NT - 11.01.1985, Blaðsíða 10
Föstudagur 11. janúar 1985 10 — Blað II
Sjónvarp föstudag kl. 21.55:
Tekst að drepa
herforingjann?
■ Bíómyndin í kvöld er
frönsk og hefur verið gefið
nafnið Kaldhæðni örlaganna á
íslensku, en á frummálinu heit-
ir hún L’ironie du sort. Hún er
gerð 1973 og leikstjóri er Edo-
uard Molinaro, en með aðal-
hlutverk fara Pierre Clementi,
Jacques Spiesser, Jean Des-
ailly, Pierre Vaneck, Hans
Rás2föstudagkl.
16.00-17.00:
Vinsældalistar
frá í „fyrra“
í Listapoppi?
Verner og Marie-Helen Breil-
lat.
Myndin gerist í borginni
Nantes í Frakklandi árið 1943,
þegar landið var hernumið af
þýska hernum. Segir þar frá
þremur vinum, tveim piltum
og einni stúlku, sem öll eru
félagar í sama andspyrnuhópn-
um, en þar er mörg hættan á
ferðinni.
Það sem skiptir sköpum fyrir
framtíð þeirra og félaga þeirra
er hvort öðrum piltanna tekst
að drepa þýska foringjann,
sem er á leið til stöðva Gestapo
með lista yfir félaga í and-
spyrnuhreyfingunni, eða verð-
ur að leysa hreyfinguna upp.
Svarið fæst í kvöld.
Þýðandi er Ólöf Pétursdótt-
ir.
■ Unga andspyrnufólkiö á sínar góöu stundir inn á milli, þó að það sé að fást við hættuleg verkefni.
■ Það er ekki ofsögum sagt
af því hversu ferskir vinsælda-
listarnir eru í Listapoppi, en
það er einmitt á dagskrá Rásar
2 í dag kl. 16.
Við höfðum samband við
Gunnar Salvarsson, stjórn-
anda þáttarins, í fyrradag, og
þá hafði honum ekki enn borist
í hendur vinsældalistarnir frá
Bretlandi og Bandaríkjunum,
en átti von á þeim í gær. Hann
hafði því ekki fengið neinn
úrskurð um það hvaða lög
væru í efstu sætum listanna, en
kvaðst hafa grun um að þar
kenndi enn ýmissa grasa frá
jólavikunni, listarnir væru sem
sagt að miklu leyti til frá því „í
fyrra"!
Ekki er samt alveg útilokað
að einhver plötuútgáfa sé kom-
in af stað á nýju ári, en þá er
eftir að sjá, hvort cinhver á-
kveðin lög hafa náð að festa sig
á listunum.
í síðustu tveim Listapoppum
hefur Gunnar verið að fara yfir
vinsældalistana frá síðasta ári,
fyrst þann bandaríska og síð-
asta föstudag þann breska.
Honum finnst því tími til kom-
inn að afliðnum jólum að taka
aftur upp hið hefðbundna form
á Listapoppinu, sem er að
kynná „vinsælustu lög síðustu
viku“ bæði í Bretlandi og
Bandaríkjunum.
Útvarp föstudag kl. 10.45:
Sagt f rá Kef la-
vík á Gjögrum
- í Mér eru fornu minnin kær
■ í þætti Einars Kristjáns-
sonarfrá Hermundarfelli, Mér
eru fornu minnin kær, í útvarpi
í dag verður sagt frá Keflavík
á Gjögrum. Verður jþar lesin
ritgerð eftir Halldór Ólafsson,
sem birtist í Árbók Þingeyinga
1965.
Gjögur eru nyrst á skagan-
um milli Eyjafjarðar og Skjálf-
anda, og þegar Iitið er á kortið,
er nútímamanninum algerlega
óskiljanlegt að þarna skuli
nokkurn tíma hafa verið
byggð. Þarna var þó einn bær,
afskaplega afskekktur, enda
má segja að „ófærur séu til
allra átta“, eins og Einar orðar
það. Þar við bætist að það er
mjög brimasamt þar og
sæbratt, björgin þverhnípt og
fjaran lítil. Þó var reynt að
stunda sjóinn eftir því sem færi
gafst, en það var aðeins á
blíðviðrisdögum á sumrin, sem
það var reynandi.
Einar segir sem dæmi um
hætturnar samfara sjósókn-
inni, að sá atburður hafi gerst
seint á síðastliðinni öld, að
skyndilega hafi skollið á stór-
brim og hríðarveður. Hjónin í
Keflavík afréðu að freista þess
að ná bátnum lengra inn á land
og héldu niður í fjöru ásamt
vinnufólki sínu. Þar var ákveð-
ið að hreinsa bátinn fyrst af
snjó, áður en honum yrði ýtt á
öruggan stað. En þá tókst ekki
betur til en svo, að báturinn
losnaði með hjónin um borð,
og drukknuðu þau bæði að
vinnufólki sínu ásjáandi.
Byggð hefur ekki verið í
■ F.inar Kristjánsson.
Keflavík síðustu 70-80 árin, en
þar er nú gott og vandað
skipbrotsmannaskýli og
skammt frá er viti.
Halldór Ólafsson, sem rit-
gerðina skrifaði, er uppalinn
þarna á næstu grösum, í
Höfðahverfi, en fluttist þaðan
að Gunnarsstöðum í Þistilfirði,
þar sem hann gerðist bóndi.
Lesari er Steinunn S. Sigurðar-
dóttir.
Utvarp laugardag kl. 20.50:
„Blár fugl, rautt tré“
- konur í myndlist og Ijóðlist
■ Þáttur í útvarpi á laugardags-
kvöld kl. 20.50 ber hið forvitni-
lega nafn Blár fugl, rautt tré og
er í umsjón Hrafnhildar Schram
og Geirlaugar Þorvaldsdóttur.
Okkur lék forvitni á að vita hvað
fælist á bak við þetta skrítna
nafn. Hrafnhildur varð fyrir
svörum.
„Þetta er þáttur sem fjallar um
fólk, sem hefur sinnt bæði mynd-
list og ritstörfum. Við Geirlaug
höfum verið lengi að velta þessu
fyrir okkur og höfum vitað af
þessu fólki, en þegar við fórum
loks að leita að efni, æxlaðist það
nú svo, að þetta eru allt konur,
sem við höfum dregið fram, ís-
lenskar konur," segir Hrafnhild-
ur okkur.
Fyrstu konurnar, sem komu
upp í huga Hrafnhildar og Geir-
■ Geirlaug Þorvaldsdóttir og Hrafnhildur Schram, flytja okkur
mvndlist og Ijóðlist nokkurra kvenna í útvarpinu.
Föstudagur
11. janúar
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Á
virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55
Daglegt mál. Endurt. þáttur Sigurð-
ar G. Tómassonar frá kvöldinu
áður.
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veður-
fregnir. Morgunorð- Hafdis Hann-
esdóttir talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Elsku barn“ Andrés Indriðason
les sögu sína (5).
9.20 Leikflm! 9.30 Tilkynningar.
Tónleikar.
10.00 Fréttir. 10.10. Veðurfregnir.
Forustugr. dagbl. (útdr.).
10.45 „Mér eru lornu minnin kær“
Einar Krlstjánsson frá Her-
mundarfelll sér um þáttinn.
(RÚVAK).
11.15 Morguntónleikar.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning-
ar.
12.20 Fréttlr. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
14.00 „Þættlr af krlstniboðum um
víða veröld" eftlr Clarence Hall
Barátta við fáfræði og hjátrú. Starf
Williams Townsend. (Fyrsti hluti).
Ástráður Sigursteindórsson les
þýðingu sina (8).
14.30 Á léttu nótunum Tónlist úr
ýmsum áttum.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Síðdegistónleikar. a. Konsert
í B-dúr fyrir flautu eftir Johann
Melchior Molter. Gunilla von Bahr
leikur með Kammersveitinni i
Stokkhólmi. b. Fiðlukonsert í D-dúr,
op. 35, eftir Tsjaíkofsky. Kyung
Wha Chung leikur með Sinfóníu-
hljómsveitinni í Montréal; Charles
Dutoit stj.
17.10 Síðdegisútvarp Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttlr. Tilkynningar.
20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg
Thoroddsen kynnir.
20.40 Kvöldvaka a. Frá safnamönn-
um Gufuvaltarinn Briet. Guðný
Gunnarsdóttir segir frá. b. f kaupa-
vinnu i Húnavatnssýslu Alda
Snæhólm Einarsson flvtur frum-
saminn frásöguþátt. c. Ágústdag-
ur 1957 Guðrún Jakobsdóttir á
Víkingavatni i Kelduhverfi segirfrá
I samtali við Þórarin Björnsson.
(Þáttur þessi var hljóðritaður á
vegum safnahúss Húsavikur).
Umsjón: Helga Ágústsdóttir.
21.30 Tónleikar
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldslns,
22.35 „Óður Ameríku" Stiklað á
stóru í sögu bandarískrar þjóð-
lagatónlistar. Fyrri þáttur. Umsjón:
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
og Áskell Þórisson.
23.15 Á sveltalínunnl Umsjón: Hilda
Torfadóttir. (RÚVAK).
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
Næturútvarp frá Rás 2 til kl. 03.00.
Laugardagur
12. janúar
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn.
Tónleikar. Þulur velur og kynnir.
7.25 Leikfimi. Tónleikar.
8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgunorð -
Guðmundur Ingi Leifsson talar.
8.15 Veðurfregnir.
8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). Tón-
leikar.
9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar.
9.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þ.
Stephensen kynnir. (10.00 Fréttir.
10.10 Veðurfregnir). Óskalög sjúk-
linga, frh.
11.20 Eitthvað fyrlr alla Sigurður
Helgason stjórnar þætti fyrir börn.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning-
ar.
12.20 Fréttlr. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.40 íþróttaþáttur Umsjón: Her-
mann Gunnarsson.
14.00 Hér og nú Fréttaþáttur í viku-
lokin.
15.15 Úr blöndukútnum - Sverrir
Páll Erlendsson (RÚVAK).
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 fslenskt mál Guðrún Kvaran
flytur þáttinn.
16.30 Bókaþáttur Umsjón: Njörður
P. Njarðvík.
17.10 Oktett ( F-dúr eftlr Franz
Schubert „Ensemble 13“ leikur.
(Hljóðritun frá tónleikum Tónlistar-
félagsins í Austurbæjarbíói 4. nóv.
sl).
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.35 „Dagur ei meir“ Matthias
Johannessen skáld les með undir-
leik úr Ijóðabók sinni sem ort var á
þjóðhátíðarárinu 1974.
20.00 Útvarpssaga barnanna:
„Ævintýri úr Eyjum" eftlr Jón
Sveinsson Gunnar Stefánsson
les þýðingu Freysteins Gunnars-
sonar (16).
20.20 Harmonikuþáttur Umsjón:
Högni Jónsson.
20.50 Blár fugl, rautt tré Þáttur um
skáld og myndlistarmenn. Umsjón:
Hrafnhildur Schram og Geirlaug
Þonraldsdóttir.
21.30 Tónllstarþáttur Þættir úr si-
gildum tónverkum.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 „Skýjað með köflum" Jón S.
Gunnarsson les Ijóð eftir Pétur
önund Andrésson.
22.45 Loftárás á Selfoss Jón R.
Hjálmarsson ræðir við Guðmund
Kristinsson á Selfossi.
23.15 Óperettutónlist
24.00 Miðnæturtónleikar Umsjón:
Jón örn Marinósson.
00.50 Fréttir. Dagskrárlok.
Næturútvarp frá Rás 2 til kl. 03.00.
Sunnudagur
13. janúar
8.00 Morgunandakt Séra Jón Ein-
arsson flytur ritningarorð og bæn.
8.10 Fréttir.
8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl.
(útdr.).
8.35 Létt morgunlög
9.00 Fréttir.
9.05 Morguntónleikar
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
10.25 Stefnumót við Sturlunga Ein-
ar Karl Haraldsson sér um þáttinn.
11.00 Messa í Hallgrímskirkju
Prestur: Ragnar Fjalar Lárusson.
Organleikari: Hörður Áskelsson.
Hádeglstónleikar.
12.10 Dagskrá. Tónleikar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.30 Hlnir dásamlegu Essenar
Ævar R. Kvaran tók saman
dagskrána og flytur ásamt Jónu
Rúnu Kvaran.
14.30 Frá tónleikum Sinfóníu-
hljómsveltar fslands í Háskóla-
bfól 10. þ.m. (Fyrri hluti) Stórn-
andi: Jean-Pierre Jacquillat. Sin-
fónía nr. 41 i C-dúr „Júpíter" eftir
Wolfgang Amadeus Mozart.
Kynnir: Jón Múli Árnason.
15.10 Með bros á vör Svavar Gests
velur og kynnir efni úr gömlum
spurninga- og skemmtiþáttum út-
varpsins.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Um vísindi og fræðl Bitmý I
Laxá, Suður-Þingeyjarsýslu. Dr.
Gísli Már Gislason dósent flytur
sunnudagserindi.
17.00 Sfðdegistónleikar: Frá tón-
llstarhátíðinni f Schwetzingen f
fyrra a. „Scherzo“ í b-moll op. 31
nr. 2, „Noktúrna" í F-dúrop. 15 nr.
4 og Ballaða nr. 1 i g-moll op. 23
eftir Chopin. b. „Carnaval" op. 9
eftir Schumann. Cécile Licad leikur
á píanó.
18.00 Á tvist og bast Jón Hjartarson
rabbar við hlustendur.
18.20 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttlr. Tilkynningar.
19.35 „Maður lifandi" Guðrún Guð-
laugsdóttir ræðir við Þórð Run-
bólfsson í Haga.
20.00 Um okkur Jón Gústafsson
stjórnar blönduðum þætti fyrir ung-
linga.
20.50 Tónlist
21.05 Evrópukeppni meistaraliða í
handknattleik Hermann Gunn-
arsson lýsir síðari hálfleik FH og
Herschi frá Hollandi í 8 liða úrslit-
um í Laugardalshöll.
21.45 Útvarpssagan: Grettis saga
Óskar Halldórsson lýkur lestrinum
(21).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldins
22.35 Kotra Umsjón: Signý Pálsdótt-
ir. (RÚVAK).
23.05 Djassþáttur - Jón Múli Árna-
son.
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
vln
Föstudagur
11. janúar
10.00-12.00 Morgunþáttur Stjórn-.
endur: Páll Þorsteinsson og Sig-
urður Sverrisson.