NT - 19.01.1985, Qupperneq 3
Laugardagur 19. janúar 1985 3
Auður og Alistair
MacLean söluhæst
■ Kaupþing h.f. hcfur scnt frá
scr niðurstööur könnunar á sölu
bóka á tímabilinu l(). dcscmbcr
til 4. janúar. Svo sem búist hafði
vcrið við var það bókin „Á
Gljúfrasteini", samtalsbók
Eddu Andrcsdóttur við Auði
Laxncss. scm scldist mcst allra
bóka, innlendra sem erlendra.
sló meira að segja við sjálfum
Ijúflingi bókaþjóðarinnar.
Álistair MaeLean. sem varð að
láta sér nægja annað sætiö. Hér
á cftir fylgir listi Kaupþings um
mest scldu bækurnar.
1. Á Gljúfrasteini - Edda
Andrésdóttir.
2. Dyr dauöans - Alistair
MacLean.
3. Fimmtán ára á föstu - Eö-
varð Ingólfsson.
4. Guömundur skiphcrra
Kjærncsted -Svcinn Sæm-
undsson.
5. Töff týpa á föstu - Andrés
Indriöason.
6. Jón G. Sólncs - Halldór
Halldórsson.
7. Átök í eyðimörk - Ham-
niond Innes.
cS. Sjáöu Madditt. það snjóar
- Astrid Lindgren og llon
Wikland.
9. Bróðir minn Ijónshjarta -
Astrid Lindgren.
I(). Ekkcrt mál - Njörður P.
Njarðvík og Freyr Njarðar-
son.
11. Við Þorbergur - Gylfi
Gröndal.
12. í næturvillu - Desmond
Baglev.
Í3. Tröllabókin - Jan Lööf.
14. Alfreðs saga og Loftleiða -
Jakob F. Ásgeirsson.
15. Og árin líða - Halldór
Laxness.
16. Eysteinn - í baráttu og
starfi - Vilhjálmur Hjálm-
arsson.
17. Með kveðju frá Dublin -
Árni Bcrgmann.
IS. Júlíus - Klingsheim/Jak-
obsen.
19. Nafn rósarinnar-Umberto
Eeo.
20. Með víkingum - Peyo.
■ Hið nýja Hugvísindahús Háskólans.
Hugvísindahúsið orðið nothæft
■ Hugvísindahús Háskóla ís-
lands verður tekið í notkun að
fullu á vorönn um mánaðamót
janúar og febrúar og verður
hvert sæti skipað.
í húsinu sem er 200m að
ílatarmáli eru I2 kcnnslustofur
sem rúma allt frá I5 upp í IIO
manns. Alls er þar kennsluað-
staða fvrir 400 ncmcndur.
nemendui.
Eftir er að ganga frá vinnu-
herberjum og lesstoíum, en
bið verður að öllum líkindum á
þeim framkvæntdum meðan á
byggingu Raunvísindahúss III
stendur.
Könnun á árangri
í skólastarfi
■ Þórólfi Þórlindssyni prófessor hefur ver-
ið falin yfirstjórn hcildarkönnunar á árangri
skólastarfs á íslandi og gæðum menntunar.
Könnunin verður framkvæmd í samvinnu
við menntamálaráðuneytið, rannsóknar-
stofnun uppcldismála og menntunarsér-
fræðinga OECD. Miðað er við að fvrstu
niðurstöður liggi fyrir snentma í sumar en
lokaskýrsla að ári liðnu.
Markmið rannsóknarinnar er að auka
þekkingu á árangri skólastarfs, eðli þess og
umfangi. Ennfrenrur að gera grein fyrir
þróun og stöðu íslenska menntakerfisins,
borið saman við önnur lönd. Með könnun-
inni er verið að framkvæma vilja Alþingis
annars vegar, og hins vegar er stefnt að því
að hún geti orðið grundvöllur fyrir mótun
menntastefnu, sem stuðli markvisst að upp-
byggingu atvinnulífsins, um leið og lögð er
áhersla á, að hver og einn fái að njóta
hæfileika sinna.
Námsstjóri í
fíkniefnum
■ Menntamálaráðuneytið auglýsir nú eftir
námsstjóra í fíkniefnafræðslu en sú staða
mun nú koma í stað bindindisnámsstjóra sem
starfað hefur í ráðuneytinu. Að sögn Hrólfs
Kjartanssonar deildarstjóra í ráðuneytinu
hafa nokkrir þegar leitað upplýsinga um
starfið en engar umsóknir borist enda er
umsóknarfrestur ekki útrunninn.
Námsstjórastaðan í fíkniefnafræðslu er
hálf staða eins og staðan í bindindismálum
var áður á móti kristinfræðslu. Enn hefur
ekki verið mótað hvernig fræðslu um fíkni-
efni verður háttað og bíður það verkefni
væntanlegs námsstjóra.
Kröflu-
virkjun?
■ Bæjarstjórn Akureyrar hefur
tilnefnt Val Arnþórsson og Jón G.
Sólnes sem fulltrúa bæjarins í við-
ræðum unt hugsanleg kaup Lands-
virkjunar á Kröfluvirkjun.
Einn bæjarfulltrúi, Sigríður Stef-
ánsdóttir sat hjá þar sem hún taldi
óeðlilegt að Jón G. Sólnes semdi
um að selja Kröfluvirkjun. Iðnaðar-
ráðuneytið fór þess á leit við bæjar-
stjórnina í desember að tveir fulitrú-
ar yrðu tilnefndir til formlegra við-
ræðna.
FJORHJOLADRIFINN
ÞESSI BILL GETUR
a~| INGVAR HELGASON HF
___ Sýningarsalurinn/Rauðagerði, sími 33560.