NT - 03.01.1985, Qupperneq 8
Itt:
Fimmtudagur 3. janúar 1985 8
Vettvangur
Nýársávarp forseta íslands:
Það má enginn láta sem svo að
sér komi heill þjóðar ekki við
- að það sé annarra að sjá um farkostinn
Góðir Islendingar.
Gleðilegt nýtt ár.
■ Til fortíðar er nú gengið enn eitt ár, sem við höfum kvatt með
ljósadýrð á hefðbundinn hátt - ár sem geymist eins og önnur í
handraða minninganna og fallið er inn á blöð sögunnar. Því hefur
fylgt eins og ótal öðrum árum í aldanna rás bæði gleði og sorg.
Að vera á lífi með samtíð sinni fylgir að lifa með henni gleði og
hryggð. Það er einatt gott að fá að taka þátt í gleðinni, en þcss
skal einnig minnst að það gengur enginn samstiga öðrum
mönnum án þess að kynnast áföllum og sorg, sem víða kveður
dyra, og þá því hversu mikið átak það er að horfast í augu við
það sem orðið er og ekkert fær breytt. íslendingar hafa fengið
orð fyrir að vera hjartahlýir menn þótt þeir fh'ki ekki mjög
tilfinningum sínum. Djúp samúð allra er með þeim sem búa við
harnt og erfiðar stundir. Það eru ekki réttmæli að tíminn lækni
öll sár. Tíminn er þó svo líknsamur að hann sefar sárin og hjálpar
mönnum til að umbera þau.
Liðið ár, hið fertugasta í sögu hins íslenska lýðveldis, verður
okkur minnisstætt fyrir margar sakir. í íslensku þjóðfélagi varð
árið ekki eins og allir hefðu óskað. Vandi steðjaði víðar ab og í
ríkari mæli en landsmenn hafa kynnst unt langt skeið. í sögu allra
þjóða sem vilja veg sinn sem bestan er það þó jafnan trú manna
að upp birti um síðir.
Þjóðarsaga íslendinga ber glöggt vitni þess. Við vitum það á
vindasamri eyju í norðurhöfum að veður ganga yfir. Við höfum
einnig af þekkingu og visku lært að mæta þeim. Eg trúi því að nú
sem fyrr takist að ná áttum. Með samstöðu og einurð öðluðust
íslendingar frelsi á sínum tíma og með samstöðu og skynsemi má
þjóðinni takast að beita seglum upp í vindinn og komast í trausta
höfn. En til þess verða allir að leggjast á eitt og það má ekki
hvarfla að neinum að skorast undan. Ábyrgðin er allra, hvers og
eins. Það má enginn láta sem svo að sér komi heill þjóðar ekki
við, að það sé annarra að sjá um farkostinn. Verri óvin en
andvara- og sinnuleysi er varla að finna.
Sú hefð hefur skapast að flytja landsmönnum nýárskveðjur
héðan frá Bessastöðum í þeirri von að færa þá nær staðnum og
staðinn nær þeim. Hann er sameign okkar allra. Sterkur hlekkur
milli nútíðar og liðinna tíma. Mikill fjöldi manna kemur árlega
til Bessastaða og skoðar staðhætti og kirkjuna sem er öllum opin
sérhvern dag árið um kring. Hér er staðarlegt og fallegt heim að
líta. Víðsýni er af staðnum til allra átta, yfir stóran hluta
landnáms Ingólfs Arnarsonar. Fjöldi manna, íslenskir sem
erlendir, hefur einnig notið samverustunda í gömlu Bessastaða-
stofu. Hún er meðal elstu húsa á Islandi 220 ára gömul, virðuleg
og hlý, án nokkurs prjáls, sem margir erlendir gestir hafa orð á
að gefi henni heimilislegan blæ umfram glæsihallir stórþjóðanna.
f Bessastaðastofu er jafnan sagan og fortíðin til umræðu. Þar
fylgir saga þjóðarinnar mönnum við hvert fótmál. Það er jafnan
freistandi að gefa hugarfluginu lausan tauminn á þessum stað.
Snorri Sturluson átti Bessastaði á 13. öld. Jörðin er ákaflega
gróskurík og grösug og hingað í þetta mikla graslendi hlýtur
Snorri oft að hafa átt leið, þó ekki væri nema til að líta eftir
nautgripastofni sínum. Hér hlýtur hann að hafa alið kálfa til að
eignast skinn. Má vera að eitthvað af ritum Snorra hafi verið
skrifað á kálfskinn héðan frá Bessastöðum. Bókmenntir þurfa
með sér veraldlegt efni, það sem á er ritað. Þegar Snorri var
veginn árið 1241, margslunginn maður í sinni samtíð, stóðu eftir
hann ódauðleg verk hans, í orðum rituðum á kálfskinn.
Jarðneskur auður hans gekk undir erlendan konung, - og þar
með einhver besta kostajörð á íslandi, Bessastaðir. Hið erlenda
konungsvald sent réði fslandi í sjö aldir gerði staðinn að höfuðbóli
sínu á Islandi. Hér voru á löngum og erfiðum öldum oft og einatt
teknar mikilvægar ákvarðanir um ýmsa þá atburði sem hvað
örlagaríkastir hafa orðið fyrir íslensku þjóðina og þá ekki ætíð
henni til heilla. Síðan var það einmitt hér, þegar birta tók til í
íslensku þjóðlífi á öndverðri 19. öld að Lærði skólinn, æðsta
menntastofnun íslendinga, hafði aðsetur um 40 ára skeið í
Bessastaðastofu eins og hún stendur nú. Skólahaldi hér eru
tengdar bjartar minningar í skólastofum og vistarverum skóla-
sveina. Hér voru þeir saman í skóla Fjölnismenn og aðrir
hugsjónamenn og skáld okkar sem tendruðu kyndla sjálfstæðis-
baráttu íslendinga, stórgáfaðir menn með framtíðarsýn sem
örvuðu íslendinga til samstöðu og dáða og leiddu þjóðina til þess
lýðræðis og sjálfstæðis, sem hún hefur nú notið til fullnustu í fjóra
áratugi. Margir aðrir merkisberar íslensks þjóðernis svo sem
Grímur Thomsen þjóðskáld og Skúli Thoroddsen og Theódóra
hafa einnig búið hér á Bessastöðum.
Því er þessi saga rifjuð upp hér - saga sem svo ótal margir
þekkja mætavel, að hún er saga framfara og þjóðarsigurs, þess
sigurs að eignast aftur eftir langa biðlund sjálfsforræði og full
umráð yfir landi okkar og gæðum þess. Hún er sagan um lægðir
og hæðir hins íslenska þjóðlífs í aldanna rás sem má aldrei fyrnast
svo að hún gleymist ungum kynslóðum sem taka við af hinum
eldri og kunna að líta á sjálfstæði okkar sem sjálfsagt mál. Það
er afrakstur þrotlausrar baráttu ótal manna, kynslóð eftir
kynslóð, sem vissu fullvel að þeir fengju ekki sjálfir að lifa það
að ná markinu, en þorðu þó að vona og berjast og létu aldrei
undan síga.
Af sama toga er hvert það átak sem íslendingar hafa beitt sér
fyrir á árinu sem liðið er með það að markmiði að stuðla að betra
mannlífi í landinu. Af fyrirhyggju er hugsað langt fram í tímann.
Þar á meðal er hvatning til aukinnar árvekni í umgengni Við
gróður landsins, að vernda viðkvæmt land, „njótum lands -
níðum ei“, örvun til skógræktar og síðast en ekki síst ríkar
umræður um stöðu íslenskrar tungu og aðhald í öllu því er hana
varðar svo hún verði varðveitt sem best.
„Land, þjóð og tunga, þrenning sönn og ein, þér var ég gefinn
barn á móðurkné". Þessar hendingar í sonnettu skáldsins góða,
Snorra Hjartarsonar verða aldrei of oft hafðar yfir. Land, þjóð
og tunga eru og verða samtvinnuð heild. Án þess að eiga saman
land og tungu væru íslendingar ekki þjóð. Málvernd og landvernd
eru greinar á sama meiði. Að vaka yfir orðinu og að vaka yfir
gróðrinum, að vaka yfir lífríkinu öllu, hvort sem er á landi eða í
sjó er ljúf skylda. Skáld yrkja nteð orðum sem lifa, jarðræktar-
ntenn yrkja jarðargróður sem lifir, fiskifræðingar vara við þeirri
léttuð að hrifsa meir úr sjónum en þar nær að lifa og hafið getur
gefið. Allt er þetta líf þjóðar okkar.
Á undanförnum árum hafa Sameinuðu þjóðirnar einnig haft
forgöngu um að tileinka einstök ár sérstökum málstað, sem
ástæða hefur þótt til að vekja á athygli. Árangur hefur verið sem
erindi; einarðari umræða og markvissari afstaða til ýmissa
málefna. í nokkrum tilfellum hefur verið hugsað til lengri tíma
en eins árs. Á þessu ári lýkur til að mynda kvennaáratugnum,
sem hófst með kvennaári 1975. Það verður varla véfengt að hér
um slóðir hefur nokkur árangur náðst en enn er mjög á brattann
að sækja, enda „löng leið frá íslandi til himnaríkis" eins og
kerlingu varð að orði þegar hún loksins komst að hinu gullna hliði.
Ár aldraðra og ár fatlaðra urðu hvort tveggja til að auka
skilning manna á stöðu þessara þjóðfélagshópa. Ár barnsins
verða öll ár framtíðar. Umhyggja fyrir þeim ætti hverja stund að
vera ómæld. Þá verða ekki heldur umferðaröryggismál nokkru
sinni of mikið til umræðu.
Þegar nú nýtt ár gengur í garð er komið að alþjóðaári
æskunnar. Því hafa verið valin einkunnarorðin: Þátttaka - þróun
- friður. Engin þjóðareign er dýrmætari en heilbrigð æska. Á
velferð æskunnar veltur framtíðarheill allra samfélaga. Eitt helsta
einkenni þess að vera ungur er eftirvænting. Að vænta þess að
Sjálfstæði og kjarkur eru tveir eigin-
leikar sem nauðsynlegir eru til að losna
úr viðjum ótta og bölsýni. Sjálfstæði til
að standast þegar reynt er að leggja á
okkur annarlega fjötra, sem þjóð eða
sem einstaklinga, og kjark til að lifa
með sverð tortímingar hangandi yfir
höfðum okkar
framtíðin verði björt og ánægjuleg. Slík jákvæð eftirvænting
hefur sennilega alltaf einkennt flesta á æskuárum. Við gerum
okkur háleitar vonir um að framtíðin færi okkur hamingju en
einnig tilbreytingu og ævintýri. Því miður á þetta ekki við um
alla. Ávallt er til nokkur hópur þeirra er kallast ungir, sem ekki
finnst vera bjart fram undan. Sumir alast upp í gráma fátæktar
og erfiðra heimilisaðstæðna, aðrir í svartnætti fíkniefna og
óreglu. Enn öðrum finnst framtíðin óviss í ljósi þeirrar þekkingar
sem tortímt getur öllu lífi á jörðinni.
Kannski er bjartsýnin sem oft er eignuð æskunni, nú um stundir
minni en áður. Vandamálin sem steðja að sýnast ef til vill
óyfirstíganlegri. Sagt hefur verið að besta uppeldisaðferðin
gagnvart unglingum sé að alasjálfan sig uppsamtímis. Áminning-
ar komi að litlu haldi, heldur hitt að þeir sjái að við gerum það
sjálf sem við vildum áminna þá um að gera. Það verður sennilega
erfitt að ala hina ungu upp til friðar nema þeir fullorðnu hafi fyrir
þeim friðinn. Verk okkar og athafnir sem fulltíða teljumst eru
sannarlega misgóð og ekki er allt til eftirbreytni. Því er fátt
mikilvægara en að ungt fólk temji sér sjálfstæði og dómgreind til
að lesa gott frá illu, og áræði til að ákveða í samræmi við sjálfstæði
sitt.
Sjálfstæði og kjarkur eru tveir eignleikar sem nauðsynlegir eru
til að losna úr viðjum ótta og bölsýni. Sjálfstæði til að standast
þegar reynt er að leggja á okkur annarlega fjötra, sem þjóð eða
sem einstaklinga, og kjark til að lifa með sverð tortímingar
hangandi yfir höfðum okkar.
Einn er sá vandi sem ungt fólk í landi okkar þarfnast bæði
sjálfstæðis og kjarks til að glíma við, vandi sem við höfum fram
að þessu helst lesið um í erlendum blöðum, en virðist nú vera að
færast nær okkar ströndum en áður. Það er fíkniefnavandinn. Sá
sem hefur slík efni innan seilingar þarf á öllu sjálfstæði sínu að
halda til að taka afstöðu - og kjark til þess að hafna þegar lagt
er að honum.
Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir.
Enn sem fyrr er sjálfstæði og áræði það veganesti sem æskan
þarf mest á að halda þegar að því kemur að erfa landið. Ekkert
er of gott fyrir æskuna og einlæg er sú ósk að það megi lánast að
tryggja henni öryggi friðar svo hún fái litið björtum augum til
framtíðar sinnar. Ofar öllu ber að tryggja æsku okkar menntun
og upplýsingu, eftir því sem hugur hvers og eins stendur til.
Meðal nútímaþjóða, er hætt við að íslendingar framtíðar lendi
úti í mýri, sé menntun og þekking ekki sem víðtækust og
víðsýnust og veitt öllum sem vilja þiggja. Það skal ítrekað að
mikil ábyrgð hvílir á herðum þróskaðra manna að leiða æskufólki
fyrir sjónir hættu og tortímingarmátt eiturlyfja. Þeim skelfilega.
flótta frá raunveruleikanum, sem fer eins og faraldur um
heimsbyggðina og hefur í för með sér heilsuleysi og dauða, má
líkja við ógnir styrjaldar. Óskiljanlegast alls siðleysis er að
nokkur skuli geta fengið sig til að flytja í blóra við lög eiturlyf til
landsins og að ota í auðgunarskyni því að mönnum sem hætt er
á að geri þá að reköldum. Það er mesta mannfyrirlitning sem
hugsast getur.
Það lesefni sem dýpst áhrif hafði á mig á liðnu ári er bók sem
nefnist „Ekkert mál“. Þar er sögð reynslusaga sonar og föður af
þeirri skelfilegu áþján ogóhamingju sem leiðir af eiturlyfjaneyslu,
uggleysi foreldra áður en þeim verður ljóst hvernig komið er, bók
um djúpa örvæntingu en jafnframt um mikla skynsemi um
hvernig taka eigi á málum og reyna að bjarga. Það þarf mikinn
kjark til að skrifa slíka játningabók, kjark sem í felst mikil
ábyrgðartilfinning og mannúð, því með henni er öllum öðrum
veitt leiðbeinandi viðvörun.
Mér er í mun á þessum áramótum að beina enn þeim óskum
til æskunnar og allra þjóðfélagsþegna í landinu að staldra ávallt
við og hugleiða afleiðingar, þegar freisting verður á vegi sem kann
að leiða til óláns. Lög og reglur hafa verið settar til þess að þjóðin
geti lifað saman í öryggi og leit að sameiginlegri hamingju.
Lögbrot eru ekki einkamál neins einstaklings. Þau velta oftar en
ella óhamingju yfir fjölda saklauss fólks, og fyrnast seint í lífi þess
sem valdur er. Ljóst er að mjög mörg óhæfuverk í samfélaginu
eru framin undir annarlegum áhrifum þar sem dómgreind
afbrotamanns er skert.
Góðir landsmenn. Sérhvert smáatriði í framferði okkar skiptir
máli, orð, athafnir, samstaða. Fyrir skömmu birtist í erlendu
stórblaði viðtal við eitt af öndvegisskáldum okkar, Ólaf Jóhann
Sigurðsson. Fyrirsögnin hljóðaði á þennan veg: „Ég heyri til
mannkyninu og vil bæta líf rnanna". Það stafar birtu af slíkum
orðum og þeirri lífsafstöðu sem í þeim felst. Hvernig fáum við
bætt líf manna? Við því hygg ég að aðeins sé eitt svar. Með
réttlætiskennd og góðmennsku og tillitssemi og hógværð í orðum
og lífsháttum.
Með hækkandi sól skal birta og bjartsýni höfð í stafni okkur
öllum til örvunar. Séu þeir sem eru heilbrigðir og sterkir á besta
aldri með óskert vinnuþrek þjakaðir af bölsýni, hvernig er þá
unnt að gera sér vonir um betri tíma?
Ég óska öllum landsmönnum árs og friðar.
Megi farsæld fylgja landi voru og þjóð.