NT - 11.01.1985, Side 6
Föstudagur 11. janúar 1985 6 — Bldð II
ABOT
Hvað er vinsælast?
■ Égvilnúbyrjaáþv'íaðóska
lesendum myndbandasíðunnar
gleðilegs árs og vona að ekki
komi aftur svona langur tími án
þess að síðan komi út. Eins og
sést á vinsældalistanum í þessari
viku eru framhaldsþættirnir
Falcon Crest og Dynasty í efstu
sætunum. Ég hef orðið var við
að ekki cr æskilegt að hafa
framhaldsþætti inn á listanum,
aöallega vegna þess að þeir
myndu t.d. einoka fyrstu sætin
og því. aldrei vera hreyfing á
þeim svo heitið gcti. Nú svo cru
t.d. 5. 6. 7. og 8. spóla af
Dynastyekki lengur vinsælaren
biðlisti eftir 15. þætti og þar af
leiðandi fer Dynasty ofarlega,
sama má segja um Falcon Crest.
Eins má geta þess að suntar
ntyndbandaleigurnar hafa bara
Dynasty aðrar bara Falcon
Crest og sumar hvörugan þátt-
inn. Mér finnst því rétt að
sleppa framhaldsþáttum og hafa
hámark sex spólur (t.d. Ange-
lique 5 spólur). En ég fnun
halda áfram að dænta fram-
haldsþætti komi einhverjir
fleiri.
Snúum okkur að hreyfingunt
þeim sent eru á listanum frá
því síðast (2l.l2.’84) og þarber
helst að geta Educating Rita
sem sýnd var í Stjörnubíói og
nýtur nú mjög mikilla vinsælda
á myndbandaleigunum og mér
skilst að hún sé uppseld hjú
dreifingaraðilanum (Skífan). Nú
myndirnar í 8. og 10. sæti eru
mjög góðar og þeir sent misstu
af Silkwood þegar hún var sýnd
í Bíóhöllinni hafa nú tækifæri til
þess að sjá hana textaða núria.
Celcbrity færist ncöar, nýlegar
myndir eru koínnar inn á listann
og mér finnst vera að færast
meira líf í innkaupin hjá mynd-
bandaleigunum og búast má við
toppmyndum á leigurnar núna í
janúar og því miklum hræring-
um á listanum eins og gefur að
skilja. Þess má geta að íslensku
myndirnar Húsið og Með allt á
hreinu eru komnar á
myndbönd. Nú Bennv Hill
Show sem tafðist í textun hjá
Texta hf. fyrir jól, engin furða
því álagið á þeim var gríðarlegt
(vanir ntennj.Benny kemur á
myndbandaleigurnar fimmtu-
daginn 17. janúar, alvegöruggt.
Nóg í bili og góða helgi lesendur
góðir.
J.Þór
Zapped
Leikstjóri: Robert J. Rosenthal
Aðalleikarar: Scott Baio og
Willie Aames.
■ Ungum háskólanemy,
sem vinnur að mikilvægri
uppgötvun, verður á mistök
sem leiða til sprengingar.
Sprengingin veldur því að
hann fær ntikla hugarorku
og getur því t.d. látið hluti
hreyfast, snúast hraðar
o.s.frv. Vinur hans vill að
þeir notfæri sér þessa hæfi-
leika hans í fjárhættuspilum
og sér til skemmtunar. Ungi
uppfinningamaðurinn verð-
ur auðvitað ástfanginn af
einni blómarósinni í
skólanum en hún veit að
hann býr yfir þeim hæfileik-
um að nota hugarorkuna
og vill fá að skrifa um það í
skólablaðið en hann biður
hana að gera það ekki.
Margt spennandi á svo eftir
að gerast og sumt ansi
fyndið. Á skólaballi tekur
vinur okkar svo upp á því
að klæða stúlkurnar úr
fötunum með því að beita
hugarorkunni og ætti það
að gleðja karlpeninginn.
Nóg urn það, á heildina
litið er hér um þokkalega
gamanmynd að ræða.
J.Þór.
Blue Thunder
Leikstjóri: John Badham
Aðalleikarar: Roy Scheid-
er, Warren Oates, Candy
Clark og Malcolm
McDowell.
■ Bláa þruman er rnjög
fullkomin þyrla sem hönn-
uð var sérstaklega fyrir lög-
reglumenn stórborganna.
Þyrlan er vel vopnum búin,
svo sem 20 nnn fallbyssum
með sex hlaupum.
Skotheld, með innfarauða
upptökuvél sem gerir flug-
mönnunum kleift að sjá
fólk í gegnum veggi, full-
kominn hljóðnema og svo
mætti lengi telja. Frank
Murphy (Roy Scheider) er
þyrluflugmaður hjá lögregl-
unni og. er valinn til að
reynslufljúga Bláu þrum-
unni. Honum er boðið á
sýningu út í eyðimörkinni,
þar sem verið er að sýna
hæfni þyrlunnar. Sá sem þá
ílýgur þyrlunni er gamall
kunningi Murphy frá því í
Viet Nam. Þegar svo Frank
Murphy og starfsfélagi hans
komast að tilveru THORS,
leynilegs félagsskapar sem
myrðir óæskilega stjórn-
málamenn fer gamanið að
kárna. Murphy tekur til
sinna ráða þegar félagi hans
er drepinn og stelur Bláu
þrumunni og hefst þá æðis-
gengið þyrluatriði. Allar
myndir sem Roy Scheider
leikur í eru góðar og þessi
er engin undantekning frá
þeirri reglu. Þeir sem hafa
haft gaman af Air Wolf
ættu einnig að sjá þessa
mynd.
J.Þór
Hanover Street
Leikstjóri: Peter Hyams
Aðalleikarar: Harrison Ford,
Lesley-Amie Down og Christ-
opher Plummer.
■ Þegar vinur okkar Har-
rison Ford er annarsvegar
þá er alltaf um góða mynd
að ræða, þ.e.a.s. mynd með
spennu og húmorinn til
staðar. Myndin gerist í
London á stríðsárum seinni
heimsstyrjaldar. Harrison
leikur David hugrakkan
bandarískan sprengju-
flugmann sem lendir í ást-
arævintýri með breskri
hjúkrunarkonu. Hún sam-
þykkir að hitta hann aftur,
þótt hún sé gift. Maðurinn
hennar, Paul, er háttsettur
í bresku leyniþjónustunni
og eitt kvöldið er því komið
í kring að sér flugferð er
farin yfir Frakkland til að
varpa Paul niður. David er
flugmaðurinn en vélin er
skotin niður og saman
stökkva þeir David og Paul
út í fallhlíf og lenda í ýmsu
saman en spurning er hvort
þeir nái að snúa aftur til
konunnar sem þeir báðir
elska. Þrælgóð mynd með
þrem mjög góðum leikur-
um.
J.Þór.
í,Aí VHmm
IAME5 BC NDOO^
Neversay
Neveragain
Lcikstjóri: Irvin Kerchner
Aðalleikarar: Sean Conn-
ery, Barbara Carrera, Max
von Sydow og Klaus Maria
Brandauer.
■ Það var mörgum gleði-
efni er það fréttist að Sean
Connery tæki aftur upp á
því að leika Jarnes Bond,
eftir langa hvíld. Sumir áttu
erfitt með að sætta sig við
Roger Moore í hlutverk-
inu. Báðir finnst mér þeir
frábærir hvor á sinn liátt og
vil ekki gera upp á milli
þeirra. Myndin sjálf er
byggð lauslega á eldri Bond |
mynd, Thunderball. í byrj-
un myndarinnar er okkur
sýnt fram á það að snerpa
er enn fyrir hendi hjá Sean
og hann frelsar stúlku með
banvænunt afleiðingum.
Yfirmaður Bonds er á því að
hressingarhæli sé ágætis-
staður fyrir Bond og þang-
að er hann sendur. Jamesj
mundi þó eftir því að
smygla með sér smá nesti
og hjúkrunarkonurnar eruj
ekki látnar í friði af kvenna-
gullinu. Spectra, sérstök
stofnun fyrir gagnnjósnir,
hryðjuverk, hefndir og fjár-
kúgun nær að stela 2 kjarn-
orkuflaugum og færist nú
spenna í leikinn og leitað er |
til 007. Leikurinn í mynd-
inni er góður hjá Sean
Connery, Barböru og þó
sérstaklega hjá Max von
Sydow. Mikil spenna, hraði
og fallegar stúlkur í kring-
um harðjaxlinn. í lok
myndarinnar er ógeðslegt
hestaatriði, þ.e.a.s. þegar
hestur er látinn stökkva
fram af þverhníptum
hamri. Sorglegt í annars
mjög góðri mynd.
Vinsældalistinn:
1. (1) Falcon Crest (framhaldsþ.)
2. (2) Mistral’s Daughter (3 spólur)
3. (6) Dynasty (framhaldsþ.)
4. (3) Angelique (5 spólurj
5. (12) Educating Rila
6. ( -) Manions (3 spólur)
7. j -) Silkwood
8. j -) Maður, kona og barn
9. (16) 1922 (3 spólur)
10. j -) Star Chamber
11. j 8) Celebrity (2 spólur)
12. j -) Hanover Street
13. í 7) Sara Dane (2 spólur)
14. j -) Mutant
15. j -) Winter of discontent
16. Í -) Whywouldllie?
17. (17) Thetoy
18. í -) This man stands alone
19. j 5) Stripes
20. j -) Paris, Texas
Þeirsemdæma:
Stúdíó, Keflavik
Myndbandaleiga kvikmyndahúsanna, Hafnarfirði
Videokjallarinn, Óðinsgötu 5
Nesvídeo, Melabraut 57
Videó-Markaðurinn, Hamraborg 10
Grensásvideó, Grensásvegi 24
Myndbandalagið, Mosfellssveit
Vídeó Björninn, Hringbraut 119D
Videóklubburinn, Storholti 1
» Tröllavídeó, Eiðistorgi 17
West End videó, Vesturgötu 53