NT - 11.01.1985, Qupperneq 13
■ f ■ t 11 i'i ihViV'
Sunnudagsferð F.í.
■ Sunnudaginn 13. janúar
gengst Ferðafélag Islands fyrir
gönguferð á Grimmannsfell.
Ekið verður að Seljabrekku í
Mosfellssveit og gengið þaðan.
Brottför verður frá Umferðar-
miðstöðinni austanmegin kl.
13.00. Farmiðar eru seldir við
bílinn. Frítt fyrir börn í fylgd
fullorðinna.
Guðsþjónusta
■ Keflavíkurkirkja: Guðs-
þjónusta kl. 14. Organisti Sig-
uróli Geirsson. Sóknarprestur.
Myndakvöld
Ferðafélags
íslands
■ Miðvikudaginn 16. janúar
efnir Ferðafélagið til fyrsta
myndakvöldsins á árinu 1985 í
Risinu, Hverfisgötu 105 kl.
20.30 stundvíslega.
Efni: Guðjón O. Magnússon
sýnir myndir frá Friðlandi að
Fjallabaki (náttúrufar, land-
notkun og þjónusta við ferða-
menn).
Helgi Magnússon sýnir
myndir frá Síðu, Holtsdal,
Fjarðarárgljúfri, Fljótshverfi,
Lakagígasvæðinu og víðar
(sbr. ferð Ferðafélagsins 1983),
Veitingar í hléi að eigin ósk.
Ath. að lyfta er til hægri í
anddyri.
Nýársferð
Útivistar
■ Þingvallakirkja.
á Þingvelli
■ Sunnudaginn 13. janú-
ar efnir Ferðafélagið Úti-
vist til sinnar árlegu nýárs-
og kirkjuferðar. Að þessu
sinni verður farið á Þing-
velli, en ökufæri þangað er
gott um þessar mundir.
Efnt verður til sérstakrar
helgistundar í- Þingvalla-
kirkju af þessu tilefni sem
sr. Hcimir Steinsson þjóð-
garðsvörður mun sjá um.
Hann mun jafnframt fræða
um sögu staðarins. Einnig
verður gengið um þjóð-
garðslandið og það skoðað
í vetrarbúningi.
Ferðin markar upphaf af-
mælisárs Útivisfar, en fé-
lagið er 10 ára í vor.
Brottför verður frá BSÍ -
bensínsölunni - kl. 10.30 á
sunnudagsmorguninn.
Föstudagur 11. janúar 1985
13 -
Blaðll
Agnes, Anna Frank, Félegt fés og Gísl
■ í kvöld, föstudags-
kvöld, er 4. sýning á Ag-
nesi, sem var frumsýnt um
síðustu helgi og er Guðrún
Gísladóttir í titilhlutverki.
Leikstjóri er Þórhildur
Þorleifsdóttir.
Uppselt er á þessa sýn-
ingu.
Laugardagskvöld er
Dagbók Önnu Frank á fjöl-
unum, þar sem Guðrún
Kristmannsdóttir leikur
aðalhlutverkið. Guðrún er
aðeins 16 ára gömul.
Á laugardagskvöld hefj-
ast að nýju sýningar á skop-
leiknum Félegu fési eftir
Dario Fo í Austurbæjar-
bíói. Það eru miðnætursýn-
ingar og ntiðasala að sýn-
ingunum er í bíóinu.
Á sunnudagskvöldið er
svo sýning á leikriti Brend-
ans Behan Gísl, en það
hefur nú verið sýnt í heilt ár
í Iðnó. í aðalhlutverkum
eru: Gísli Halldórsson,
Margrét Helga Jóhanns-
dóttir, Jóhann Sigurðarson
(gíslinn) Guðbjörg Thor-
oddsen, Hanna María
Karlsdóttir, Jón Sigur-
björnsson o.fl. Sigurður
Rúnar Jónsson stjórnar
allri tónlist, en Stefán Bald-
ursson leikstýrir.
60 sýningar hafa verið á
leikritinu Gísl - og enn er
uppselt á svo til allar sýn-
ingar verksins.
Frá sýningu áFélegt fés, frá v.: Bríet Héðinsdóttir (frú Rósa) Viðar
Eggertsson (njósnaþjónn) og Fiat-forstjórinn Agnelli (Aðalsteinn
Bergdal).
Fjögur leikrit um að velja hjá L.R.:
■ Úr leikritinu Gísl, sem nú hefur verið sýnt 60 sinnum í Iðnó á einu ári.
■ Frá sýningu á söngleiknum Gæjar og píur. Egill Ólafsson,
Ragnheiður Steindórsdóttir og Árni Tryggvason.
Sýningar í Þjóðleikhúsinu:
Gæjar og píur!
■ í kvöld, föstud. 11. jan.
hefjast að nýju sýningar Þjóð-
leikhússins á söngleiknum
Gæjum og píum. Verkið var
sýnt alls 45 sinnum á síðasta
leikári fyrir fullu húsi, enda
sáu yfir 25 þúsundir sýninguna.
Leikstjórar eru Benedikt
Árnason og Kenn Oldfield,
hljómsveitarstjóri Terry Davi-
es, leikmynd er eftir Sigurjón
Jóhannsson og búningar eftir
Unu Collins.
í stærstu hlutverkum eru
Egill Ólafsson, Ragnheiður
Steindórsdóttir, Bessi Bjarna-
son, Sigríður Porvaldsdóttir,
Flosi Ólafsson og Sigurður Sig-
urjónsson.
Tvær sýningar verða um
helgina, á föstudagskvöld og
sunnudagskvöld.
Kardemommubærinn
Uppselt hefur verið á allar
sýningar barnaleikritsins Kar-
demommubærinn eftir Thor-
björn Egner til þessa, en nú
um helgina verða tvær sýning-
ar, á laugardag og sunnudag
kl. 14 báða dagana. Leikstjórn
er í höndum Klemensar Jóns-
sonar og Eriks Bidsted, en
rneð helstu hlutverk fara Ró-
bert Arnfinnsson, Lilja Guð-
rún Þorvaldsdóttir, Pálmi
Gestsson, Randver Þorláks-
son, Örn Árnason og Baldvin
Halldórsson.
Skugga-Sveinn
Leikritið Skugga-Sveinn eftir
Matthías Jochumsson verður
sýnt í Þjóðleikhúsinu á laugar-
dagskvöld. Þar leikur Erlingur
Gíslason titilhlutverkið, Árni
Tryggvason er Grasa-Gudda,
Randver Þorláksson er Gvend-
ur smali. Hákon Waage er Jón
sterki, Gísli Alfreðsson er Sig-
urður í Dal, Pétur Einarsson
leikur sýslumanninn, Örn
Árnason og Sigrún Edda
Björnsdóttir leika elskendurna
ungu, en Ketill Larsen leikur
Ketil skræk. Leikstjóri er
Brynja Benediktsdóttir, tón-
listin ereftir Jón Ásgeirsson og
hann stjórnar einnig hljónt-
sveitinni.
Kvennahúsið
Hótel Vík
■ Laugardagskaffi og um-
ræður verða í Kvennahúsinu
kl. 13 laugardaginn 12. janú-
ar. Umræður fara fram um
Veru, málgagn kvenfrelsis-
baráttu. Fortíð og framtíð
blaðsins verður undir smá-
sjánni. Ritnefnd Veru mun
sitja fyrir svörum.
■ Kvennahúsið.