NT


NT - 03.01.1985, Síða 9

NT - 03.01.1985, Síða 9
Fimmtudagur 3. janúar 1985 9 Síldin í tunnunni öfunduð - eða hvernig maður kemur höndum yfir hátíðabrennivínið ■ Hamingjan brosir sannar- lega við þér í dag, því þegar þú ekur gömlu Lödunni þinni inn í bílastæðið hjá RÍKINU við Laugarásveginn, vill svo til að þar er verið að bakka amerísk- um kagga út úr stæði. Þú hefur líka verið svo fyrirhyggjusamur að vera „mættur á svæðið“ rétt upp úr fjögur og RÍKIÐ er opið alla leið til klukkan hálfníu í kvöld. Það kemur nú sarnt í ljós þegar þú stígur inn úr dyrunum að fleiri en þú hafa verið svona fyrirhyggjusamir og það meira að segja mun fleiri, því að allt gólfplássið frá afgreiðsluborðinu og fram að dyrum endanna á milli í húsinu, er ein iðandi kös af mannlífi og það er ekki einu sinni vel manngengt meðfram útveggnum. Þú færð ekki langan tíma til að velta því fyrir þér hvar væn- legast sé að koma sér fyrir í þessari tignarlegu biðröð, því fyrirhyggjusamir íslendingar streyma inn um dyrnar á eftir þér í löngum bunum. Það hvarfl- ar að þér að öfunda síldina, því hún er þó að minnsta kosti dauð þegar hún fer í tunnuna. Það er líka spurning sem stjórnvöld ættu að velta alvarlega fyrir sér hvort ekki mætti koma fleira fólki fyrir í ríkinu í einu ef gefin væri út tilskipun um að annar hvermaðurskulistandaáhaus . En þar sem hátíð fer í hönd, lætur þú ekkert á þig fá og smokrar þér örlítið til hliðar frá dyrunum og lendir beint fyrir aftan mann sem tekið hefur með sér barn og gerir nú sitt ýtrasta til að koma í veg fyrir að barnið troðist undir. Af þessum sökum kannt þú ekki við að leggjast mjög fast aftan á manninn, og þegar þú hefur staðið þarna í fimm mínútur. ferðu að taka eftir því að þeir sern í upphafi stóðu skáhallt fyrir aftan þig eru nú komnir skáhallt fyrir framan þig. Maðurinn fyrir framan þig virðist einnig hafa uppgötvað vandamálið, því hann kemst að samkomulagi við barnið um að það bíði úti í glugga. Þessu verða allir mjög fegnir og þú eykur þrýstinginn og gætir þess að standa á réttum stöðum þegar stúteigandi menn ryðjast eins og ísbrjótar út úr kösinni örugglega bæði sárir og ákaflega móðir en engu að síður hamingiusamir á svipinn eins og sannir íslending- ar eiga að vera, enda fer hátíð í hönd. En þú átt langa leið fyrir höndum fram að afgreiðsluborð- inu og mörg ljón bíða þín á veginum þangað. Það fer ekki hjá því að þú verðir sjálfur orðinn blár og marinn um það bil sem þú ferð að huga að því að snúa þér við og beita þrýstingi í hina áttina. Einhvern veginn tekst þér þó að láta tímann líða og það sem er enn mikilvægara þér tekst að halda áfrant að draga andann. Þú þarft ekki lengur að hugsa um að flytja þig nær af- greiðsluborðinu. Aðrir hafa nú tekið algjörlega að sér að sjá um það og þér þykir á köflum meira en nóg um hugulsemi þeirra í þinn garð. Þegar þú ert staddur í um fjörutíu sentimetra fjarlægð frá markinu, manstu allt í einu eftir því að þú ert með veskið í rassvasanum, sem er óheppileg- ur staður þar sem af- greiðslumenn einokunarversl- unarinnar eru vísir til að neita þér um hátíðabrennivínið nema gegn staðgreiöslu. Þig sundlar óhjákvæmilega augnablik við til- hugsunina um það að þurfa að ryðjast alla leið aftur fyrir kösina til að ná upp veskinu og verða svo að byrja aftur í upphafs- stöðu. Innra með þér veistu þó fullvel að jafnvel það værirðu reiðubúinn að leggja á þig ef með þyrfti. En ótti þinn reynist óþarfur. Með ýmsum annarlegunt hreyf- ingum og mcð því að snúa nógu rækilega upp á hendina á sjálfum þér, tekst þér aö lokum að ná veskinu upp úr rassvasanum. hann rétt að segja búinn að fá blóðnasir þegar þú rakst olnbog- ann í nefið á honum. Maðurinn ergreinilegahúmoristi, þvíhann gerir enga tilraun til að lemja þig til baka, heldur brosir og segir góðlátlega: „Ég ætla aö vona að þú hafir hitt á réttan vasa“. Svo kenrur loksins að því. Maðurinn fyrir framan þig svipt- ir sjálfum sér í burtu með því að spyrna sterklega í afgreiðslu- borðið og citt örstutt augnablik er eins og myndist tómarúm fyrir framan þig. Svo kcyrist bríkin á afgreiðsluborðinu kyrfi- lega inn í magann á þér og þú tekur andköf. Allt í einu er öllu lokið. Þú fékkst afgreiðslu og olnbogaðir þig út úr mannhafinu og stendur aftur fyrir dyrunr úti með jóla- brennivínið í hvftum plastpoka. Þegar þú lítur á klukkuna, sérðu þér til undrunar að þetta hefur ekki tekið neina hálftíma. En ef það skyldi hvarfla að þér að ef til vill mætti auðvelda fólki jóla-, áramóta-, páska-, búðafyrirkomulagi, þá ertu á villigötum og hugsar öðruvísi en sannir og hamingjusamir Islend- ingar eiga að gera. Vegir stjórn- valda eru órannsakanlegir og okkur dauðlegum en hamingju- sömum íslendingum er ekki gcf- ið að skilja - aðeins trúa því að þetta sé okkur fyrir bestu. Gleðilega páska! hvítasunnu-, verslunarmanna- Maðurinn fyrir aftan þig helgar- og föstudagsinnkaupin kemst ekki hjá því að taka eftir nokkuð, t.d. með því að fjölga erfjðleikum þínum, enda var útsölustöðum eða koma á kjör-

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.