NT - 19.01.1985, Page 7
Laugardagur 19. janúar 1985 7
■ Carríngton lávarður, framkvæmdastjóri Nató, og Roland Dumas, hinn nýi utanríkisráðherra Frakka.
sætt gagnrýni en stefnan innan-
lands. I skoðanakönnun, sem
fór fram nokkru fyrir áramót,
lýstu aðeins 28% sig ánægða
með utanríkisstefnu Mitterr-
ands, sem m.a. var fundið til
foráttu, að hún byggðist á of
mikilh fylgisemi við Bandarík-
in.
Mitterrand hefur nú bersýni-
lega ákveðið að láta meira að
Frökkum kveða á þessu sviði.
Honum tókst að koma því svo
fyrir, að Delors tæki við for-
mennsku í stjórnarnefnd Efna-
hagsbandalags Evrópu nú um
áramótin. Fráfarandi formað-
ur, Gaston Thorn, hefur þótt
of áhrifalítill og atkvæðalítill,
en talið er að Delors muni
reynast stórum athafnameiri
og stuðla að eflingu bandalags-
ins og aukinni samvinnu Vest-
ur-Evrópuríkja á annan hátt.
Aukin samvinna Vestur-Evr-
ópuríkja er Mitterrand mikið
áhugamál.
Pað hefur svo vakið sérstaka
athygli, að nýr maður tók við
embætti utanríkisráðherra.
Roland Dumas, fyrir rúmum
mánuði. Hann hefur verið eins
og Fabius einn af nánustu per-
sónulegum vinum Mitterrands
um langt skeið.
Með þessa tvo menn sér við
hlið mun Mitterrand geta mót-
að stefnuna innanlands og
utanlands enn auðveldlegar en
áður, en óhjákvæmilega munu
þeir hafa meiri eða minni áhrif
á hana.
Hvað Dumas snertir er hann
talinn minna andstæður Rúss-
um en fyrirrennari hans,
Claude Cheysson, var og er
það m.a. talið merki um það,
að hann var eini þingmaður
sósíalista, sem undirritaði sér-
stakt afvopnunarávarp
franskra kommúnista, sem
þeir söfnuðu undirskriftum
undir 1982. Pá er hann talinn
hafa mikinn áhuga á málum
þróunarlandanna, líkt og Mitt-
errand.
Líklegt hefur verið talið, að
það yrði eitt af fyrstu embættis-
verkum Dumas að fara til
Moskvu til undirbúnings heim-
sóknar Cherncnkos forseta til
Parísar á þessu ári, en hún
hefur verið fyrirhuguð til að
endurgjalda heimsókn Mitt-
errands til Moskvu á síðasta
ári. Versnandi heilsufar
Chernenkos gæti breytt þeirri
fyrirætlun.
Roland Dumas er 62 ára.
Faðir hans var drepinn af Pjóð-
verjum skömmu eftir innrás
þeirra í Frakkland 1940. Dum-
as gekk 18 ára gamall í and-
spyrnuhreyfinguna. Eftirstyrj-
öldina lagði hann fyrir sig laga-
nám og reyndist frábær náms-
maður og þó mest sem tungu-
málamaður. Hann vann sér
fljótt mikið orð sem snjall
málflutningsmaður, en jafn-
framt sem lögfræðilegur ráðu-
nautur þekktra listamanna,
sem margir urðu góðkunningj-
ar hans, m.a. Picasso, en Dum-
as kom því meðal annars til
vegar að málverkið fræga, Gu-
ernica, var flutt frá Bandaríkj-
unum til Spánar.
Þeir Mitterrand og Dumas
kynntust í mótspyrnuhreyfing-
unni og urðu brátt miklir vinir.
Dumas átti um skeið sæti á
þingi fyrir lítinn vinstri flokk,
sem var undir forustu Mitterr-
ands og síðar sameinaðist Sós-
íalistaflokknum. Dumas var
verjandi Mitterrands í máli,
sem reis vegna þess, að Mitter-
rand taldi tilraun hafa verið
gerða til að ræna honum.
Dumas var aftur kosinn á
þing 1981 og hefursíðan farið
í ýms ferðalög fyrir Mitter-
rand, m.a. til viðræðna við
Kadhafi. í desember 1982 varð
hann ráðherra í ráðuneyti því,
sem fer með mál Efnahags-
bandalagsins og gegndi hann
því starfi þangað til að hann
tók við embætti utanríkis-
málaráðherra í síðasta mán-
uði.
Þeir Mitterrand, Fabius og
Dumas ciga mikið verk og
vandasamt verk fyrir höndum,
ef þeim á að heppnast að koma
í veg fyrir ósigur Sósíalista-
flokksins í þingkosningunum á
næsta ári.
■ Við leysum ekki kreppuna nú með auknum veiðum á íslandsmiðum.
rætur í þessari hefð en trúði
því á áttunda áratugnum að
Alþýðubandalagið gæti orðið
vettvangur og baráttutæki til
að endurskapa íslenskt þjóðfé-
lag í anda jafnréttis, frelsis og
bræðralags, þeirra slagorða og
lífssýnar sem setti mark sitt á
kynslóðina sem var að ná
manndómsárum á árunum upp
úr 1968. Þessu uppgjöri virðist
nú vera að Ijúka með sigri
hinna fyrrnefndu og hinir
síðarnefndu hafa annaðhvort
snúið sér að alþjóðastjórnmál-
um eða einfaldlega hætt í
flokknum. Því horfir illa um
það að Alþýðubandalagið
haldi stöðu sinni sem e.k. for-
ustuafl á vinstri væng stjórn-
mála.
Viðræður fjórflokkanna
Til þess að reyna að halda
stöðu sinni á vinstri vængnum
hefur Alþýðubandalagið haft
frumkvæði að svo nefndum
vinstri viðræðum milli „félags-
hyggjuflokkanna". Þær eru
hins vegar dauðanum vígðar
þar sem enginn hinna flokk-
anna fer í slíkar viðræður.
Baráttan er hreinlega allt of
mikil milli þeirra. Kvennalist-
inn og BJ eiga eftir að festa sig
almennilega í sessi og mjög
þýðingarmikið er fyrir þau að
vera ekki spyrt saman við Al-
þýðubandalagið og formaður
Alþýðuflokksins vill sam-
keppni en ekki samvinnu við
bandalagið. Umræður félags-
hyggjuflokka á toppaplani eru
því vonlitlar fyrirfram.
Rekur stefnulaust
Það er hætt við að eftirmælin
sem þessi ár fá verði ekki góð.
Þjóðfélagið einkennist af innri
togstreitu. Þeir sem vinna
heiðarlega vinnu fyrir venju-
legt kaup eru hættir að þora að
segja frá því. Þeim, sem eru
sniðugir og hugmyndaríkir og
oft ósvífnir að græða á öðrum,
er hampað. Óeining í stjórn-
málaflokkum kemur í veg fyrir
það að stjórnað sé af myndug-
leika. Á meðan rekur okkur
stefnulaust inn í framtíðina.
Baldur Kristjánsson.
Verð í lausasölu 30 kr.
og 35 kr. um helgar.
Áskrift 300 kr.
Málsvari frjálslyndis,
samvinnu og félagshyggju
' Útgefandi: Nútiminn h.f.
Ritstj.: Magnús Ólafsson (ábm).
Márkaðsstj.: Haukur Haraldsson
Auglýsingastj.: Steingrímur Gislason
Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson
Tæknistj.: Gunnar Trausti Guðbjörnsson
Skrifstofur: Síðumuli 15, Reykjavik.
Sími: 686300. Auglýsingasimi: 18300
Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn
686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideild
686538.
Setning og umbrot: Tæknideild NT.
Prentun: Blaftaprent h.f.
Úr viðskiptahalla
verður að draga
■ Forsætisráðherra hefur lagt tillögur sínar til
lausnar efnahagsvanda þjóðarinnar fyrir þing-
menn stjórnarflokkanna.
Þær miða að því að draga úr fyrirsjáanlegurn
viðskiptahalla og erlendri skuidasöfnun.
Nú, í upphafi árs,er því spáð að viðskiptahallinn
verði 4.800 milljónir á þessu ári, eða 5,6% af
þjóðarframleiðslu. Á árinu 1984 varð viðskipta-
hallinn 3.900 milljónir eða 5,8%.
Þetta er mikil meinsemd og á henni verðum við
íslendingar að vinna bug. Viðskiptahalla verður
nefnilega ekki mætt nema með auknum erlendum
lántökum og við því má íslensk þjóð ekki.
Tillögur forsætisráðherra ganga út á að staða
ríkissjóðs verði bætt með sparnaði og hagræðingu
á öllum sviðum og að hert verði eftirlit með
skattframtölum og innheimtu opinberra gjalda.
Þá verði skattheimtan öll tekin til gagngerðrar
endurskoðunar.
Markmiðið með þessum breytingum er yfirlýst
það að létta sköttum af almennum launþegum og
þeim sem bera þungar vaxtabyrðar vegna hús-
næðiskaupa eða bygginga, en auka byrðar á þeim
sem eru aflögufærir. Sjá að minnsta kosti til þess
að þeir greiði það sem þeim ber samkvæmt lögum.
Hjá formanni Sjálfstæðisflokksins hefur komið
fram að í hans flokki sé fullur vilji til að gera
nauðsynlegar ráðstafanir til að hemja viðskipta-
halla. Morgunblaðið óttast hins vegar að þessar
tillögur þýði aukið framlag stóreigna- og hátekju-
manna til þjóðarbúsins og bregst því hart við í
„hlutlausum“ fréttaskrifum sínum.
Þar eru tillögur forsætisráðherra rangfærðar.
Sagt að þær byggi að meginefni til á skattahækkun-
um og sagt er ranglega að þingflokkur sjálfstæðis-
manna hafi þegar hafnað hugmyndunum.
Á meðan bólar ekki á neinum hugmyndum frá
þeim flokki.
Ekki verður betur séð en að Morgunblaðið sé
lagst í stjórnarandstöðu og ætli á næstu vikum og
mánuðum að grafa undan stjórninni. Þá ætti að
verða létt verk að hylla Þorstein á landsfundi og
blása til nýrra kosninga undir forystu hans.
Ráðherrarnir sex standa þá uppi sem vonlitlir
og úrræðalausir fulltrúar gamla tímans.
Það er óafsakanlegt að versla með hag þjóðar-
innar með þessum hætti. Það ræðst á næstu vikum
og mánuðum hvort okkur tekst að sigla upp úr
þeim öldudal sem við höfum verið í.
Ef látið verður reka á reiðanum næstu mánuði
er öruggt mál að verkalýðshreyfingin byrjar að
undirbúa aðgerðir haustsins strax í vor.
Það láir henni það enginn. Kjaraskerðing
undanfarinna missera hefur verið mikil. Ef ekki
fara að sjást merki þess að hagur launþega batni
hlýtur verkalýðshreyfingin að grípa til sinna ráða.
Þjóðin hlýtur að gera þá kröfu til stjórnvalda að
vel verði haldið á málum. Tillögur forsætisráð-
herra um aðgerðir í efnahagsmálum og tillögur
félagsmálaráðherra í húsnæðismálum hafa það
markmið að létta álögum af almennum launþegum
og húsbyggjendum.
Þær verða að ná fram að ganga fljótt og vel.
Sjálfstæðismenn verða að leggja innanflokksátök
á hilluna þjóðarinnar vegna.