NT - 11.01.1985, Blaðsíða 8

NT - 11.01.1985, Blaðsíða 8
n Föstudagur 11. janúar 1985 8 — Blðð II ABOT - Allt í allt eru þetta sléttar 50 þúsundir, og þá er innifalinn vasaklúturinn, sem maöurinn þinn fékk hjá mér rétt í þessu. - Fljótur maður, hjálpaðu mér að ná túbunni af honuin áður en hann drukknar! - En þetta er taska frúarinnar! - Við skulum ekki segja honum það. Hann fer þá bara hjá sér. Hættulegirfiskar ■ Það getur verið hættulegt að veiða að næturlagi fyrir utan Papua í Nýju-Guineu. Ástæðan er um það bil 40 sentimetra langur fiskur sem gengur undir nafninu nálar- fiskurinn. Hann er talinn valda dauða alit að tuttugu fiski- manna á mánuði og er því liættulegri en hákarl sem er ekki jafn afkastamikill. Þessi straumlínulagaði fiskur stekk- ur upp úr vatninu á miklum hraða og stingur 7 sentimetra löngum beinkjafti á kaf í lík- ama veiðimannanna. Það er talið að ástæðan sé sú að fiskurinn veiti Ijósinu athygli og stökkvi upp úr sjónum í átt til þess. Ekki eru þó allir sáttir við þessa skýringu því fiskurinn á það einnig til að stökkva upp úr sjónum að degi til eins og ein þriggja ára stúlka var óþægilega vör við. Fiskurinn stakk hana og olli því að hún lamaðist. Piraya er líklcga þekktasta nafnið á hættulega fiska en hann er að finna í ýmsum áni í Mið- og Suður-Ameríku. Nafnið er notað yfir meira en 18 mismun- andi tegundir af laxastofnin- um. Yfirleitt verður fiskurinn ekki nema 30 sm langur en ein tegundin nær allt að 60 sm lengd. Fiskurinn er auðkennd- ur á egghvössum þríhyrndum tönnum og vöðvamiklum kjálkanum. Aðalfæða hans er aðrir fiskar en hann fúlsar ekki við sinni eigin tegund né þeim sem álpast út í vatnið til hans. Yfirleitt fer hann um í torfum og því er hann jafn hættulegur og raun ber vitni. Á regntím- anum gýtur hann og gætir karl- inn eggjanna. Það er vegna þess leiðindavana að gotið fer fram á litlum bletti og torfan heldur sig þar að það getur verið óhætt að synda í ánni 100 metrum neðar en sé farió í ána þar sem torfan er þá er hæpið að nokkur lifandi vera komist upp úr ánni aftur. A.m.k. kemst hún ekki ósködduð. Sprengivörpubjalla notar hátæknilegan vopnabúnað. Sprengivörpu-bjallan ■ I rnörg ár hafa skordýra- fræðingar bent á sprengju- vörpubjölluna sem gott dæmi um það hversu oft maðurinn er einungis að apa eftir móður náttúru þegar hann telur sig vera að finna eitthvað nýtt upp. Hinn örsmái sprengjuvarpari skýtur brennandi skömmtum af benzoquione, eitruðu efni, úr kirtlum á bakhlutanum beint framan í aðalóvin sinn, maurinn. Þetta framkvæmir hann á þann hátt að hleypa hydrogen peroxide úr einu hólfi og hy- droquinine úr öðru inn í sama liólf. Við þetta verður spreng- ing og efnablandan skýst út þar sem minnst er fyrirstaða, þ.e.a.s. út um þartilgert op. Nú hafa tveir starfsmenn Cornellháskóla í Bandaríkjun- um sýnt fram á að sprengju- vörpubjöllur af undirættinni Paussinae nota einnig háþró- aða tækni í sprengjuvörpun sinni. Bjöllurnar notfæra sér Coanda áhrif en þeim er best lýst með að athúga hversvegna lekur meðfram ávölum flötum íláta í stað þess að flæða greið- lega út. Paussinae-bjöllurnar hafa nefnilega kirtlaopin á neðan- verðum afturbol og geta ekki snúið sér snöggt við og skvett þannig á óvininn. Til að vega upp á móti þessum takmörkun- um hafa bjöllurnar þróað með sér einskonar brún sem liggur utanvið kirtilinn og stýrir efnablöndunni. Brúnirnar virka þannig að gusa af efna- blöndunni skýst út, skellur á brúninni og fíýtur eftir henni þar til brúnin endar og gusan þeytist framaf. Útkoman er sú að erkióvinurinn, maurinn. fær eiturgusu beint framan í sig og verður því að láta í minni pokann þótt hann sé stærri og sterkari. - Jæja góöa, trúirðu því núna, aö fískurinn hafí verið farinn að skemmast...? - Ertu viss um að mamma þín hafí sent þig til þess að fá lánaðan bolla af karamellukúlum?

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.