NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 03.01.1985, Qupperneq 4

NT - 03.01.1985, Qupperneq 4
■ „Við vorum bara að toga á jólanótt, - auðvitað fengum við gott að borða en það fær maður nú alltaf. Nú og svo var reynt að gera jólalegt með kertljósi og litlu jólatré.“ Þannig lýsti Einar Jónsson skipstjóri á Ogra jóla- haldinu á liafi úti en togarinn var einn af a. m. k. 10 sem voru á veiðum yfir jólin. Ögri var einnig úti yfir áramótin og siglir þvi næst með aflann. Aðspurður hvort skipverjar söknuðu þess ekki að geta eytt jólunum meö fjölskyldum sín- um sagði Einar. „Það þarf nátt- úrlcga ekki að spyrja að því en það verður að gera fleira cn gott þykir. Skipið er alltaf úti a jólum og áramótum en skipverj- ar eru mikið afleysingamenn". Aðspurður um jólagjafir kvaðst Einar halda að margir hefðu haft með sér sendingar frá fjöl- skyldum, og þá helst bækur sem menn líta í milli vakta. „Ég sé ekkert kaldranalegt við þetta,“ sagði Gísli Jón Her- mannsson framkvæmdastjóri Ögurvíkur sem gerir togarana Ögra og Vigra út en þeir eru háðir úti fyrir hátíðirnar og hafa vcrið síðastliðin 12 ár. „Ef við ætlum að vera fiskimannaþjóð Fimmtudagur 3. janúar 1985 4 Vorum að toga á jólanóttina - segir Einar Jónsson skipstjóri á Ogra Á Ögra voru skipverjar að toga alla jólanóttina enda verður þá verðum við að vera það. Sem betur fer höfum við oft getað látið alla hafa frí sem hafa beðið unt það og það fer yfirleitt svona helmingur af skipshöfn- inni í land. Það hefur aldrei staðið á að manna þessa túra með skólafólki og komast færri en vilja." Þá sagði Gísli að ef stöðva ætti alla stóru togarana yfir jól og nýár þá þýddi það mánaðarstöðvun eða meira fyrir frystihúsin. Fyrsti togarinn yrði þá að koma inn fyrir miðjan desember og kæmist ekki út fyrr en einhverntíma á nýárinu. Stærstur hluti þeirra togara sem eru úti yfir hátíðir eru af ,að gera fleira en gott þykir“. höfuðborgarsvæðinu en ein- hverjir þeirra sem voru úti á jólum koma inn nú milli hátíða og verða inni yfir áramótin. Þeir togarar sem voru úti um jólin og landhelgisgæslunni var kunnugt um voru Engey, Viðey, Vigri, Ögri, Maí, Júní, Arinbjörn, Þorlákur Jónsson, Ýmir og Ak- ureyri. I kjarasamningum er kveðið á um að litlu togararnir skuli vera í landi yfir hátíðirnar en þeir stærri mega vera úti annað- hvort um jól eða áramót. Ætli þeir að sigla með aflann í er- lenda höfn mega þeir vera úti allar hátíðirnar. Akranes: Stefnir í atvinnuleysi -rætistúrsíðar ■ Allt bendir til þess að dauft verði yfir atvinnu fiskvinnslufólks á Akra- nesi í byrjun janúar. Samkvæmt upplýsing- um frá Ingibjörgu Jóns- dóttur, sem sér um að skrá atvinnulausa á Akranesi, voru á fjórða hundrað manns komnir á skrá 28. desember og von á fleir- um. Ástæðan er sú að allur fiskifloti Skagamanna er í höfn yfir hátíðirnar. Þrír togarar munu halda til veiða eftir áramótin og hefst þá vinnsla í frystihús- um Hafarnar og H.B. og co. um miðjan janúar, þegar skipin koma úr fyrstu veiðiferð ársins. Togskipið Skipaskagi er í vélaskiptum í skipa- smíðastöð Þorgeirs og ÉII- erts á Akranesi og lýkur því verki trúlega um niiðj- an febrúar. Er því einsýnt að hraðfrystihúsið Heima- skagi verður án hráefnis fram eftir vetri. Fjögur loðnuskip hafa verið gerð út frá Akranesi og hefur afli þeirra verið góður. Vertíðarbátum hefur fækkað hér og eru nú líkur á að aðeins tveir bátar verði gerðir út til línuveiða í ársbyrjun. Saumastofa Henson mun taka til starfa snemma á árinu og veita 20-30 manns vinnu. Útlit er því fyrir að atvinnuleysi verði að mestu úr sögunni er hjól atvinnulífsins taka að snúast að nýju. BLAÐBERA VANTAR Ægisíða, Kaplaskjólsvegur, Nesvegur, Sörla- skjól, Frostaskjól, Birkimelur, Grenimelur, Hagamelur. Vesturgata, Ránargata, Mýrargata, Bakkastíg- ur, Nýlendugata, Norðurstigur, Bræðraborgar- stigur, Garðastræti, Tryggvagata. Álfhólsvegur, Melheiði, Fagrabrekka Þvervegur, Bauganes, Fáfnisnes, Skildinganes, Skeljanes. Síðumúli 15. Sími 686300 Bankamönnum fjölgaði um 250% á átján árum - meðan sjómönnum og iðnaðarmönnum fjölgaði um 45% ■ í bönkunum sýnist sífellt þurfa fleiri og fleiri til að telja færri og færri krónur, þrátt fyrir nýja tækni í tölvum og tækjum. A árunum frá 1971 til 1981 fjölgaði unnum ársverkum í bönkum landsins, sparisjóðum og fjárfestingarsjóðum úr 1.600 í 3.361, eða um rúm 110%, samkvæmt riti Framkvæmda- stofnunar „Mannfjöldi, mann- afli og tekjur“. Þetta er einhver mesta fjölgun sem átt hefur sér stað í nokkurri atvinnugrein á þessu tímabili. Unnin ársverk í landinu voru samkvæmt sömu heimild um 108 þús. árið 1981, þannig að meira en 3 af hverjum 100 hefur verið skilað í banka- stofnunum. Elstu tölurnar í rit- inu ná aftur til 1963, en þá voru bankastarfsmennirnir aðeins 963, eða aðeins um 28,6% af núverandi mannafla í peninga- umfjölluninni. Til samanburðar má geta þess að hjá ríkisstofnuninni Pósti og síma fækkaði starfsmönnum á fyrrnefndum áratug (1971-1981) úr 1.626 í 1.571, eða um 3,4%, þrátt fyrir sífellt meiri síma- notkun. Á þessum sama áratug hefur t.d. ársverkum við fiskveiðar aðeins fjölgað um 7,7%, starfs- mönnum í iðnaði fjölgað um rúm 21% (þrátt fyrir miklar umræður um eflingu iðnaðar), starfsmönnum við samgöngur og flutningastarfsemi um tæp 8%, og starfsmönnum í verslun, veitinga- og hótelrekstri fjölgað um tæp 24%. Eina atvinnugreinin að kerf- inu (opinberri þjónustu) undan- skildu sem kemst í nokkurn samjöfnuð við bankana hvað aukinn mannafla varðar, er þjónusta við atvinnurekstur. Þar hefur unnum ársverkum fjölgað úr 1.170 í 2.147 eða um 84% á fyrrgreindum áratug. Hér er átt við starfsemi eins og lögfræðiþjónustu og fasteigna- sölu, bókhald, fjölritun og vél- ritun, auglýsingar og teiknun, tæknilega þjónustu og inn- heimtu. í sumum þessara greina hefur fjölgunin orðið vel yfir 100%, mest á auglýsingastofun- um um 141%, enda hefur þess vissulega orðið vart í fjölmiðl- unum okkar. Framangreindar upplýsingar falla alveg saman við ummæli eins íslensks iðnrek- enda í NT nú í vikunni, að hann verði að byggja starfsemina upp í bæjarfélögum úti á lands- byggðinni til þess að fá starfs- fólk - á höfuðborgarsvæðinu sogist það allt inn í bankana og kerfið. Olíu- og bensín- verð óvenju lágt ■ í verðbólguspá OECD er nú gert ráð fyrir að verð á olíu muni haldast óbreytt í dollurum talið fram á mitt árið 1986 að því er fram kemur í nýrri þjóðhagsspá Þjóðhags- stofnunar. Snemma á þessu ári var skráð verð á olíu nálægt 29 dollarar á tunnu, en það var hæst 31-40 dollarar árið 1981. Skráð olíuverð á Rotter- dammarkaði hefur verið mjög lágt á þessu ári og horfur á að skráð verð í dollurum á bensíni og gas- olíu í Rotterdam verði 8-9% lægra að meðaltali á yfirstandandi ári en í fyrra og um 20% lægra en í hitteðfyrra. Svartolíuverð hefur hins vegar hækkað og er talið verða 7% hærra að meðaltali í ár en í fyrra. Ujn þessar mundir er bensínverð 8% lægra en áætlað meðalverð ársins, gasolíuverð 5% lægra en svartolíuverð hins vegar 2-3% hærra.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.