NT - 11.01.1985, Qupperneq 3
í\i' Föstudagur 11. janúar 1985 3
LlL
H Útlendingaeftirlitið í Bretlandi vill vita hvaða erindi menn
eiga til landsins, þegar þeir koma þangað.
Er þá ekki farið í manngreinarálit, allir fá sínar spurningar og
kannað er hvort mannorðið sé óflekkað, jafnvel þó að maður sé
borgarstjóri Reykja víkur.
H Speakers Corner í Hyde Park; síðdegis á sunnudögum fara hér fram fjörug skoðanaskipti.
■ Það var jólalegt um að litast
í miðborg Lundúna, fjrir
skömmu. Helstu verslunar-
göturnar Oxfordstræti og Reg-
entstræti voru Ijósum sknddar.
í því síðarnefnda voru þeir
Mikki mús, Andrés önd og
félagar þeirra og frændur úr
Disneylandi uppljómaðir og í
gluggum stórverslana mátti sjá
heilu leikritin sett á svið.
Mikil örtröð var á götunum
og í verslununum nú síðustu
vikurnar fyrir jólin, en eftir
lokun verslananna mátti sjá
barnafólkið á ferðinni, for-
eldrar með börnin sín og ömm-
ur og afar með barnabörnin,
að skoða þann ævintýraheim
sem stórverslanirnar opnuöu
börnunum í gluggunum.
Margir ættu að kannast við
þessa sjón, því ekki hafa ófáir
Islendingar verið á ferðinni í
London í haust og fram að
jólum.
Allar viku og helgarferðir
hafa verið uppseldar að sögn
forsvarsmanna Flugleiða og
þeirra ferðaskrifstofa sem selja
Lundúnaferðir.
Veðrið í London hefur verið
með eindæmum gott sem af er
vetri.og vikuna fyrir jól var
ekki farið að setja niður snjó
og gras víða iðagrænt.
I Hyde Park mátti sjá létt-
klædda hlaupara, á stuttbuxum
og ermalausunt bol, eins og í
suðurlöndum væri, en ekki um
jólaleytið í London.
Þrátt fyrir jólaundirbúning-
inn gáfu menn sér tíma til að
koma saman og hlýða á ræðu-
höld og skoðanaskipti á Spea-
kers Corner, ræðuhorninu í
Hyde Park, þarsem hinirýmsu
hópar koma sarnan og haldnar
eru fjálglcgar ræöur, á sunnu-
dagssíðdegi.
Ekkert málefni erofómerki-
legt eða fáránlegt til að vera
rætt hér.
Hér er umburðarlyndið í
London
jólastemmning ímiðbænum
16 PUNKTAR UM
BÓLING = KEILU
í ÖSKJUHLÍÐ
6
6
6
6
Keiluíþróttin er einstök að því leyti,
að nánast allir geta iðkað hana
óháð aldri eða líkamsburðum.
Keila er leikin í 4 eða 5 manna
liðum, sem hittast reglulega einu
sinni í viku í ca. 2-2Vz klst.
Keila er einnig leikin sem opin
keila. Þá geta verið einn eða fleiri
á braut, hægt er að hafa fasta tíma
í opinni keilu eða bara líta við og
sjá hvort braut er laus.
Keila er mjög félagsleg íþrótt, sem
eykur samkennd og samvinnu inn-
an félagshópa, fyrirtækja og fjöl-
skyldna.
• Keilusalurinn í Öskjuhlíð mun
kappkosta að sinna bæði liðakeilu
og opinni keilu, þannig að sem
flestir fái notið íþróttarinnar.
Fyrst um sinn mun keilusalurinn í
Öskjuhlíð verða opinn:
mánud.-fimmtud. l0°°- 0030
Föstud. 1000 - 02°°
Laugard. 09°° - 02°°
Sunnud. 09°° - 02°°
• Liða- og deildakeila verður aðal-
lega á virkum dögum frá kl. 1800 -
OO30.
• Laugardagar og sunnudagar frá
kl. 09°° - 1830 verða aðallega
helgaðir fjölskyldunni.
6
6
Opin keila verður á öllum öðrum
tímum.
Keilusalurinn í Öskjuhlíð er í vest-
anverðri Öskjuhlíð og leið 17
stansar rétt fyrir neðan húsið.
Opnum um mánaðarmótin!
Tímapantanir í síma 11630.