NT - 19.01.1985, Page 4

NT - 19.01.1985, Page 4
Laugardagur 19. janúar 1985 4 Fjárhagsáætlun Reykjavíkur: Utsvörin hækka um 25,5% frá fyrra ári - tekjuafgangur áætlaður 2 milljónir ■ Frumvarp að tjárhagsáætlun Rcykjavíkurhorgar fyrir árið 1985, seni lagt varfram til fyrri mnræðu í borgarstjórn í fyrrakvöld, gerir ráð fyrir tveggja milljóna króna tekjuafgangi. Heildartekjur borgarsjóðs eru áætlaðar 3 milljarðar og 125 niilljónir, sem er 21,2% hækkun frá áætlaðri útkomu fyrir 1984, en 30,2% hækkun frá fjárhags- áætlun 1984. Heildarútgjiildin eru áætluð 3 inilljarðar og 123 milljónir króna, sem er 30,1% hækkun frá fjárhags- áætlun 1984. skrifstofur borgarinnar hækkar um 27,6%. Davíð Oddsson borgar- stjóri sagði m.a. í framsögu- ræðu sinni fyrir fjárhagsáætl- uninni, að hún einkenndist af þeirri stefnu núverandi borgarstjórnarmeiríhluta að létta skattbyrðum af gjald- endum, og ennfremur að hún bæri þess merki, að vel hefði tekist til um stjórn borgarinnar á síðasta ári. 3 fulltrúar minnihlutans í borgarstjórn voru spurðir álits á fjárhagsáætluninni og eru viðtöl við þá annars stað- ar á síðunni. ■ Davíð Oddsson borgarstjóri sést hér klippa á borðann, þegar Gullinbrú var forinlega tekin í notkun í haust. Skyldi fjárhagsáætlun hans fyrir borgina færa íbiium hennar gull og græna skóga? Svör fást kannski liér á síðunni. NT*mynd: Árni Hjarnu Aðaltekjustofn borgar- sjóðs cr útsvörin, en þau eru áætluð 1375 milljónir króna, sem er 25,5% hækk- un frá álagningu síöasta árs. Áætlun um útsvarstekjur byggir á spá Þjóðhagsstofn- unar um að atvinnutekjur einstaklinga árið 1984 verði 25% liærri en 1983. Þá tekur áætlunartala Irumvarpsins mið af 1,5% fjölgun gjald- enda í Rcykjavík. Tekjur af fasteignaskött- um eru áætlaðar 461 milljón króna, sern er 26% hækkun fráálagningunni 1984. Frarn- lag úr Jöfnunarsjóöi sveitar- félaga er áætlaö 265 milljón- ir. Tekjur af aðstööugjöld- um eru áætlaðar548 miíljón- ir króna og er þá miðað viö óbreytta gjaldskrá. Gatna- gerðargjölci eiga að færa borgarsjóöi um 221 milljón króna. Helsti útgjaldaliður borg- arsjóðs er launakostnaður og er liann áætlaður 1325 mill- jónir króna. Fað er 32,5% hækkun frá fyrra ári og hlut- fall launakostnaðar í heildar- útgjöldunum hækkar úr 41,6% í 42,4%. Útgjöld vegna efniskaupa, orku og vélavinnu verða 1100 mill- jónir samkvæmt fjárhags- áætluninni og er það 49,7% hækkun fráfyrraári. Hlutfall þessa liðar í heildarútgjöld- um hækkar úr 30,6% í 35,2% og liggur skýringin á því í auknum framkvæmdum á vegum borgarinnar. Oriöji stærsti útgjaldaliöur borgar- innar er styrkir og framlög, sem vcrða 555 milljónir króna, cða 29,1% hækkun frá 1984. Kostnaðurviðstjórn borg- arinnar á þessu ári er áætlaö- ur 139,1 milljón króna. sem er 29,6% hækkun frá áætl- aðri útkomu ársins 1984. Ef litið er nánar á þá tölu, kemur í Ijós, að kostnaður vegna borgarstjórnar, borg- arráðs og annarra nefnda og ráða hækkar um tæplega 31%, en kostnaður við aðal- Vafasamt að tala um góða fjármálastjórn meirihluta - segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarfulltrúi Kvennaframboðsins ■ „Það er vafasamt að tala um góðafjármálstjórn meiri- hlutans, þegar borgin hefur ekki lagt neitt af mörkum til að draga úr verðbölgu heldur vclt öllum kostnaði út í verð- lagiö undanfarin 21/: ár með því að hækka þjónustu langt u m f r a m I a u n a hæ kka n i r “ sagði IngibjörgSólrún Gísla- dóttir borgarfulltrúi Kvennaframboðs í borgar- stjórn um nýju fjárhagsáætl- unina. Sagði hún að það væri mikilvægt að fólki gerði sér Staða borgarinnar góð grein fyrir því að borgin heföi hækkað tekjur sínar s.s. útsvör mun mcira en launahækkunum næmi. Hægt hefði vcrið að greiða skuldir seni söfnuðust árið 1983 vegna þess að útsvars- byrðin hjá fólki var mun meiri árið 1984. Benti hún á í því sambandi að s.l. ár hefði verið greiddar 272 miljónir í afborganir af lánum, sem væri jafn mikið og allur kostnaður borgarinnar af rekstri fræðslumála og borg- arbókasafns á árinu. Ingibjörg Sólrún sagðist þó vera sáttari við fjárhags- áætlun ársins 1985, en áætl- anir undanfarinna tveggja ára. og vægi þar þyngst á metunum að stefnt væri að því að halda rekstrargjöld- um í lágmarki væri liægt að gera ráð fyrir að það tækist. Hins vegar efaðist hún um að það væri góð fjármála- stjórn að halda rekstrar- gjöldum í lágmarki. Hún væri síst á móti sparnaði, en eins og borgarstjóri hefði sagt í ræðu sinni, væri þar telft á tæpasta vaðið og ekki þyrfti að koma til mikilla launabreytinga á vinnu- markaðnum í haust til að fjárhagsáætlunin væri sprungin. Hér væri vissulega sýnd góö viðleitni, sagði Ingibjörg Sólrún að lokum, en spurn- ingin væri: Hvað gerist í ■ Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir. haust? Þessi fjárhagsáætlun gæti þýtt miklar lántökur ef launaliðir breyttust að marki í haust. á kostnað borgaranna! Stórhækkun þjónustu- gjalda einkennir stjóm sjálfstæðismanna - segir Guðrún Ágústsdóttir borgar fulltrúi Alþýðubandalagsins ■ „Það scm sló mig fyrst í þessari fjárhagsáætlun er aö það á að ganga fram hjá Vesturbæjarskólabygging- unni, en hann á viö mikinn húsnæðisvanda á stríöa. en leggja ofurkapp á að koma upp fyrsta át'anga Grafar- vogsskólans," sagði Guðrún Ágústsdóttir borgarfulltrúi Alb. er NT leitaði álits henn- ar á frumvarpi að fjárlögum Reykjavíkurborgar 1985. Nefndi Guðrún aö það væru ekki nema 8-10 milljón- ir sem Vesturbæjarskólinn fengi á móti 30 milljónum til Grafarvogsskólans. Guörún sagði að það sem m.a. einkenndi þessa fjár- hagsáætlun væri mikil hækk- un allra þjónustugjalda fyrir- tækja á vegum borgarinnar. Nefndi hún sem dæmi að fargjöld SVR hefðu staðið undir 2/3 hlutum kostnaðar í tíð vinstrimeirihlutans en nú ættu fargjöld að sjá fyrir 85% af rekstararfjármagni fyrirtækisins. Sama sagði hún að gilti um sundstaði, bókasafnsskýrteini og aðra þjónustu. Allt hækkaði. Guðrún undirstrikaði að staða borgarinnar væri góð á kostnað borgaranna, því launþegar væru að greiða niður veröbólguna. sem skil- aði sér í betri útsvarsgreiðsl- um. Álögurnar væru hins vegar mun meiri á borgarana nú og sæist það best á stór- auknuni fjölda nauðungar- uppboða vegna vangreiðslna á opinberum gjöldum. Únt fjárhagsáætlun þessa árs, miðað við fyrri áætlanir sjálfstæðismeirihlutans, sagði Guðrún að hún væri skárri en áöur hefði verið. Þar munaði mest um auknar fjárveitingar til dagheimila og málefna aldraðara, en það væri sláandi að í stjórn- artíð núverandi meirihluta hefði engin íbúð fyrir aldr- aða verið tekin í notkun. Bentu aukin framlögtil þess- - segir Gerður Steinþórsdóttir borgarfuiltrúi Framsóknarflokksins Guðrún Ágústsdóttir. ara málefna, ásamt ýnisu öðru, til þess að kosninga- undirbúningur fyrir árið 1986 væri þegar hafinn hjá sjálfstæðismönnum. ■ „Það sem einkennin stjórn sjálfstæðismanna á þessu kjörtímabili er gífur- leg hækkun þjónustugjalda hjá fyrirtækjum borgarinn- ar. Heitt vatn hefur hækkað um 355% og gjöld Raf- magnsvejtu Reykjavíkur um 207% svo eitthvaö sé nefnt," sagði Gerður Steinþórsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar- flokksins í tilefni nýrrar fjár- hagsáætlunar. Benti Gerður á að nú væri í fyrsta skipti varið góðri upphæð til dagheimila og málefna aldraðra á kjörtíma- bilinu en þau mál hefðu setið mjög á hakanum. Staða borgarinnar væri góö enda væri ntikið tekið af skatt- borgurunum og því hægt að leggja í miklar framkvæmd- ir. Þetta stafaði af því að ■ Gerður Steinþórsdóttir, verðbólga hefði verið minni en á undangengnum árum og því nýttust útsvörin betur. I því sambandi nefndi Gerður að hækkun rekstrar- gjalda borgarinnar hefði ver- ið um 350 milljónir í fyrra en á sama tíma hefðu tekjurnar hækkað um 780 milljónir. Þar kæmi inn í að launum hefði verið haldið niðri og hefði borgin að sjálfsögðu grætt á því. Af einstökum málefnum öðrum nefndi Gerðurað það væri sláandi að Grafarvogs- skóli væri tekinn fram yfir Vesturbæjarskólann. Almennt mætti segja að góð staða borgarinnar byggðist á aukinni skatt- heimtu og hærri þjónustu- gjöldum því ekki hefði verið um neina endurskipulagn- ingu á rekstri borgarinnar að ræða og engir nýir tekju- stofnar komið til sögunnar.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.