viðræðurnar í gær
fóru mjög vinsamlega
fram og var ákveðið að
næsti fundur skyldi verða
í Seoul þótt ekki væri
ákveðið hvenær hann yrði.
Norður-Kóreumenn
lögðu til að menn skyldu
koma til fundarins í Seoul
í hátíðarskapi og buðust
til að skipuleggja dans- og
söngsýningar með norður-
kóreskum listamönnum
sem þá myndu sýna í
fyrsta skipti í Suöur-Kór-
eu.
Bandaríkin:
Hagvöxtur og fyrir-
tækjagróði minnkar
Washinj>ton-Rcuter
■ Bandarísk yfirvöld hafa birt
tölur um enfahagsþróun á þriðja
ársfjórðungi þessa árs sem sýna
að hagvöxtur þar hefur minnkað
mjög mikið frá síðasta ársfjórð-
ungi.
Hagvöxtur á tímabilinu júlí
til september var aðeins l,9
prósent á ársgrundvelii saman-
boriö við 7, l prósent á síðasta
ársfjórðungi og l(),l prósent á
fyrsta ársfjórðungi þessa árs.
Hreinn hagnaður fyrirtækja eft-
ir skatta minnkaði einnig á
ársfjórðungnufn um 11 mill-
jarða dollara eða 7,3%.
Þetta hefur m.a. þau áhrif að
nú er því spáð að halli á
fjárlögum næsta árs geti orðiö
meira en 2(K) milljarðar dollara
sem er mikil aukning frá síðasta
ári og mun meiri halli en Reagan
spáði. Hann hélt því fram að
aukin framleiðni .myndileiða
til lækkunaráfjárlagahallanum.
Það kom mörgum á óvart að
þessar slæmu fréttir af efnahags-
þróun í Bandaríkjunum skyldu
ekki leiða til lækkunar dollar-
ans. Dollarinn hækkaði meira
að segja í gær miðað við helstu
gjaldmiðla. En hugsanlega staf-
ar það af því að nú telja margir
spákaupmenn ólíklegt, að vext-
ir lækki í Bandaríkjunum.
vegna hins mikla fjárlagahalla.
Evrópuþingið:
Afstaða Bandaríkjamanna
til Nicaragua gagnrýnd
Brussel-Reuter
■ í skýrslu nefndar á vegum
Evrópuþings EBE um Nicara-
gua og kosningarnar þar fyrir
skömmu er afstaða Bandaríkja-
Einhell
vandaöar vörur
manna til Nicaragua og stuðn-
ingur þeirra við vopnaða skæru-
liða þar gagnrýnd.
I nefndinni sem samdi skýrsl-
una eiga sæti fulltrúar alira
helstu stjórnmálaafla í Efna:
hagsbandalagsríkjunum. í
henni segir m.a. aðsústaðreynd
að 32% af kjósendum í Nicara-
gua skyldu greiða stjórnarand-
stæðingum atkvæði, sýni að Nic-
aragua sé ekki einræðisríki
núna. Þar sagði einnig að sú
stefna Bandaríkjamanna að
styðja vopnaða andstöðu í land-
inu gæfi flokkunum ekki nægj-
anlegt svigrúm.
Höfundar skýrslunnár
voru í Nicaragua þegar kosning-
arnar fóru fram. Þeirsögðu að
stjórnarandstæðingar hefðu
ekki haft styrk til að fylgja eftir
rétti sínum til að hafa eftirlits-
menn á öllum kjörstöðum
og það væri uppi orðrómur um
tvítalningu sums staðar. Stjórn-
arandstæðingar, kirkja og
verkalýðsféiög ásökuðu líka
landvarnarnefndir sandinista
um geðþóttahandtökur og jafn-
vel pyntingar í sumum tilvikum.
í skýrslunni segir að bein
viðurkenning á sjálfsákvörðun-
arrétti Nicaraguamanna myndi
grafa undan öfgasinnum í
röðum sandinista og gefa hóf-
sömum öflum innan flokks
þeirra möguleika á því að hefja
uppbyggjandi viðræður við
stjórnarandstæðinga.
_ Græningjar í Vestur-Þvskalandi settu upp þennan borða þegar Helmut Kohflíanslari tók til
máls á ráðstefnu um trjádauðann í Þýskalandi í gær. A borðanum stendur: „Dauði í stað gjörða,
herra Kohl.“ Símamynd:-POLFOTO
Vestur-þýskir græningjar:
Slíta samvinnu við
Barbie vörur
Barbie snyrtistofa á kynningarverði.
BARBIE: Dukkur 12 teg. Ken 3teg.
Nuddpottar - Hús - Verslanir - Bíll -
Sundlaug - Húsgögn - Hestur.
LEIKFANGAHUSIÐ
Skólavörðustíg 10. S. 14806.
LEIKFANGAHÚSIÐ
JL Húsinu v/Hringbr. s. 621040
o.
'%t
eH
%
Costa Rica:
700 vopnalausir
uppreisnarmenn
sækjaumhæli
San Josc-Reuter
■ Um 700 stuðnings-
menn uppreisnarforingj-
ans, Eden Pastora, sem
berst gegn stjórninni í
Nicaragua, hafa sótt um
hæli í Costa Rica.
Um 4000 uppreisnar-
menn, sem tilheyra hóp
Pastora, hafast nú við í
námunda við landamæri
Nicaragua og Costa Rica.
En foringja þeirra hefur
ekki tekist að útvega þeim
öllum vopn svo að hluti
þeirra ákvað að sækja um
hæli í Costa Rica.
sósíal-
demokrata Pólverjar flýja ferða-
mannaskip í Hamborg
Wiesbaden-Reuter
■ Græningjar í Vestur-Þýskalandi komu á stjórnar-
kreppu í Hesse með því að slíta samstarfi sínu við
sósíaldemokrata þar vegna þess að kratarnir ákváðu
að leyfa áframhaldandi geymslu á úraníum 235, i
kjarnorkuveri í ríkinu.
Græningjar hafa myndað meirihluta í Hesse með
sósíaldemokrötum eftir kosningarnar 1983. An
þeirra hafa kratar misst meirihluta sinn á þinginu þar'.
Flokkur græningja hefur stöðugt unnið á í Vestur-
Þýskalandi að undanförnu. Skoðanakannanir og
bæjarstjórnarkosningar benda til þess að þeir muni
koma í staðinn fyrir Frjálsa demokrata sem þriðji
stærsti flokkurinn í vestur-þýskum stjórnmálum.
íhaldsmenn eru hræddir um að sósíaldemókratar
og græningjar geti náð meirihluta í þingkosningunum
1987 og mynda með sér.svokallaða „rauða-græna"
samsteypustjórn.
Hamborg-Reuter
■ 192 pólskir ferðamenn
sneru ekki aftur til skips síns að
lokinni skoðunarferð um
Hamborg í gær. Margir þeirra
hafa þegar beðið um hæli í
Vestur-Þýskalandi og öðrum
löndum sem pólitískir flótta-
menn.
Aldrei fyrr hafa jafnmargir
Pólverjar flúið í einu úr pólsk-
um skipum á síðari tímum.
Margir Pólverjanna sögðust
ætla að búa hjá ættingjum eða
kunningjum sínum í Vestur-
Þýskalandi, Bandaríkjunum,
Kanada eða annars staðar. En
aðrir höfðu engar aðrar áætlanir
en þær að flýja land. Margir
flóttamannanna skildu fjöl-
skyldur sínar eftir en þeir sögðu
að þeir vonuðu að þær gætu
komið síðar.
Sumir sögðu að þeir hefðu
ákveðið að flýja eftir morðið á
föður Jerzy Popieluszko.
Borgaryfirvöld í Hamborg
hafa lofað að útvega flótta-
mönnunum dvalarstað og
greiða fyrir þá hótclkostnað ef
með þarf. Samtök Pólverja í
Hamborg, sem í eru um 7000
manns. hafa einnig lýst því yfir
að þau séu tilbúin til að veita
fólkinu húsaskjól.
Þjóðverjar selja ríklsfyrirtæki
Bonn-Reuter
■ Ríkisstjórn Vestur-Þýskalands
het’ur að undanfömu selt allnokkuð af
hlutabréfum í fyrirtækjum þar sem
ríkið réði ferðinni með meirihluta eða
stóran minnihluta hlutafjár. Fjár-
málaráðuneyti Vestur-Þýskalands
segir að stjórnin hafi nú þegar skilað
um helming þeirra fyrirtækja, sem
ríkið stjórnaði með hlutafjáreign,
aftur til einkaaðila.
Heildarhlutafjáreign ríkisins í
einkafyrirtækjum hefur samt ekki
minnkað mjög mikið. Hún er nú um
2,12 milljarðar marka sem er aðeins
220 milljóna marka samdráttur.
Fjármálaráðherra Vestur-Þýska-
lands, Gerhard Stoltenberg, hefur
lagt til að ríkið minnki hlutabréfaeign
sína í átta stórfyrirtækjum fyrir árið
1987. Volkswagen bílaverksmiðjurn-
ar og flugféiagið Lufthansa eru meðal
þessara fyrirtækja.