NT - 03.01.1985, Page 1

NT - 03.01.1985, Page 1
Vísitala hækkar um 4,9% frá des. ■ Lánskjaravísitalan í janú- ar 1985 er 4,9% hærri en hún var í desembermánuði. Sam- kvæmt útreikningum Seðla- bankans er lánskjaravísitala janúarmánaðar 1006 stig, en er 959 stig í desember. Láns- kjaravísitalan tók gildi árið 1979 og hefur því hækkað úr 100 í 1006 stigsemfyrr segir. Akranes: Reynt að kveikja í flugeldamarkaði - brotist inn og rakettu skotið á lagernum Frá Stefáni Lárusi Fálssvni, fréttarit- ara NT á Akranesi. ■ Aðfaranótt 29. des- ember braust ungur maður inn í flugelda- markað Kiwanis- klúbbsins Þyrils á Akra- nesi og gerði tilraun til íkveikju. í innbrotinu var skiptimynt stolið. Hann var síðar hand- tekinn og játaði verkn- aðinn eftir yfirheyrslur. „Ég þori varla að hugsa þá hugsun til enda, hvað skeð hefði, ef eldur hefði náð að læsa sig í allar vörurnar sem þarna voru geymd- ar,“ sagði Sigursteinn Hákonarson, einn Þyr- ilsmanna. Brotin var rúða í aðaldyrum og farið þar inn. Síðar hafði verið skotið flugeld í aðal- lager markaðarins. Hafnaði hann úti í horni, undir stól þar sem á var hlaðið miklu magni flugelda í lokuð- um pakkningum. Framar á gólfinu var stór lager flugelda í kössum. Þegar að var kornið var reykur í húsinu og komin glóð í þil, sem varð að rjúfa til að slökkva. Ekki varð af annað tjón. Sovéskri kjarnaflaug skotið yfir Norður-Noreg á Finnland Mistök við heræfingar sovéska flotans? Osló-Heisinki-Reuter. ■ Sovésk stýriflaug flaug yfír Norður-Noreg og Ienti á iinnsku landsvæði síðastliðinn föstudag. Ekki er vitað hvort flaugin var búin kjarnavopnum. Stýriflaugin sást á radar norska hersins klukkan 11:30 að íslenskum tíma föstudaginn 28. desember. Hún kom frá Barentshafi og flaug skammt fram hjá norska bænum Pasvik- dalen en hvarf síðan inn yfir finnsku landamærin. Talsmaður norska varnarmálaráðuneytis- ins segir að samkvæmt upplýs- ingum norska hersins hljóti flaugin að hafa komið niður í Finnlandi. Finnar segjast ekki hafa haft hugmynd um þennan atburð fyrr en Norðmenn skýrðu þeim frá honurn. Finnar hafa að undanförnu unnið að því að bæta radarkerfi við norður- landamæri sín. En flaugin virð- ist samt ekki hafa komið fram á radar finnska hersins. Mauno Koivisto, forseti Finnlands, fjallaði einmitt um hættuna af stýriflaugum í nýárs- boðskap sínum til finnsku þjóð- arinnar. Hann benti á að flestar stýriflaugarnar virtust ætlaðar til notkunar á norðlægum slóð- unr og hvatti til að þær yrðu bannaðar. Svíar skýrðu frá því í sept- ember á síðasta ári að flugher þeirra hefði gert velheppnaðar tilraunir með að skjóta niður stýriflaugar. Talsmaður norska varnar- málaráðuneytisins segir að menn hallist einna helst að þ\ í að sovéska flaugin hafi villst út af braut sinni fyrir mistök og þannig lent inn í flughelgi Norðmanna og Finna. Sovét- menn halda nú miklar heræfing- ar í Barentshafi og er talið að sovéskur kafbátur þar hafi skot- ið flauginni á loft. Ástæðulaust að óttast influensu - breiðist ekki út - sjá bis. 2 Rússar að kikna undan kostnaði við einvígið - sjá bls. 2 Spurs trónir á toppnum - sjá íþróttir bls. 18 og 19 ■ Stjörnuljósahátíðin er nú liðin og nýtt ár gengið í garð. Enn lifa fjórir dagar eftir af jólum og þau verða væntanlega kvödd með öllum þeim stjörnuljósum og álfabrennum sem ekki inátti brenna á gamlárskvöld sökum ofviðris. NT-mynd: An. Valt, lenti á hjól- l l um og keyrði áfram ■ Ölvaður ökumaður skipti um akrein um helg- ina með þeim sérstæða hætti að velta bíl sínum yfir umferðareyju og hafna á hjólunum á gagn- stæðri akrein. Bíllinn hafði þá rúllað á toppinn en ekki skemmst meira en svo að ökumaður gat ekið leiðar sinnar til þess tíma að lögreglu var nóg boðið. Atburður þessi átti sér stað síðdegis á laugardag. Ökumaður ók vestur Hringbraut þegar hálkan og ef til vill slæleg frammi- staða við aksturinn þeytti honum yfir á gagnstæða akrein. 1 veltunni hrundi ýmislegt lauslegt úr bíln- um en ökuþórinn veitti því enga athygli heldur hélt rakleiðis leiðar sinnar. Lögregla fylgdist með tilburðunum og stöðvaði brátt manninn sem reyndist þá allmikið ölvaður. Leit að 12ára þjófum ■ Þrír tólf ára drengir stálu í gærkvöld einni flösku af Vodka af Hót- el Esju. Síðast þegar fréttist leitaði lögreglan enn flöskuþjófanna ungu.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.